,

ÚRSKURÐUR Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR

Athygli stjórnarmanna ÍRA var vakin á því í dag, 13. júlí, að úrskurður hafi fallið í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. júlí s.l., í máli Bjarna Sverrissonar, TF3GB gegn íslenska ríkinu; Mál nr. E-7441/2019. Málið var þingfest 19. desember 2019 en tekið til dóms 10. júní s.l. að lokinni aðalmeðferð. Niðurstaða: Málinu var vísað frá dómi án kröfu.

Stjórn félagsins og EMC nefnd munu kynna sér úrskurðinn. Bent er á umfjöllun um mál þetta í Ársskýrslu ÍRA 2019/20, kafla 9.a á bls. 97. Ennfremur fundargerðir stjórnar (í sömu skýrslu). Stjórnarfundir nr. 4/2019-20 bls. 141; nr. 6/2019-20 bls. 145 og nr. 7/2019-20 bls. 149. Hér fyrir neðan eru vefslóðir á ofangreindan úrskurð og Ársskýrslu félagsins Íslenskir radíóamatörar 2019/20.

https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=56216ad9-d72d-4e7e-b34e-88e680831264
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/02/15022020-Ársskýrsla-2019-20-pdf.pdf

Niðurstaða dómsins:

„Af ofangreindu er ljóst að erindi nágranna stefnanda varð Póst- og fjarskiptastofnun tilefni þess að taka til athugunar hvort útsendingar stefnanda yllu skaðlegum truflunum á fjarskiptum að heimili nágrannans í skilningi  1. mgr. 64. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, og hvort ástæða væri til þess að stofnunin gripi til íhlutunar af þeim sökum á grundvelli heimilda sinna samkvæmt sömu lögum

Er jafnframt ljóst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 29. október 2019 byggist á því að útsendingar stefnanda hafi valdið  truflunum á  fjarskiptum á  heimili nágrannans. Verður því ekki annað séð af gögnum málsins en að nágranni stefnanda hafi átt verulegra, einstaklingslegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins á stjórnsýslustigi

Í ljósi þessa er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi þurft að gefa nágranna sínum kost á því að taka til varna  í  dómsmálinu sem hér er til meðferðar. Þar sem þetta var ekki gert er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi án kröfu, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála“.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − 8 =