,

NOTA VERÐUR Í NOREGI UM PÁSKANA 2020

Nordics On The Air in Norway Easter 2020a YOTA sub-regional ham camp – open for all youngsters

Um páskana verða hinar árlegu “Nordics on the air” ungmennabúðir radíóamatöra haldnar 10.-13. apríl 2020. Við bjóðum ungmennum frá öllum Norðurlöndunum að taka þátt! Helgin verður smekkfull af skemmtilegri dagskrá. Ég var eini Íslendingurinn sem fór á seinasta ári og eignaðist mjög góða vini frá hinum Norðurlöndunum. Það eina sem mér þótti leiðinlegt var að ég þurfti að fara heim.

Hvað gerum við?  Dagskráin snýst helst um eða tengist radíó amatörstarfi á einn eða annan hátt. Við kynnum nýliða fyrir áhugamálinu en það verður líka dagskrá fyrir lengra komna. Það verður hið vel þekkta “Alþjóðakvöld” þar sem allir koma með góðgæti frá sínu eigin landi og allir þátttakendur fá tækifæri til að fara í loftið á LA1YOTA; með eða án aðstoðar frá reyndari leyfishafa (ef þess er óskað).

Hvar?  Helgin fer fram á Camp Killingen, Killingsholmen, sem er lítil eyja suðvestur af Ósló. Tjaldbúðirnar (verðum samt innanhúss) eru á sunnanverðri eyjunni, þar sem við verðum meira og minna út af fyrir okkur, umkringd náttúrunni.

Við viljum fá þig!  NOTA eru ungmennabúðir fyrir ungmenni, skipulagt af ungmennum og ykkur er öllum boðið að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að hitta önnur ungmenni sem hafa áhuga á því að fikta með tæki og tól, að tala í talstöðvar, vita hvernig neyðarfjarskipti eða internetið virkar, jafnvel sjónvarpsútsendingar og hvernig símar tala saman í gegnum bæði gervihnetti og símamöstur, eða bara hvernig á að byggja sinn eigin búnað, prufa hann, læra hvernig morskóði virkar og af hverju hann var notaður o.fl. – -þá ENDILEGA sæktu um og taktu þátt! Ég vil fá sem flesta Íslendinga með mér!

Markmiðið með þessu er að virkja ungmenni í áhugamálinu og fá þá til að kynna sér það betur heimafyrir og jafnvel kynnast fleiri ungmennum sem þau geta…nördast með.

ATH: ÞAÐ ÞARF EKKI að hafa amatörleyfi til að taka þátt og sækja um, við viljum bara að þú hafir metnað fyrir áhugamálinu og viljir kynna þér það betur!

Umsóknarferli í gegnum landsfélag IARU Svæðis 1  IARU (samtök landsfélaga radíóamatöra á Svæði 1) er styrktaraðili þessara búða og skilgreinir ungmenni sem fólk á aldrinum 15-26 ára, undanþágur eru – og hafa verið gerðar – fyrir þátttakendur sem hafa ekki komið áður, t.d. fyrir þátttakendur sem eru nýir í áhugamálinu og frá smærri landsfélögun eins og ÍRA. Ég sjálf er 28 ára og fór í fyrsta skipti 27 ára. En það hafa verið krakkar allt niður í 13 ára að taka þátt. Það er eitthvað fyrir alla.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um þurfa að senda umsóknir í gegnum ungmennafulltrúa ÍRA á ira@ira.is. Tekið er á móti umsóknum frá 9. janúar til 9. Febrúar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður þannig að best er að sækja um sem fyrst. Ef þú ert ekki félagi í ÍRA skaltu taka það fram í tölvupóstinum og við kippum því í liðinn.

Gjöld og frekari upplýsingar  Það er táknrænt þáttökugjald upp á 20 evrur / 200 NOK fyrir fullt fæði og gistingu. Frekari upplýsingar verða sendar til þátttakenda rétt eftir umsóknarfrestinum lýkur.

Aðrar fyrirspurnir skulu sendast til nota@nrrl.no

73 og vonumst til að sjá ykkur í Noregi í apríl!
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA.
The Nordic NOTA organizing team

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + seventeen =