,

ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2019 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 19. desember og var það síðasta opnunarkvöld okkar í Skeljanesi á þessu ári. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 9. janúar 2020.

Í boði var rjómaterta frá Reyni bakara í Kópavogi, stundum kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Brauðterta með rækjusalati frá veisluþjónustu Jóa Fel, hátíðakleinur frá Kökugerð HP á Selfossi, hvít jólaterta og brún jólaterta frá tertugalleríi Myllunnar, jólasmákökur með súkkulaðibitum frá Kökum og tertum; 17 sortum, Göteborgs jólapiparkökur, danskar rommkúlur frá Danish Bakery, piperkökuhringur og smáhringir (kleinuhringir) frá Bakarí Sandholt og súkkulaðirúlluterta frá Meyers Bageri í Kaupmannahöfn.

Kvöldið heppnaðist vel. Alls mættu 32 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta veðurstillta og fagra vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 19. desember. Mynd frá árlegu jólakaffi ÍRA sem hófst stundvíslega kl. 20:00.
Alltaf hressir. Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Höskuldur Elíasson TF3RF og Ágúst H. Bjarnason TF3OM.
Sigurður Kolbeinsson TF3-066 (fremst til vinstri), Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL, Bjarni Sverrisson TF3GB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Benedikt Sveinsson TF3T og Jón Björnsson TF3PW (lengst til hægri).
Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Bendikt Sveinsson TF3T og Baldur Þorgilsson TF3BP.
Heimir Konráðsson TF1EIN (fjær), Baldvin Þórarinsson TF3-033, Óskar Sverrisson TF3DC og Ari Þórólur Jóhannesson TF1A.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY, Mathías Hagvaag TF3MH, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Vilhjálmur Í. Sigurjónson TF3VS.
Björgvin Víglundsson TF3BOI, Eiður Kristinn Magnússon TF3-071, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Jón Björnsson TF3PW.
Bjarni Sverrisson TF3GB, Kristján Benediktsson TF3KB, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 8 =