,

OPINN LAUGARDAGUR SLÆR Í GEGN Á NÝ

Svokallaður „opinn laugardagur“ var endurtekinn í dag, 26. október. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes kl. 10 árdegis og hugmyndin var að hafa opið til kl. 14 – en tíminn leið hratt og fóru þeir síðustu ekki úr húsi fyrr en um kl. 16:30.

Hluti morgunsins fór í kynningu, en síðan aðstoðaði Ari menn við að fara í loftið frá TF3IRA um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Flestir (sem fóru í loftið) prófuðu hljóðnemann, en ekki var notað mors eða stafrænar tegundir útgeislunar að þessu sinni.

Umsagnir eins og „spennandi“, „skemmtilegt“ og „hvenær hittumst við næst“ heyrðust á ganginum þegar húsinu var lokað. Alls mættu 11 félagar og 2 gestir í Skeljanes þennan heiðskíra og frostmilda fyrsta vetrardag í Reykjavík.

Stjórn ÍRA þakkar Ara fyrir vel heppnaðan viðburð.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A notaði góðan tíma til að fræða menn um í hverju fjarskipti um gervitungl væru helst frábrugðin fjarskiptum á HF böndunum. Menn kunnu vel að meta upplýsingarnar og spurðu margra spurninga.
Jón G. Guðmundsson TF3LM var áhugasamur og tók sín fyrstu sambönd um tunglið.
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN var einnig að taka sín fyrstu sambönd um OSCAR 100. “Þetta er skemmtilegt…” sagði Sigurður.
Eftir kaffiveitingar í hádeginu, var talað um að gaman væri að sjá líka borðskjá við ICOM IC-7610 HF stöðina (eins og er við KENWOOD TS-2000 gervihnattastöðina). Þannig að þá var einfaldlega hafist handa og drifið í því. Frá vinstri: Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A leggja síðustu handtökin á tengingu borðskjánna við ICOM IC-7610 stöðina. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − 4 =