19. OKTÓBER – OPINN LAUGARDAGUR
Á morgun, laugardaginn 19. október verður svokallaður „opinn laugardagur“ í boði í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, sem er nýjung á yfirstandandi vetrardagskrá.
Félagsmenn hafa – undir styrkri stjórn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A, VHF stjóra ÍRA – unnið að uppsetningu og frágangi gervihnattabúnaðar félagsins til fjarskipta um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Stöðin er nú frágengin og verður til sýnis og prófunar á laugardag frá kl. 10:30-16:00 á tali, morsi og stafrænum tegundum útgeislunar.
Ari mun fræða okkur um þessa tegund fjarskipta og ennfremur sýna færanlega stöð til sambanda um tunglið, sem hann hefur m.a. prófað frá Akureyri og um síðustu vitahelgi, frá Knarrarósvita.
Félagsmenn eru hvattir til að koma við í Skeljanesi og fara í loftið. Kaffi verður á könnunni.
Stjórn ÍRA.
–
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!