,

BRYNJÓLFUR JÓNSSON TF5B FÆR 5BWAZ

Brynjólfur Jónsson, TF5B, hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2018 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150.

Í símtali í tilefni þessa árangurs, kom m.a. fram að hann er í dag kominn með 158 svæði og vinnur að því að ná öllum 200.

Billi átti fyrir þrjár WAZ viðurkenningar, þ.e. fyrir  „mixed mode“, fyrir 20 metra bandið „Phone“ og fyrir RTTY, en til að geta sótt um 5BWAZ þurfa menn að hafa áður sótt um og fengið, a.m.k. eitt WAZ viðurkenningarskjal. RTTY WAZ skjalið er það eina sinnar tegundar hér á landi (hingað til). 5BWAZ viðurkenningin þykir með þeim erfiðari sem radíóamatörar geta unnið að. Hamingjuóskir til Billa.

Tveir aðrir íslenskir leyfishafar eru jafnframt handhafar 5BWAZ viðurkenningar: Óskar Sverrisson, TF3DC (með 165 svæði) og Þorvaldur Stefánsson, TF4M (með 181 svæði).

Brynjólfur Jónsson TF5B í góðum félagsskap í Skeljanesi fyrir 2 árum (sumarið 2018). Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Brynjólfur Jónsson TF5B og Gísli G. Ófeigsson TF3G. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × four =