Entries by TF3JB

,

TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI

Þau TF1A, TF3SUT, TF3DT, TF3GZ, TF3ML og Jessica (YL frá Kanada) gerðu ferð á Skálafell í dag, 12. október. Verkefnið var að gera við TF3RPK endurvarpann sem hafði verið úti í nokkur misseri. Verkefnið gekk að óskum og er TF3RPK nú QRV á ný á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 […]

,

MIKIL AÐSÓKN – SKRÁNING FRAM Á ÞRIÐJUDAG

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Í ljósi mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að taka allt að 25 þátttakendur. Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur í desember með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður mánudaga, þriðjudag og miðvikudaga kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um […]

,

SAC SSB KEPPNIN ER UM HELGINA

SSB hluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 12. – 13. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Fjórar TF stöðvar tóku þátt í keppninni í fyrra (2018). Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS NÁLGAST

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er opin til 15. október. Örfá sæti eru laus, en miðað er við mest 20 þátttakendur. Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október og lýkur fyrir jól með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar. Kennt verður á kvöldin 2-3 daga í viku kl. 18:30-21:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um […]

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST 10. OKTÓBER

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 10. október í Skeljanesi. Óskar Sverrisson, TF3DC, mætir á staðinn kl. 20:30 og sýnir okkur DVD myndband frá VP8ORK DX-leiðangrinum sem farinn var til Suður-Orkneyja 27. janúar til 8. febrúar 2011. Margar TF stöðvar náðu sambandi við leiðangurinn, en eyjurnar eru staðsettar á vestanverðum Suðurskautsskaganum. Fjöldi sambanda VP8ORK var alls […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 3. október. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum er komin í hús hjá kortastofu félagsins. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 26. september. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Nýja vetrardagskráin, sem formlega er til kynningar í 4. tbl. CQ TF sem kemur út á sunnudag, 29. september mun liggja frammi í félagsaðstöðunni á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

Gjöf móttekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA

Félagið tók á móti gjöf til félagsstöðvarinnar TF3IRA í dag, 23. september. Það er YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu fyrir YAESU FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu mjög stöðuga. Þá er kæliviftan í borðfestingunni […]

,

Góður áhugi á námskeiði til amatörprófs

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er í fullum gangi. Námskeiðið verður haldið og hefst um miðjan október n.k. og lýkur fyrir jól. Eins og áður hefur komið fram, verður kennt á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá […]

,

TF3RPI í Bláfjöllum uppfærður úr G2 í G3

Stafrænn endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar TF3ML, TF3RPI var uppfærður í Bláfjöllum í dag (19. september) úr G2 í G3, þ.e. úr 32 bita kerfi í 64 bita kerfi. Endurvarpinn hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu. TF3RPI styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá […]