FRÁBÆR FERÐASAGA TF3VB og TF3VD
Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD mættu í Skeljanes fimmtudaginn 24. október og sögðu ferðasögu þeirra og Elínar Sigurðardóttur TF2EQ á SYLRA fundinn í Noregi 6.-8. september s.l.
Þær stöllur sögðu frá ferðinni í máli og myndum og tókst afburða vel upp. Ferðasagan var fróðleg, skemmtileg, krydduð léttum húmor og veitti góða innsýn í heim kvenamatöra.
Í ferðinni var m.a. haldið upp á 20 ára afmæli SYLRA, boðið upp á erindisflutning, farið í heimsókn til Morokulien og klúbbstöðin LG5LG virkjuð, farið á sögusafnið á herragarðinum í Eidsvoll (þar sem stjórnarskrá Noregs var samin 1814), farið skoðunarferð til Charlotteborg (í Svíþjóð) og margt fleira.
Þær Anna, Vala og Elín voru í hópi 26 YL‘s frá 9 þjóðlöndum. Næsta SYLRA ráðstefna verður haldin eftir tvö ár (2021) í Finnlandi,
Vel var klappað í lok erindisins. Alls mættu 24 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta vel heppnaða fimmtudagskvöld.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!