Jólakaffi ÍRA 2019 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 19. desember og var það síðasta opnunarkvöld okkar í Skeljanesi á þessu ári. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 9. janúar 2020.
Í boði var rjómaterta frá Reyni bakara í Kópavogi, stundum kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Brauðterta með rækjusalati frá veisluþjónustu Jóa Fel, hátíðakleinur frá Kökugerð HP á Selfossi, hvít jólaterta og brún jólaterta frá tertugalleríi Myllunnar, jólasmákökur með súkkulaðibitum frá Kökum og tertum; 17 sortum, Göteborgs jólapiparkökur, danskar rommkúlur frá Danish Bakery, piperkökuhringur og smáhringir (kleinuhringir) frá Bakarí Sandholt og súkkulaðirúlluterta frá Meyers Bageri í Kaupmannahöfn.
Kvöldið heppnaðist vel. Alls mættu 32 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta veðurstillta og fagra vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.










Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!