Entries by TF3JB

,

MORS Í GÖMLU LOFTSKEYTASTÖÐINNI

Í gömlu Loftskeytastöðinni við Brynjólfsgötu er óvenjuleg ljósasería á þakkanti hússins. Þarna hefur verið sett upp listaverkið „K“ (Með ósk um svar) eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Það samanstendur af ljósaperum sem stafa á morsi, tegundaheiti hvalategunda. Það var einmitt í Loftskeytastöðinni sem þráðlaus samskipti komust á við útlönd fyrir um 100 árum og loftskeyti voru […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11 árdegis verða 2. „sófaumræður“ vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætir í sófann og leiðir umræður um hvernig er að vera QRV á FT4. WSJT-X hópurinn, þeir K1JT, K9AN og G4WJ kynntu nýju FT4 mótunina vorið 2019. FT4 er þróað í framhaldi af FT8 og einkum hugsað til […]

,

HARALDUR ÞÓRÐARSON TF8HP ER LÁTINN

Haraldur Þórðarson, TF8HP, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Þær upplýsingar bárust til félagsins í dag að Haraldur hafi látist á sjúkrahúsi í morgun, 21. nóvember. Hann var á 77. aldursári, heiðursfélagi í ÍRA og leyfishafi nr. 70. Um leið og við minnumst Haraldar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans […]

,

50 MHz BANDIÐ Í HÖFN Á WRC-19

Góðar fréttir bárust til félagsins í morgun, 21. nóvember,  þess efnis að radíótíðniráðstefna Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU, WRC-19, hafi samþykkt frumvarp IARU um að 50 MHz bandinu verði úthlutað til radíóamatörþjónustunnar. Endanlegur frágangur samþykktarinnar verður afgreiddur þegar ráðstefnunni lýkur í næstu viku. Samþykktin er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 þjóðríki á Svæði 1 […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 21. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 21. nóvember. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, tæmir pósthólfið hvern miðvikudag og verður búinn að flokka nýjar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2019

CQ World Wide DX morskeppnin 2019 verður haldin 23.-24. nóvember. Keppnin er 48 klst. og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar (sjá reglur). Þátttaka var ágæt frá okkur í fyrra (2018); þá sendu […]

,

VIÐURKENNINGAR Í SKELJANESI Á SUNNUDEGI

Fyrsta sunnudagsopnun á vetrardagskrá ÍRA var sunnudaginn 17. nóvember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um viðurkenningar radíóamatöra. Fram kom m.a. að viðurkenningar hafa verið í boði til radíóamatöra í a.m.k. 96 ár og að þær eru vinsæll þáttur hjá mörgum sem hluti af áhugamálinu. Fram kom einnig, að margar eru erfiðar eða […]

,

FUNDARGERÐIR STJÓRNAR Á HEIMASÍÐU

Fundargerðir stjórnar ÍRA á heimasíðu enda í nóvember 2018. Fundargerðir sem á vantar til dagsins í dag – hafa verið birtar jafn óðum í CQ TF og hengdar upp á tilkynningatöflu í Skeljanesi. Auk þess, má lesa fundargerðir fyrra starfsárs í Ársskýrslu 2018/19. Hvorutveggja skýrsla og CQ TF eru til niðurhals á PDF formi hér […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES OG GÓÐAR GJAFIR

Félaginu barst að gjöf jeppafylli af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fimmtudagskvöldið 14. nóvember. Þá lauk Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, við uppfærslu þriðju tölvunnar í fjarskiptaherbergi TF3IRA (Lenovo ThinkCentre). Síðast, en ekki síst, áttu félagsmenn góðar umræður um áhugamálið yfir kaffibolla. Að venju var mikið rætt um tækin, loftnet, „Sark 110“ loftnetsgreininn (sem einn var […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær fyrstu á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða viðurkenningar radíóamatöra. Jónas Bjarnason, TF3JB, leiðir umræður. Viðurkenningar hafa fylgt áhugamálinu í tæp 100 ár. Leitast verður við að svara nokkrum grundvallarspurningum, þ.á.m.: Hvað eru viðurkenningar radíóamatöra? Fyrir hvað standa þær til boða? Hvað þurfa menn […]