Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 9. júlí.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikana leiddi umræður. Helsta breytingin í ár er að nú hefjast leikarnir fyrr og enda fyrr, þ.e. á föstudag 10. júlí kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. júlí kl. 18:00.
Keli fór vel yfir reglurnar og kynnti leikjavefinn sem er kominn á netið og í raun er ekkert því til fyrirstöðu að menn skrái sig strax.
Allar upplýsingar um VHF/UHF leikana 2020 eru á vefslóðinni: http://leikar.ira.is/2020
Umræður stóðu fram yfir kl. 22:30 á báðum hæðum þetta ágæta sumarkvöld í Skeljanesi. Alls mættu 24 félagar á staðinn.




Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!