OPNAÐ Í SKELJANESI Á NÝ 11. JÚNÍ
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 11. júní. Þá hafði síðast verið opið fimmtudaginn 12. mars, réttum þremur mánuðum áður.
Vandað var með kaffinu að venju og nýjustu tímaritin lágu frammi. Eins og gefur að skilja höfðu menn um mikið að tala og var umræðuefnið dæmigert fyrir árstímann, þ.e. um skilyrðin, loftnet og áform manna um að setja upp loftnet í sumar.
Alls mættu 17 félagar í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld.
Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Mathías Hagvaag TF3MH og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!