Svokallaður „opinn laugardagur“ var endurtekinn í dag, 26. október.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes kl. 10 árdegis og hugmyndin
var að hafa opið til kl. 14 – en tíminn leið hratt og fóru þeir síðustu ekki úr
húsi fyrr en um kl. 16:30.
Hluti morgunsins fór í kynningu, en síðan aðstoðaði Ari menn
við að fara í loftið frá TF3IRA um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Flestir
(sem fóru í loftið) prófuðu hljóðnemann, en ekki var notað mors eða stafrænar
tegundir útgeislunar að þessu sinni.
Umsagnir eins og „spennandi“, „skemmtilegt“ og „hvenær hittumst við næst“ heyrðust á ganginum þegar húsinu var lokað. Alls mættu 11 félagar og 2 gestir í Skeljanes þennan heiðskíra og frostmilda fyrsta vetrardag í Reykjavík.
Stjórn ÍRA þakkar Ara fyrir vel heppnaðan viðburð.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2019-10-26 17:48:062019-10-26 17:50:38OPINN LAUGARDAGUR SLÆR Í GEGN Á NÝ
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!