Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 9. júlí.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikana leiddi umræður. Helsta breytingin í ár er að nú hefjast leikarnir fyrr og enda fyrr, þ.e. á föstudag 10. júlí kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. júlí kl. 18:00.
Keli fór vel yfir reglurnar og kynnti leikjavefinn sem er kominn á netið og í raun er ekkert því til fyrirstöðu að menn skrái sig strax.
Allar upplýsingar um VHF/UHF leikana 2020 eru á vefslóðinni: http://leikar.ira.is/2020
Umræður stóðu fram yfir kl. 22:30 á báðum hæðum þetta ágæta sumarkvöld í Skeljanesi. Alls mættu 24 félagar á staðinn.
Skeljanesi 9. júlí. Frá vinstri: Sigmundur Karlsson TF3VE, Þórður Adolfsson TF3DT, Mathías Hagvaag TF3MH, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Sigmundur Karlsson TF3VE ræða nýja leikjavefinn 2020 (sem þegar er kominn á netið). Til skýringar: Loftnetið sem er svo áberandi og ber í tjaldið á þessari mynd og þeirri næstu er hálfbylgju tvípóll fyrir 50 MHz tíðnisviðið sem var til sýnis og kynningar í félagsaðstöðunni þetta kvöld.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY útskýrir landakort af Íslandi með reitakerfinu, en þátttakendur kynna sér í hvaða 6 stafa reit þeir eru staddir hverju sinni og skrá hann við hvert QSO í kerfinu á nýja leikjavefnum. Til aðstoðar má nota snjallsímaforrit til að komast að reitanúmeri sínu, t.d. “QTH Locator”. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Þórður Adolfsson TF3DT, Sigmundur Karlsson TF3VE, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Við stóra fundarborðið eftir kynningu TF8KY. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Ljósmyndir: TF3JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!