,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 3. október.

Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti.

Ný sending af QSL kortum er komin í hús hjá kortastofu félagsins.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Myndin ver tekin í Skeljanesi 1. október (2019) eftir vinnu þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ settu upp, tengdu og stilltu nýjan og stærri loftnetsdisk fyrir OSCAR 100 gervitunglið vegna fjarskipta frá TF3IRA. Ný diskurinn er úr trefjagleri (fíber) og 120cm að stærð. Ari sagði eftir aðgerðina “…að nú væri þetta eins og hann vildi hafa það…6dB aukinn ávinningur!”. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × four =