Entries by TF3JB

,

Snyrt til við innganginn í Skeljanesi

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes upp úr hádeginu í dag (29. ágúst). Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið sjálft og við innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og er nú orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda […]

,

Skeljanes fimmtudag 29. ágúst – opið hús

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 29. ágúst. Nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Í boði: Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti frá Björnsbakaríi. Meðal góðra gesta sem eru væntanlegir: Elín TF2EQ, RoseMarie N1DSP og Tom KE1R. Stjórn ÍRA.

,

TF3IRA BRÁTT QRV UM OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ, mættu í Skeljanes í morgun (laugardaginn 24. ágúst) til góðra verka í þágu félagsstöðvarinnar. Skipt var um m.a. um fæðilínu fyrir 2400 MHz merkið frá transverter‘num. Þar með varð standbylgja í lagi og styrkur merkis batnaði um 3dB. Ennfremur voru gerðar nauðsynlegar stillingar á […]

,

ÁKVÖRÐUN PFS NR. 17/2019

Athygli stjórnarmanna ÍRA hefur verið vakin á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar, dagsett 16. júlí 2019, sem nú hefur verið birt á heimasíðu stofnunarinnar. Kynning ákvörðunar PFS er eftirfarandi: Póst- og fjarskiptastofnun barst kvörtun frá neytanda vegna truflana á fjarskiptum. Í erindinu kom fram að talstöðvarnotkun nágrannans, sem […]

,

NÝR BÚNAÐUR FYRIR OSCAR 100 PRÓFAÐUR

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri ÍRA, vann í dag (20. ágúst) við uppsetningu og tengingu búnaðar TF3IRA innanhúss fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í Skeljanesi. Þótt frágangi sé ekki lokið, var haft fyrsta QSO‘ið frá TF3IRA með nýjum búnaði félagsins. Það var við G8DVR í Manchester á Englandi, kl. 20:40. Merki voru R/S […]

,

TF8APA QRV Á APRS FRÁ ÞORBIRNI

APRS hópurinn hefur staðið fyrir áframhaldandi uppbyggingu á kerfinu af dugnaði. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Magnús Ragnarsson, TF1MT; Samúel Þór Guðjónsson, TF3SUT og Árni Þór Ómarsson, TF3CE hafa einkum verið í forsvari. Þann 15. ágúst var gengið frá uppfærslu APRS búnaðar TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík. Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem […]

,

Vita- og vitaskipahelgin er 17.-18. ágúst

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin fer fram um næstkomandi helgi, 17.-18. ágúst og er tveggja sólarhringa viðburður. Miðað er við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Þegar þetta er skrifað (í lok dags, þann 14. ágúst) hefur einn íslenskur […]

,

ELÍN TF2EQ ER Á YOTA 2019 í BÚLGARÍU

9. sumarbúðamót YOTA (Youngsters On The Air) ungra radíóamatöra hófst í gær (sunnudag) og stendur til 17. ágúst. Mótið er haldið í bænum Bankya (Банкя) í útjaðri höfuðborgarinnar, Sófíu. Ungmennafulltrúi ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, er á staðnum. Að sögn Elínar, eru þátttakendur yfir 80 talsins m.a. frá öðrum Norðurlöndum og víðsvegar að úr Evrópu. BFRA, […]