SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI
Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 14. október. Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Daggeir H. Pálsson TF7DHP frá Akureyri. Að auki mættu þeir félagar Egill Þórðarson, TF3CG og Guðni Skúlason loftskeytamaður sem hefur hug á að fá útgefið leyfisbréf og koma í loftið á morsi.
Mikið var rætt um áhugamálið á báðum hæðum, þ.e. í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar. Rætt var um CQ WW keppnirnar framundan, um loftnet (og loftnetsturna), nýjustu sendi-/móttökustöðvarnar, m.a. um Elecraft K4, væntanleg ný flaggskip frá Icom og Kenwood. Einnig rætt um Yaesu FT-991A sem nokkrir leyfishafar hafa verið að kaupa að undanförnu.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fór yfir notkun gervihnattastöðvar TF3IRA og sýndi hve auðvelt er að hafa sambönd um QO-100 gervitunglið.
Alls mættu 19 félagar + 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!