Entries by TF3JB

,

TF3Y VERÐUR Í SKELJANESI 7. NÓVEMBER

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, í Skeljanes með erindið „Að minnka truflanir í móttöku í HF fjarskiptum“. Eins og flestir radíóamatörar þekkja, torvelda truflanir/suð í móttöku í fjarskiptum á stuttbylgjunni (og neðar í tíðnisviðinu) því stundum, að menn nái samböndum. Þetta er […]

,

FYRSTA TF–TF QSO UM OSCAR 100

Fyrsta sambandið á milli íslenskra radíóamatöra um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið fór fram í dag, sunnudaginn 3. nóvember, kl. 12 á hádegi. Það var á milli þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Valgeirs Péturssonar, TF3VP. Valgeir byrjaði að hlusta á tunglið með 120cm diskloftneti þann 17. september en varð svo QRV í gær, 2. nóvember. Hann […]

,

NÁMSKEIÐ Í BOÐI 7. OG 14. NÓVEMBER

Námskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ verður endurtekið í Skeljanesi 7. og 14. nóvember n.k. Ath. að nú er það haldið á fimmtudegi kl. 17-19, bæði kvöldin. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 31. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 31. október. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum er komin í hús. Stjórn ÍRA.

,

OPINN LAUGARDAGUR SLÆR Í GEGN Á NÝ

Svokallaður „opinn laugardagur“ var endurtekinn í dag, 26. október. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes kl. 10 árdegis og hugmyndin var að hafa opið til kl. 14 – en tíminn leið hratt og fóru þeir síðustu ekki úr húsi fyrr en um kl. 16:30. Hluti morgunsins fór í kynningu, en síðan aðstoðaði Ari menn […]

,

FRÁBÆR FERÐASAGA TF3VB og TF3VD

Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD mættu í Skeljanes fimmtudaginn 24. október og sögðu ferðasögu þeirra og Elínar Sigurðardóttur TF2EQ á SYLRA fundinn í Noregi 6.-8. september s.l. Þær stöllur sögðu frá ferðinni í máli og myndum og tókst afburða vel upp. Ferðasagan var fróðleg, skemmtileg, krydduð léttum húmor og veitti góða innsýn […]

,

SKELJANES LAUGARDAG 26. OKTÓBER

Við endurtökum „opinn laugardag“ á morgun, 26. október kl. 10-14 – sérstaklega fyrir þá félagsmenn sem ekki  gátu ekki mætt í Skeljanes s.l. laugardag – en að sjálfsögðu eru allir velkomnir! Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskiptanna og aðstoðar félagsmenn við að fara í loftið gegnum […]

,

TF3VB OG TF3VD 24. OKTÓBER Í SKELJANESI

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er að þær Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD heimsækja okkur í Skeljanes fimmtudaginn 24. október. Þær segja okkur ferðasöguna frá SYLRA fundinum í Lillestrøm 6.-8. september s.l., í máli og myndum. Þar voru þær stöllur í hópi 26 annarra YL‘s frá 9 þjóðlöndum og virkjuðu m.a. LG5LG […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2019

CQ World Wide DX SSB keppnin 2019 verður haldin 26.-27. október. CQ WW er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur). Stjórn ÍRA […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS

Námskeið ÍRA til amatörprófs 2019 var sett í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 18. október. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður setti námskeiðið að viðstöddum Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, formanni prófnefndar. Alls eru 19 þátttakendur skráðir að þessu sinni. Námskeiðið hófst sama kvöld (18. október) og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 14. desember. Vilhjálmur Þór Kjartansson, […]