,

SCANDINAVIAN ACTIVITY KEPPNIN 2021

Síðari hluti Scandinavian Activity keppninnar 2021 fór fram á SSB helgina 9.-10. október. Gögnum var skilað til keppnisstjórnar fyrir 4 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum; 20 metrum háafli, á öllum böndum háafli og á öllum böndum lágafli. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 896.

TF2MSN – Öll bönd, lágafl.
TF8KY – Öll bönd, háafl.
TF3AO – 20 metrar, háafl.
TF3T – 20 metrar, háafl.

Fjórum dagbókum var einnig skilað inn fyrir TF kallmerki í morshluta keppninnar sem fram fór 18.-19. september s.l. Þátttaka var í tveimur keppnisflokkum; 20 metrum á háafli og á öllum böndum lágafli, auk viðmiðunardagbókar. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 1.412.

TF3EO – Öll bönd, lágafl.
TF3VS – Öll bönd, lágafl.
TF3W – 20 metrar, háafl.
TF3DC – Viðmiðunardagbók (e. check-log).

Hamingjuóskir til þátttakenda. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu SAC í febrúar 2022.

Stjórn ÍRA.

https://www.sactest.net/blog/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 13 =