,

TF3RPI í Bláfjöllum uppfærður úr G2 í G3

Stafrænn endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar TF3ML, TF3RPI var uppfærður í Bláfjöllum í dag (19. september) úr G2 í G3, þ.e. úr 32 bita kerfi í 64 bita kerfi. Endurvarpinn hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu. TF3RPI styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá ICOM.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, annaðist verkefnið með aðstoð Terry M. Stader, KA8SCP.

Bestu þakkir til þeirra Ólafs, Ara og Terry‘s.

TF3RPI er staðsettur í þessu húsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Mynd af tækjaskápnum fyrir TF3RPI í stöðvarhúsinu í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + seven =