Entries by TF3JB

,

HELGARTILTEKT Í SKELJANESI

Líkt og skýrt er frá (sjá frétt neðar), var hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallaranum í Skeljanesi. Síðdegis 16. júlí var dótið sótt upp á Vatnsendahæð og flutt að nýju […]

,

RADÍÓDÓT FÉLAGSINS AFTUR KOMIÐ Í HÚS

Hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA voru flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallara hússins í Skeljanesi. Þetta dót hefur verið þar síðan. Skömmu fyrir miðjan júlí bárust boð frá Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, starfsmanni RÚV, þess […]

,

VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD 16. JÚLÍ

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 16. júlí. Að venju voru fjörugar umræður yfir kaffinu. DX’inn er ætíð ofarlega á dagskrá og félagarnir sögðu frá góðum skilyrðum, m.a. niður í Kyrrahafið (KHT, ZL og VK) og til Afríku (D2 og S7). Þá voru líflegar umræður um stöðvar, tilheyrandi búnað og loftnet sem menn eiga í […]

,

VELKOMIN Á OPIÐ HÚS Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Margt þarf að ræða yfir kaffinu, m.a. vel heppnaða VHF/UHF leika sem fram fóru um síðustu helgi. Þá nálgast TF útileikarnir um verslunarmannahelgina og Vita- […]

,

BRYNJÓLFUR JÓNSSON TF5B FÆR 5BWAZ

Brynjólfur Jónsson, TF5B, hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2018 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150. Í símtali í tilefni þessa árangurs, kom m.a. fram að […]

,

ÚRSKURÐUR Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR

Athygli stjórnarmanna ÍRA var vakin á því í dag, 13. júlí, að úrskurður hafi fallið í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. júlí s.l., í máli Bjarna Sverrissonar, TF3GB gegn íslenska ríkinu; Mál nr. E-7441/2019. Málið var þingfest 19. desember 2019 en tekið til dóms 10. júní s.l. að lokinni aðalmeðferð. Niðurstaða: Málinu var vísað frá dómi án […]

,

VHF/UHF LEIKUM 2020 ER LOKIÐ

Eftirfarandi orðsending barst frá Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY, umsjónarmanni VHF/UHF leikanna sunnudaginn 12. júlí: Kæru félagar!  VHF/UHF leikunum er nú lokið. Enn eiga einhver QSO eftir að skila sér í kerfið. Eins og staðan er núna eru fyrstu þrjú sætin svona: 1. TF3ML, Ólafur Björn Ólafsson.2. TF1OL, Ólafur Örn Ólafsson.3. TF1JI, Jón Ingvar Óskarsson. Vel gert! […]

,

TF3IRA OG TF3W QRV FRÁ SKELJANESI

Tvö kallmerki voru virk samtímis frá félagsstöð ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardaginn 11. júlí. Annarsvegar, TF3IRA, sem var QRV í VHF/UHF leikunum 2020 og hinsvegar, TF3W, sem var QRV í IARU HF World Championship keppninni 2020. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW starfrækti TF3W á morsi á 14 MHz í IARU keppninni og Jónas Bjarnason, TF3JB; […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 9. júlí. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikana leiddi umræður. Helsta breytingin í ár er að nú hefjast leikarnir fyrr og enda fyrr, þ.e. á föstudag 10. júlí kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. júlí kl. 18:00. Keli fór vel yfir reglurnar og kynnti leikjavefinn sem er kominn […]

,

KÁRI PÁLSSON ÞORMAR ER LÁTINN

Kári Pálsson Þormar, TF3KA, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag, að Kári hafi látist á Vífilstaðaspítala 30. júní s.l. Hann var á 92. aldursári, leyfishafi nr. 31. Um leið og við minnumst Kára með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar, […]