,

VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD 16. JÚLÍ

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 16. júlí.

Að venju voru fjörugar umræður yfir kaffinu. DX’inn er ætíð ofarlega á dagskrá og félagarnir sögðu frá góðum skilyrðum, m.a. niður í Kyrrahafið (KHT, ZL og VK) og til Afríku (D2 og S7). Þá voru líflegar umræður um stöðvar, tilheyrandi búnað og loftnet sem menn eiga í pöntun og um TF útileikana sem verða um verslunarmannahelgina.

Við stóra fundarborðið skoðuðu menn nýtt plakat frá DARC í stærðinni A3 með tíðniplani fyrir þýska radíóamatöra. Hugmyndin er, að útbúa slíkt fyrir okkur og fá leyfi Þjóðverjanna til að nota þeirra uppsetningu. Menn voru mjög hlynntir hugmyndinni, en það yrði bæði boðið prentað (í tveimur stærðum) og til niðurhals á heimasíðu félagsins.

Umræður stóðu fram undir kl. 23 (á báðum hæðum) þegar húsið var yfirgefið í hellirigningu þetta vel heppnaða sumarkvöld í Skeljanesi. Alls mættu 24 félagar og 1 gestur á staðinn.

Frá vinstri: Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Kristján Benediktsson TF3KB. Plakatið frá DARC lá frammi; „Kurzwellen-Bandplan DL + 6m“. Hugmyndin er að fá leyfi Þjóðverjanna til að nota þeirra uppsetningu fyrir sérstakt TF tíðniplan. Málið á rætur að rekja til vel heppnaðrar kynningar Kristjáns, TF3KB um tíðniplön á HF amatörböndunum sem haldin var í Skeljanesi 8. desember  s.l., en í umræðum eftir kynninguna kom fram mikill áhugi manna að félagið láti útbúa sérstakt plakat fyrir TF.
Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sigurður Kolbeinsson TF8TN og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (fyrir enda borðs).
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Þór Þórisson TF1GW, Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Guðmundur Sigurðsson TF3GS og Jón G. Guðmundsson TF3LM. Einar KJartansson TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna, svaraði spurningum um sérstaka vefsíðu útileikana og um keppnisreglurnar. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + eleven =