Entries by TF3JB

,

CQ KIDS DAY Í BOÐI ARRL 20. JÚNÍ

„CQ Kids Day“ er í dag, laugardaginn 20. júní. Þennan dag bjóða bandarískir radíóamatörar ungu fólki að kynnast amatör radíói með því að hafa sambönd í gegnum stöðvar sínar. Viðburðurinn hefst kl. 18 að íslenskum tíma. Mælt er með að byrja á að skiptast á nöfnum, aldri, staðsetningu og upplýsingum um uppáhalds lit. Félagsmenn eru […]

,

SUMARSTEMNING Í SKELJANESI 18. JÚNÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 18. júní. Þetta var 2. opnun eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19. Vandað var með kaffinu að venju, nýjustu tímaritin lágu frammi og QSL stjóri hafði flokkað kortasendingar. Mikið var rætt um loftnet, búnað, skilyrðin og m.a. […]

,

SKELJANES 18. JÚNÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 18. júní. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og veglegt meðlæti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Sjáumst í Skeljanesi! Stjórn ÍRA.

,

LANDEYJAR OG AKUREYRI Á APRS

Magnús Ragnarsson, TF1MT, hefur sett upp APRS stöðina TF1MT-1, sem iGátt og W1 stafavarpa frá nýju QTH í Landeyjum. Hann á von á að stafvarpinn lesi merki frá Bláfjöllum, Búrfelli, Þorbirni og Reynisfjalli, þegar sú stöð fer í loftið. Uppsetning APRS iGáttar á Akureyri er í undirbúningi og sjá þeir Þór Þórisson, TF1GW og Guðmundur […]

,

OPNAÐ Í SKELJANESI Á NÝ 11. JÚNÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 11. júní. Þá hafði síðast verið opið fimmtudaginn 12. mars, réttum þremur mánuðum áður. Vandað var með kaffinu að venju og nýjustu tímaritin lágu frammi. Eins og gefur að skilja höfðu menn um mikið að tala og var umræðuefnið dæmigert fyrir árstímann, þ.e. um skilyrðin, loftnet og […]

,

UPPFÆRSLA Á V2.1.2 WSJT-X FORRITINU

Tilkynnt hefur verið um nýja uppfærslu WSJT-X forritsins. Það er útgáfa v2.2.0 sem kemur í stað núverandi útgáfu, v2.1.2. Margar TF stöðvar nota forrit Joseph H. Taylor, Jr., K1JT, m.a. í fjarskiptum á FT4 og FT8 samskiptaháttum. Ýmsar nýjungar eru kynntar í uppfærslunni, m.a. er 10% bætt geta forritsins í að lesa merki undir erfiðum […]

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 11. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin á ný frá og með fimmtudeginum 11. júní. Tólf vikna tímabilið frá 12. mars til 11. júní 2020 er líklega einstætt í nær 73 ára sögu ÍRA, en þessa þrjá mánuði var starfsemi félagsins haldið í lágmarki vegna COVID-19 faraldursins sem er af völdum svokallaðrar kórónaveiru, sem smitast milli […]

,

CQ WW WPX KEPPNIN 2020, CW HLUTI.

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fór fram helgina 30.-31. maí s.l. Fjórar TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar tímaritsins samkvæmt eftirfarandi: TF3W, einmenningsflokkur, öll bönd, aðstoð, háafl (op. TF3DC).TF3VS, einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.TF3JB, einmenningsflokkur, 20 metrar, lágafl.TF3SG, viðmiðunardagbók (e. check-log). Þátttakendur voru sammála um að skilyrði hafi almennt verið ágæt. https://www.cqwpx.com/logs_received_cw.htm

,

ALVÖRU LOFTNET TF3ML Á 50 MHZ OG 70 MHZ

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, varð QRV á ný á 50 MHz og 70 MHz laugardaginn 30. maí. Hann setti upp, fyrir utan bílskúrinn á planinu hjá sér í Grímsnesi, sérútbúinn 4 tonna vagn (sem hann keypti á sínum tíma frá Frakklandi) með áfestum turni, sem hækka má í allt að 28 metra hæð yfir jörðu. […]

,

NÝTT CQ TF 28. JÚNÍ

Nú styttist í júníhefti CQ TF, 3. tbl. 2020, sem kemur út sunnudaginn 28. júní n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 16. júní n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.