,

ALVÖRU LOFTNET TF3ML Á 50 MHZ OG 70 MHZ

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, varð QRV á ný á 50 MHz og 70 MHz laugardaginn 30. maí. Hann setti upp, fyrir utan bílskúrinn á planinu hjá sér í Grímsnesi, sérútbúinn 4 tonna vagn (sem hann keypti á sínum tíma frá Frakklandi) með áfestum turni, sem hækka má í allt að 28 metra hæð yfir jörðu. Öflugur rótor fylgir með turninum.

Að þessu sinni setti hann upp ný Yagi loftnet fyrir 6 metra og 4 metra böndin frá InnovAntennas. Það er annarsvegar, 8 el LFA Yagi á 50 MHz. Bómulengd: 12.5m og ávinningur: 14.05 dBi. Og hinsvegar, 9 el LFA Yagi á 70 MHz. Bómulengd: 10.4m og ávinningur: 14.72 dBi. Óli sagðist vera ánægður með árangurinn það sem af er þegar haft var samband við hann.

Myndin af Ólafi var tekin í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Turninn er glæsilegur og verkleg smíð. Hann er gerður fyrir færanleg fjarskiptavirki. Ljósmynd: Ólafur B. Ólafsson TF3ML.
Nýju loftnetin eru ekki síður glæsileg. Loftnetið fyrir 6M bandið er neðar og fyrir 4M ofar. Ljósmynd: Ólafur B. Ólafsson TF3ML.

 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 2 =