SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG
Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær fyrstu á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða viðurkenningar radíóamatöra. Jónas Bjarnason, TF3JB, leiðir umræður.
Viðurkenningar hafa fylgt áhugamálinu í tæp 100 ár. Leitast verður við að svara nokkrum grundvallarspurningum, þ.á.m.:
- Hvað eru viðurkenningar radíóamatöra?
- Fyrir hvað standa þær til boða?
- Hvað þurfa menn að gera til að fá þær?
- Hverjir gefa þær út?
- Hvað gerir maður síðan við viðurkenningarnar?
Sófaumræður eru það fyrirkomulag, þegar boðið er upp á umræður á messutíma sem eru hugsaðar sem afslappaðar, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, leiðir síðan umræðuna og svarar spurningum.
Húsið opnar kl. 10:30. Vandaðar kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!