Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22. Sérstakur gestur verður Daggeir Pálsson, TF7DHP félagsmaður okkar á Akureyri.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar.
Nýtt radíódót hefur borist í hús og verður í boði til félagsmana frá og með 14. október (sjá meðfylgjandi ljósmyndir).
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-10-14 12:31:382021-10-14 12:40:58SKELJANES Í KVÖLD 14. OKTÓBER
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!