Entries by TF3JB

,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 5. ágúst. Heldur minni mæting var en undir venjulegum kringumstæðum. Margir leyfishafar halda sé til hlés frá mannamótum þar sem Covid-19 faraldurinn hamlar með tilheyrandi grímuskyldu og fjarlægðarmörkum. Kaffiveitingar voru ekki í boði í félagsaðstöðunni. Að venju höfðu menn um nóg að ræða, sækja kort til QSL stofu […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 5. ÁGÚST

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20-22. Í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu. Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af […]

,

SENDI-/MÓTTÖKUSTÖÐ TF3IRA UPPFÆRÐ

Við vinnu í fjarskiptaherbergi TF3IRA 30. maí s.l., þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ mættu í Skeljanes til að aðstoða við undirbúning opnunar fjarskiptaherbergis félagsins (sem þá hafði verið meira og minna lokað í heilt ár vegna Covid-19 faraldursins) kom í ljós, að nýr hugbúnaður var fáanlegur til uppfærslu á ICOM […]

,

TF3IRA Í TF ÚTILEIKUNUM 2021

Félagsstöðin TF3IRA var virk alla þrjá dagana í TF útileikunum. Þegar þetta er skrifað (um hádegi á mánudag) eru leikarnir enn í fullum gangi og lýkur í raun ekki fyrr en á miðnætti. Skilyrðin innanlands voru ekki sérstaklega góð þessa þrjá daga og t.d. mikið QSB. Samt höfðu menn mörg skemmtileg sambönd. Sem dæmi, voru […]

,

ÚTVARPSÞÆTTIR Á RÚV RÁS 1

Í fyrramálið, sunnudaginn 1. ágúst kl. 09:05, verður fluttur þáttur á Rás 1 um mors og þátt morsfjarskipta í menningu okkar. Þátturinn ber nafnið: „Stutt langt stutt“. Síðari hluti verður síðan fluttur á Rás 1 á mánudagsmorgun 2. ágúst kl. 09:03. Í síðari hlutanum (á mánudag) er meginumfjöllunin um íslenska radíóamatöra, sem enn nota mors […]

,

TF ÚTILEIKARNIR ERU BYRJAÐIR

TF útileikarnir byrjuðu í dag (31. júlí) og standa yfir fram á mánudag (2. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 31. júlí, frá kl. 13-16. Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS var við hljóðnemann. Skilyrði innanlands voru ekki góð fram af. Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi […]

,

BOÐI VEGNA 75 ÁRA AFMÆLIS FRESTAÐ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta því að halda upp á 75 ára afmæli félagsins laugardaginn 14. ágúst n.k.  Ákvörðunin er tekin í ljósi vaxandi útbreiðslu Covid-19 faraldursins og vegna mikillar óvissu um sóttvarnir sem verða í gildi eftir tvær vikur og fjölda sem þá má koma saman. Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um ráðstafanir vegna faraldursins […]

,

KIWISDR VIÐTÆKIÐ AFTUR Í BLÁFJÖLL

KiwiSDR viðtækið sem fært var úr Skeljanesi í apríl s.l. og hefur verið vistað hjá Erlingi Guðnasyni TF3E síðan, var flutt í morgun, 30. júlí, aftur upp í Bláfjöll. Vefslóð: http://blafjoll.utvarp.com eða http://bla.utvarp.com Viðtækið er nú staðsett inni í upphituðu húsi og notar 70 metra langt vírloftnet fyrir amatörböndin frá 160 til 10 metra.  Unun […]

,

TF ÚTILEIKARNIR VERÐA UM HELGINA

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi. Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz). Samkvæmt samráði ÍRA við […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 29. JÚLÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júlí frá kl. 20-22. Í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu. Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum […]