,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 14. október. Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Daggeir H. Pálsson TF7DHP frá Akureyri. Að auki mættu þeir félagar Egill Þórðarson, TF3CG og Guðni Skúlason loftskeytamaður sem hefur hug á að fá útgefið leyfisbréf og koma í loftið á morsi.

Mikið var rætt um áhugamálið á báðum hæðum, þ.e. í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar. Rætt var um CQ WW keppnirnar framundan, um loftnet (og loftnetsturna), nýjustu sendi-/móttökustöðvarnar, m.a. um Elecraft K4, væntanleg ný flaggskip frá Icom og Kenwood. Einnig rætt um Yaesu FT-991A sem nokkrir leyfishafar hafa verið að kaupa að undanförnu.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fór yfir notkun gervihnattastöðvar TF3IRA og sýndi hve auðvelt er að hafa sambönd um QO-100 gervitunglið.

Alls mættu 19 félagar + 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Erling Guðnason TF3E, Kristján Benediktsson TF3KB, Mathías Hagvaag TF3MH og Hans Konard Kristjánsson TF3FG (með bak í myndavél).
Rætt um skilyrðin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Frá vinstri: Guðni Skúlason, Daggeir H. Pálsson TF7DHP, Þórður Adolfsson TF3DT og Egill Þórðarson TF3CG.
“Þetta snýst allt um loftnetin” sögðu strákarnir. Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL og Þórður Adolfsson TF3DT.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A útskýrði virkan gervihnattastöðvar TF3IRA. Egill Þórðarson TF3CG, Guðni Skúlason og fleiri fylgjast með. Daggeir H. Pálsson TF3DHP tók “fyrirlestur” Ara upp á myndband. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 4 =