,

50 MHz BANDIÐ Í HÖFN Á WRC-19

Góðar fréttir bárust til félagsins í morgun, 21. nóvember,  þess efnis að radíótíðniráðstefna Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU, WRC-19, hafi samþykkt frumvarp IARU um að 50 MHz bandinu verði úthlutað til radíóamatörþjónustunnar. Endanlegur frágangur samþykktarinnar verður afgreiddur þegar ráðstefnunni lýkur í næstu viku.

Samþykktin er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 þjóðríki á Svæði 1 munu veita leyfishöfum ríkjandi aðgang á 500 kHz (á 50-54 MHz) og 26 ríki munu veita ríkjandi aðgang að öllu sviðinu.  Öll þjóðríki í Svæði 1 hafa samþykkt að veita radíóamatörum víkjandi aðgang að tíðnisviðinu 50-52 MHz. Aðrar þjónustur sem fyrir voru með úthlutun í Svæði 1 og Svæði 3 munu halda heimildum. Núverandi ríkjandi aðgangur radíóamatöra að 50-54 MHz í Svæðum 2 og 3 helst óbreyttur.

Nánari útfærsla er gerð af stjórnvöldum í hverju þjóðríki eftir ráðstefnuna.

Stjórn ÍRA sendi erindi í morgun til Póst- og fjarskiptastofnunar og til framkvæmdastjórnar IRAU og IARU Svæðis 1 með þakklæti fyrir hönd íslenskra radíóamatöra.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 14 =