,

LANDEYJAR OG AKUREYRI Á APRS

Magnús Ragnarsson, TF1MT, hefur sett upp APRS stöðina TF1MT-1, sem iGátt og W1 stafavarpa frá nýju QTH í Landeyjum. Hann á von á að stafvarpinn lesi merki frá Bláfjöllum, Búrfelli, Þorbirni og Reynisfjalli, þegar sú stöð fer í loftið.

Uppsetning APRS iGáttar á Akureyri er í undirbúningi og sjá þeir Þór Þórisson, TF1GW og Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, um þá vinnu. Búnaðurinn verður í umsjá Daggeirs Pálssonar, TF7DHP, sem er búsettur í bænum.

Það verður áhugavert að fá stafavarpa QRV frá Akureyri í APRS-IS kerfið. Bestu þakkir til þeirra TF1MT, TF1GW, TF3GS og TF7DHP fyrir gott framtak.

.

.

Til vinstri: Diamond VHF loftnet TF1MT-1. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.

APRS búnaður TF1MT-1 frá nýju QTH í Landeyjum. Motorola GM-300 VHF stöð, Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og Kenwood PS-8 aflgjafi. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT. 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 11 =