,

SKELJANES LAUGARDAG 26. OKTÓBER

Við endurtökum „opinn laugardag“ á morgun, 26. október kl. 10-14 – sérstaklega fyrir þá félagsmenn sem ekki  gátu ekki mætt í Skeljanes s.l. laugardag – en að sjálfsögðu eru allir velkomnir!

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskiptanna og aðstoðar félagsmenn við að fara í loftið gegnum Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið á tali, morsi og stafrænum tegundum útgeislunar.

Menn voru sammála um s.l. laugardag, að þessi fjarskipti væru sérstök upplifun; sterk merki, engar truflanir og góður DX.

Félagsmenn eru hvattir til að koma við í Skeljanesi og fara í loftið. Kaffi verður á könnunni.

Stjórn ÍRA.

Stefán Arndal TF3SA hafði fyrstu samböndin á morsi um gervitunglið frá TF3IRA (og frá Íslandi) s.l. laugardag. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 7 =