,

SKELJANES 16. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 16. janúar.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

Mathías, TF3MH, QSL stjóri, tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomnar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Frá laugardagsopnun í Skeljanesi 25. maí (2019). Á mynd: Gísli G. Ófeigsson TF3G, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Sigurður Benediktsson TF5SLN. Ari kynnti þennan laugardag hve auðvelt er að taka á móti merkjum frá EsHailSat/OSCAR 100 gervihnettinum. Ódýrasta fáanlega viðtækið (RTL SDR) var tengt og voru menn sammála um að merki væru jafnvel skýrari frá honum en frá viðtæki yfir netið. Notað var „SDR Console“ forritið sem radíóamatörum býðst frítt á netinu og getur jafnframt notast sem sendiforrit (með aukabúnaði). Ari sýndi einnig  SDR PLUTO sem er sendiviðtæki fyrir 60-6000 MHz og tekur allar tegundir mótunar. Þegar PLUTO er notaður þarf t.d. ekki „transverter“ sem aukabúnað. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + fifteen =