,

VELKOMIN Á OPIÐ HÚS Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júlí.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Margt þarf að ræða yfir kaffinu, m.a. vel heppnaða VHF/UHF leika sem fram fóru um síðustu helgi. Þá nálgast TF útileikarnir um verslunarmannahelgina og Vita- og vitaskipahelgin 22.-23. ágúst n.k.

Áfram gilda þau tilmæli vegna COVID-19 að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Sigurður Kolbeinsson TF8TN, Erik Finskas TF3EY (OH2LAK) og Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Myndin var tekin 21. september 2018 þegar Erik sýndi okkur Icom IC-7100 stöð sína og virkan búnaðar frá Mikael SM2O hjá Remoterig. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 5 =