Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Aðalfundur haldinn í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, 15. mars 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:00.

Mættir voru 33, samkvæmt gestabók.

  • Andrés Þórarinsson TF3AM
  • Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A
  • Benedikt Sveinsson TF3T
  • Bernhard Svavarsson TF3BS
  • Bjarni Sverrisson TF3GB
  • Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY
  • Einar Kjartansson TF3EK
  • Elín Sigurðardóttir TF2EQ
  • Erling Guðnason TF3EE
  • Georg Kulp TF3GZ
  • Georg Magnússon TF2LL
  • Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG
  • Guðrún Hannesdóttir TF3GD
  • Haraldur Þórðarson TF8HP
  • Haukur Konráðsson TF3HK
  • Hrafnkell Sigurðsson TF8KY
  • Hörður Mar Tómasson TF3HM
  • Jón Björnsson TF3PW
  • Jón Gunnar Harðarson TF3PPN
  • Jón Ingvar Óskarsson TF1JI
  • Jón Ólafsson TF3WJ
  • Jón Þóroddur Jónsson TF3JA
  • Jónas Bjarnason TF3JB
  • Kristinn Andersen TF3KX
  • Mathías Hagvaag TF3MH
  • Óskar Sverrisson TF3DC
  • Sveinn Goði Sveinsson TF3ID
  • Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD
  • Vilhelm Sigurðsson TF3AWS
  • Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS
  • Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX
  • Yngvi Harðarson TF3Y
  • Þórður Adolfsson TF3DT

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri.

Tillaga formanns TF3JA um Harald Þórðarson TF8HP sem fundarstjóra var samþykkt með lófataki.  TF8HP tók við fundarstjórn.

2. Kosinn fundarritari.

Tillaga fundarstjóra um TF3AM sem fundarritara var samþykkt. 

3. Könnuð umboð

Þessi umboð komu fram:  TF3GB fyrir TF1GW, TF8HP fyrir TF3AO, TF3PW fyrir TF3OM, TF3VS fyrir TF3VB, TF3Y fyrir TF5B. Fundarstjóri sagði fundinn löglega boðaðan.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar.

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði:  TF3VS gerði þá athugasemd að í fundargerð síðasta aðalfundar var sagt að fylgiskjöl hefðu fylgt en það væri ekki rétt.  Fundarstjóri beinir því til stjórnar að laga þetta.  Fundargerð samþykkt með handauppréttingu. 

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður fór víða í frásögn sinni.  Helstu verkefni stjórnar á árinu voru vegna aðstöðu og félagsstöðvarinnar, amatörnámskeiða, hefðbundinna keppna og atburða tengda félaginu, VHF-leikarog Vitahelgin, samskipti innan alþjóðasamfélags amatöra.  Stjórnarmenn voru mismunandi virkir hver í sínum þætti; þeir TF3EK og TF3EO í SOTA, TF8KY í VHF leikum, TF3EK í útileikum, TF3DC sá um að halda stöð félagsins í loftinu og TF3MH sá um QSL-stofu.  Stjórnin hélt stjórnarfundi reglulega.  Húsnæðismál tóku talsverðan tíma stjórnar því húseigandinn, Reykjavíkurborg, hefur tilkynnt að húsin verði rifin, en þrátt fyrir málaleitan þess efnis hafi ekki fundist annað húsnæði.  Keypt var ný ICOM IC-7610 stöð og hún sett upp og eru nú tvær stöðvar tilbúnar til notkunnar en áður hafði ICOM IC-7300 verið keypt og sett upp.  TF3T hefur komið með góðar tillögur um endurbætur í sjakknum til að bæta keppnisaðstöðu.  Mörg fræðsluerindi voru haldin sl ár.  Tvö amatörnámskeið voru haldin með góðum árangri.  Aldrei hafa jafn margir verið teknir inn í hreyfinguna eins og sl. 2 ár.  Stjórn hefur beitt sér fyrir því að þeir sem eigi erfitt með próftöku með almennum hætti fái tækifæri til munnlegs og eða verklegs prófs.  Enn er óskipað í sæti ritstjóra CQ-TF.  Heimasíða ÍRA er nú hýst endurgjaldslaust hjá Sensa og TF3WZ annaðist það mikla verkefni að flytja efni gömlu vefsíðu félagsins yfir á þá nýju og endurbæta.  TF8KY skrifaði litla heimasíðu til að einfalda VHF keppendum að skrá niður sambönd.  TF3EK bætti við og uppfærði með svipuðum hætti skráningakerfi útileikanna.  Formaður sótti þrjá atburði erlendis, að mestu á eigin kostnað:  TtT (Train the trainers), NRAU fund og IARU ráðstefnu.  Hugmynd um að Ísland yrði gestgjafi fundar IARU gekk ekki eftir þar sem ÍRA vildi ekki á eigin spýtur takast á hendur þær fjárhagsábirgðir sem slíkur fundur krefst.  Reglugerðarbreyting á kallmerkjum var gerð, hún hafði verið í umræðunni og kynnt á fundum, PFS tók vel í tillögur ÍRA og breytinginn er tímabær og fylgir þróun nágrannalanda okkar.  Formaður vitnaði einnig í minnispunkta stjórnarmannanna TF8KY og TF3EK.  Í fylgiskjali 1 er skýrsla formanns og minnispunktarnir, alls 5 bls. Formaður endaði skýrslu sína með því að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður ÍRA því það sé margt sem hann vilji koma lengra. 

Umræður um skýrslu formanns:  TF3VS stóð strax upp og sagði sér finnast  dapurlegt hvernig félaginu væri stjórnað um þessar mundir, farið leynt og dult með ákvarðanir, stórar ákvarðanir væru teknar en engir fundir og engar fundargerðir aðgengilegar því þær væru óaðgengilegar á netinu.  Hann gagnrýndi að formaður hefði sagt að samþykkt væri um kallmerki því hið rétta væri að þessu máli hefði verið vísað til stjórnar en ekki til samþykktar.  Hann minnti á umræðu um 1 stafs kallmerki og að það væri til samþykkt félagsins um þetta efni sem er í gildi.

TF3EK sagði TF3VS hafa rangt fyrir sér: það sem fór  í reglugerð var orðrétt það sem rætt var og samþykkt á félagsfundum, einnig á fundi í janúar og að ábending frá TF3VS hafi farið þar inn.  Það var mikið samráð allan tímann, bæði fyrir og eftir reglugerðina. 

TF3T Benni þakkar stjórn fyrir vel unnin störf. Umræðu um störf stjórnar lokið.

Fundarstjóri kannar undirtektir og segir skýrslu stjórnar samþykkta.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Prófnefnd:  TF3DX flutti skýrslu formanns nefndarinnar, framsaga hans var í nokkrum liðum og tók 20 mínútur í lestri.  Skýrslan skiptist svo í stórum dráttum:   

1) Um störf prófnefndar, 2) Endurteknar ráðleggingar prófnefndar til stjórnar um að undirbúa fyrirhugaða reglugerðarbreytingu vandlega, 3) Fordæmalaus afskipti formanns af störfum prófnefndar og 4) Mótmæli prófanefndar við afskiptum stjórnar af mannavali til prófanefnd án nokkurrar ástæðu.  Sjá skýrslu Prófnefndar í fylgiskjali 2, alls 3 bls. 

Fundarstjóra þykir TF3DX hafa uppi stórar ávirðingar á formann. Nokkrar umræður.  Meðal annars: 

Fundarstjóri:  Í minni stjórnartíð var amatör sem var lesblindur aðstoðaður þannig að hann gæti farið í munnlegt próf og prófnefnd ekki spurð álits (né aðrir). 

Formaður hafnar því að hafa lagt til að einhverjir fengju próf án þess að hafa fyrir því.  Línan hefur sú verið að fá sem flesta til að ná amatörprófi og að verða góðir amatörar. 

TF3EK:  Mannabreyting í prófnefnd var gerð til að styrkja hana. 

TF3Y tók til máls í tenglum við breytingar á skipan í prófnefnd. Sagði hann að þar hefði hann heimildir fyrir því innan úr stjórn að brottvísun TF3KB úr nefndinni tengdist umsögn hans til samgönguráðuneytisins um síðustu reglugerðarbreytingu. TF3Y sagðist nýverið hafa séð umsögn TF3KB og að hans mati væri ekkert í henni sem gæfi tilefni til slíkra viðbragða af hálfu stjórnar félagsins. Benda mætti á að stjórn hefði kynnt á heimasíðu ÍRA að ráðuneytið hefði óskað eftir umsögnum og með því hvatt menn til að senda inn slíkar umsagnir. Segja mætti að brottvísun TF3KB úr prófnefnd fæli í sér skoðanakúgun. 

Ákvæði í félagslögum væri greinilega til þess ætlað að stuðla að festu í skipan prófnefndar og draga úr mannabreytingum. 

Þá væru lagaákvæði um prófnefnd þess eðlis að hún sé til hliðar við stjórn en heyrði ekki undir stjórn varðandi þau mál sem henni væru falin lögunum samkvæmt. 

Fundarstjóri:  Mitt mat er að stjórn komi að því hverjir sitji í prófanefnd og þar er gerð krafa um að þeir séu valinkunnir amatörar og hafi meiri þekkingu en Pétur og Páll. Þannig ræður stjórn yfir prófnefnd og skipar hana en skiptir sér ekki af störfum hennar á annan hátt en að gera kröfu um að nefndarmenn vinni störf sín af heilindum. 

QSL manager, TF3MH:  Minna af kortum er sent utan nú, 8kg minna sent nú en í fyrra,  ca 100 staðir sem sent er til, ívið minni pakkar sendir nema á aðalstaðinn.  Verðið óbreytt og verður þannig. 

Fundarstjóri þakkar TF3MH fyrir ómetanlega þjónustu. 

Fjaraðgangsnefndin, TF3Y:  Engar fréttir.  EMC nefndin, TF3Y í fjarveru formanns TF3UA:  Þörfin er brýn og vaxandi en vandamálið snúist við því nú trufla aðrir viðtöku amatöra þannig að ekkert heyrist. 

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

TF3EK kynnti reikninga félagsins.  Tekjur eru félagsgjöld og námskeiðsgjöld.  Útgjöld voru vegna tækjakaupa, félagsstarfs og ferða en einhverjir styrkir koma e.t.v. á móti ferðakostnaði. 

Spurningar til gjaldkera:  Engar. 

Reikningar samþykktir samhljóða. 

8. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum.

9. Stjórnarkjör.

Umboð gildir ekki til greiðslu atkvæða í stjórnarkjöri.  Í stjórn voru þessir: 

Formaður:  Jón Þ. Jónsson, formaður – TF3JA 

Varaformaður:  Óskar Sverrisson – TF3DC 

Ritari:  Ölvir S. Sveinsson – TF3WZ 

Gjaldkeri:  Einar Kjartansson – TF3EK 

Meðstjórnandi:  Jóhannes Hermannsson – TF3NE 

Varamaður:  Hrafnkell Sigurðsson – TF8KY 

Varamaður:  Egill Ibsen – TF3EO 

Kjör fór þannig: 

a)  Formaður  til eins árs:  TF3JB 17 atkvæði, TF3JA 16 atkvæði.  TF3JB er því réttkjörinn formaður ÍRA til eins árs. 

b)  2 stjórnarmenn til 2ja ára:  TF3DC og TF2LL, samþykkt með lófataki. 

c)   2 varamenn til eins árs:  TF3UA og TF2EQ, samþykkt með lófataki. 

Aðrir stjórnarmenn, kjörnir 2017 til 2ja ára, eru TF3EK og TF3NE. 

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Skoðunarmenn reikninga:  TF3Y og TF3HK, samþykkt með lófataki.

Varaskoðunarmaður:  TF3VS býður sig fram, samþykkt með lófataki.

11. Ákvörðun árgjalds.

Stjórnin leggur til óbreytt árgjald.  Samþykkt með lófataki. 

12. Önnur mál.

Tillögur til ályktunar á aðalfundi ÍRA 2018. 

Tillaga TF3HM til ályktunar: „Aðalfundur ÍRA 2018 lýsir trausti á þeim vinnubrögðum sem prófnefnd hefur viðhaft í störfum sínum“. 

Samþykkt samhljóða. 

Tillaga TF3HM til ályktunar: „Það skorti málefnaleg rök fyrir því að víkja Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, úr prófnefnd 31. desember 2017. Aðalfundur ÍRA afturkallar þá ákvörðun“. 

Andmæli heyrðust frá nokkrum fundarmönnum og var því borið við að aðalfundur ætti ekki að skipta sér af störfum stjórnar. Að því búnu var borin upp frávísunartillaga á ályktunina. Fundarstjóri lýsti yfir að hann teldi frávísunartillöguna ganga lengra og hefði hún því forgang. 

Síðan vísaði hann bæði tillögunni og frávísunartillögunni af dagskrá og hafnaði því að láta greiða um þær atkvæði. 

TF3AM þakkar fráfarandi formanni og stjórn gott starf. 

Fundarstjóri sleit fundi kl. 23 og sátu nokkrir eftir og spjölluðu og höfðu gaman. 

Fundargerð ritaði TF3AM

13. Fylgiskjöl.

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/02/15032018-skrysla_formanns-tf3ja.pdf

Skýrsla prófnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/02/1503018-skyrsla_profnefndar-tf3dx.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Félagsheimili ÍRA Skeljanesi, 12. mars 2017.

Fundur hófst kl. 10:00 og var slitið kl. 12:30.

Mættir voru 19, samkvæmt gestabók.

  • Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, formaður
  • Þór Þórisson TF3GW
  • Haukur Konráðsson TF3HK
  • Bjarni Sverrisson TF3GB
  • Haraldur Þórðarson TF8HP
  • Svanur Hjálmarsson  TF3AB
  • Þórður Adólfsson TF3DT
  • Yngvi Harðarson TF3Y
  • Guðrún Hannesdóttir TF3GD
  • Andrés Þórarinsson TF3AM
  • Ölvir S. Sveinsson TF3WZ
  • Matthías Hagvaag TF3MH
  • Einar Kjartansson TF3EK
  • Óskar Sverrisson TF3DC
  • Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS
  • Anna Henriksdóttir TF3VB
  • Hrafnkell Sigurðsson TF8KY
  • Baldvin Þórarinsson TF3033
  • Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG

Fundarritari: TF3AM

Þessu gögn lágu frammi:

  • Fundarboð til aðalfundar þar sem dagskrá er kynnt og vísað til fylgiskjala I og II  Vísun á aðalfundarboð
  • Lög ÍRA samþykkt á aðalfundi í maí 2016

Dagskrá

1. Fundur settur, félaga minnst

Formaður, TF3JA, setti fund og minntist í upphafi látinna félaga, þeirra Halldórs Christensen TF1GC, Sverris Helgasonar TF3FM, Ólafs Þ. Guðjónssonar TF3MX og Friðriks Ágúst Pálmasonar TF8FP, sem allir hafa kvatt á árinu 2016.  Formaður bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að rísa úr sætum.

2.  Kosinn fundarstjóri

Tillaga formanns TF3JA um Harald þórðarson TF8HP sem fundarstjóra var samþykkt með lófataki.

TF8HP tók við fundarstjórn.

3. Kosinn fundarritari

Tillaga fundarstjóra um TF3AM sem fundarritara var samþykkt.

4. Könnuð umboð

Þessi umboð komu fram:  TF3GD fyrir TF3DX, TF8HP fyrir TF3AO, TF8HP fyrir TF2LL, TF3WZ fyrir TF3EO.

5. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði:  TF3JA sagði að síðasta fundargerð hefði ekki enn birt opinberlega og las síðan þá fundargerð.  Fundargerðin verður birt og síðan borin upp til samþykktar á næsta aðalfundi.

Einn fundarmaður óskaði eftir að bókað yrði að reikningar ÍRA fyrir sl. ár lágu að þessu sinni ekki fyrir til skoðunnar viku fyrir aðalfund eins og óskað var eftir á aðalfundi ársins 2016. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu lagðir fram á aðalfundi.

6. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður fór víða í skýrslu sinni um starfsemi félagsins:  Um sl aðalfund, um kosningu í stjórn, um reikninga sl árs sem liggja nú fyrir, um aðila sem hafa gefið kost á sér til að sitja í stjórn, um endurskoðun radíóreglugerðar, um hugmynd að geta sleppt N í N-leyfi, um opið hús í Skeljanesi flest fimmtudagskvöld og að aðsókn hafi aukist, um QSL stofuna og Matthías TF3MH QSL-stjóra, um endurnýjaðan heiðursfána ÍRA, að skráðir félagar í ÍRA séu um 150, um nýja heimasíðu ÍRA sem TF3WZ hefur annast og þakkir til hans,  um CQ-TF og nýju vefsíðuna sem kemur etv að hluta í stað formlegs blaðs, um ánægju með nýju heimasíðuna sem ýmsir hafa nefnt, um fésbók ÍRA og einstakra félagsmanna, um virkni félagssins, þ.e. vhf leika, útileika, vitahelgi og að félagið styði þetta starf, um upprifjunarhraðnámskeið sl haust upphaflega sett upp f einn mann en endaði svo að 10 manns sóttu og allir náðu prófi, um námskeið sem nú haldið í Skeljanesi, um prófnefnd og TF3DX og félaga sem hafa staðið sig afar vel, um 5MHz leyfið, um fundi hjá IARU og norræna samstarfið, um að félagsmenn geti sótt þessa fundi, um kaup félagsins á ICOM IC-7300 fyrir klúbbstöðina, um klúbbinn TFYL og þær tvær sem eru hér í dag (sem sögðu aðeins frá og nefndu einnig SYLRA-ráðstefnuna og www.sylra.is og fésbókina TFYL), og um TF3ML sem er að setja upp vita á 6m og 4m.

Umræður um skýrslu formanns:  TF3VS: þakkar formanni skýrsluna, þykir vanta í skýrsluna, mótmælir því að CQ-TF verði gerð rafræn, finnst það vanti umfjöllun um ályktun síðasta aðalfundar um minnisbók þar hægt væri að fletta upp fundargerðum og fleiru, og spyr hvers vegna félagsgjöld voru ekki rukkuð inn á árinu.

Formaður segir:   Að heimasíðan geti vonandi hýst minnisbókina, að gott væri ef lesa mætti CQ-TF eins og önnur blöð á vefnum, að félagsgjaldið hafi ekki rukkað inn og þannig er það.

TF3EK segir:  Ályktun um félagsgjald var samþykkt eftir að tími var liðinn til innheimtu.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

-QSL manager TF3MH:  Sl ár voru send 7600 kort sem voru tæp 20kg.  Býrógjaldið hefur verið óbreytt frá 2012 og það ekki þarf að hækka það.  QSL manager þökkuð góð störf!

-Formaður prófnefndar er fjarverandi.

-EMC nefndin:  Yngvi segir:  Sæmundur formaður hefur sinnt hluta starfsins sjálfur.  Mál TF3PPN vegna truflana á interneti og sjónvarpi leystist farsællega.

TF3JA segir:  Það var tekið eftir því að þegar TF3PPN lækkaði afl í 15W þá hurfu allar truflanir.  Hátt afl í íbúðabyggð getur skapað vandamál.

-Alþjóðlegt samstarf:  Formaður er tengiliður.

-Fjaraðgangsnefnd hefur ekki komið saman.

Kaffihlé.  Veitingar voru með ágætum og lögðust félagsmenn í spjall um forn afrek og um nýjustu tæki.

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

Gjaldkeri TF3EK kynnti reikninga félagsins.  Tekjur eru félagsgjöld og námskeiðsgjöld.  Í sjóði er liðlega 2ja ára velta.  Afskriftir tækja eru sett sem 20%.

Spurningar til gjaldkera:  Engar.

Reikningar samþykktir samhljóða.

9. Lagabreytingar

Fylgiskjöl tillögur um lagabreytingar fylgdu fundarboði, þ.e. I) um athugasemd frá ríkisskattstjóra að samþykktir félagssins uppfylli ekki allar kröfur embættisins og II) um tillögu um breytingu á 8. grein félagslaga ÍRA.

I:  Stjórn dregur fyrri tillögu til baka því hún sé mál næstu stjórnar.

II:  Um breytingu á 8. gr. félagslaga, sjá fylgiskjal. Aðalfundarboð

Enginn óskar eftir að taka til máls.  Breyting á 8. grein samþykkt með öllum atkvæðum nema einu.

10. Stjórnarkjör, sjá 22. grein varðandi fyrirkomulag.

Umboð gildir ekki til greiðslu atkvæða í stjórnarkjöri.  Kjör fór þannig:

  1. Formaður til eins árs: Jón Þóroddur TF3JA, samþykkt með lófataki
  2. 2 stjórnarmenn til 2ja ár: Einar TF3EK og Jóhannes TF3NE, samþykkt með lófataki. TF3WZ og TF3DC sitja áfram (kosnir til tveggja ára 2016).
  3. 2 varamenn: Egill TF3EO og Sigurður Hrafnkell TF8KY, samþykkt með lófataki
11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Skoðunarmenn reikninga:  Yngvi TF3Y og Haukur TF3HK, samþykkt með lófataki

Varaskoðunarmaður:  Vilhjálmur TF3VS býður sig fram, samþykkt með lófataki

12. Ákvörðun árgjalds

Formaður útskýrir:  Stjórnin leggur til óbreytt árgjald 6500 kr.  Samþykkt með lófataki.

13. Breyting á reglugerð

TF3Y:  Þakkir til stjórnar og prófnefndar  fyrir öflugt námskeið sem stuðlar að nýliðun.  Stjórn þakkar hlý orð.

TF3EK:  Kynnir hugmynd um nýjan leyfisflokk með lágmarksafli sem gæti útvikkað notkun á radíói í ferðalögum og annarri starfsemi.

TF3EK:  Kynnir hugmyndir um kallmerki, um notkun tölustafa og um 4ra stafa kallmerki.  Tillaga er um breytingu á 8. grein í Reglugerð um starfsemi radíóamatöra 348/2004 þar sem svo virðist sem strika megi út merkingu tölustafa (sjá hér fyrir aftan).  Þetta eykur fjölda 4ra stafa kallmerkja tífallt.  Einnig mætti  hætta að einkenna N-leyfishafa sérstaklega með N.  Kallsvæði byggjast á gamalli kjördæmaskipan sem var aflögð fyrir 20 árum.  Varðandi staðsetningu stöðvar þá gefur JT65 nákvæma staðsetningu og í SOTA er staðsetning gefin upp enn nákvæmar.  TF3EK óskar eftir skoðun fundarins.

Umræður um kallmerki:

-TF3VS:  Lýst vel á þetta.  Engin rök eru fyrir hinni stífu landsvæðaskiptingu hér á landi.

-TF8HP sagði frá fyrri afstöðu P&F.  Hann sagði:  Ég er á móti þessu af gömlum vana (og brosti út í annað).  Styður þessa tillögu.  Beinir til prófnefndar um að hún ræði við P&F um þessar breytingar.

-TF3DT:   Það er úrelt að forðast skuli að úthluta sömu bókstöfum með mismunandi tölustöfum.

-Umræður um þetta mál og margt á gamansömum nótum.

-TF3Y:  Svæðaskipting er til, við erum þrátt fyrir allt félagsskapur sérvitringa, leyfa þeim sem vilja að einkenna sig áfram með /1 eða eins og við á, en er sammála þessu.

-TF3GW:  Eins og er þá er mér nú eyrnarmerktir tölustafirnir 0-9 fyrir framan GW sem er ofrausn, betra að kallmerki sé alltaf það sama hvar á landi sem er.  Legg einnig til að N sé fellt niður.  Styður þessa breytingu.

-Umræður um CEPT-leyfið

-TF3WZ:  Ég endaði í -WZ því allt annað frátekið.  Hefði viljað nota -OS sem var upptekið.  Þykir N rýra virðinguna amatörsins.  Styður þetta 100%.

-TF3JA styður þetta nýja kallmerkjamál.

-TF3MH  þykir betra að sleppa N.

-TF3EK:  Breyta þarf lögum um að N-leyfishafar séu ekki kjörgengir til formanns.

-TF3VS leggur til að athuga hvort sé ekki eitthvað fleira í radíóreglugerð sem megi æskja breytinga á.

Ályktun um að vísa þessu kallmerkjamáli til stjórnar til úrlausnar.  Samþykkt samhljóða.

(Sjá fylgiskjöl)

14. Önnur mál

-TF3JA:  Kynnti tillögu TF3WZ um mögulega skipun húsgagna f aðstöðu ÍRA í Skeljanesi, sem bætir kennsluaðstöðu og gerir aðstöðuna alla aðlaðandi.

-TF3WZ:  IKEA teiknaði upp mögulega skipan húsgagna til kennslu, kynninga og í setustofu.  Verð er hagstætt.

-TF3VS bendir á að meiri sveignaleiki fáist með færanlegum stólum með borðplötum líkt og notað er í Háskólanum.

Umræður um að hægt sé að nýta rýmið sem best.

Er hægt að taka millivegginn burtu?  Það myndi opna rýmið mjög.

Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með þessar hugmyndir og vísa til stjórnar að vinna að þessu máli.

Fundarstjóri vísar til formanns að slíta fundi.  Formaður sleit fundi.

Fundi lauk 12:30 og þá sátu fundarmenn margir eftir og spjölluðu margt og höfðu gaman.

15. Fylgiskjöl

Ársreikningur ÍRA fyrir starfsárið 2016

Tekjur 2016

1/4-31/12

2015 – 2016

1/4- 31/3

Innborguð félagsgjöld 58.250 697.800
Innborguð námskeiðsgjöld 80.000 130.000
Aðrar tekjur 14.291 9.901
Samtals tekjur 152.541 837.701
Gjöld
Þrif og rekstur félagsheimilis 63.000 36.287
QSL kort TF3IRA/TF3W 38.113
IRA fánar vegna menningarnóttar 29.760
IRAU aðildargjald 29.649 30.728
Kostnaður vegna félagsstöðvar 75.008 225.396
Kostnaður vegna námskeiðs 0 117.471
Vitahelgin 15.000
Kaffi og fundarkostnaður 33.116
Leiga fyrir pósthóf 9.900 7.950
Aðalfundur 3.060 43.040
Tölvukostnaður 15.594
Tryggingar 17.125 17.125
Afmælishátíð 26.138
Annar kostnaður 25.332 24.807
Samtals gjöld 249.212 634.387
Eignir 31.12.2016 31.03.2016
Bankainnistæða í byrjun tímabils 1.474.420 1.377.594
Tekur umfram gjöld -96.671 203.314
Áður bókuð félagsgjöld 94.250 -94.250
Áður bókuð útgjöld -90.818 90.818
Vörslufé, styrkur frá Reykjavík -100.000
ICOM-7300 og Hustler loftnet -210.000
Verðbféfaeign, breyting 4.333 -3.056
Bankainnistæða í lok tímabils 1.175.514 1.474.420
Innborguð félagsgjöld að aðalfundi 94.250
Verðbréfaeign 5.432
Félagstöð, áhöld og tæki samkvæmt eignaskrá 2.806.477 3.298.097
Eignir samtals 3.981.991 4.872.199
Höfuðstóll
Höfuðstóll frá fyrra ári 4.872.199 4.578.067
Tekjur umfram gjöld -96.671 203.314
Afskriftir tækja -701.619
Skuldir 90.818
Eigið fé og skuldir samtals 4.073.909 4.872.199

Til stjórnar og félaga í Íslenskum Radíóamatörum, ÍRA:

Við undirritaðir kjörnir skoðunarmenn reikninga ÍRA höfum yfirfarið ársreikning félagsins fyrir fjárhagsárið 2016.

Við höfum kannað að eignir samkvæmt efnahagsreikningi eru til staðar og leggjum til að ársreikningurinn verði samþykktur.

Reykjavík                     mars 2017

Haukur Konráðsson, TF3HK                                                                        Yngvi Harðarson, TF3Y

Tillögur um breytingar á 8. grein í

Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004

  1. mars 2017 / TF3EK

Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:

Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur sem gefur til kynna landshlutann þar sem leyfishafi er staðsettur og síðan einn til þrír bókstafir sem eru einstaklingsbundnirForðast skal að úthluta sömu bókstafaröð í mismunandi landshlutum. Kallmerki N-leyfishafa skal enda á þremur bókstöfum og er síðasti stafurinn alltaf N.- Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:

Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða. Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til.

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Salur Taflfélags Reykjavíkur, 25. maí 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:22.

Mættir voru 25.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF8HP.

Fundarstjóri setur aðalfund og byrjar dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum ÍRA.

2. Kosinn fundarritari

Benedikt Sveinsson, TF3CY

3. Könnuð umboð

Engin umboð borist.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir bárust.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður TF3JA gerir grein fyrir starfsemi félagssins.

Formaður fór yfir skipun IARU tengiliðs, jafnframt að það hafi gleymst að taka þátt í atkvæðagreiðslu um inngöngu Kosovo í IARU.

Formaður þakkaði TF3EK og TF1EIN fyrir vinnu sína í loftnetamálum félagssins.

Formaður bar upp kveðju til kvennamatöra sem mættir voru.

TF3JA og TF3HP staðfesta að Pétur á Skálafelli er í eigu félagssins hér með.

Fundarstjóri óskar eftir umræðum um skýrslu

TF3AO: Bendir á  ritvillu í texa á hátíðarfána ÍRA.

TF3SG – biður um orðið: TF3SG lýsir yfir vonbrigðum með formann, samskiptaleysi innan stjórnar, þakkar öllum öðrum í stjórn samstarfið undanskilið formanni.

Fundarstjóri áréttar að formaður geti ekki ákveðið félagsgjöld, en aðalfundur geri það.

Fundarstjóri þakkar fyrir skýrsluna.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Nefnd um fjaraðgang:

TF3DX – gerir grein fyrir starfsemi nefndar um fjaraðgang, formaður nefndar, TF3Y fjarverandi. Ekki hefur ekki fundað reglulega á árinu og lítið aðhafst á þessu starfsári. Nokkrar umræður sköpuðust um starfsemi og stefnu nefndarinnar. Spurt var hvort hún hefði ekki einfaldlega lokið störfum. Formaður nefndarinnar vill halda áfram störfum.

Prófanefnd:

TF3DX gerir grein fyrir starfi prófanefndar. Formaður prófnefndar TF3DX.

Skýrsla verður aðgengileg á vef félagssins.

Formaður prófnefndar þakkaði Smára TF8SM fyrir áralanga þáttöku í störfum nefndarinnar

EMC nefnd:

Formaður nefndarinnar TF3UA fór yfir starfsemi nefndarinnar. Þar var rætt um aðstoð nefndarinnar við félagsmenn við truflanagreiningu. Bar á góma mælingar á sviðstyrk PFS hjá íslenskum radíóamatörum, en þær reyndust allar innan marka, en ÍRA hefur ekki fengið niðurstöður frá PFS afhenntar.

TF3CY kemur þökkum til EMC nefndar fyrir góð störf.

QSL buero:

TF3MH gefur skýrslu. Sendir út 8700 kort – rúmlega 23Kg Ekki er séð fram á að hækka þurfi gjald.

CQ TF:

Ekkert CQTF blað kom út.

TF8HP áréttar að félaginu beri að halda úti CQTF, en engum einstaklingi sé um að kenna, heldur öllum félagsmönnum.

IARU tengiliður:

TF3KB starfsemi IARU er minni á milli ráðstefna, en árlegir fundir í Vín. Helst til tíðinda HF nefndin útbjó nýtt bandplan, gengur í gildi 1 Júní!

Neyðarfjarskiptastjóri:

Vísar til skýrslu formanns, ekkert nýtt frá því í fyrra.

Spurt var um útileika, TF3EK tókst ekki að ganga frá niðurstöðu útileika vegna dræmra skila á loggum.

Almenn umræða:

TF3AO spurði af hverju ekki var ekki var verðlaunaafhending fyrir útileika, formaður vísaði í svar frá TF3EK.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

Ársreikning dreyft.

TF3HK og TF3Y kosnir skoðunarmenn á síðasta aðalfundi og hafa áritað reikninga og leggja til að reikningur verði samþykktur.

Minni tekjur vegna lélegri afkomu af námskeiði.

Staða félagssjóðs er góð.

Ársreikningur lagður fyrir aðalfund til samþykktar, samþykktur með lófaklappi.

TF3JON spurði um styrk sem var endurgreiddur, fékk svar að styrk hafi verið skilað vegna vandmála við framkvæmd.
TF3AO spurði hvað væru margir félagar voru á bakvið félagsgjöld, Óskar svaraði því að 125 greiddu félagsgjöld, en 150 væru skráðir í félagið.

Reikningar samþykktir mótatkvæðalaust.

8. Hlé

Hlé gert á fundi, fundur framhaldið eftir kaffi og vatnspásu kl 22:15.

9. Lagabreytingar

Þar sem breytingar nefndar um lagabreytinga gengur lengra en breytingar TF3EK, þá verða þær lagðar fyrst fram.

2 erindi bárust á tímabilinu – frá TF3B og stjórn ÍRA.

Niðurstaða nefndar að það sé ekki nauðsynlegt að endurskoða lögin í heild.

Nefnd mælir með að öllum tillögum TF3GL verði hafnað.
Nefnd mælir með að öllum tillögum stjórnar ÍRA verði samþykktar.

TF3KB tekur til máls og leggur til að tillögum lagabreytingarnefndar verði bornar upp í heild sinni og samþykktar, en dregur sínar tillögur til baka.
TF3SG beinir því til aðalfundar að setja í lög að ársreikningur félagssins liggi fyrir viku fyrir aðalfund svo allir meigi skoða hann enda hefði hann ekki fengið að sjá hann, þó svo hann væri aðalmaður í stjórn.

Telst samþykkt – mótatkvæðalaust.

Lagabreytingum lokið með lófaklappi.

10. Stjórnarkjör

Kosning formanns:
Stungið upp á Benedikti Sveinssyni TF3CY
Stungið upp á Jóni Þóroddi Jónssyni TF3JA
Jón Svavarsson gefur kost á sér TF3JON

Fundarstjór úrskurðar eftir nokkra umræðu að TF3JON sé ekki kjörgengur.

Leynileg kosning fer fram og töldust atkvæði eftirfarandi:

TF3CY 3
TF3JA 17

Ógild atvkæði 5

Jón þóroddur Jónsson TF3JA kosinn formaður ÍRA.

Kosning aðalmanna:
Óskar TF3DC og TF3GB ganga úr stjórn

Óskar TF3DC gefur kost á sér.
Jón þóroddur stingur upp á TF3WZN Ölvir
Samþykktir til tveggja ára.

TF3ABN sagði sig úr stjórn – tekur ekki þátt í nýrri stjórn og þarf því að fá einn mann inn til eins ár.
Egill Ibsen TF3EO – kosinn til eins árs í stað TF3ABN

Tveir varamenn kosnir til eins árs:
Hrafnkell TF8KY
Jóhannes Hermannson
Samþykkt.

11.Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara
Samþykkt

Fundarstjóri óskar stjórn til hamingju

12. Ákvörðun árgjalds

Stjórn: leggur það til að það sem eftir lifir árs verði gjaldfrítt – til næsta aðalfundar.

TF3VS leggur til óbreytt gjald – samþykkt með meirihluta atkvæða.

13. Önnur mál

TF3VS ræðir varðveislu félagsgagna – minnisbók verði haldin
Aftasti partur í skýrslu lagabreytinganefndar ræddur
Aðalfundur samþykkir tillögu um birtingu félagsgagna.

Fundarstjóri TF8HP bar upp Tillögu og ályktun um að ÍRA sjái fyrir því að koma upp námsgögnum á íslensku fyrir afmæli ÍRA
Felld með einu atkvæði TF3DX

14. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Skýrsla-formanns.odt

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Ársreikningur-ÍRA-2015-2016.pdf

Lagabreytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Lagabreytingartillaga-TF3EK.docx

Skýrsla lagabreytingarnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25052016-Skýrsla-lagabreyingarnefndar.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Reykjavík, 11. júní 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. ??:??.

Mættir voru 28.

Fundarritari: TF3Y

Formaður Haraldur Þórðarson TF8HP setti fundinn. Í upphafi bað formaður fundarmenn að minnast látinna félaga, þeirra TF3FK, TF1MMN og TF3S

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF3HP stakk upp á TF3VS sem fundarstjóra

2. Kosinn fundarritari.

Fundarstjóri stakk upp á TF3Y sem fundarritara.

3. Könnuð umboð.

Farið var yfir umboð félagsmanna til að fara með atkvæði á aðalfundi en þau voru sem hér segir: TF5B veitir TF3GW umboð, TF3JON veitir TF3GL umboð, TF3AU veitir TF3GD umboð, TF3AX veitir TF3DX umboð og TF3KX veitir TF3UA umboð.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.

Í máli fundarstjóra kom fram að engar athugasemdir hefðu borist við fundargerð síðasta aðalfundar og skoðaðist hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.

Skýrsla stjórnar flutt af formanni Haraldi, TF3HP. Helstu atriði í skýrslu formanns voru sem hér segir:

TF3SG sem kosinn var í stjórn á síðasta aðalfundi kaus að segja sig frá stjórnarstörfum. TF3GW tók sæti hans í aðalstjórn.

Stjórn skipti með sér verkum: TF3GW kosinn varaformaður, TF3GB ritari, TF3DC gjaldkeri, TF3KX meðstjórnandi.

Loftnet félagsins skemmst meira og minna í vetur. Var sett upp loftnet sem félagið fékk gefins fyrir um 10 árum. Félagið á turn sem fékkst gefins sem gott væri að koma upp.

Félagið fékk styrk frá Reykjavíkurborg að fjárhæð kr. 200 þ. sem ekki tókst að nýta. Sagði
formaður að fyrrum formaður TF3SG þyrfti að skýra.

Formaður sagði afar áríðandi að gera námsefni til amatörprófs á íslensku

Námskeið síðasta vetur heppnaðist mjög vel. Ætti að nota það fé sem inn kom í námskeiðsgjöld til að gera almennilegt og aðgengilegt námsefni.

Félagsfundur sl. haust þar sem rædd var tillaga Guðmundar Löwe TF3GL sem hafnað hafði verið af aðalfundi. Félagsfundur hafnaði þessu erindi sem að mörgu leyti var gott erindi. Enginn vann í essu máli heldur tapaði félagið á þessu ósamkomulagi.

Formanni barst bréf um að hann væri að drepa félagið. Í því stóð að hann væri best dauður líka. Lýsti því yfir að hann myndi láta lokið sínum afskiptum af félaginu að afloknum fundi.

Erindi Guðmundar TF3SG um undanþágu frá kallmerkjaskiptingu samþykkt í stjórn. Í samskiptum við PFS kom fram að það gæti staðið til boða að í nýrri reglugerð yrðu þær undanþágur sem höfum haft yrðu þá festar í reglugerð.

Eftir að fjaraðgangsnefnd hafði skilað af sér þá gleymdi TF3JB að senda skýrslu hennar til PFS. Stjórn TF3SG gerði það ekki en núverandi stjórn gerði það þegar málið var borið upp af TF3GB. Niðurstaða PFS var í öllu sammála skýrslu fjaraðgangsnefndar.

Var alfarið hafnað að erlendir amatörar sem ekki væru búsettir hérlendis og ekki væru með
íslenskt kallmerki gætu fjarstýrt stöð hérlendis. Þorvaldur TF4M kaus að segja sig úr félaginu vegna meintrar andstöðu stjórnar við sinn málstað. Þegar hamfarirnar urðu í Nepal þá kom ósk frá aðgerðarstjórn amatöra í Ísrael um að Þorvaldur opnaði fjaraðgang að sinni stöð. PFS hafði ekkert við það að athuga.

Á fyrsta degi skjálftans í Nepal þá settu TF8HP og TF3JA félagsstöðina í loftið. Báru nokkur boð á milli.

Tveir félagar fóru erlendis á vegum félagsins. TF3DX til Finnlands vegna CW málsins og TF3KB og TF3DX fóru saman til Varna í Búlagaríu. Þar hafði TF3DX fullan sigur í CW málinu. Á aðalfundi 2014 var samþykkt fjárframlag til ferðar TF3KB en TF3DX borgaði allan sinn ferðakostað. Ferðin til Finnlands var kostuð af Norðurlöndunum í sameiningu en hann greiddi einnig hlut ÍRA auk flugmiðans.

Í gegnum árin hefur félagið sent fulltrúa á ráðstefnuna á Norðurlöndunum. Telur formaður að svo eigi að vera áfram. Varðandi ráðstefnu IARU svæðis 1 þá hefur það verið mismunandi eftir árferði og öðru hvort félagið hafi sent fulltrúa.

Formaður lýsti þeirri von að lát yrði á skotgrafarhernaði í félaginu og menn næðu að sameinast um málefni þess.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Fundarstjóri lýsti eftir skýrslum embættismanna.

Skýrsla prófnefndar liggur frammi skriflega.

EMC nefnd. Sæmundur TF3UA formaður nefndarinnar flutti skýrslu hennar. Hlutverk nefndarinnar væri að aðstoða við úrlausn mála í tengslum við radíótruflanir hvort sem væri truflanir hjá amatörum eða af þeirra völdum. Sæmundur rakti nokkrar ástæður truflana í viðtöku hjá amatörum:

– LED perur: Tæknilega þróuð fyrirbæri með 6-7 sinnum betri nýtni en glóperur. Svo miklir hagsmunir í heiminum að amatörar geti ekki barist gegn þeirri þróun. Berjast frekar gegn LED perum sem trufla mest. Framleiðendur mismunandi hvað síur varðar.

– Fjarskipti um raflínur: Hafa verið til staðar hér frá því fyrir aldamót. Notkunarsviðið varð nettengingar innanhúss. Beinir því til félagsmanna að berjast gegn þessari tækni vegna truflana. Eru nýttar tíðnir upp í a.m.k. 20 MHz. Ráðleggja almenningi að nota aðrar lausnir. Helst CAT5 tengingar eða WiFi.

– VDSL: Háhraðagagnamerki send um símalínur. Nýtir tíðnisviðið allt að 30MHz en algengast upp í 17MHz. Það í gangi hérlendis. 50Mbitar heim en 25 Mbitar frá. Nú hefur verið innleidd vigrunartækni þar sem næst allt að 150 Mbita hraði. Næsta tækni GFAST sem nýtir tíðnisviðið allt upp í 200MHz. Kosturinn við símalínur sá að þær eru hannaðar til að bera fjarskiptamerki og eru hérlendis alltaf neðanjarðar. Helst að rangur frágangur heima hjá fólki sé uppspretta truflana, t.d. rangt frágengnar síur. Fram kom að nefndin hefði aðstoðað amatöra í samvinnu við PFS við að vinna bug á truflunum í viðtöku.

Sæmundur greindi frá mælingum PFS á sviðstyrk frá sendistöðvum amatöra sem fram fóru í samvinnu
við nefndina og valda amatöra. Geislavarnir ríkisins sáu um mælingarnar. Mælingar benda til að
sviðstyrkur sé talsvert undir mörkum sem sett hafa verið. Höfum enn ekki fengið sendar niðurstöður
mælinganna.

QSL skrifstofa: Matthías, TF3MHN flutti skýrslu skrifstofunnar. Í gegnum skrifstofuna fóru rúmlea 10
þús kort sem losuðu 31kg. Talsvert minna magn en fyrir ári. Munar um 5 þús. kortum eða rúmlega
12kg. Sendingarkostnaður hefur haldist óbreyttur.

Tengiliður erlendra samskipta: Kristján, TF3KB gerði grein fyrir starfinu. Fór hann á IARU svæðis 1
ráðstefnuna í Varna í Búlgaríu. Kristján sagðist þakklátur félaginu fyrir þann heiður og traust sem var
sýndur. Sagðist hann hafa farið með það að leiðarljósi að hann væri fulltrúi allra amatöra. Lítur á sig
sem ráðgjafa og innbyrðir eins mikið af sjónarmiðum og hægt er til að miðla til félagsins hvernig
heppilegt sé að halda á ýmsum málum. Var með glærusýningu á félagsfundi um Varna fundinn. Vísar í
það. Var smá ónákvæmni hjá formanni TF3HP varðandi kostnaðinn. IARU hefur alltaf tekið þátt í
kostnaði, ca. til hálfs. Kostnaður hefur alltaf verið hótel og uppihald en IARU greiðir flugmiðann. Nú
reyndist kostnaður kr. 123 þ.kr.

Á Varna ráðstefnunni var vinnufundur um fjaraðgang. Í máli Kristjáns kom fram að erlendis eru
skiptar skoðanir á fjaraðgangsmálum. Það sem komst inn í samþykktir er gott framlag en langt í frá
endapunkturinn. Ýmis orð sem féllu á vinnunefndarfundum en ekki komust inn í samþykktir. Mörgum
spurningum enn ósvarað. Benti Kristján á að í tilviki fjaraðgangs um netið þá væri ekki lengur um að
ræða hreint amatörkerfi. Sagði hann einnig að í fjaraðgangi fælust bæði tækifæri og ógnanir.
Amatörstarfsemin sé takmörkuð af reglugerð ITU, þ.á m. um að amatörstarfsemi skuli ekki vera í
fjárhagslegri ágóðavon og sýna kunnáttu. Samkeppni um tíðnisvið. Amatörar hafa af þeim ókeypis
aðgang en fjarskiptafélögin þurfa að greiða fyrir tíðnisvið.

Neyðarfjarskiptastjóri félagsins Jón Þóroddur, TF3JA flutti skýrslu: Minnti á að hefði búið til embættið
árið 2005. Sótti GAREC 2005 og fund á Friedrichshaven 2014. Aukaráðstefna verður í Friedrichshaven
í sumar. Hann sagði félagið hafa tekið þátt í æfingum sem verið hafa og í samskiptum við erlenda
aðila. Í Nepal var fyrst og fremst þörf fyrir svæðisbundin fjarskipti. VHF/UHF endurvarpa og nóg af
handstöðvum og rafstöðvar. Lengri skilaboðaleiðir fyrst og fremst nýttar til að upplýsa um ferðir fólks
til og frá landinu. Það gerðist sem óvænt var að ekki fékkst leyfi til að flytja inn búnað frá ýmsum
löndum til Nepal. Einnig tróðst mikið af fólki inn í landið sem sagðist vera að koma til aðstoðar en
virtust aðallega vettvangsskoðarar.

TF3JA hefur skrifað fréttir inn á heimasíðuna. Mikilvægt að fleiri skrifi þarna inn. Tvær fréttir þurrkaðar út.

TF3Y formaður fjaraðgangsnefndar flutti skýrslu fjaraðgangsnefndar. Skýrslan liggur skrifleg fyrir. Fyrirspurn til embættismanna:

Kristján, TF3KB spurði hvort samskipti hefðu verið á milli EMC nefndar og staðlaráðs. Sæmundur TF3UA sagði að lítilsháttar samskipti hafi verið. TF3KB sagði ástæðu fyrirspurnarinnar vera þá að amatörar væru með þátttakendur í nær öllum vinnuhópum þar sem málefni amatöra ber á góma. Sagði við þyrftum að nálgast stjórnvöldum úr tveimur áttum: Innanlands og utan frá. Reglurnar sem koma að utan eru fengnar í gegnum samtakamátt amatörfélaganna. TF3UA er í ágætum kunningsskap við starfsmann staðlaráðs (Sigurður) sem sækir fundi erlendis. Í því tilviki sem um ræðir (PLC) var hlustað á okkur. Taldi hann að við gætum haft meiri áhrif í gegn um aðila erlendis frá.

Guðmundur, TF3SG tók til tals og þakkaði fráfarandi formanni fyrir þau störf sem hann hefur unnið í þágu félagsins. Sagði Guðmundur hann hafa beint til hans tveimur spurningum:

1. Af hverju ekki tekið sæti í stjórn félagsins: Aðallega persónulegar ástæður. Hafa ekkert með aðra stjórnarmenn að gera.

2. Styrkur frá Reykjavíkurborg sem Guðmundur hafði frumkvæði að því að sækja um. Sagði hann að hann hefði misst áhuga á að vinna málið áfram innan félagsins þar sem leiðinlegur mórall var innan þess.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Óskar, TF3DC, gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Reikningurinn uppfyllir ákvæði um skoðun. Væru þeir bornir upp til samþykktar fundarins.

Guðmundur, TF3SG saknar þess að fá yfirlit yfir hversu margir félagar séu að greiða í félagið, hverjir.

Óskar svaraði því til að rúmlega 130 félagar séu greiðandi. Félagsgjaldið sé kr. 6.500. Nokkur hópur sem greiðir hálft gjald. Eru um 170 á félagaskrá og hafa verið að reytast inn gjöld eftir marslok. 20-25 manns sem eru seinir til. Komnir nýir leyfishafar og félagar sem verða gjaldskyldir.

Haraldur, TF8HP óskaði eftir skýringu á liðnum öðrum tekjum. Árið 2014 var þar undir framlag TF3VS vegna útgáfu.

Fundarstjóri bar reikninginn undir atkvæði. Einróma samþykkt.

8. Lagabreytingar.

Lagabreytingar. Fyrir lágu tillögur frá fjórum félagsmönnum þeim TF3DC, TF3GL, TF3JA og TF3KB.
Fundarstjóri, TF3VS gerði að umræðu tillögu frá TF3JA: Leggur til að í lögunum standi að lögunum
skuli breytt.

Umræða um tillögu TF3JA. Sjónarmið um að hljómi frekar eins og ályktun til stjórnar frekar en lagaákvæði. Vilhjálmur, TF3DX rakti forsögu núgildandi laga. TF3JA: Eins og lögin eru í dag þá leiðir það til þess að lagabreytingartillögur séu ekki nógu vel unnar. Lögin hafi því þróast í það að verða
eins konar bútasaumur.

Bjarni, TF3GB leggur til að stofnuð verði þriggja manna lagabreytingarnefnd sem taki við framkomnum tillögum að lagabreytingum. TF3KB lýsti yfir stuðningi við tillögu TF3GB.

Dagskrártillaga um að vísað sé frá öllum lagabreytingartillögum og stofnuð lagabreytingarnefnd.

Var þá gert fundarhlé en í því ætlaði Bjarni, TF3GB að forma tillögu sína skriflega.

Að afloknu fundarhléi var komin fram skrifleg dagskrártillaga:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

9. Stjórnarkjör.

Tillögur um formann: Fram kom tillaga um Jón Þórodd, TF3JA.

Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: Stungið upp á Svani TF3FIN og Einari TF3EK.

Tveir varamenn til eins árs: Guðmundur TF3SG, Sigurður Hrafnkell TF8KY.

Úr stjórn ganga Kristinn TF3KX og Þór TF3GW.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Skoðunarmenn reikninga og einum til vara TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara.

Engar aðrar tillögur bárust og því sjálfkjörið í öll embætti.

11. Ákvörðun árgjalds.

Tillaga um að verði óbreytt. Var sú tillaga samþykkt.

12. Önnur mál.

a) Þarf að kjósa þriggja manna lagabreytinganefnd skv. dagskrártillögu:

Tillögur um TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið til kosninga. Niðurstaðan sú að TF3VS,
TF3UA og TF3HM kosnir í nefndina.

b) TF3GL kom í púlt og gerði að umtalsefni að á fundinum NRAU í ágúst sl. hafi fulltrúi ÍRA farið
með niðrandi orð um einstaka amatöra í þeim tilgangi að sverta þá. Málið varði smávægilegar
innanhús rökræður. TF3GL lagði fram skriflega ályktunartillögu sem fylgir með fundargerð.

TF3KB tók til máls. Sagðist hafa skrifað glærurnar. Þar væri frásögn um það hvað væri efst á
baugi. TF3KB sagði þetta ekki vera niðrandi orð heldur lýsing á ástandi. Líflegar umræður
urðu um málið.

Ályktunin borin undir atkvæði: Tillagan felld með 19 atkvæðum gegn 5.

c) TF8HP tók til máls um íslenskt kennsluefni: Leggur til að ný stjórn geri gangskör að því að
koma gerð íslensks kennsluefnis á koppinn. Væri flott ef við gætum á afmælisári, 16/8 2016
tilkynnt að við værum búnir að gefa út nýtt kennsluefni á íslensku. Skoraði á stjórnina að taka
þetta upp.

Rök: Það er því miður þannig að það eru nokkuð margir sem ekki eru læsir á enskt tækniefni.

Vísaði TF8HP m.a. til nýs kennsluefnis norska amatörfélagsins.

c) TF3AO hafði fregnir af því að fáni félagsins hafi skemmst í vatnstjóni. Lagði til að gerður yrði
nýr fáni og lagði til að kannað yrði hvort tryggingar dekkuðu tjónið.
TF3KB tók til máls og benti á að tæknilega væri mögulegt að vefa merkið þannig í fána að það
yrði pósitívt örðu megin og negatívt hinu megin eða vera með tvo fána.

d) TF3JA tók til máls og þakkaði fyrir traustið sem fælist í því að kjósa hann sem formann.

e) TF3HM harmaði að ógæfumaður hefði orðið til að TF8HP drægi sig til baka í félagsstörfum.

Fundarstjóri lýsti því yfir að dagskrá fundarins væri tæmd og sleit fundi.

13. Fylgiskjöl

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Ársreikningur-ÍRA-2014-2015.pdf

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3DC.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3KB.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3JA.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3GL.pdf

Andsvar á breytingartillögu: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Andsvar-TF3DX.pdf

Fjaraðgangsmál: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Fjaraðgangsmál-TF3DX-TF3KB-TF3Y.pdf

Skýrsla prófnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Skýrsla-Prófnefndar-TF3DX.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Taflfélag Reykjavíkur Faxafeni 12, 17. maí 2014.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 21.

Eftirfarandi mættu: TF3JB, TF3SG, TF2WIN, TF3GW, TF3VS, TF3HK, TF3JA, TF3HP, TF3GB, TF3FIN, TF3MHN, TF3JON, TF3DC, TF3KB, Sverrir Karlsson, TF3DX, TF3SB, TF3Y, TF3CY, TF3AM.

Ljósmyndarinn TF3LMN tók ljósmyndir af fundarmönnum í upphafi fundar.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundur settur kl 13 af formanni TF3SG.

Hann minntist í upphafi: Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, sem lést 10. júní 2013, Flosi Karlsson, TF3FX, sem lést 15. október 2013, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ, sem lést 3. desember 2013, Martin Berkosky, TF3XUU og TF8XUU, sem lést í Bandaríkjunum 28. desember 2013.

Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum þeim til heiðurs.

2. Kosning fundarstjóra

Formaður nefndi TF3HP sem var samþykkt.  TF3HP tók við fundarstjórn.

3. Kostning fundarritara

Fundarstjóri nefndi TF3AM sem fundarritara sem var samþykkt.

4. Umboð könnuð

Fundarstjóri kannaði umboð, þau voru TF3GL sem gefur TF3SG umboð sitt, og  TF3ARI sem gefur TF3GW umboð sitt.  TF3JB spyr:  Skuldlausir?  já segir TF3SG.  Umboð samþykkt.

5. Fundargerð aðalfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 2013, engin athugasemd borist stjórn, þar með samþykkt.

6. Skýrsla formanns

Formaður TF3SG gaf skýrslu fyrir starfsárið, sjá skýrslu formanns í gögnum fundarins.

Helstu atriði voru þessi: –  Tveir eftirminnanlegir radíóamatörar heimsóttu ÍRA á starfárinu, Paul Bittner W0AIH og Mirek VK6DXI,  eftirminnanlegir vegna einstaks áhuga þeirra á því að vera radíóamatörar. –  Nýafstaðin er ráðstefnan  International Young Lady conference sem skipulögð var af þeim stallsystrum  Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD og Önnu Henriksdóttur TF3VB, þær sendu ÍRA bestu kveðjur fyrir móttökurnar sl föstudag í fyrri viku þar sem komu um 30 radíóamatörar með brennandi áhuga á radíóamatörmennskunni í heimsókn til ÍRA.  Formaður vill hér þakka þeim einstaklingum sem lögðu málinu gott lið, þeim TF3JA og TF3CY sem snérust í kringum gestina, svo og TF3HP og TF3MHN sem voru í móttöku föstudag og laugardag. – Námskeið til amatörprófs, ekki nægur fjöldi skráði sig ekki og því var námskeiði slegið á frest. -Samstarf prófnefndar við stjórn ÍRA verið í umfjöllun, m.a. vegna hins svokallaðs lærlingsmáls. -Í maí 2013 hóf prófanefnd mál um um villur í bæklingur um siðareglur, villur sem snúa að samskiptum á morsi, í framhaldi var málið tekið upp á stjórnarfundi ÍRA.  TF3DX fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nefnd um fjaraðgang var skipuð sem hefur skilað ályktun.  TF3Y fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nýr HF magnari keyptur á árinu, Yeasu Quatra.  Stefán Arndal TF3A fær þakkir félagsins svo og TF3VS og aðrir sem studdu málið. -Rætt við Reykjavíkurborg um nýjan turn eða mastur við félagsheimili ÍRA, ekkert af hálfu lóðarhafa á móti því en einhver skilyrði þó. -ÍRA fékk fjárstyrk frá  Skólaskrifstofu Reykjavíkur til að sinna kennslu- og fræðslumálum, greitt hefur við til ÍRA  100þ af 200þ króna styrk, skilyrði fyrir lokagreiðslu er að skýrslu sé skilað um starfið sem unnið er. -Húsnæðismál ÍRA, þörf er á að taka aðeins til hendinni svo og um nánasta umhverfi.  ÍRA hefur haft frumkvæði á að opna samband við þau önnur samtök sem afnot hafa af húsinu í því skini að sinna viðhaldi hússins. -Heimasíða félagsins, margir hafa sterkar skoðanir á henni, margar tillögur borist. -IARU Region 1 2014 fundur verður í Búlgaríu nk haust, TF3KB hefur áhuga á að sækja ráðstefnuna, IARU greiðir farseðil en óvíst er með stuðning félagssjóðs ÍRA við hótelkostnað og annað uppihald. -Formaður þakkar samstarf á árinu við stjórnarmenn og embættismenn.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

TF3DX fyrir hönd Prófanefndar:  Skýrsla Prófanefndar til aðalfundar ÍRA 2014 afhent, 5 bls.  TF3DX kynnti skýrsluna, sjá skýrsluna hér á eftir, og nefndi: -Um bæklinginn Hætta af rafmagni og varnir -Um bæklinginn Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, TF3DX rakti þetta mál og tók til þess góðan tíma. -Um álitsgerð varðandi lærlinga,3DX rakti þetta mál

TF3Y fyrir hönd EMC nefndar:  Ekki mikil virkni í starfi nefndar, notað er vefsvæði til að skiptast á hugmyndum, en nefndin ekki komið saman á þessu starfsári, og stjórn IRA ekki vísað málum til nefndarinnar.  Ánægjuleg að sjá hversu sjálfbjarga félagsmenn eru smbr skrif TF3JB nýlega um truflanir í nágrenninu.

TF3MHN sem QSL Manager:  Fyrsta heila árið sem TF3MHN er með bíróið, tók við um 40kg af QSL kortum frá félögum ÍRA sem send voru til liðlega 100 landa, mest til Þýskalands en minnst fór 1 kort á einstakt land.  Bíróið er í smá hagnaði sem er gott.  Þeir sem eru úti á landi sem og allir aðrir geta látið QSL manager fá merkt umslög og fá þá kortin send þegar nægur fjöldi er kominn.

Formaður TF3SG fyrir hönd CQ-TF:  1 blað gefið út á starfsárinu í umsjá formanns og því alls 3 blöð á árinu 2013, Enginn hefur boðist til að taka að sér blaðið og gefa það út þótt margir séu áhugasamir.  Það hefur verið auglýst eftir ritstjóra án árangurs.

TF3KB sem IARU tengiliður:  Hefur annast samskipti cið IARU Region 1 vegna erindis um samskiptahætti til ráðstefnunnar, og þá helst ritarann Dennis sem býr í S-Afríku.  ÍRA sendi inn umsókn um styrk sem hefur alltaf verið veittur en sl 10-15 ár hefur styrkurinn ekki dugað fyrir öllum útlögðum kostnaði.  Nú verður styrkurinn fyrir einum farseðli en IRA greiðir annan kostnað.  skilyrði fyrir styrk IARU er að einungis sé einn þátttakandi (Deligate) frá viðkomandi félagi en ella fellur styrkurinn niður.  Frestur fyrir IRA til að þyggja styrkinn var til kl 08 í gærmorgun og því var ekki hægt að svara, en frestur var framlengdur fram á nk mánudag.  Annað mál er um Ísland sem ráðstefnuland IARU Region 1 árið 2017 en ekki hefur verið lagt í þá vinnu sem þarf til að hægt sé að leggja fram tilboð og trúlega er fresturinn útrunninn, trúlega hafa Þýskaland og Írlands lagt fram tilboð og okkar frestur því  útrunninn nema fundarmenn vilji leggja á sig þá vinnu sem þarf og það í snarti.

TF3JA sem Neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í fundi á IARU Region 1 neyðarfjarskiptastjóra í Fredrikshaven sumarið 2013, segir amatörsamfélagið vera að eldast og amatörar eigi erfitt með að setja upp stöðvar á víðavangi.  Í BNA hefur orðið vakning meðal yngra fólks að taka þátt í fjarskiptum í kjölfarið á hamförum eins og fellibylnum Katrina.

Umræða opnuð um skýrslur embættismanna: 3JB segir; Takk fyrir skýrslu formanns.  Saknaði þess að sjá ekkert um afföll í stjórn félagsins sem voru gjaldkeri, varaformaður, varamaður, þetta mætti gjarnan nefna þetta í skýrslu formanns. TF3SG segir:  Réttmæt ábending! TF3VS segir:  Mótmæli því að stjórnin sé kölluð starfsstjórn með takmarkað umboð. TF3JA tekur undiir með TF3VS TF3CY Benni – spyr:  Hvaðan kemur orðið starfsstjórn? TF3SG svarar:  Ritari lagði þetta til eftir að fækkaði í stjórn TF3SB (ritari):  Stjórn félags sem ekki getur afgreitt mál með meirihluta er starfsstjórn, hún ætti að segja af sér og ný stjórn kosin. Um þetta urðu nokkrar umræður og sýndist sitt hverjum. TF3JB þakkar QSL manager fyrir vel unnin störf. TF3JB þakkar neyðarfjarskiptastjóra fyrir vel unnin störf. TF3JB þætti vænt um ef hægt væri að samþykkja greiðslu uppihalds TF3KB á IARU ráðstefnuna. TF3JB þakka Prófanefnd fyrir afar vel unnin störf. TF3KB varðandi EMC-mál:  Gaman að heyra um glímu TF3JB við truflanir í nágrenni.  Er hægt að leita til EMC  nefndarinnar? TF3Y svarar:  Já, hafið samband. TF3JA upplýsir:  Stöðugar truflanir í Engihjalla 2 þar sem hann býr TF3SG segir:  Ég svaraði þannig varðandi greiðslu uppihalds fulltrúa IRA á IARU;  Ekki liggur fyrir stjórnarsamþykkt fyrir þessum greiðslum úr félagssjóð.  Mun styðja afgreiðslu málsins á jákvæðan hátt á aðalfundi. TF3SB segir:  Mál IARU var rætt í stjórn ÍRA, ég nefndi að fastur tengiliður ÍRA er TF3KB og því væri eðlilegt að hann héldi uppi vörnum í siðamálinu þar..

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga

Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar TF3SG tók að sér embætti gjaldkera eftir brotthvarf fyrri gjaldkera úr stjórn.  TF3SG skýrði reikninga. Umræða opnuð um reikninga félagsins. TF3VS spyr um fjárstyrk Reykjavíkurborgar til fræðslumála, TF3SG svarar, ekki nefndur í reikningum. TF3SG skýrir:  Verkefnastyrkur til að sinna ungliðastarfi, Reykjavíkurborg auglýsir á hverju ári eftir umsækjendum, ÍRA sótti um verkefnastyrk sem í reynd er til að greiða efniskaup.  100þkr hafa verið greiddar, greiðsla barst eftir 31.3.2014 (þ.e. eftir að fjárhagsári lauk), skilyrði fyrir greiðslu eftirstöðva er að skila greinargerð um notkun fyrri hlutans. TF3JB spyr:  Hafa ekki einhverjir greitt árgjald eftir að fjárhagsári lauk.  TF3SG segir já, innan við 5. TF3DC nefnir:  131 hafa greitt félagsgjald sem er smá samdráttur. TF3WIN ræðir um styrk Reykjavíkurborgar:  Etv var hugmyndin um styrkinn sú að þetta sé innan skólanna. TF3JB leggur til:  Að reikningar séu lagðir fram til samþykktar TF3HP nefnir:  Þrif á félagsheimilinu fyrir 90þkr er ekki þess virði, þrif eru tæplega hægt að nefna því nafni. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Samþykktir með handauppréttingu, enginn á móti.

9. Lagabreytingar

Lagabreytingar TF3HP:  Tillaga til lagabreytingar frá TF5B um að skammstöfun verði breytt í  Í.R.A. í stað ÍRA því þannig var það í denn. TF3KB nefndi:  Landsfélög eru með skammstafanir og það eru aldrei notaðir punktar annars staðar, það er óþarfi að vera með þessa punkta. TF3GB nefndi:  Skv gamla fyrirkomulaginu ætti  nafnið að vera 3 orð sem er rangt skv málvenju. TF3DX nefndi:  Eðlilegt að hafa þetta eins og aðrir, styð að hafa þetta liprara án punkta. TF3VS nefndi:  Ekkert frekar punkta nú frekar en z sem áður var. TF3JA nefndi:  Hví ekki z aftur í nafni félagsins? Tillaga 5B borin upp til atkvæðagreiðslu, felld með handauppréttingu, enginn samþykkur.

15:25 Kaffihlé. 1550

10. Stjórnarkjör

Stjórnarkjör Kosning formanns. TF3DX með uppástungu:  TF3HP Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki, TF3HP er nýr formaður ÍRA. Aðrir stjórnamenn:  Enginn fyrri stjórnarmanna hefur gefið kost á sér.  Því skal kjósa 2 menn til 2ja ára og 2 menn til eins árs.  Beðið um uppástungu. 2 menn til 2ja ára: TF3DX með uppástungu:  TF3GB og TF3DC Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki. 2 menn til eins árs: TF3Y m uppástungu:  TF3KX TF3JB m uppástungu:  TF3GW.  TF3GW will frekar vera í varastjórn sem síðari maður og ekki í aðalstjórn. TF3TNT býður sig fram. TF3DX m uppástungu:  TF3SG Leynileg kostning. Réttkjörnir eru til eins árs TF3KX, TF3SG, til 2ja ára TF3GB, TF3DC Tillaga um varamenn: TF3TNT og TF3GW, samþykkt með lófataki.

11. Kostning skoðunarmanna

Kosning 2ja skoðunarmanna og eins til vara TF3SG með uppástungu:  TF3Y TF3JB o fl með uppástungu:  TF3HK og TF3VS varamaður. Samþykkt með lofataki.  Skoðunarmenn eru TF3Y, TF3HK og TF3VS sem varamaður.

TF3SG þakkar samstarfið við stjórn og skoðunarmenn.

12. Ákvörðun ársgjalds

Árgjald er nú 6500kr. TF3KB með uppástungu:  Hækka í 7000kr TF3WIN með uppástungu:  Lækka í 6000kr Atkvæðagreiðsla: Óbreytt árgjald samþykkt með lófataki. Félagsmenn eru hvattir til að greiða árgjald beint gegnum heimabanka.

13. Önnur mál

TF3VS tekur til máls:  Fundinum hefur borist skilaboð;  Aðalfundi IRA eru færðar þakkir frá aðstandandum IYL ráðstefnunnar sem eru afar þakklát fyrir stuðning ÍRA og góðar móttökur.  Annað sumar í júni verður önnur ráðstefna, skandinavísk YL ráðstefna, og þá er aftur vonast eftir góðum móttökum ÍRA. TF3WIN nefnir:  Þakkar traust fyrir kjör í varastjórn fá síðasta starfsári.  Etv hægt að færa starfið nær unga fólkinu, t.d. að hafa uppi loftnet á Menningarnótt. TF3HP nefnir:  TF3JB óskar eftir að ályktun sem hann lagði fram verði tekin til afgreiðslu, þ.e. að skipa 3 félagsmenn í afmælisnefnd í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 14. ágúst 2016. TF3GB bendir á að áður hafi verið sérstakt kallmerki eins og TF60IRA. TF3JB nefnir:  3ja manna nefnd væri góð, etv að fá ÍRA á frímerki. TF3HP nefnir:  Þegar 60 var úthlutað þá fylgdi heimild til allra að nota 60 í stað venjulegs tölustafs. Ályktun TF3JB samþykkt með lófataki . TF3Y kveður sér hljóðs:  Kemur fram fyrir hönd starfshóps um fjaraðgang, leggur fram skýrslu starfshóps;  Skýrsla starfshóps um fjaraðgangs til aðalfundar ÍRA 2014, og les. Mál 1:  Erlendur leyfishafi á Íslandi með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Mál 2:  Erlendur leyfishafi erlendis með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Framhaldsvinnu er þörf.  Sjá nánar í skýrslu hópsins. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég erlendis fjarstýra minni stöð hérlendis?  Já TF3VS spyr TF3Y:  Má erlendur leyfishafi hérlendis fjarstýrir stöð hérlendis?  Já. 3TNT spyr:  Í lögum okkar er 3rd party bannað, hvað gerum við? TF3HP nefnir:  Á Landsmóti skáta er þetta með samþykki yfirvalda óátalið enda á ábyrgð amatörs.  Ekki farið fram á það við Póst- og fjarskiptastofnun að breyta skilgreiningu. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð?  Það liggur ekki fyrir. TF3CY spyr:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð á mínu kallmerki? (sjá svar TF3Y neðar). TF3DX upplýsir:  ÍRA fjallaði fyrir nokkru síðan (okt 1999) um þetta mál, fjaraðgang, unnið í miklu og góðu samstarfi félagsmanna, og samþykkt að leggja fyrir P&F sem tillögu ÍRA.   Í kafla um gest í stöð er lagt til að öllum heimilt að tala í stöð undir eftirliti amatörs.  Einnig má geta um HF CEPT nefnd í Sun City sem lagði til:  Einungis amatör í heimsókn hjá öðrum eigi að nota kallmerki heimaamatörsins.  TF3DX vill taka fram að nefnd um fjaraðgang er einungis umsagnaraðili um þetta mál en kveður ekki úr um lögmæti. TF3Y nefnir:  P&F hefur sent svar til ÍRA;  Erlendur leyfishafi þarf að vera staddur hérlendis til að nota íslenskt kallmerki. TF3TNT spyr TF3Y:  Amatör hérlendis notar Skype Command sem er HF/UHF linkur, þegar hann talar á HF utan og fær erlent svar á ísl UHF link hérlendis, er þetta heimilt? TF3Y svarar:  Þannig er þetta gert um allan heim. TF3HP leggur til:  Hinkrum með ályktanir þar til TF3KB kemur aftur frá IARU Region 1 ráðstefnunni í Búlagaríu þar sem þessi mál verða rædd.

TF3HP opnar umræðu um tillögu TF3GL; Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA.  TF3HP leggur til að þessu máli verði vísað til stjórnar.  Leggur til að menn séu stuttorðir. TF3JA leggur fram dagskrártillögu:  Málið tekið af dagskrá og vísað til stjórnar TF3SB (fyrrum ritari) leggur fram dagskrártillögu um að tillögu TF3GL sé vísað frá. TF3DX les niðurstöðu prófanefnar um þetta mál. TF3HP leggur fram dagskrártillögu TF3SB.  Meiri hluti samþykkir með handauppréttingu. TF3HP leggur til að ný stjórn taki þetta mál til meðferðar og sætti sjónarmið.

TF3KB tekur til máls:  Vill minnast TF3PI (Páll Gröndal) sem lést á síðasta ári, hann var fyrsti radíóamatörinn sem þeir TF3DX hittu og var boðið heim til hans og hann tók þeim afar vel, notaði Windom-loftnet, mótun var AM.  Sneri sér síðan að öðru, spilaði á selló í sinfóníuhljómsveitinni, um hann er fjöldi tilvitnana, og hann var liðtækur í svifflugi.  Var í BNA í 30 ár og lést þar.  Bloggsíða hans er enn opin.  Vil minnast hans með mikilli virðingu.

TF3VS minnir á ályktun um greiðslu kostnaðar fyrir TF3KB á IARU ráðstefnuna.  Samþykkt með lófaklappi.

TF3HP formaður slítur fundi kl 17:30.

Eftirfarandi gögn voru lögð fram til fundarmanna:

Félagslög ÍRA samþykkt á aðalfundi 18. maí 2013, 3 bls. Ályktun aðalfundar Í.R.A. árið 2014 (um að skipa 3 menn í afmælisnefnd/TF3JB), 1 bls. Ljósrit úr Útvarpstíðindum (gamalt mjög/TF5B), 3 bls. Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA (um hagsmunagæslu ÍRA/TF3GL), 1 bls. Skýrsla Prófnefndar til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Skýrsla starfshóps um fjaraðgang til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Íslenskir Radíóamatörar, Ársreikningur 1. apríl 2013 til 31. mars 2014, 12 bls.

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 18. maí 2013.

Fundur hófst kl. 13:10 og var slitið kl. 16:50.

Mættir voru 24.

Fundarritari: TF3BJ.

TF3JB setur fundinn kl 13:10. Bíður hann fundarmenn velkomna og er síðan gengið til dagsskrár samkvæmt 18. Gr félagslaga Í.R.A.

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

TF3KX var kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn fundarritari

TF3BJ fundarritari.

3. Könnuð umboð

Fundarstjóri kallaði eftir umboðum en engin komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerð síðasta aðalfundrar og telst hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Skýrsla formanns. -13:30

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

TF3DX prófnefnd

Námsefni

Merki og mótun

Vandaður frágangur

TF3KB IARU tengiliður

TF3KX ritstjóri

TF3JA neyðarfjarskipti

TF3TNT stöðvar/VHF stjóri

TF3MHN QSL manager   28 kg um áramótin

TF3KX

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Skýrsla gjaldkera.

8. Lagabreytingar.

TILLAGA TF3UA OG TF3BJ TIL LAGABREYTINGAR

14. gr.

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Félagsfundi skal ætíð halda seinnipart laugardags sé þess nokkur kostur. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

14. grein eftir breytingu:

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Stjórn skal leitast við að gefa félagsmönnum búsettum á landsbyggðinni kost á því að taka þátt í félagsfundum á Internetinu. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Félagsmenn á landsbyggðinni skulu tilkynna stjórn um áhuga sinn á því að fylgjast með félagsfundi á Internetinu innan tveggja daga frá boðun fundarins. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

Greinargerð:

Breytingar þjóðfélagshátta undanfarin ár hafa valdið því að menn eru orðnir mjög tregir til fundahalda á laugardögum. Það er því afar óhentugt fyrir ÍRA að hafa félagslög sem mæla fyrir um að félagsfundi megi aðeins halda seinni hluta laugardags. Ástæða þessarar klásúlu er sú að gefa félagsmönnum úti á landi kost á því að sækja félagsfundi. Með þeirri tækni til fjarfundahalda sem nú býðst er auðvelt að senda út félagsfundi á internetinu, jafnvel með gagnvirkum hætti. Má t.d. benda á Skype sem lausn en fjölmargar aðrar eru fyrir hendi. Þannig gætu íbúar landsbyggðarinnar fylgst með og tekið þátt í félagsfundum án þess að þurfa að fara að heiman. Hlýtur slíkt að teljast þeim til hagsbóta. Eftir breytinguna verður hægt að halda félagsfundi t.d. á fimmtudagskvöldum sem verður að teljast mun betri tímsetning en seinni hlutar laugardaga.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Tillaga TF3UA og TF3BJ samþykkt samhljóða

TILLAGA TF3JA TIL LAGABREYTINGA

1., 2., 3. og 27. grein verði:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, ÍRA.

Félagið er íslensk deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, IARU Region 1, og norrænum samtökum radíóamatöra, NRAU.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík. Póstfang ÍRA er „Pósthólf 1058, 121 Reykjavík”.

3. gr.

Markmið félagsins er að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar og þáttöku í neyðarfjarskiptum bæði innan lands og utan.

5. Efla amatörradíó sem leið til tæknilegrar og samfélagslegrar sjálfsþjálfunar.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíó sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

10. Eiga og reka fullkomna amatörradíófjarskiptastöð með kallmerkinu TF3IRA á sem flestum tíðnum og samskiptaháttum sem radíóamatörar hafa leyfi til að nota.

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillaga að breytingu á lögum berist stjórn félagsins ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund. Aðalfundur getur samþykkt tillögur um breytingar á félagslögum, sem lagðar eru fram á fundinum með samþykki tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða.

Greinarnar voru:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, skammstafað Í.R.A. Félagið er hin íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, I.A.R.U. Region 1, og norrænu samtökunum N.R.A.U.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík með póstfang: Pósthólf 1058, 121 Reykjavík.

3. gr.

Markmið félagsins eru að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.

5. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

Hvers vegna er ég að leggja til þessar breyttu greinar og hver er helsta breytingin?

Ég legg til að púnktarnir í skammstöfunum verð felldir niður eins og oftlega hefur komið fram enda er það líka í samræmi við „Ritreglur Íslenskrar málnefndar”. Ég legg til að markmið félagsins verði umorðuð lítillega og bætt við að félagið eigi og reki fullkomna fjarskiptastöð til fjarskipta á amatörtíðnum. Félagið á og rekur nú þegar fullkomna stöð en hennar er hvergi getið í lögum félagsins. Það er mitt mat að lög félagsins eigi að vera kvik og þess vegna óþarfi að gera félagsmönnum næstum ókleyft að leggja fram tillögur að breytingum. Félagsmenn sem vilja tryggja stöðugleika en um leið nýjungar og þróun í starfsemi félagsins mæta á aðalfundinn og taka þátt.

  1. Gr samþykkt
  2. Gr samþykkt
  3. Breytingartillaga samþykkt, en tillagan síðan feld 5 voru með en 10 á móti.
  4. 27.  gr. feld. 1 var samþykkur en 13 á móti.
9. Stjórnarkjör.

TF3SG formaður

TF3AM situr áfram til næsta árs.

TF3CY og TF3HRY voru kosnir til 2. Ára

TF3UA baðst lausnar frá stjórnarstörfum og var TF3SB kosinn í hans stað til eins árs.

TF2WIN og TF2LL voru kosnir varamenn.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Kosning skoðunarmanna ársreiknings. Óskar Sverrisson, TF3DC, Haukur Konráðsson, TF3HK, skoðunarmaður til vara, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.

11. Ákvörðun árgjalds.

Ákvörðun ársgjalds. Tillaga stjórnar um kr. 6500 var samþykkt.

12. Önnur mál.

Umræður.

Námskeið ýmsir

Neyðarfjarskipti TF3JA

Fundir var síðan slitið kl: 16.50

13. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/18052013-Ársreikningur-ÍRA-2012-til-2013.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 19. maí 2012.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 16:58.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn þann 19. maí að Radisson Blu hótel Sögu í Reykjavík. Fundur var settur kl 13:05. Formaður, TF2JB, bauð félagsmenn velkomna og minntist í upphafi tveggja félaga sem létust á starfsárinu. Það eru
Sveinn Guðmundsson, TF3T, sem lést þann 7. september 2011, handhafi leyfisbréfs nr. 24, á 82. aldursári og Ólafur Helgi Friðjónsson, sem lést þann 10. febrúar 2012, handhafi leyfisbréfs nr. 97. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Sérstökum kveðjum var komið komið á framfæri við fundinn frá þeim TF6JZ og TF5B sem ekki áttu heimangengt. Fundarmenn voru liðlega 24 talsins eða um 12% af félagsmönnum. Gengið var til dagskrár
samkvæmt ákvæði í 18. grein félagslaga, í 12 tölusettum liðum.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Fundarstjóri var kjörinn TF3VS.

2. Kjör fundarritara

Fundarritari var kjörinn TF3AM.

3. Könnun umboða.

Engin umboð komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar.

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar fyrir tilskilinn frest þann 21. október né heldur frá viðstöddum fundarmönnum.

5. Skýrsla formanns um starsemi félagsins.

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason, TF2JB, kynnti framlagða skýrslu stjórnar sem er mikið rit, alls 142 blaðsíður. Til samanburðar var skýrslan 103 blaðsíður fyrir síðastliðið starfsár. Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

a. 65 ára afmælishátíð Í.R.A. sem haldin var 14. ágúst 2011; alls mættu liðlega 60 manns í félagsaðstöðuna og þáðu kaffiveitingar. Þeim TF3UA, TF3G og TF3SG var sérstaklega þakkað fyrir störf þeirra að vel heppnuðum undirbúningi viðburðarins.

b. Aukið húsnæði félagsins í Skeljanesi fyrir kortastofu og smíðaaðstöðu, sem er hornherbergi á 2. hæð þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var áður til húsa fram að haustdögum 2008.

c. Vetrarstarfið sem gekk mjög vel; alls um 30 viðburðir sem voru auglýstir og haldnir og allt að 40 félagar sóttu hvern, sem er afar ánægjulegt. Vetrardagskrá félagsins var í umsjón TF3BJ.

d. Undirbúningur og skipan sérstakrar „EMC-nefndar“ undir forystu TF3UA. Aðrir í nefndinni eru TF3G og TF3Y.

e. Nýtt band, 472-479 kHz, sem samþykkt var á WRC-12 ráðstefnunni í febrúar 2012. Félagið var í samstarfi við Póstog fjarskiptastofnun í nær eitt ár fyrir ráðstefnuna til undirbúnings verkefnisins. Samstarf gekk mjög vel og var skilningur góður og studdi íslenska sendinefndin frumvarpið um nýja bandið á ráðstefnunni, sem er hið sama í öllum þremur svæðum heimsins, þ.e. IARU svæðum 1, 2 og 3.

f. Að lokum, þakkaði formaður samskiptin við Póst- og fjarskiptastofnun sem hafa verið afar góð. Hann nefndi m.a. nýjan kapítula sem hófst þann 16. ágúst (2011) þegar haldinn var samráðsfundur fulltrúa stofnunarinnar og Í.R.A., en þar kom m.a. fram nauðsyn á stofnun EMC nefndar innan félagsins. Önnur mikilvæg niðurstaða var, að nú verða slíkir samráðsfundir haldnir reglulega.

Ársskýrslan er að öðru leyti hefðbundin í uppsetningu, í 11 köflum, þar sem 7. kaflinn um TF VHF leikana 2012 kemur inn nýr. Í „Viðauka A“ eru birtar fundargerðir stjórnar, í „Viðauka-B“ önnur gögn, þ.m.t. starfsáætlun stjórnar, í „Viðauka-C“ eru birtar ljósmyndir úr 65 ára afmæli félagsins og í „Viðauka-D“ er birt yfirlit um gögn Í.R.A. sem eru í vörslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

6. Skýrslur annarra embættismanna.

Eftirtaldir embættismenn tóku til máls: TF3KX, TF3DX, TF3JA, TF3CY, TF3SG og TF3KB.

TF3KX, ritstjóri CQ TF: CQ TF er gefið út fjórum sinnum á ári með reglulegum hætti. Hann þakkar gott samstarf við höfunda. TF8GX segir: Ég þakka ritstjóra fyrir mjög gott starf.

TF3DX, formaður prófnefndar: Vísar í síðu 123 í skýrslu formanns, þarna sést svart á hvítu að prófin eru ekki endilega flöskuháls, þar sem aðeins 47% þeirra sem ná prófi sem sækja um úthlutun kallmerkja miðað við próf vorið 2011, 2 meðan þeir sem tóku próf í vor eru búnir að sækja um leyfi.

TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri ÍRA: Hann nefndi að VHF kerfi Almannavarna sem var á 146 MHz stendur ónotað. Kerfið mun samanstanda af 8 endurvörpum, sem fulltrúar almannavarnadeildar RLR hafa sagt að Í.R.A. standi til boða. Ef til vill þarf að færa þá til í tíðni og setja tónstýringu en e.t.v. megi sækja um aukið tíðnisvið í metrabylgjusviðinu hér, sambærilegu því sem er í Bandaríkjunum.

TF3KX spyr: Stendur bæði rafmagn og aðstaða til boða. TF3JA: Já. Klappað fyrir TF3JA.

TF3CY, stöðvarstjóri TF3IRA: Nýr stöðvarstjóri mun trúlega hefja störf innan skamms og vinnu verður haldið áfram við að bæta aðstöðuna (Innskot ritara: Benedikt lét formlega af störfum sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar).

TF3SG, QSL stjóri: Alls voru send tæp 28 kg í fyrra, send í 0,5 kg þyngd hverju sinni í pakka. Flest kort eru send til Þýskalands; reynslan er svipað á þessu ári. Hann þakkar fyrir samstarfið.

TF3KB, IARU tengiliður: Hann upplýsti að eftir að hafa nefnt Ísland af og til í nokkur ár sem fundarstað, þá hafi framkvæmdastjórn IARU fyrir Svæði 1 ákveðið að halda ársfund 2013 á Íslandi; fundinn sækja 12-15 manns. Ef til vill er kostur á að fá hingað IARU fundinn fyrir Svæði 1 árið 2016. Að loknu erindi TF3KB, var orðið laust um skýrslu stjórnar og embættismanna.

TF3HP segir: Ég þakka skýrslurnar. Ég vil nefna að mér þykir slakara að rótórinn fyrir HF greiðuna er ekki í lagi og það sé hægt að snúa greiðunni „endalaust“. Svo þykir mér slakara að VHF stöðin sem keypt var sé enn í kassanum og að ekki sé hægt að hafa samband við Í.R.A. á fimmtudagskvöldum. Ef til vill vantar VHF loftnet en það er reyndar mitt hlutverk. Svo ég vil nefna að ég er boðinn og búinn til að koma að loftnetsvinnu.

TF3CY svarar: Þetta er allt hárrétt hjá TF3HP. Nú hafa verið tveir stöðvarstjórar síðan embættið var stofnað. Ég tel jafnvel að embættið sé „Þrándur í götu“ þess að eitthvað sé gert. Nú er beðið eftir kalli stöðvarstjóra, en áður gengu menn bara í málið. Varðandi rótór, þá hefði verið best að kaupa nýjan en til þess voru ekki efni, og því voru keyptir í hann varahlutir en málinu er ekki lokið. Stöðin á að vera með loftnet á öllum böndum og best væri að ekki þyrfti að fá lánuð loftnet þegar taka á þátt í alþjóðlegum keppnum. TF2WIN segir: Takk fyrir skýrslu. Ef hægt er að fá heilt VHF kerfi frá Almannavörnum þá þarf endilega að þiggja það; slíkt boð kemur ekki aftur. Svo þykir mér verra að heyra ekki af því þegar menn fást við loftnet og missa af því.

TF3SG segir: Ég hringdi í TF4M varðandi loftnetsefni uppi á Rjúpnahæð og spurði hvort Í.R.A. fengi að notfæra sér eitthvað af því, sem hann sagði velkomið.
TF3JA segir: Ég þakka TF2JB sérstaklega fyrir starfið í félaginu sem verður tæplega toppað í bráð. Svo vil ég nefna að ÍRA stöðin er í reynd frábær þótt eitthvað megi betur fara. Ég spyr, hvað með að menn skrifi sig á verkefnalista ef þeir vilja leggja einhverju verkefni lið?

TF2JB segir: Vil benda á umfjöllun um rótor- og loftnetamál TF3IRA í skýrslu stjórnar á bls. 25.

TF3KB segir: Ársskýrslan er frábærlega vel unnin; ég þakka TF2JB fyrir frábært starf.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

TF3HP segir: Flott skýrsla. Vil bara nefna, rétt til að vera ekki sammála að mér þykja þrifin léleg og dýr. Og kostnaður um 70 þúsund krónur, miðað við að aldrei er farið út með rusl! Getum við ekki séð um þetta öryggiskerfi hússins sjálf og sparað peninga? Mér finnst þrifin ekki vera 72 þúsund króna virði. TF3HP áfram: Kaffi- og fundarkostnaður er talsverður, þar af er rekstur 42 þúsund krónur. Hvaða rekstur?

TF3G svarar: M.a. kostnaður vegna breytinga á húsnæðisaðstöðu félagsis, þ.m.t. flutningur á milli herbergja.

TF2JB segir: M.a. keyptur bókaskápur frá IKEA, málning og hilluefni. Það heyrist á fundarmönnum að þeim þykir TF3HP vera „pexsamur“ þótt kexið mætti vera annað.

TF3CY segir: Ég er sammála TF3HP um margt. Aurarnir fara í kaffi og blaðaútgáfu en svo eru ekki efni á magnara eða loftneti. Ég vildi sjá aðrar áherslur. En svo má hafa í huga að „við“ erum félagið. Eru ekki einhverjir félagsmenn sem geta annast húsnæðið? Og þá verða meiri peningar í búnað…

TF3KB segir: Það er alltaf erfitt að forgangsraða takmörkuðu fé, og blaðið er mjög mikilvægt fyrir starfið og utanaðkomandi – og fundastarfið hefur verið sérlega gott.

TF3SG segir: Það hefði mátt hækka félagsgjöldin á síðasta ári.

TF3EE segir: Ég er sammála um hækkun félagsgjalda.

TF3UA segir: Áður en þrifin voru pöntuð þá átti til að vera vond lykt í félagsaðstöðunni, en eftir að þrif komust í lag þá hvarf lyktin. Og erum við ekki kaffidrekkandi CQ TF lesendur? Og e.t.v. verður klúbbstöðin ekki miðdepill starfsins. Mér þykir áherslan ágæt. 3

TF3HP segir: Blaðið er gott en það er dýrt að greiða 316 þúsund krónur í þennan lið sem er helmingur árstekna. Og ég nefni hlutabréfin fyrir loftnet sem selt var um árið, þetta voru líklega um 900 þúsund krónur sem brunnu svo í bankahruninu. Ég þakka TF3G fyrir ársreikninga og sérlega TF2JB fyrir ársskýrsluna sem er sérstaklega glæsileg.

TF3KX segir: Varðandi uppgjörið þá er slæmt að vera með tap en þannig er það. Síðasti aðalfundur felldi tillögu um hækkun gjalds. Varðandi CQ TF þá er það rétt að 40% af tekjum fara í blaðið, en þetta er eitthvað sem félagið þarf að ákveða. Varðandi kaffisamsætin, þá þykir mér þeim peningum vel varið, þetta heldur félaginu saman á fundum um áhugaverð málefni. Hvað félagsstöðina varðar, þá er umsjón hennar sjálfboðavinna en félagsaðstaðan er í aðalatriðum í góðu lagi. Spyrja má hvort félagsstöðin sé vel nýtt, t.d. í þjálfun nýrra leyfishafa?
Ekki voru fleiri á mælendaskrá. Reikningarnir voru bornir upp og samþykktir einróma.

8. Lagabreytingar.

Fyrir fundinum lágu eftirtalin frumvörp til lagabreytinga: Við 5. gr. (stjórnarfrumvarp); við 8. gr. (stjórnarfrumvarp); við 23. gr. (frá TF3BJ); um nýja 24. gr. (stjórnarfrumvarp) og við ýmsar greinar (frá TF3JA).
Samkvæmt ákvæði í 26. gr. laga félagsins þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með tillögum að breytingum skyldu fylgja skriflegar greinargerðir þar sem gerð var grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra. Öll frumvörpin uppfylltu þessar kröfur nema frumvarp TF3JA. Í ljósi þess, lagði fundarstjóri undir hann hvort hann myndi draga frumvarp sitt til baka.

TF3JA tók til máls. Hann nefnir að hann sé sérstaklega óánægður með tímasetningu aðalfundar sem hentar [honum] illa. E.t.v. væri betra að miða starfsárið við almanaksárið. Og orðið „SKAL“ þurfi ekki að koma fyrir í þessum lögum. Og félagið ætti að heita ÍRA en ekki Í.R.A., og CQTF ætti að heita svo en ekki CQTF. Að svo mæltu sagðist hann draga frumvarp sitt til lagabreytinga til baka. Við svo búið var tekið til við umfjöllun um önnur frumvörp.
Um 5. grein. Efnisinnihald frumvarps: Að þeir sem sækja um inngöngu í félagið eftir 30. nóvember greiði hálft árgjald í stað 31. júlí.

Niðurstaða: Samþykkt samhljóða að breyta dagsetningu úr 31. júlí í 30. nóvember. Um 8. grein. Efnisinnihald frumvarps: Við setningu í greininni þess efnis að stjórn sé heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningaréttar, bætist við fyrir framan „Undir sérstökum kringumstæðum“. Í annan stað komi inn ný setning í greinina: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“.
Niðurstaða: Stjórn dró til baka tillögu sína um að bæta inn „Undir sérstökum kringumstæðum…“ o.s.frv. Tillaga TF3DX um að taka út, í framhaldi, setninguna „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosninga-réttar“. Frumvarp stjórnar um að bæta inn setningunni „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“ samþykkt einróma.

TF3KX segir: Þýðir það að þeir sem sækja námskeið greiða lægra gjald?

TF3BJ skýrir: Helmingsafsláttur af félagsgjaldi og námskeiðsgjaldi fyrir nemendur, þannig hefur félagsgjaldið í reynd verið frítt fyrsta árið fyrir nemendur.

TF3HP segir: Fagnar heimild um afslátt til þeirra sem eiga erfitt.

TF3UA segir: Án kjörgengis og kosningarréttar, þetta er ekki gott, vill strika þetta út.

TF3JA segir: Sammála TF3UA.

TF3DX segir: „Undir sérstökum kringumstæð- um“. Illa skilgreint þykir mér; getur breyst milli stjórna.

TF3BJ segir: Stjórnin vildi hafa þetta opið. Það hefur verið áhugi á afslættinum, og stjórnin vill hafa val um að takmarka afslátt.

TF2JB segir: Það er talsvert umstang að fást við innsetningu nýrra félagsmanna, nánast orðin hefð að menn telja að 1. árið sé frítt.

TF3DX segir: Má ekki taka út heimild til að veita 1. árið frítt?

TF3JA spyr: Vill ekki TF3UA draga tillöguna til baka?

Atkvæðagreiðsla um 8. grein: Samþykkt að fella út úr greininni setninguna: „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningarréttar“. Tillagan um að skjóta á undan inn orðunum „Undir sérstökum kringumstæðum“ var einnig felld. Hins vegar samþykkt innskotssetningin: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“. Þessi breyting var samþykkt einróma.
Um 23. grein. Efnisinnihald frumvarps. Bætt verði inn eftirfarandi setningu í greinina: „Nefndin skal halda námskeið svo oft sem þurfa þykir“.
Niðurstaða: Tillagan felld með 13 atkvæðum á móti 4. Aðrir sátu hjá.

TF3BJ skýrir: Það stendur ekkert í lögum félagsins um námskeið, og því er þessi grein til að tengja námskeið við prófnefnd.

TF3DX segir: Tillagan var ekki borin undir prófnefnd og kemur á óvart, og lýst ekki vel á þetta. Mér þykir ekki heppilegt að prófnefndarmenn kenni mikið á námskeiðum enda sé þá betra að fá aðra til að semja prófið, þetta er gert til að halda trausti Póst- og fjarskiptastofnunar. Það má ekki vera hægt að benda á að sömu menn haldi námskeið og ráði því hverjir nái prófi.

TF2JB segir: Tekur undir allt sem TF3DX segir.

TF3HP segir: Í áratug meðan ég var formaður var gengið milli manna og þeir beðnir um að halda námskeið, en núverandi prófnefnd hefur staðið sig vel og það er ekki þörf á þessum breytingum.

TF3JA segir: Ég sá í mörg ár um þessi próf sem starfsmaður P&s, og ég styð

TF3BJ í þessu máli. Það þarf að vera námsskrá og kennari kennir og býr til próf; prófdómari kemur frá PFS.

TF3KB segir: Legg til að þessi tillaga verði betur hugsuð.

TF3KX segir: Sammála TF3DX.

TF2WIN segir: Ég skil tillögu TF3BJ.

TF3KJ segir: Má ekki breyta orðalagi, taka „SKAL“ burt og mýkja orðalag.

TF3KX segir: Námskeið er veruleg vinna og eins að búa til próf og svör, og að finna húsnæði, fjölfalda fyrir námskeið, best að hafa sérstakan hóp í þessu.
Atkvæðagreiðsla um 23. grein: Samþykkir 4, á móti 11. Aðrir sátu hjá. Tillagan felld.

Um [nýja] 24. grein. Efnisinnihald frumvarps: Fjallar um stofnun og skipan svokallaðrar „EMCnefndar“ Í.R.A.

Niðurstaða: Frumvarpið samþykkt samhljóða með þeirri viðbót að setja inn í sviga þýðingu skammstöfunarinnar EMC, þ.e. „Electromagnetic compatibility“.

TF3UA segir: Ég er með breytingu á orðalagi: „….er skipt út einum manni á ári hið mesta“ í stað „SKAL…“.

TF3HP segir: Þarf að skipta um menn í nefndinni, ef þeir vilja sitja áfram?

TF3DX segir: Orðalagið má misskilja. En þess utan er venja að nota orðið „SKAL“ í lögum margra góðra félaga, t.d. í lögum lögfræðingafélagsins. E.t.v. er betra að minnka umfang laganna. En þar sem salurinn hefur bent mér á það þá sé ég að orðalagið er reyndar ágætlega skýrt.

TF3KX segir: Er með vangaveltur; hvað er þetta „EMC“? Það þarf að skýra í greininni fyrir hvað EMC stendur.

TF3UA segir: Það er ekki þörf á að skýra hugtakið betur, vel þekkt hugtak.

TF3KB segir: Má ekki nota íslenska orðið „vaksamhæfni“?

TF3KX segir: Nei, þetta er ekki nægjanlega skýrt.

TF2WIN segir: Þetta er ekki góð tillaga, þá þarf að hafa allar nefndir í lögum félagsins, t.d. „Vitahelgarnefnd…“.

TF3CY segir: Nefndir eru mismikilvægar í félaginu, með þessari grein er verið að tryggja að þessi nefnd sé starfandi.

TF3DX segir: Ég styð TF3CY. Auk þess er þessi nefnd til að tryggja samskipti við yfirvöld.

TF2JB segir: Greinar af þessu tagi eru m.a. í lögum tveggja stærstu amatörafélaga í Evrópu.

TF3Y segir: Nefnd sem stofnuð er í lögum félagsins er miklu sterkari gagnvart stjórnvöldum en ella, sem gæti verið styrkur fyrir félagsmenn, og það er best tryggt að nefndin sé virk með því að setja um hana formlega reglu.

TF3Y dregur til baka tillögu um „SKAL“. TF3KX dregur til baka tillögu um skýringar um EMC.

Breyting frá TF3KX: Bætt innan sviga skýringu á merkingu skammstöfunarinnar „EMC“.

Samþykkt samhljóða. Atkvæðagreiðsla um nýja grein 24. Samþykkt samhljóða.
TF3HP biður um orðið: Er með óundirbúna lagabreytingu, með samþykki aðalfundar, um fastskipaða nefnd félagsins. Stjórn SKAL setja námskeiðsnefnd á laggirnar í samræmi við tillögu TF3BJ.

TF3CY segir: Námskeiðsmál hafa verið í ágætum farvegi og því væri rétt að útfæra þessar hugmyndir nánar í næstu stjórn.

TF3UA segir: Stofnun skólanefndar er e.t.v. ekki góð hugmynd nú; þetta þarf að hugsa og ræða í þeim hóp sem helst hefur starfað að þessum málum.

Þá var komið að hinni sívinsæla dagskrárlið, kaffihlé.

Eftir kaffihlé.

Fundarstjóri: Nú er dregið úr seðlum með nöfnum fundarmanna um nýja Baofeng UV-3R Mk.II 2-5W VHF/UHF FM-handtalstöð.

Niðurstaða: TG3G var dreginn. Hann segir: „Ég á svona stöð og afhendi hana til dráttar öðru sinni“. Dregið öðru sinni: TF3JA var dreginn, hann tók við henni með brosi á vör og hélt smá þakkartölu (reyndar mest um „tónskvelsa“).

9. Stjórnarkjör.

Úr stjórn: TF3G og TF3UA (sátu sitt síðara ár). Eftir sitja: TF3CY og TF3BJ (sitt síðara ár). TF3G gefur ekki kost á sér áfram.

Kosning formanns til eins árs: TF2JB gefur kost á sér, kjörinn með lófataki. Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: TF3UA og TF3AM, kjörnir með lófataki. Tveir varamenn til eins árs: TF3EE og TF2WIN, kjörnir með lófataki.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Nú eru TF3DC og TF3HK og TF3VS til vara. Allir endurkjörnir með lófataki.

11. Ákvörðun árgjalds.

TF3G, gjaldkeri, gerir tillögu um 6 þúsund krónur í nafni fráfarandi stjórnar.

TF3JA segir: Þykir tillaga um árgjald há, betra að fá framlög þeirra sem eiga aura til að styrkja tækjakaup. Og spara allt sem hægt er.

TF3CY segir: Það er óhjákvæmilegt að hafa meiri tekjur.

TF2JB segir: Bendir á að félagsgjald var 5 þúsund krónur árið 2008 en var lækkað í 4 þúsund krónur fyrir 2009 og hefur verið óbreytt síðan.

TF3SG segir: Ef hægt er að innheimta félagsgjöld án útsendingu greiðsluseðla þá sparast seðilgjöld. Atkvæðagreiðsla: Árgjald 6 þúsund krónur samþykkt samhljóða.

TF3JA bað um orðið og vill það skráð í fundargerð að hann sé mótfallinn tillögunni.

12. Önnur mál.

TF3KB segir: Þannig er með námskeiðshald og nefndir, að það þýðir lítt að vísa máli á nefnd ef hún hefur ekki áhuga á því því; þetta stendur og fellur með þeim sem þar starfa hverju sinni. Ég vil nefna „lærlingsleiðina“ sem leið til að fjölga amatörum; ef hver gæti fengið einhvern einn til að vinna með. Hvað með að endurvekja þessa hugmynd og hafa úthugsað útspil þegar næst er tekið á þessum málum? Vil nefna að TF var fyrst amatörfélaga með nýliðaleyfið á sínum tíma sem aðrar þjóðir tóku síðan upp.

TF3HP segir: Styð tillögu TF3KB um að lyfta „Elmer“-starfinu á hærri stall.

TF3KJ segir: Hvað með gamla nýliðaprófið, og morsið þar með, má ekki taka það aftur upp?

TF3UA upplýsir: Tillaga um minningarsjóð um látna félagsmenn; þegar félagsmenn hafa fallið frá þá hefur oft verið sendur krans, sem er virðingarvert, en það fylgir talsverður kostnaður. E.t.v. mætti heldur nota slíka fjármuni til að eignast búnað til útláns eða útleigu (til nýrra félaga) svo og tæki sem hafa verið í eigu félaga sem fallið hafa frá.

TF3KX segir: Verðugt verkefni og sammála.
Framtakinu fagnað með lófataki.

TF3UA upplýsir: Um EMC nefndina. Í nefndina var valinn hópur sem gæti verið amatörum til aðstoðar og yfirvöldum, ef svo ber undir. Vísar í fréttir í vikunni um úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar í deilu um útsendingar amatöra og hættu á heilsutjóni; í úrskurðinum var slíkri hættu hafnað.
Næst var úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 112/12 yfirfarinn. Hann var birtur 16. maí á heimasíðu PFS undir fyrirsögninni: „Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun“. Fundurinn samþykkti að fagna faglegri aðkomu stofnunarinnar að málinu og skilmerkilegri framsetningu í greinargerð.

TF3KX spyr: Varðandi EMC nefndina, hvað með áhrif af tækjum annarra?

TF3UA segir: Hugmynd með EMC nefndinni er að aðstoða amatöra eins og hægt er.

TF3KB segir: EMC er erfitt þegar truflanir hverfa þegar slökkt er á tækjunum. En, þúsundir tækja trufla mikið. Hvernig á að bregðast við slíkum málum? – Að, ekki sé talað um innflutning slíkra tækja.

TF3UA svarar: Félagar í öðrum löndum hafa sent út viðvaranir vegna sumra gerða LED pera sem trufla mikið, en aðrar trufla alls ekki.

TF3KJ segir: Man eftir hitastilli á vegg sem truflaði hjá mér.

TF3KX spyr: Ætti félagið að eiga eða hafa aðgang að búnaði sem nota má til að leita uppi truflanir.

TF3DX segir: Sá sparperur í stórmarkaði sem ekki voru CE merktar. Mætti skapa vettvang til tilkynninga?

TF3JA spyr: Hvað þarf tækið að vera næmt?

TF3CY segir: SDR viðtæki væri fínt. Fleira var ekki gert.

13. Önnur skjöl

Ársskýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20120519-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársreikningur-ÍRA-2011-2012.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 21. maí 2011.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 15:20.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Formaður félagsins, Jónas Bjarnason TF2JB, setti fundinn 13:05 og minntist látinna félaga á árinu. Þeir voru: Matthías Björnsson, TF3MF, sem lést 8. desember 2010. Hann var leyfishafi nr. 139 og á 89. aldursári. Haukur Nikulásson, TF3HN, lést 9. maí 2011. Hann var leyfishafi nr. 129 og var á 56. Aldursári. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Fundarritari: Erling Guðnason, TF3EE.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Formaður gerði það að tillögu sinni að Kristinn Andersen, TF3KX, yrði kjörinn fundarstjóri. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

2. Kosinn fundarritari

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og lýsti eftir tilnefningum í embætti fundarritara. Fram kom tillaga um Erling Guðnason, TF3EE. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

3. Könnuð umboð

Eitt umboð kom fram frá Reidari J. Óskarssyni, TF8RON, til Sigurðar Smára Hreinssonar, TF8SM. Umboðið var kannað og úrskurðað löglegt. Fleiri umboð komu ekki fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar né heldur frá viðstöddum fundarmönnum og var hún samþykkt samhljóða.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins og kynnti framlagða skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór yfir helstu þætti í félagsstarfinu og nefndi sérstaklega vinnu við VHF/UHF loftnet í félagsaðstöðunni og nefndi m.a. góð störf fyrri stjórna og færði Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, sérstakar þakkir fyrir gott vinnuframlag. Sigurði Harðarsyni, TF3WS, voru einnig færðar þakkir fyrir gott vinnuframlag í þágu félagsins við endurvarpa í Reykjavík og í Bláfjöllum. Formaður þakkaði einnig framlag þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS; og Þórs Þórissonar, TF3GW; fyrir góð störf að endurvarpamálum. Hann þakkaði Erling Guðnasyni, TF3EE, góð störf og metnaðarfull við undirbúning vetraráætlunar félagsins og Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, skólastjóra yfirstandandi námskeiðs félagsins til amatörleyfis fyrir fagleg og góð störf á þeim vettvangi. Formaður nefndi sérstaklega og þakkaði gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun (PFS) og nefndi til sögunnar framlengdar heimildir til íslenskra leyfishafa á 500 kHz, 5 MHz og á 70 MHz, en íslenskir radíóamatörar fengu, á starfsárinu, 150 kHz heimild á 5 MHz í stað átta fastra rása áður. Ísland er þar með komið í hóp leiðandi þjóðríkja innan IARU Svæðis 1 hvað varðar leyfisveitingar í þessum tíðnisviðum. Á starfsárinu fékkst ennfremur, í fyrsta skipti, full aflheimild (1kW) í 1850-2000 kHz sviðinu í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, sem er mikilvægt fyrir þá sem stunda keppnir á 160 metra bandinu. Formaður gat jafnframt um nýtt námsefni sem væri til skoðunar hjá prófnefnd félagsins, að hluta til í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnun og nefndi að lokum, að fulltrúi stofnunarinnar yrði viðstaddur próf til amatörleyfis sem haldið verður 28. maí n.k. Fundarmenn lýstu ánægju með gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun með þéttu lófataki.

6. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu um starfsemi sinna embætta

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL stjóri félagsins, gerði grein fyrir nýrri aðstöðu QSL stjóra sem komið hefur verið upp í kjallara í Skeljanesinu og nefndi m.a. kortaskáp og aðra aðstöðu til flokkunar korta. Alls voru 28 kg af kortum send út á síðasta ári sem gera um 8400 kort, en um 2000 kort bíða þess að verða send út um þessar mundir. Flest kortanna fóru til Þýskalands, um 5000. Til landa fyrrum Sovétríkjanna, um 2500 kort og um 2300 kort til Bandaríkjanna. Um 1800 kort fóru til Úkraínu, en færri til annarra landa. Athygli var vakin á því hversu fá kort færu til Kanada, sem þó skiptist á 9 kallsvæði. Þangað fóru aðeins um 250 kort á árinu. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins tók næstur til máls. Bæklingur um viðurkenningarskjöl Í.R.A. lá frammi með fundargögnum til kynningar, en alls voru 18 skjöl afgreidd á starfsárinu. Hann nefndi, að frá apríl 1989 hafi verið gefin út 849 viðurkenningarskjöl hjá félaginu. Brynjólfur tilkynnti að lokum, að íslenskum leyfis-höfum, sem væru félagsmenn í Í.R.A., bjóðist að geta sótt um viðurkenningarskjöl Í.R.A. sér að kostnaðarlausu, á tímabilinu 1/6 – 30/9 næstkomandi. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, lagði fram samantekt um störf neyðarfjarskiptastjóra á fundinum. Hann tilkynnti sérstaklega um æfingu sem fram fer í september næstkomandi. Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður félagsins gat þess, að margir félagsmenn hefðu komið að vetrardagskrá (2010-2011) að þessu sinni og þakkaði fyrir-lesurum sérstaklega fyrir fróðleg og vönduð erindi. Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF þakkaði góð viðbrögð við útkomnum tölublöðum CQ TF og lýsti ánægju með útgáfuna. Stöðvar-stjóri TF3IRA, Benedikt Sveinsson, TF3CY, tók næstur til máls og sagði verkefni liggja fyrir, við að koma tækjabúnaði í gott horf fyrir keppnir haustsins. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar, minntist á prófnefndarmál og benti á samantekt í skýrslu formanns.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagins til samþykktar

Gísli G. Ófeigsson, TF3G, gjaldkeri Í.R.A. lagði fram ársreikning félagsins og skýrði. Í umræðum kom fram sérstök ánægja með uppsetningu og frágang ársreikningsins frá þeim Brynjólfi Jónssyni, TF5B og Kristni Andersen, TF3KX. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að tekjur félagsins væri minni þetta árið en árið áður og sagðist hugleiða hvort bæri að hækka gjöld fyrir námskeið til amatörleyfis. Í svari gjaldkera kom fram, að námskeiðsgjöld vegna núverandi námskeiðs hafi að nokkru leyti komið inn á síðasta ári, þar sem menn væru ekki rukkaðir um námskeiðsgjöld öðru sinni. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, spurði um liðinn „aðrar tekjur“. Í svari gjaldkera koma fram að þetta væru að stærstum hluta tekjur af flóamarkaði sem haldinn var í október 2010. Vilhjálmur lagði til að skoða mætti að lækka útgáfukostnað með tilliti til tekjuhalla síðasta árs og vildi sjá aukið aðhald í útgáfumálum. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að enn væru þó nokkrir félagsmenn sem óskuðu eftir prentuðum eintökum CQ TF. Ákveðið var að taka þessa umræðu síðar. Að loknum umræðum voru reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

8. Lagabreytingar

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, ritari félagsins lagði fram tillögu til lagabreytinga í nafni stjórnar. Um var að ræða 16. grein. Að loknum nokkrum umærðum, var tillagan samþykkt samhljóða með áorðinni tillögu Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um breytingu.

Fyrir breytingu hljóðaði 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

Eftir breytingu hljóðar 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með tölvupósti og auglýsingu á heimasíðu félagsins. Jafnframt skal senda þeim félagsmönnum skriflegt fundarboð sem ekki hafa skráð netfang hjá félaginu eða hafa sent stjórn félagsins skriflega ósk þess efnis. Fundarboð skal birta eða póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

9. Stjórnarkjör

Jónas Bjarnason, TF2JB, var endurkjörinn formaður. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og Benedikt Sveinsson, TF3CY, voru kjörnir stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, og Gísli G. Ófeigsson, TF3G, sitja áfram í stjórn (sitt síðara ár). Erling Guðnason, TF3EE og Guðmundur Sveinsson, TF3SG voru kjörnir varamenn. Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, varamaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Kjör hlutu: Óskar Sveirrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK, aðalmenn og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, til vara.

11. Ákvörðun árgjalds

Tillaga Brynjólfs Jónssonar, TF5B, um hækkun árgjalds í 4.500 krónur var felld með 10 atkvæðum gegn 8, en 3 sátu hjá. Árgjald var því ákveðið óbreytt, eða 4000 krónur.

12. Önnur mál

a. Fyrsta mál á dagskrá var umfjöllun um umsókn nýs félaga með tilvísan til ákvæðis í 7. gr. félagslaga. Það var inntökubeiðni Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

b. Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, tók til máls og lýsti ánægju sinni með starfið í félaginu.

c. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, lýsti vilja sínum til að viðhalda morskennslu og hvetja til aukins morsáhuga innan félagsins. Vonast er til, að hægt verði að halda stöðupróf í morsi.

d. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, minnti á að síðasti aðalfundur hafi vísað verkefni til stjórnar að gera tillögu um endurúthlutun kallmerkja sem nefnd sem skipuð var til verksins á aðalfundi 2009 skilaði á aðalfundi 2010 án niðurstöðu. Formaður upplýsti að það mál hafi ekki verið tekið á dagskrá hjá fráfarandi stjórn.

e. Framtíðarmál. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, ræddi eldri fundargerðir stjórnar félagsins og fundargerðarbækur frá fyrri tíð. Hann spurði hvort eitthvað hafi verið gert til þess að nálgast þær og varðveita. Nokkrar umræður spunnust um þau mál og sýndist sitt hverjum. Menn urðu sammála um að gera það sem hægt væri til að þær yrðu aðgengilegar. Benedikt Sveinsson, TF3CY, benti á að heimasíða félagsins væri ákjósanlegt verkfæri til að halda utan um þessa hluti alla og boðaði vilja til úrbóta í þeim efnum.

f. Brynjólfur Jónsson, TF5B, lýsti yfir áhuga á að spjallsvæði félagsins á heimasíðunni yrði endurvakið.

g. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, þakkaði góðan fund og þakkaði Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, sérstaklega fyrir sinn þátt í uppsetningu á reikningum félagsins.

h. Kristinn Andersen, TF3KX, tjáði sig um að ástæða sé til að skoða útgáfumál CQ T sérstaklega og talaði um að t.d. mætti hugsa sér að prenta CQTF í tengslum við ársskýrslu og gefa út á svipuðu formi og núverandi ársskýrslu félagsins. Jónas Bjarnason, TF2JB, sagðist þeirrar skoðunar að hugsanlega væri það góð lausn að halda sérstakan félagsfund um útgáfumál CQ TF.

Fleira var ekki tekið til umfjöllunar á aðalfundi Í.R.A. 2011 og þökkuðu fundarmenn Kristni Andersen,
TF3KX, góða fundarstjórn með lófaklappi. Fundarstjóri sleit fundi kl. 15:20.

13. Fylgiskjöl

Ársskýrsla: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársskýrsla-ÍRA-2010-2011.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársreikningur-ÍRA-2010-2011.pdf

14. Til skýringar

Skýrsla um starfsár félagsins nær yfir starfstímabil stjórnar á milli aðalfunda, frá júní-maí. Ársreikningur nær yfir fjárhagsár félagsins, sem er frá apríl-mars. Árgjaldaár félagsins fylgir stjórnarárinu, frá júní til maí. Ákvæði um ársskýrslu er í 18. gr. laga félagsins, en þar segir: „Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins”. Ákvæði um ársreikninga er einnig að finna í sömu grein, en þar segir: „Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar”. 19. greinin er þó aðalgrein laganna um reikningana, en þar segir: „Fjárhagsár félagsins skal vera frá 1. apríl til 31. mars ár hvert. Skoðunarmenn reikninga skulu hafa rannsakað bókhald félagsins og kannað eignir áður en gjaldkeri leggur fram reikninga. Að rannsókn lokinni undirrita þeir reikningana og láta þess getið að þeir undirrriti sem skoðunarmenn reikninga. Komist þeir að raun um að bókhaldið sé ekki rétt, skulu þeir láta þess getið og rita stutta greinargerð til skýringar.

Félagslögum ÍRA var breytt á aðalfundi félagsins þann 21. maí 2011. Nýjustu útgáfu laga félagsins hverju sinni má sækja með því að fara undir veftré og leit og smella á félagið og velja Lög og reglugerðir.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20110521-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavíkur, 22. maí 2015.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:40.

Mættir voru 24 eða liðlega 12% af félagsmanna, sjá nánar gestabók fundarins.

Fundarritari: TF3AM með aðstoð TF3SG.

Gengið var til dagskrár skv. fyrirliggjandi dagskrá með 14 tölusettum liðum sem fóru þannig fram:

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundarsetning kl 1305

2. Fundarstjóri kosinn.

Fundarstjóri var kosinn Kristinn Andersen, TF3KX. Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók síðan við fundarstjórn er Kristinn þurfti að víkja af fundi.

3. Fundarritari

Fundarritari; Andrés TF3AM tók að sér fundarritun.

4. Umboð

Engin athugasemd var gerð við umboð.

5. Fundargerð síðasta aðalfundar

Engin athugasemd var við fundargerð síðasta aðalfundar

6. Skýrsla formans

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason TF2JB, flutti skýrslu stjórnar, alls 68 bls. að stærð með viðaukum.  Félagar eru nú 204 sem er met.  Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

  1. a) Vilhjálmur TF3VS tók að sér að þýða á íslensku ritið sem kallað er Siðfræði og Samskiptasiðir radíóamatöra, alls um 70 bls í A4 broti, og ÍRA gaf út. TF3VS fékk þakklæti fundarmanna.
  2. b) Námskeið til amatörprófs var haldið sl haust, Hrafnkell TF3HR var skólastjóri, námskeiðið var vel skipulagt og tókst afar vel, þátttakendur voru 24, nokkrir félagsmanna önnuðust kennslu auk Hrafnkels, próf voru haldin 23. janúar og 10. apríl (fyrir björgunarsveitarfólk sem fór til björgunarstarfa til Haiti og missti því af prófinu í janúar). Í fyrra prófinu náðu 19 af 21 til N eða G leyfis og í síðara prófinu náðu 7 af 9 til N eða G leyfis.
  3. c) Félagsaðstaðan var tekin í gegn, sérstaklega radíóherbergið á efri hæðinni, þar var Sveinn Bragi TF3SNN í fararbroddi en vinnan tók 2 mánuði, aðstaðan er nú sérlega glæsilegt og virkar vel.
  4. d) Kristni TF3KX var þökkur ritstjórn CQ-TF ritsins sem hefur verið einstaklega læsilegt.
  5. e) Formaðurinn vildi koma á framfæri að hann hefði verið viðstaddur framkvæmd amatörprófsins sem haldið var 23. janúar, og að öll framkvæmd prófsins hefði verið prófanefnd til mikils sóma sem og félaginu.
  6. f) Brynjólfur TF5B hefur skannað inn öll tölublöð CQ-TF frá 1964 og gefið út, blöðin eru í tölvutæku sniði og hægt að framkvæma leit í þeim.
  7. g) Formaður vildi koma á framfæri þakklæti sínu til félagsmanna fyrir að taka vel í málaleitan formans þegar á þurfti að halda.
  8. h) Tvö ný amatörbönd hafa bætst við, þ.e. 500kHz og 70MHz, auk þess sem heimild er að nota 1850-1900kHz í keppnum.
7. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu sína

TF5B, hann annast heiðursskjöl: Útgefin heiðustskjöl (diploma) eru 15 – 20 á ári, og telja nokkur hundruð frá upphafi vega, vinsælast er Worked all Nordic Countries.

TF3JA er neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í tveimur alheimsæfingum, hann hefur trú á að ísl amatörar yrðu fljótir að skipuleggja sig ef á þyrfti að halda.

TF3DX fyrir hönd prófanefndar:  Starfið hafi verið hefðbundið á starfsárinu, ekkert próf haldið 2009 en tvö próf 2010, svo sýndi hann töflu yfir árangur í prófum sl 14 ár, þar kom fram að alls hafa 187 tekið próf á þessum tíma og þar af 166 náð G eða N prófi.

-Fyrirspurn: Hversu margir komust í loftið?

-Svar: Það er þröskuldur að komast í loftið, það væri gott að geta fylgst með nýliðum og aðstoðað þá.

TF3KB sem annast alþjóðasamskipti:  IARU er í 3 deildum, fundur í hverri deild er á 3ja ára fresti og fundir deilda skarast, starf nefndanna mjög mikilvægt í því að tryggja tíðnisviðin gegn öðrum áhugasömum.  Amatörar eru virtir í þessu sambandi og má þar nefna EU og USA, en stjórnsýslunni á Íslandi lætur sér fátt finnast um ísl radíóamatöra.  Starf IARU hefur skilað nýju böndunum á 500kHz og 70Mhz.

-Fyrirspurn: Hvað tekur langan tíma fyrir nýju böndin að festast í sessi, leyfin eru til ársloka 2010?

-Svar: Undirbúningstími hefur verið 10 ár, þegar böndin eru komin inn í alþjóðareglugerð eru þau orðin föst.

-Fyrirspurn TF3VS: Er hætta á að böndin verði tekin af okkur?

-Svar: Hættan var meiri á árum áður þegar fyrirtæki og stofnanir höfðu meiri áhuga á stuttbylgju en nú er.

-Fyrirspurn TF3T: Er ekki mikilvægt að nota þessi nýju bönd?

-Svar: Use them or loose them, það er mikilvægt að ísl amatörar fari í loftið á þessum nýju böndum.

-Fyrirspurn TF3EE:  Er ekki enn meiri ásókn í GHz bönd amatöra?

-Svar: Ekki gott að segja, fyrirtæki greiða umtalsverðar upphæðir fyrir sín réttindi en ITU úthlutar réttindum án kostnaðar til amatörþjónustunnar sem getur verið sjálfsnám og samfélagsþjónusta.

-Upplýsing TF3VS:  Það er stundum öfundast yfir réttindum radíóamatöra en í raun geta þeir lítið gert sem gagn er að.

-Upplýsing TF2LL:  Í S-Afríku spila radíóamatörar tónlist og reka útvarpsstöðvar á 80m.

-Fyrirspurn TF3T:  Hvað má hámarksafl vera?

-Svar: ITU er ekki með ákvæði um hámarksafl.

8. Gjaldkeri TF3EE lagði fram ársreikning félagsins og kynnti þá.

-Umræður urðu um fánasjóð þar sem 90þkr liggja, etv má láta þessa peninga liggja á öðrum reikningi.

-Fyrirspurn:  Í hvaða mynt er gjald til IARU greitt?

-Svar:  Í EUR.

Fyrirspurn TF3JA:  Hvað á félagið í peningum?

-Svar: 897þ á banka og 99þ í verðbréfum.

Ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur samhljóða.  Sveinn Guðmundsson TF3T tók sérstaklega fram að hann hefði enga athugasemd við ársreikning að þessu sinni, sem væri í fyrsta sinn síðan hann hóf að sækja aðalfundi íRA.

9. Lagabreyting

Lagabreytingar, sjá fylgiskjöl með fundargögnum.  Rökstuðningur kom frá formanni um að þessi breyting væri nauðsynleg til að lögin væru skv. landslögum.  Samþykkt samhljóða.

10. Stjórnarkjör

– Formaður:  Jónas Bjarnason TF2JB kjörinn til eins árs.

-Tveir gengu úr stjórn; Guðmundur Löve TF3GL og Guðmundur Sveinsson TF3SG.

-Gísli Ófeigsson TF3G og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA voru kjörnir til næstu 2ja ára.

-Tveir varamenn, fyrri varamenn Jón Ingvar Óskarsson TF1JI og Kjartan Bjarnason TF3BJ voru kjörnir til næsta árs.

Halldór Christensen TF3GC stóð upp og óskaði nýrri stjórn farsældar

11. Kaffihlé

Yngvi TF3Y stóð fyrir smá leik, þar sem hann spilaði hljóðupptökur úr keppnum, fyrst á tali og síðan á morsi, þetta var bísna erfitt, fundarmenn einbeittu sér margir og skiluðu inn blöðum sínum, sjá niðurstöðu hér aftar.

12. Skoðunarmenn kjörnir

Skoðunarmenn kjörnir, fyrri skoðunarmenn Haukur Konráðsson TF3HK og Óskar Sverrisson TF3DC endurkjörnir, varamaður endurkjörinn TF3VS.

13. Árgjald

Árgjald var ákveðið óbreytt, 4þkr.

14. Önnur mál

-Nefnd um endurúthlutun kallmerkja, sem snýst um hvort eða hvenær megi endurúthluta kallmerkjum.  Í nefndina voru á sínum tíma skipaðir TF3JA, TF5B, TF3HP og TF3KX.  Einungis einn fundur var haldinn.  Kallmerkjanefndin er ekki samhljóða, TF3JA kynnti skoðun meirihlutans þess efnis að engin ástæða væri til að endurúthluta kallmerkjum yfirleitt.  TF5B var með greinargerð þar sem gerð var grein fyrir aðferðarfræðinni við endurúthlutun kallmerkja.  Stefndi í nokkrar umræður um þetta viðkvæma mál.  Að tillögu TF3VS var málinu vísað til stjórnar.

-Formaður TF2JB nefndi að hann hefði gefið út fréttabréf til stjórnarmanna sl ár, alls 49 bréf, sem hann afhenti í möppu.

– TF2WIN tók til máls, lýsti yfir ánægju sinni með starfið í félaginu, með nýja félagsfánann sem stóð á hárri stöng við ræðupúltið, og með félagsblaðið CQ-TF.  Hann nefndi að aska á gossvæðinu um Eyjafjallajökil hefði ekki truflað VHF talsamband, né Tetra, né HF.  Etv væri mest hættan af eldingum, og af öskunni sem smígur í allan búnað.

-TF3Y kynnti niðurstöðu úr kaffihléskeppninni um kallmerkjum frá keppnum, bæði á morsi og tali.  Best stóð sig ástsæll formaður vor, TF2JB en aðrir sem á blað komust voru TF3T, TF3UA og TF3JA.

-TF3SG þakkaði samstarfið með fyrri stjórn og vill koma á framfæri að starfið hafi verið mjög skemmtilegt.  Hann sé þó ekki farinn því hann taki við bíróinu.

-TF3UA um áhrif eldgosa: Félagi nokkur tók upp farsíma sinn á Fimmvörðuhálsi til að taka ljósmynd, vegna rakans í símanum og frostsins, þá fraus síminn að innan og varð ónýtur.

-TF3JA:  Fjarskiptafyrirtæki velta því fyrir sér hvaða áhrif eldfjallaaskan geti haft á fjarskipti.

-TF3T:  Ég er sérlega ánægður með skýrslu formanns sem fylgdi fundargögnum, alls 68 bls í A4 broti, læsileg með fjölda góðra ljósmynda; tóku margir undir þau orð.

-TF3SG:  Nýr ársreikningur er að þessu sinni betur settur fram og skilmerkilegri en áður hefur verið, það er samstarf stjórnar og skoðunnarmanna.

-TF3KB:  Þakkir til formanns og stjórnar fyrir ársskýrsluna og gott og farsælt starf.

-TF2JB:  Formaður þakkar fyrir sig, og þakkar félögum fyrir þáttöku í starfi félagsins, sendir fráfarandi stjórnarmönnum góðar kveðjur og býður nýja stjórnarmenn velkomna.

-Fundarstjóri TF5B:  Þakkar stjórn frábær störf og vill sérstaklega nefna einstaka fróðlega ársskýrslu svo og ágætan ársreikning.

Fleira var ekki gert.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20100522-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Reykjavík, 23. maí 2009.

Fundur hófst kl. 14:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 25.

Fundarritari: TF3Y

Dagskrá

1. Látinna amatöra minnst

Formaður Hrafnkell Eiríksson TF3HR bað fundarmenn að minnast látinna félaga og setti síðan fundinn kl. 14:00

2. Fundarstjóri og fundarritari kosinn

Formaður stakk upp á Kristni Andersen TF3KX sem fundarstjóra og Yngva Harðarsyni sem fundarritara en lýsti jafnframt eftir öðrum tillögum. Engar bárust.

3. Könnuð umboð

Fundarstjóri lýsti eftir umboðum vegna félaga sem ekki væru á staðnum. Eitt umboð kom fram, þ.e. Hrafnkell Eiríksson fór með umboð Guðmundar Löve TF3GL.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum við fundargerð síðasta aðalfundar. Formaður upplýsti að engar athugasemdir hefðu borist stjórn. Engar athugasemdir bárust á fundinum og skoðaðist fundargerðin því samþykkt.

Sveinn Guðmundsson TF3T áréttaði skoðun sína að fundargerð bæri að klára á fundinum og lesa fyrir viðstadda til samþykktar. Formaður sagði að því stefnt á næsta fundi. Engar frekari umræður urðu.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður flutti skýrslu formanns fyrir síðasta starfsár. Í skýrslu sinni fór formaður yfir helstu viðburði í starfi félagsins sl. ár, s.s. fræðslufundi, alþjóðasamstarf, auknar tíðniheimildir og nýbreytni í upplýsingamiðlun til félagsmanna. Skýrslan er birt í heild sinni í CQ TF.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Fundarstjóri lýsti eftir skýrslum annarra embættismanna.

Haraldur Þórðarson TF3HP sagði frá ferð sinni á formannafund NRAU. Hæst hefði borið HF-mál og auknar tíðniheimildir. Lagt hafi verið fyrir fundinn að þrýsta á alþjóðasamfélagið að sækjast eftir ýtrustu tíðniheimildum.

Umræða hafi orðið um viljandi truflanir tiltekins ítalsks amatörs á DX-tíðni á 20m bandinu. Samþykkt var að þrýsta á ítalska félagið að koma viðkomandi amatör úr loftinu.

Rædd var notkun viðskeyta við kalmerki. Samþykkt ályktun um að nota einungis /P, /M og /MM og nýtt viðskeyti til notkunar í neyðartilvikum eingöngu /D.

Haraldur sagði frá áformum Svía um að styrkja Í.R.A. um EUR 200.

Kristinn Andersen TF3KX gaf skýrslu fyrir hönd prófanefndar. Eitt próf var haldið á árinu. Kristinn nefndi að til skoðunar væri að endurskoða það hvernig staðið er að prófum.

Kristján Benediktsson TF3KB lýsti yfir að hann teldi sig enn gegna hlutverki alþjóðatengils félagsins. Spurði hann stjórnina hvers vegna ekki hefði verið sendur maður á svæðisfund IARU í Króatíu.

Gjaldkeri Ársæll Óskarsson TF3AO flutti gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir síðasta starfsár. Sagði hann 176 félaga á skrá, þar af greiddu 123 árgjald. Tekin hafi verið sú stefna að þeir sem búsettir eru erlendis greiði ekki árgjöld. Gjaldkeri vakti sérstaklega athygli á að vaxtatekjur þetta árið hefðu verið lægri en áður en það mætti rekja til taps af verðbréfaeign félagsins í tengslum við bankahrunið. Um hafi verið að ræða söluandvirði loftnetsturns sem fjárfest hafi verið fyrir í fyrirtækjabréfum hjá Landsbankanum. Sú fjárfesting hefði legið og hugmyndin að um yrði að ræða stofn sem nýst gæti til húsnæðiskaupa í framtíðinni.

Fundarstjóri lýsti eftir fyrirspurnum um skýrslu formanns og annarra embættismanna.

Halldór Christensen TF3GC spurði um stöðu fánasjóðs. Gjaldkeri sagði hann standa í tæpum 80 þús. kr.

Erling Guðnason TF3EE spurði gjaldkera hverjir hefðu tekið um það ákvörðun að fjárfesta í fyrirtækjabréfum. Gjaldkeri sagði það gamla ákvörðun. Hún hefði verið tekin fyrir sína tíð í stjórn en í henni hefði hann setið sl. 14 ár. Taldi hann að um hefði verið að ræða sameiginleg ákvörðun félagsmanna á sínum tíma.

Sveinn Guðmundsson TF3T spurðist fyrir um óinnheimt félagsgjöld. Þau væru greinilega ekki færð til eignar á efnahagsreikning félagsins. Gjaldkeri sagði skoðunarmenn reikninga ekki hafa gert athugasemdir við uppgjör félagsins.

Þorvaldur Stefánsson TF4M sagði tap á verðbréfaeign fara fyrir brjóstið á sér. Félagið ætti ekki að braska með fé félagsmanna. Það væri sín skoðun að ekki ætti að safna sjóðum heldur nota fé til uppbyggingar á aðstöðu. Þá sagðist hann mótfallinn því að félagið þægi styrki frá Svíum á sama tíma og það ætti talsvert fé a reikningum.

Sigurður Óskarson TF2WIN spurðist fyrir um hversu margir félagar væri yfir 67 ára aldri. Gjaldkeri svaraði því til að 100 greiddu fullt árgjald en 23 hálft. Þeir sem greiddu hálft árgjald væru 67 ára og eldri.

Kristján Benediktsson TF3KB gerði merki félagsins að umtalsefni í samhengi við umræðu um fánasjóð og fána félagsins. Sagðist Kristján hafa teiknað merkið á sínum tíma með penna, tússi og teiknivél. Á því væru nokkrir gallar sem kæmu í ljós við mikla stækkun og hefði hann áhuga á að laga þá. Gallarnir birtust sem pixelering og örður. Kristján sagðist vilja koma merkinu frá sér á stafrænu vektorformi.

Formaður svaraði spurningu Kristjáns TF3KB varðandi það hvers vegna félagið hefði ekki sent mann á IARU fundinn í Króatíu. Sagði hann það hafi verið skoðun stjórnarinnar að félagið ætti að taka þátt í stefnumarkandi umræðu. Slík umræða hefði átt sér stað á NRAU fundinum í Svíþjóð og hefðu Norðurlöndin farið með umboð Í.R.A. á IARU fundinum.

Gjaldkeri svaraði fyrirspurn Þorvaldar TF4M varðandi fjárfestingu félagsins í fyrirtækjabréfum hjá Landsbankanum. Fjárfestingin hefði á sínum tíma verið hugsuð sem framlag til mögulegrar húsbyggingar. Hann lýsti sig sammála um að bæta við tækjabúnað félagsins. Formaður tók undir með gjaldkera og undirstrikaði að ekki væri rétt að tala um sem verðbréfabrask. Um hefði verið að ræða fjárfestingu sem legið hefði í lengri tíma.

Jónas Bjarnason TF2JB sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að fulltrúi félagsins hafi ekki verið sendur á IARU fundinn í Króatíu. Sagði hann Svía hafa farið með okkar umboð þar og tekið þar þátt í umdeildum ákvörðunum. Leitt hefði verið að lesa um það í fréttabréfum annarra félaga. Þá sagðist Jónas sakna skýringa við ársreikning félagsins og að hann hefði viljað frétta fyrr af tapi félagsins á verðbréfaeign.

Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN kom að fánamáli. Spurði hann hver ætti merki félagsins? Kristján TF3KB varð fyrir svörum og kvað sig eiga höfundarréttinn en að hann ætlaði ekki að takmarka notarétt félagsins að merkinu. Hins vegar vildi hann ekki að yrði “krotað” í merkið. Það teldi hann brot á höfundarrétti sínum. Nefndi Kristján að honum hafi dottið í hug að rita notkunarskilmála merkisins. Kristján nefndi sérstaklega að hann hafi ekki sett neinar kvaðir varðani lit í merki félagsins.

Ekki urðu frekari umræður um skýrslur embættismanna.

Fundarstjóri bar reikninga félagsins undir atkvæði og voru þeir samþykktir samhljóða.

7. Lagabreytingar

Næsta  mál á dagskrá voru lagabreytingar. Einn félagi hafði lagt fram tillögur um breytingar á nokkrum greinum laga félagsins, þ.e. Jónas TF2JB. Þegar hér var komið við sögu var gert fundarhlé til að tóm gæfist til að prenta út umræddar tillögur.

8. Hlé

Í fundarhléi var til gamans haldin óformleg keppni í að veiða sem flest kallmerki úr upptöku af kraðaki (pileup).

8. Lagabreytingar (framhald)

Að afloknu fundarhléi kl. 15:37 var haldið áfram umræðu um tillögur Jónasar TF2JB að lagabreytingum. Um var að ræða tillögur að breytingum á 6., 9., 14., 15. og 21. grein. Tillögurnar höfðu verið birtar í CQ TF, 2. tbl. 2009 og á heimasíðu félagsins ásamt greinargerð. Tillögurnar voru ræddar hver fyrir sig en Jónas dró til baka tillögur um breytingar á 14. og 21. gr.

Varðandi breytingu á 6. gr. laganna þá lagði Jónas tillöguna fram í lítið breyttri mynd eða svohljóðandi:

6. gr. Fyrsta setning falli niður. Í stað hennar komi:

Kjör heiðursfélaga. Heimilt er að kjósa heiðursfélaga Í.R.A. Tilnefningar skulu berast til stjórnar ásamt rökstuðningi með slíkri tilnefningu og leggur fyrir aðalfund. Stjórn getur hafnað tilnefningu en heimilt er félagsmanni að leggja tillögu sína fyrir aðalfund. Kjör skal vera leynilegt og þarf 2/3 hluta atkvæða til þess að kjör skoðist löglegt.

Í framhaldi komi eldri texti óbreyttur, þ.e. “Honum skal afhent skjal… o.s.frv.”

Í tengslum við framangreinda tillögu kom fram í umræðum að Jónas hefði áformað undir önnur má að bera upp tillögu við fundinn um kynningu á heiðursfélögum. Óskað var eftir að tillagan kæmi fram í tengslum við lagabreytingatillöguna þó hún sé ekki hluti hennar. Tillaga Jónasar var svohljóðandi:

Heiðursfélagar Í.R.A. eru í dag 12 talsins. Það eru: TF3AB, TF3AC,TF3SV, TF3TF, TF5TP og TF6GI (hljóðnaðir lyklar) og TF3A TF3AS, TF3HP, TF3MX, TF3S og TF3T.

Undirritaður gerir tillögu um að þessum mönnum verði sýnd virðing með því að fram  komi, t.d. á heimasíðu Í.R.A., lágmarksupplýsingar um sérhvern þeirra í ljósi þess að félagið hefur í gegnum áratugina ákveðið að heiðra þá með æðstu viðurkenningu félagsins.

Mælt er með gagnorðum texta (ásamt ljósmynd), e.t.v. ca. 5-7 setningum um hvern þeirra. Hvenær fékk heiðursfélaginn fyrst útgefið leyfisbréf eða hvenær hann var virkur. Hvort fleiri í fjölskyldunni eru/voru leyfishafar. Hvaða atvinnu hann stundaði/stundar og síðast en ekki síst, helstu ástæður þess að hann var tilnefndur og kjörinn heiðursfélagi Í.R.A.

Flutningsmaður: TF2JB.

Í umræðu um lagabreytingartillöguna gerði Kristján TF3KB það að tillögu sinni að stofnuð yrði nefnd um kjör heiðursfélaga. Í framhaldi af því dró Jónas TF2JB tillögu um breytingu 6. gr. til baka.

Varðandi breytingartillögu Jónasar TF2JB á 9. gr. laganna þá lá hún fyrir fundinum svohljóðandi:

Önnur málsgrein. Við málsgreinina bætist:

Starfsáætlun nýrrar stjórnar skal birt í fyrsta tbl. CQ TF og/eða fréttabréfi eftir aðalfund.

Nokkur umræða varð um tillöguna. Ársæll TF3AO benti á að hefðbundið væri að fyrsta blað eftir aðalfund væri blað sem birt væri fyrir útileikana og unnið væri í júlí. Erfitt gæti verið að koma því við að hafa fullbúna starfsáætlun til á þessum tíma. Jón Þóroddur TF3JA og Kristján TF3KB tóku undir með Ársæli og bentu á að um væri að ræða áhugamannafélag og eðlilegt að starfið tæki mið af því.

Eftir umræðu varð úr að Jónas TF2JB lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu sína um 9. gr.:

Önnur málsgrein. Við málsgreinina bætist:

Starfsáætlun nýrrar stjórnar skal birt á vettvangi félagsins sem fyrst eftir aðalfund.

Gengið var til atkvæða við tillöguna í þessari mynd. Atkvæði féllu þannig að tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum á móti 5.

Þvínæst var rædd svohljóðandi breytingartillaga Jónasar TF2JB á 15. gr.:

Núverandi setning falli niður. Í hennar stað komi.

Félagsfundur getur ályktað um mál og skal ákvörðun hans vera leiðbeinandi fyrir stjórn en lögð fyrir aðalfund til staðfestingar.

Í umrædum komu fram þau viðbótarrök Jónasar að hugsunin væri sú að fundarsókn gæti verið lítil eða mikil eftir atvikum.

Eftir nokkra umræðu var tillagan samþykkt með 8 atkvæðum gegn 4 en aðrir sátu hjá. Jafnframt var samþykkt að fella niður síðari málsgrein greinargerðar með tillögunni

9. Stjórnarkjör

Því næst var gengið til stjórnarkjörs. Fundarstjóri óskaði eftir því við formann að hann gerði grein fyrir stöðunni í stjórninni, hvernig kjörtímabil stæðu og hverjir gæfu kost á sér til endurkjörs. Formaður, Hrafnkell TF3HR sagðist sjálfur ekki gefa kost á sér til endurkjörs og að Ársæll TF3AO gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þá væri kjörtímabili Sveins TF3SNN að ljúka en hann gæfi kost á sér til áframhaldandi setu. Þá væru tveir stjórnarmenn að ljúka fyrra ári stjórnarsetu, þeir Guðmundur Sveinsson TF3SG og Guðmundur Löve TF3GL. Þeir hefðu verið kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Guðmundur TF3GL hefði þó gefið það út að hann væri reiðubúinn að víkja ef einhver sæktist eftir stjórnarsetu. Lokst þyrfti að kjósa tvo varamenn í stjórn.

Fundarstjóri kallaði nú eftir framboði til formanns. Guðlaugur Jónsson TF8GX stakk upp á Jónasi Bjarnasyni TF2JB og gaf hann kost á sér. Haraldur Þórðarson TF3HP stakk upp á Guðmundi Sveinssyni TF3SG en gaf hann ekki kost á sér. Fleiri framboð komu ekki fram og var Jónas TF2JB því sjálfkjörinn formaður.

Þvínæst var kallað eftir framboði tveggja stjórnarmanna til setu til tveggja ára. Jónas TF2JB stakk uppá Erling Guðnasyni TF3EE. Hrafnkell TF3HR stakk uppá Sveini TF3SNN. Aðrir gáfu ekki kost á sér og voru þeir Erling og Sveinn sjálfkjörnir.

Loks var lýst eftir framboði tveggja varamanna í stjórn. Jónas stakk uppá þeim Jóni Ingvari Óskarssyni TF1JI og Kjartani Bjarnasyni TF3BJ báðum fjarverandi en mun Jónas hafa fengið fyrirfram samþykki þeirra. Önnur framboð komu ekki fram og voru þeir Jón og Kjartan því sjálfkjörnir.

Að lokum var lýst eftir framboði tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara. Stungið var uppá þeim Óskari Sverrissyni TF3DC og Hauki Konráðssyni TF3HK í embætti skoðunarmanna og Vilhjálmi Sigurjónssyni TF3VS til vara. Óskar var fjarverandi en talið að hann gæfi kost á sér. Voru framangreindir sjálfkjörnir.

10. Árgjald

Þá var komið að ákvörðun árgjalds. Fráfarandi gjaldkeri Ársæll TF3AO stakk uppá að sökum ástandsins í þjóðfélaginu yrði árgjald lækkað í kr. 4.000 úr kr. 5.000. Tillaga Ársæls var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu.

11. Önnur mál

Fyrst var tekin fyrir tillaga svonefndrar eins stafs nefndar sem skipuð var á aðalfundi 2008 og hafði það hlutverk að gera tillögur um endurskoðun reglna um hvenær stjórn Í.R.A. geti mælt með umsóknum um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. Nefndina skipuðu Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Yngvi Harðarson TF3Y. Tillögur nefndarinnar og greinargerð með þeim höfðu birst í CQ TF 1. tbl. 2009 og á vefsvæði félagsins og lágu auk þess fyrir fundinum. Yngvi TF3Y gerði stuttlega grein fyrir tillögum nefndarinnar og því meginsjónarmiði að nefndin hefði haft að leiðarljósi að gera eins litlar breytingar á samþykkt aðalfundar frá árinu 1981 og kostur væri.

Tillaga nefndarinnar var svohljóðandi:

Almennar reglur:

1. Mælikvarði á virkni, fjöldi staðfestra DXCC landa, verði aukinn úr 100 í 200.
2. Tímalengd leyfis verði aukin í 30 ár úr 25.

Undanþágur frá almennum reglum:

Stjórn Í.R.A. getur að tillögu sérstakrar nefndar mælt með úthlutun til einstaklinga sem ekki uppfylla annað eða bæði almennu skilyrðin enda liggi að baki sérstakur árangur og / eða virkni.

Kallmerki með eins stafs viðskeyti til tímabundinnar úthlutunar:

Unnt er að mæla með eins stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða vegna keppnisþátttöku. Við úthlutun til tímabundinnar notkunar skal nota viðskeytin W, X, Y, og Z. Þetta þó kemur ekki í veg fyrir fasta úthlutun viðkomandi bókstafa.

Tillaga nefndarinnar var tekin til atkvæða og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en tveir sátu hjá.

Þá kvað Kristján TF3KB sér hljóðs og lýsti tillögu sinni um skýrari mörk á kallsvæðinu TF0. Áður hafði Kristján birt tillögu sína á póstlista félagsins. Lýsti Kristján eldri skilgreiningu sem er svohljóðandi:

“TFØ er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins. Jaðar svæðisins er þeir punktar sem eru í 12km fjarlægð frá neyslustöðum rafveitna, eða jökulrönd, sé hún í minna en 12km fjarlægð.”

Lýsti Kristján því að þetta hafi þótt ónákvæm skilgreining. Tillaga Kristjáns var að framvegis yrði TF0 kallsvæðið miðuð við skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendis Íslands á hinu lokaða svæði að undanteknu því sem nefndin hefur skilgreint sem mannvirkjabelti. Tillagan er svohljóðandi:

“TFØ er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins að undanskildum mannvirkjabeltum. Lokaða svæðið og mannvirkjabeltin er skv. skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins. Í mannvirkjabeltum miðhálendisins gildir venjuleg kallsvæðaskipting eftir staðsetningu miðað við stjórnsýslumörk.” Með tillögunni fylgdi kort þar sem væðið er rækilega merkt. Fram kom í máli Kristjáns að gert er ráð fyrir að svæðið geti breyst og fylgi þá nýrri skilgreiningu samvinnunefndar en núverandi skilgreining samvinnunefndar gildir til ársins 2015.

Eftir nokkra umræðu var tillaga Kristjáns borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Þá kvaddi Sigurður Óskarsson TF2WIN sér hljóðs. Sagði Sigurður að ýmislegt mætti betur fara í kynningu á starfsemi radíóamatöra fyrir nýjum amatörum. Nefndi hann m.a. að það vantaði uppá ýmis hagnýt atriði, s.s. varðandi notkun tækja, og hvaða stöðvar væru í notkun. Þá kvaðst hann vera áhugamaður um neyðarfjarskipti og lagði til að félagið beitti sér fyrir því að teknar yrðu saman hagnýtar upplýsingar í möppu sem gagnast gætu í neyðarfjarskiptum. Nefndi hann m.a. á hvaða tíðnum skilyrði gætu verið við mismunandi aðstæður.

Kristinn Andersen TF3KX tók undir orð Sigurðar. Sagði hann það vantaði meiri hagnýtar leiðbeiningar um það hvernig eigi að komast í loftið. Hvatti hann nýja stjórn til að handleiða þá tugi nýrra félaga sem bæst hafa í hópinn að undanförnu og kynni þeim ýmis grundvallaratriði.

Þorvaldur TF4M lagði til að rit þeirra John Devoldere ON4UN og Mark Demeuleneere ON4WW, Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra, og Vilhjálmur TF3VS hefði nýverið þýtt yrði gefið út á prenti og innbundið á vegum félagsins til afhendingar til nýrra og núverandi radíóamatöra.

Í umræðum kom fram hjá Kristjáni TF3KB að ritið hefur verið samþykkt af IARU og að honum hefði borist fyrirspurn frá IARU um það hvort unnt væri að þýða ritið á íslensku. Hann hefði svarað því til að það hefði þegar verið gert. Kristján lagði til að félagið þakkaði Vilhjálmi fyrir þýðinguna. Var það gert með lófataki.

Þorvaldur TF4M gerði póstlista félagsins að umtalsefni. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að á meðan póstlistinn væri í gangi þá færðist virkni félagsmanna ekki yfir á vefsetur félagsins. Lagði Þorvaldur til að póstlistanum yrði lokað.

Hrafnkell TF3HR tók undir orð Þorvaldar.

Kristján TF3KB sagði eina ástæðu þess að hann sjálfur notaði enn póstlistann vera þá að póstlistinn væri aðgengilegur félagsmönnum. Spurði hann hvort á vef félagsins væri svæði sem eingöngu væri aðgengilegt félagsmönnum sem nota mætti fyrir viðkvæm mál, t.d. þau sem vörðuðu samskipti við Póst og fjarskiptastofnun. Hrafnkell TF3HR varð fyrir svörum og staðfesti að slíkt lokað svæði væri aðgengilegt á vef félagsins. Hins vegar lýsti hann þeirri skoðun sinni að almenna reglan ætti að vera sú að umræðan ætti að vera fyrir opnum tjöldum.

Kristinn TF3KX spurði hvort eitthvað mælti gegn því að framkvæma þessa breytingu. Hrafnkell TF3HR sagði það eina sem honum dytti í hug væri að félagsmenn þyrftu að færa sig. Varðandi það atriði ef koma þyrfti pósti á alla félagsmenn þá mætti nota vefkerfið til þess þar sem stjórnandi kerfisins gæti sent póst úr kerfinu til allra þeirra sem þar væru skráðir.

Haraldur TF3HP sagði frá því að sér hefði borist símtal frá ríkislögreglustjóra þar sem honum hefði verið tilkynnt að embættið gæfi félaginu nýjan endurvarpa á Gagnheiði. Almannavarnir ríkisins áttu þennan endurvarpa. Ríkislögreglustjóri ákvað að Í.R.A. fengi þennan endurvarpa vegna vinnuframlags í gamla daga. Stjórn og endurvarpanefnd þurfi að ákveða tíðni. Fram kom í máli Haraldar að endurvarpinn ætti að nást á Vaðlaheiði og staðfesti Brynjólfur Jónsson TF5B það.

Þá sagði Haraldur frá því að honum hefði borist tölvuskeyti frá Flugstoðum. Í því hefði félaginu verið heimilað að koma fyrir APRS sendi í sendahúsi Flugstoða í Bláfjöllum. Slíkur sendir yrði nettengdur og allir geti þá skoðað ferilvöktunina. Haraldur sagði allan búnað vera til staðar. Haraldur sagði að auk sín þá hafi Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Þór Magnússon TF3TON unnið að verkefninu.

Jónas TF2JB lagði fram þrjár tillögur. Tillögu um aðgang að 70MHz tíðnisviðinu, tillögu um heiðursfélaga og tillögu um endurúthlutun kallmerkja. Tillögurnar og afgreiðsla þeirra voru svohljóðandi:

Tillaga TF2JB um aðgang að 70MHz tíðnissviðinu:

Undanfarin misseri hefur verið áberandi aukning á tilkynningum frá aðildarfélögum I.A.R.U. í Region 1 þess efnis, að radíóamatörar í viðkomandi landi hafi fengið heimild til notkunar á 70 MHz tíðnisviðinu (4 metrum).

Eftirtalin lönd heimila notkun radíóamatöra á 70 MHz tíðnisviðinu: Azoreyjar, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Gíbraltar, Grikkland, Grænland, Írland, Ítalía, Krótatía, Kýpur, Lúxemborg, Madeira, Monakó, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Slóvakía, Sómalía, Svartfjallaland, Svíþjóð, Suður-Afríka, Tékkland, Stóra-Bretland og Þýzkaland. Bretland hefur t.d. heimilað sínum leyfishöfum afnot af sviðinu allt frá árinu 1956. Í dag hafa þeir til ráðstöfunar 475 kHz, þ.e. frá 70.025 Mhz til 70.500 Mhz.

Lagt er til að aðalfundur Í.R.A. 2009 samþykki að vísa til stjórnar félagsins að hlutast verði til um að Í.R.A. sæki þegar um afnot af 70 MHz tíðnisviðinu fyrir íslenska radíóamatöra.

Kristján TF3KB lagði til að bætt yrði við tillöguna að Í.R.A. sækti þegar einnig um afnot af 500KHz tíðnisviðinu.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingartillögu TF3KB með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga TF2JB um heiðursfélaga:

Heiðursfélagar Í.R.A. eru í dag 12 talsins. Það eru: TF3AB, TF3AC,TF3SV, TF3TF, TF5TP og TF6GI (hljóðnaðir lyklar) og TF3A TF3AS, TF3HP, TF3MX, TF3S og TF3T.

Undirritaður gerir tillögu um að þessum mönnum verði sýnd virðing með því að fram  komi, t.d. á heimasíðu Í.R.A., lágmarksupplýsingar um sérhvern þeirra í ljósi þess að félagið hefur í gegnum áratugina ákveðið að heiðra þá með æðstu viðurkenningu félagsins.

Mælt er með gagnorðum texta (ásamt ljósmynd), e.t.v. ca. 5-7 setningum um hvern þeirra. Hvenær fékk heiðursfélaginn fyrst útgefið leyfisbréf eða hvenær hann var virkur. Hvort fleiri í fjölskyldunni eru/voru leyfishafar. Hvaða atvinnu hann stundaði/stundar og síðast en ekki síst, helstu ástæður þess að hann var tilnefndur og kjörinn heiðursfélagi Í.R.A.

Afgreiðsla: Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga TF2JB um endurúthlutun kallmerkja:

Engar skráðar reglur eru til um það hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki, t.d. í kjölfar þess að lykill leyfishafa hljóðnar (þ.e. leyfihafi deyr). Hér geta komið til mörg álitamál. Einn leyfishafi kann t.d. að hafa verið mjög virkur, annar leyfishafi kann t.d. að hafa verið óvirkur, þ.e. tekið út leyfisbréf og greitt fyrir það en aldrei notað kallmerkið.

Lagt er til að aðalfundur Í.R.A. 2009 samþykki skipan þriggja manna í nefnd er fjalli um þetta mál og fleiri sem skyld eru að mati nefndarinnar. Nefndin skili tillögum sínum eigi síðar en á aðalfundi félagsins árið 2010.

Nokkur umræða varð um tillöguna. Hrafnkell TF3HR sagði að stjórn hefði haft vinnureglur um endurúthlutun kallmerkja. Vinnureglum þessum hefði verið dreift til félagsmanna í tengslum við “eins stafs” málið. Einnig hafi þær verið birtar í einfaldaðri mynd í fundargerð stjórnar.

Jónas TF2JB sagði einn hvata hugleiðinga sinna vera þann hversu margir hefðu fengið leyfi og úthlutað kallmerki en aldrei farið í loftið. Ársæll TF3AO sagðist hafa verið búinn að vinna lista yfir kallmerki manna sem hafi látist og hvenær þeir hefðu látist. Hins vegar væri vafamál að heimilt væri að birta listann vegna reglna um persónuvernd.

Bjarni Sverrisson TF3GB lýsti þeirri skoðun sinni að menn ættu að forðast það að verða til þess að hætt verði að úthluta kallmerkjum ævilangt.

Brynjólfur TF5B sagðist á móti því að kallsvæðaskiptingin yrði lögð niður. Sagði hann engan skort á kallmerkjum.

Fjórir menn gáfu kost á sér til starfa í umræddri nefnd um endurúthlutun kallmerkja, þeir Jón TF3JA, Kristinn TF3KX, Haraldur TF3HP og Brynjólfur TF5B. Í framhaldi af því lagði Jónas TF2JB flutningsmaður tillögunnar að henni yrði breytt á þann veg að nefndina skipuðu fjórir menn.

Afgreiðsla: Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum m.v. að nefndin yrði skipuð fjórum mönnum.

Ekki komu fram fleiri mál undir liðnum önnur mál.

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, Reykjavík.

Reykjavík, 17. maí 2008.

Fundur hófst kl. 14:00 og var slitið kl. 19:02.

Mættir voru 20.

Mættir voru: TF3HR, TF3GC, TF3AO, TF3HK, TF3GW, TF3IGN, TF2WIN, TF3HP, TF5BW, TF3SG, TF1EIN, TF3VS, TF3YH, TF3DX, TF3GD, TF8SM, TF3KB, TF3TF, TF3PPN, TF3GL.

Formaður TF3HR setti fundinn kl 14:00 og bað fundarmenn að minnast Konráðs Þórissonar TF3KE með stuttri þögn.

Fundarritari: TF3Y

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

TF3HR lagði til að Kristján Benediktsson TF3KB yrði kosinn fundarstjóri. Var það samþykkt.

2. Kosinn fundarritari

TF3HR lagði tli að Guðmundur Löve TF3GL yrði kosinn fundarritari. Var það samþykkt.

3. Könnuð umboð

Enginn fundarmanna hafði umboð annarra til að fara með atkvæði sitt á fundinum.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.

Athugasemdir voru engar. Fundargerð síðasta aðalfundar var samþykkt samhljóða.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.

Skýrsla formanns, Hrafnkels Eiríkssonar TF3HR fer hér á eftir:

Ég var kjörinn formaður félagsins á síðasta aðalfundi. Þakka það traust og vona að félagsmenn sjái ekki mikið eftir því.
Þetta er því mín fyrsta skýrsla sem formaður á aðalfundi.

Í stjórn voru kjörnir á síðasta aðalfundi Ársæll AO og Sveinn SNN en fyrir sat ég(HR) og Þór GW. Einnig var Georg LL kosinn til eins árs þar sem ég flutti mig í formannsembætti.

Stjórn skipti með sér verkum þannig að
HR formaður
GW varaformaður
AO gjaldkeri
LL ritari
SNN meðstjórnandi

Varamenn voru kosnir Jón Gunnar PPN og Þór TON.
Embættismenn félagsins voru DC skoðunarmaður reikninga. Prófanefnd DX, KB, KX, SM og VS. QSL mál í höndum GB og PPN. Félagið fékk nýjan ritstjóra félagsblaðsins okkar CQTF á því starfsári sem er að enda og tók við af Billa TF5BW. Jón Þóroddur TF3JA tók að sér verkefnið. Einnig fékk félagið nýjan vefstjóra, Jóhann TF3WX. Ég vil biðja félagsmenn að vera duglega að aðstoða þá við að útvega efni bæði í blaðið og á vefinn.

Georg TF3LL hvarf til starfa erlendis eftir áramót og því hefur vantað eitt hjól undir vagninn síðan þá.

Ýmislegt var á dagskrá félagsins á síðasta starfsári. Í júlí var TF3DX með fræðsluerindi um stutt loftnet m.v. bylgjulengd, sérstaklega hugsað fyrir áhugsama um bílloftnet.
Um verslunarhelgina voru venju samkvæmt TF-útileikarnir sem tókust með ágætum þetta sinn. Þáttakan var bæði mjög góð svo og skilyrðin líka. Síðar í ágúst tóku félagar í ÍRA svo þátt í alþjóðlegri vitahelgi frá Knarrarósvita sem einnig er orðin fastur punktur í félagsstarfinu. Fjöldi gesta kom í vitann og annaðhvort tók þátt í að reka stöðina eða hitta félaga og gæða sér á dýrindis gúllassúpu.
Í september tók Þór TF3GW á móti félögum á Rjúpnahæðina. Það var með síðustu tækifærum til að sjá starfsemina þar, þar sem hún er að flytja.
Í október tók félagið að sér að aðstoða skáta við að taka þátt í JOTA með því að reka stöð um borð í Sæbjörgu en þar var skátamót haldið.
Í nóvember var haldin uppskeruhátið TF-útileikanna en þá kynnti Kristinn TF3KX úrvinnslu sína og niðurstöður úr þeim loggum sem bárust eftir útileikana. Kristinn TF3KX lagði ásamt fleirum mikla vinnu í þetta og á þakkir og hrós skilið.
Billi TF5BW sá um að útbúa viðurkenningar handa þáttakendum og á sömuleiðis þakkir skildar.
Í desember héldum við flóamarkað þar sem félagsmenn gátu komið og selt, keypt og prúttað. Greinilegt var á því að félagsmenn eiga í skápum og skúffum töluvert af búnaði og þeir sem nenntu að hafa sig eftir því gætu komist í loftið fyrir lítið.
Í janúar héldum við amatörbíó, þ.e. sýndum 2 heimildarmyndir um DX leiðangra.

Tvisvar á starfsárinu stóð félagið að prófi fyrir nýja amatöra, í ágúst og í apríl og alls fjölgaði leyfishöfum um 18 á starfsárinu. Fyrra prófið var haldið í kjölfar námskeiðs sem radíóklúbbur Háskóla Íslands stóð fyrir og það síðara var eftir almennt námskeið haldið nú eftir áramót. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölda sjálfboðaliða sem tekur þátt í því að halda námskeið og próf og leggur til töluverða vinnu í hvert sinn. Ekki hefur stór hluti þessara nýju amatöra skilað sér í loftið. Stutt er reyndar liðið frá síðasta prófi. Þetta vekur samt aftur upp þá spurningu hvað við sem félag getum gert til að aðstoða nýliða við að taka fyrstu skrefin. Elmer fyrirkomulagið þekkja margir og sá sem hér talar hefur haft aðgang að góðri handleiðslu sem hefur skipt sköpum. Verði ég kosinn aftur sem formaður hef ég áhuga á að leggja vinnu í að bæta þá handleiðslu og stuðning sem nýliðar geta sótt til félagsins.

Eins og félagsmönnum er kunnugt um þá hefur okkur verið tilkynnt að við verðum að yfirgefa félagsaðstöðu okkar í Skeljanesi. Í raun má segja að allt síðasta starfsár félagsins hafi húsnæðismál félagsins verið í óvissu. Okkur var tjáð upprunalega að til stæði að rífa húsið þar sem það væri svo mikill lýti á borginni. Ýmsar dagsetningar hafa verið nefndar í því en húsið stendur nú enn. Nú síðast virðist hafa verið hætt við að rífa það eða amk fresta því þar sem borgin sjálf þarf þetta “ljóta” hús, svo og svæðið, til afnota fyrir gatnamálastjóra í kjölfar deilna um lóð í Vatnsmýrinni þar sem starfsemi hverfismiðstöð gatnamálastjóra er nú. Illa hefur gengið að finna annað húsnæði. Orkuveita Reykjavíkur virtist á tímabili ætla að útvega okkur aðstöðu nálægt gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal en þegar á hólminn var komið og við sýndum þeim fyrirhuguð loftnet hættu þeir við. Staðsetningin og aðstaðan sem okkur var boðin í Elliðaárdal hefði annars hentað félaginu vel. Það er Íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar sem hefur útvegað okkur aðstöðuna hér og við höfum verið í reglulegum samskiptum við þá vegna málsins.
Við höfum nú þegar tekið niður hluta af búnaði okkar hér vegna fyrirhugaðra flutninga og rifs á húsinu en í kjölfar óveðurs um áramótin skemmdist SteppIR beamið okkar og var þá ákveðið að taka það niður svo og turninn. Hefur það svo og óvissan um framtíð aðstöðu fyrir félagsins komið sér mjög illa fyrir félagið og dregið úr mönnum kraft þegar kemur að öðrum félagstörfum. Það er ljóst að verkefni þeirrar stjórnar sem tekur til starfa eftir þennan fund er að leita nýrra leiða til að koma þaki yfir okkur og reyna að eyða þessu óvissuástandi.
Nú nýlega kom Guðmundur Ingi TF3IGN okkur í samband við félaga sína í björgunarsveit Mosfellsbæjar til að kanna möguleika á að fá aðstöðu í þeirra húsnæði. Það er áhugaverð tillaga sem verður skoðuð á næstunni og kostir og gallar metnir.

Í lok febrúar sótti Þorvaldur TF4M um afnot af sérstöku eins stafs kallmerki í tilefni keppnisþáttöku í Russian DX contest en hann fékk af því tilefni heimsókn hóps af rússum til að taka þátt með sér. Stjórn ÍRA mælti með að þeim yrði úthlutað kallmerkinu TF4Y tímabundið í samræmi við fyrri samþykktir félagsins. Þessi gjörningur hrinti af stað umræðu um kallmerki með eins stafs viðskeyti sem leiddi m.a. til þess að 3 amatörar sóttu um breytingu á kallmerkjum sínum í kallmerki með eins stafs viðskeyti. Stjórn ÍRA ákvað að bíða með að afgreiða umsagnir um þessar umsóknir meðan málið væri kannað. Þetta var gert í ljósi þess hve málið virtist vera mikilvægt í huga félagsmanna og í ljósi þess hve margt var á huldu fyrir stjórn um hvernig bæri í raun að standa að slíkum úthlutunum. Mikil vinna innan stjórnar fór því af stað í að grafa upp heimildir og sögu eins stafs kallmerkja svo og hvað hefði verið samþykkt áður. Stjórn stóð svo fyrir félagsfundi um málið 5. apríl síðastliðinn. Því miður sáu sér fáir fært að mæta á þann fund en það sýnir kannski að hinn almenni félagsmaður hafði ekki sterkar skoðanir á málinu. Þrátt fyrir þetta var fundurinn gagnlegur og fróðlegur. Fundargerð þessa fundar hefur því miður ekki birst en niðurstaða hans varí meginatriðum á þá leið að viðmiðin frá 1980 um kröfur til umsækjenda væri það sem réttast væri að horfa til svo og ályktun um að viðskeytunum X,Y og Z mætti úthluta til einstaklinga væri sérstaklega sóst eftir því. Stjórn hefur því ákveðið að ljúka málinu með þessar þrjár umsóknir á þann veg að biðja umsækjendur að gera grein fyrir því hvernig þeir uppfylla kröfurnar frá 1980.

Undanfarin ár hafa verið viðræður milli Póst- og Fjarskiptastofnunar um innflutning amatöra á ó-CE merktum búnaði sem getur starfað utan amatörtíðnanna. Því máli er nú endanlega lokið með því að gefið hefur verið út eyðublað með nokkurs konar drengskaparheiti um að búnaðurinn verði eingöngu notaður á amatörtíðnum. Þegar hefur reynt á þetta í nokkrum tilfellum og alltaf gengið vel.

Póst og Fjarskiptastofnun hefur einnig heimilað okkur áframhaldandi not af rásum á 5MHz, 60metrum til ársins 2010.

Á heildina litið megum við vera ánægð með starfsárið sem er að líða þótt vissulega hafi húsnæðismál svo og að stjórnin hafi ekki verið fullskipuð sett strik í reikninginn.

Hér á eftir þarf að kjósa nýja stjórn. Ég mun gefa kost á mér aftur sem formaður. Þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt en það sem uppúr stendur er að ég þarf að vera duglegri að dreifa verkefnum. Ég veit að margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóginn vilja gjarnan taka þátt.

Kjósa þarf 2 nýja stjórnarmenn. Þór TF3GW hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur en hann hefur setið í stjórn síðan árið 2004. Ég vil því fyrir hönd stjórnar og allra félagsmanna þakka honum starfið í þágu félagsins. Einnig þarf að kjósa nýjan mann í stað Georgs TF3LL en hann gefur ekki kost á sér í aðalstjórn vegna þess hve mikið hann verður erlendis.

Ágætu félagar, eflaust er ég að gleyma einhverju og fara rangt með annað. Ég bið ykkur þá að bæta við og leiðrétta hér á eftir.
Þakka fyrir.

Umræður um skýrslu formanns:

TF5BW spurði um hvernig hægt væri að heimfæra reglurnar frá 1980 væru heimfæranlegar í ljósi breytts leyfisstrúktúrs (C-leyfið er ekki til lengur). Taldi að best væri að miða við efsta leyfi sem í gildi er í dag (G-leyfis).
TF3YH studdi hugmyndina um að hægt væri að hægt væri að miða við G-leyfið.
TF3KB léði máls á því sama.
TF3HR endurtók þá túlkun stjórnar að enn sé miðað við C-leyfið því þeir sem gætu sótt um í dag voru hvort eð er með leyfi árið 1980.
TF3VS tók undir orð formanns.
TF3SG lýsti eftir því að þetta yrði skýrt.
TF3HR skýrði hlutverk félagsins sem umsagnaraðila.
Fundarstjóri lagði til að frekari umræða um kallmerkjamálið væri færð undir liðinn önnur mál. Var það samþykkt.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

TF3GB sagði QSL-málin ganga vel. TF3YH spurði hvernig TF-menn stæðu sig í að senda kort: TF3GB sagði þetta auðvitað einkamál, en sumir stæðu sig betur en aðrir. TF4M hafi t.d. sent 40 þúsund kort frá því síðan um páska, og TF3GB tók það fram að sér hefði verið heimilað að segja frá þessu.

TF3BW sagði frá diploma-málum. Það væru gefin út 20-30 diplomu á ári sem er venjulegt magn.

TF3GW sagði frá endurvarpamálum: Truflanir hafa verið á Reykjavíkurendurvarpanum en komið í lag. Skálafellsendurvarpinn varð fyrir truflunum af öðrum búnaði í vetur og var tekinn úr sambandi; verður farið uppeftir þegar aurbleyta er farin. Bláfjöll er líka þjáður af truflunum. Búrfell hefur verið í góðu lagi. Vaðlaheiðin er enn niðri og veðrur að skoða. TF3GS mun taka við endurvarpamálum af TF3GW ásamt Sigga Harðar og fleirum. Notkun á endurvörpunum er lítil sem engin og hart að vera að berjast við að halda þeim gangandi þegar engin notkun er að sögn GW. Echolinkurinn sé hins vegar töluvert notaður. Verið sé að leita að nýrri staðsetningu fyrir 6-metra radíóvitann, helst fjarri íbúðabyggð, en TF3GW ætlar að koma honum fyrir til bráðabirgða.

Spurningar: TF3VS spyr hvort til tals hefði komið að setja tónopnun á endurvarpa til að stemma stigu við truflunum. TF3HR tók undir þessa spurningu. TF3GW svaraði því til að meðan tail-ið er opið geta endurvarparnir engu að síður tekið truflun sem áframhald á merkinu, og að svo lengi sem hægt sé að forðast að setja tóna bæri að gera það.

TF3GL spurði hvort til tals hefði komið að falast eftir plássi á Skarðsmýrarfjalli í Hengli. TF3GW kvaðst telja að það mætti athuga. TF5BW sagði Skálafellsendurvarpann ná vel í norðurátt og huga þyrfti að því sjónarmiði.

TF3DX sagði prófastarfsemi hafa gengið vel, en 18 nýir amatörar hafa skilað sér úr prófum frá síðasta aðalfundi.

TF3VS sagð frá málefnum tengdum Póst- og fjarskiptastofnun. Hann kvaðst svara erindum P&S skilmerkilega og leita til stjórnar ef þörf væri á stjórnarsamþykktum kringum fyrirspurnir. Mikið traust sé milli aðilanna og P&S afgreiði nær undantekningalaust öll mál í samræmi við álit félagsins. TF3KB sagði þetta hlutverk félagsins mikilvægt og sérstaklega mikilvægt að félagsmenn gerðu út um sín mál innan sinna raða, en færu ekki með mál til P&S sem óleyst væru innan raða félagsins.

TF3KB sem IARU-tengiliður sagði að í ár væri ráðstefna IARU, sem haldin er á 3 ára fresti. Hann benti á að e.t.v. ætti að e.t.v. ætti að bjóða Ísland fram sem ráðstefnustað. TF3KB sagðist hins vegar vera hættur að fá póst frá IARU, en TF3HR vissi ekki af hverju slíkt stafaði og myndi athuga málið. Um ráðstefnuhaldið sagði TF3HR að stjórnin hefði ályktað að hún treysti sér ekki í að halda IARU- eða NRU-ráðstefnu. TF3KB sagði helsta ókláraða málið vera að Ísland er ekki með í NRU-fundaröðinni og benti á þá aðferð að við gætum fengið reglum breytt á þann veg að við værum með en gætum afþakkað að halda fundina.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

TF3AO sagði að í félaginu væru 170 félagsmenn, af þeim væru 26 á kynningaraðild og greiðandi félagar 133. All hefðu 105 félagar greitt árgjald en 28 hefðu ekki greitt. Þá gerði AO grein fyrir tækjakaupum félagsins á árinu: TenTec tuner (59 þúsund), stafrænn SWR- og aflmælir (39 þúsund), öryggisbúnaður (46 þúsund), verkfæri (15 þúsund), samkomutjald og stólar (40 þúsund).

Umræður:
TF5BW vill sjá frekari sundurliðun á reikningum (skýring 1, skýring 2 o.s.frv.), lýsir einnig eftir eignaskrá. TF3SG tók undir ósk um að skýringar fylgdu reikningunum, og benti á að sjóðsstreymi mætti fylgja með; ársreikningurinn væri hins vegar ekki eignaskrá. TF3AO sér ekkert til fyrirstöðu að koma þessum gögnum einhvers staðar fyrir þótt endurskoðandi félagsins hafi ekki séð ástæðu til að tíunda þetta.

Samþykkt að leggja reikningan fyrir þótt annar aðalskoðunarmaður hafi ekki komist til að undirrita reikningana enda hafi varamaður gert það í hans stað. Voru reikningarnir þvínæst samþykktir.

Áður en haldið var til kaffihlés kvaddi formaður sér hljóðs og sæmdi fyrrverandi formann félagsins TF3HP nafnbót heiðurfélaga ÍRA og færði honum heiðursmerki félagsins.

15:30 Hlé til kl 16:00

8. Lagabreytingar

Tillaga lá fyrir fundinum frá TF3YH um breytingu á 27. grein laga félagsins og um nýja grein númer 28. TF3YH gerði grein fyrir tillögu sinni og er vísað til greinargerðar um málið í CQTF 3 tbl. 2008 en ekki haft eftir í þessari fundargerð.

TF3DX tók til máls um tillöguna og taldi e.t.v. gæta misskilnings um notkun orðsins “samþykktir” í núverandi félagslögum. Hann sagði að í sinni tíð tvisvar hefði verið gerð gagnger breyting á félagslögum, í annað skiptið fyrir 1970, og þá hefði orðalagi verið breytt í “samþykktir” í staðinn fyrir “lög”. Hitt skiptið var uppúr 1990, og þá voru samþykkt ný “lög” sem þá hétu líka “samþykktir”. TF3DX túlkar því allan núverandi lagatexta félagsins sem svo að orðið “samþykktir” eigi við um lög, en ekki aðrar samþykktir félagsfunda eða stjórnar.

TF5BW leggur til þá breytingu á tillögu YH að fellt verði burt ákvæði um að lögin öðlist fyrst gildi við birtingu, heldur taki þau gildi við samþykki tillagnanna á aðalfundi. TF3YH segir það snerta grundvallaratriðið í breytingartillögu sinni að það er hætta á að breytingar á lögum fari fram hjá mönnum ef þær eru ekki birtar. Til þess sé einmitt tillagan gerð að koma í veg fyrir að lagabreytingum sé misbeitt.

TF3DX tók undir sjónarmið TF3GW um að birting gæti dregist og það væri óæskilegt, og að tilkynning um lagabreytingu sem send sé félagsmönnum í fundarboði aðalfundar vegi á móti þessari hættu.

TF3HR bar þvínæst fram breytingartillögu við tillögu TF3YH sem hljóðar svo:

Formleg tillaga TF3HR er að bæta við breytta 27. grein orðunum “og verði dreift með aðalfundarboði” og það komi inn á eftir orðunum “fyrir 15. apríl” og að tillaga að breyttri 28. grein standi sem áður með þeirri breytingu að þar standi “öðlast gildi þegar í stað” í stað “öðlast gildi þegar birting hefur átt sér stað” og í stað orðanna “og/eða” komi orðið “og”. Greinarnar hljómi því svo:

27. gr. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að
nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra.

Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

28. gr. Félagslög skal birta í blaði félagsins CQTF og á vefsvæði félagsins http://www.ira.is og öðlast gildi þegar í stað. Sérstakar samþykktir og ályktanir aðalfunda eða félagsfunda skal birta með sama hætti.

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

TF5BW leggur til að 7. grein verði felld út enda segi hún það sama og 9. grein, og númer eftirfylgjandi greina flytjist upp um eitt sæti.

Tillagan var samþykkt með 15 atkvæðum á móti einu, enginn sat hjá. Þetta þýðir 93,5% samþykki fyrir tillögunni, og telst hún því löglega samþykkt skv. sk. “88%-reglu” um lagabreytingar félagsins þótt þær séu ekki framkomnar skriflega fyrir aðalfund.

9. Stjórnarkjör

TF3HR var samhljóða endurkjörinn formaður félagsins.

Fylla þarf tvö aðalstjórnarsæti til tveggja ára, því TF3GW hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri og TF2LL er við störf erlendis. Kjörnir voru í stjórn TF3SG og TF3GL, eftir tillögu TF3HR. Var kjörið samhljóða.

Áfram sitja í aðalstjórn TF3AO og TF3SNN.

Kjör varamanna í stjórn fór fram með leynilegri kosningu þar sem þrír voru í framboði, en TF2LL hafði fært þau skilaboð til fundarins að hann mætti kjósa sem varamann ef þörf þætti, þrátt fyrir fjarvistir um þessar mundir. Fór atkvæðagreiðslan svo: TF3PPN (14 atkvæði), TF2LL (2 atkvæði), TF3HP (12 atkvæði). Tveir seðlar voru ógildir. TF3PPN og TF3HP voru því rétt kjörnir varamenn í stjórn.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

TF3HK og TF3DC voru kjörnir aðalskoðunarmenn reikninga. TF3VS var kjörinn til vara. Allir voru þeir samhljóða kjörnir.

11. Ákvörðun árgjalds

Gjaldkeri TF3AO tók til máls og sagði árgjaldið hafa verið 4000 krónur í ein 8 ár, en helmingur þeirrar fjárhæðar fyrir þá sem séu orðnir 67 ára gamlir. TF3AO lagði í kjölfarið til að félagsgjaldið væri hækkað í 5000 krónur í ljósi óvissunnar um húsnæðismál félagsins. TF3SG lagði til 4500 krónur. TF3DX lagði til 4000 krónur. TF5BW lagði til 3000 krónur.

Tillaga TF3AO um 5000 króna árgjald var fyrst borin undir atkvæði, og hlaut hún 9 atkvæði á móti 5 og var því samþykkt.

12. Önnur mál

TF3A sendi fundinum eintak af CQTF 1. tbl. 1. árg 1964 að gjöf, og kom TF5BW því til skila til fundarins. TF3DX hafði bæði vélritað upp blaðið og teiknað blaðhausinn.

TF2WIN léði máls á tillögun námskeiðshalds og að aukin áhersla væri lögð á praktíska kynningu í upphafi. TF3DX benti á mikilvægi þess að tala um siðfræði radíósins í námskeiðshaldinu. TF3YH nefndi að það væri e.t.v. ástæða til að hafa sérstakt námskeið “í loftinu” á 3633 um kallmerkjanotkun o.fl.

Ábending kom frá TF3YH að myndir í eigu safnsins yrðu skannaðar.
YH gerði “frjálslegt orðfærði og siði” á 3,633MHz umtalsefni. KB, DX tóku undir þetta og ræddu um gildi “self policing” meðal amatöra.

DX spurði um umfjöllun um siðavenjur og reglur á námskeiði og minntist á að það hefði verið hluti af námskeiði nýlega. HR sagði heildarendurskoðun á námsefni þurfa að fara fram, bæði vegna þessa svo og atriða sem komu fram í könnun á samhæfni íslenska námsefnisins við HAREC kröfur. Almennt væru þær vel uppfylltar en einstaka smáatriði þyrfti að skerpa á.

BW benti á vöntun á skjalaverði fyrir gömul gögn og myndir. AO benti á að það starf sem SNN væri að vinna núna væri hluti af skjalavörslu. WIN benti á að tækifæri væri að setja upp yfirlit yfir söguleg gögn og myndir tengdar starfinu ef flutt væri nýtt húsnæði.

YH talaði um félagsfundinn um kallmerki með 1-stafs viðskeyti sem nýlega var haldinn. Hann sagði miður hve illa hann hefði verið sóttur en benti jafnframt á að sá fundur hefði í raun lélegt umboð. YH spurði fundarmenn hvort þeir litu svo á að viðmið frá 1980 ættu en við og taldi umhugsunarefni hvernig ætti að taka á því í ljósi breyttra leyfismála s.s. C vs. G. BW sagði frá pósti til hans frá stjórn um kröfur v/ umsóknar sinnar um 1-stafs viðskeyti þar sem beðið var um staðfestingu á að hann hefði tekið C próf. BW benti á að aðeins hafi 4 tekið C próf en allir aðrir sem höfðu það hefðu fengið það án prófs. Í dag væri G leyfi efsta leyfi. KB sagði það afleita reglu ef túlka ætti reglur frá 1980 um C leyfi þannig að farið væri fram á leyfi sem ekki væri til. KB lagði til að í raun ætti G-leyfið að gilda fyrst C væri ekki til.
BW las þá póst frá stjórn til umsækjanda um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. YH sagði jákvætt að póstur hefði verið sendur fyrir fund svo fundur gæti leiðbeint stjórn um áframhaldið. SG sagði sína skoðun að umsækjendur ættu að draga umsóknir til baka þar sem óvissa væri um reglur. YH/KB leggja til að krafan um C leyfi frá 1980 verði túlkuð sem krafa um G leyfi í dag. Það er borið undir atkvæði og samþykkist með 8 atkvæðum með og 1 á móti.

Þá sköpuðust umræður um hvernig ætti að túlka kröfuna um að hafa verið “skikkanlega virkur í loftinu”. YH spurði hvort þeir sem fengu 1 stafs viðskeyti 1980 hefðu fengið einhverja útfærslu á þessari virknikröfu. KB sagði að stjórn í hans tíð hefði litið svo á að 100 staðfest DXCC lönd væri útfærsla á virknikröfunni. DX las úr frásögn um fund frá 1980 sem rök fyrir túlkun KB. DX lagði til að “100 DXCC lönd staðfest með kortum sé nægileg virknikrafa”. 11 af 15 segja já og enginn á móti. Samþykkt.
DX talaði um mikilvægi þess að endurskoða þessar reglur m.t.t. breyttra aðstæðna. HR lagði til að nefnd yrði stofnuð um framtíðarreglur. BW stakk upp á GW, YH og DX í nefnd. DX stingur upp á KB. GW baðst undan. KB nefndi þörf fyrir kjölfestu félagsins sem niðurskrifaðar hefðir og reglur sbr. “constitution” og “bylaws” í erlendum félögum. KB lagði til að nefndinni yrði einnig falið að vera “kjölfestunefnd” en dró svo til baka í kjölfar gagnrýni um umfang málsins frá YH og HR. AO benti á að fundur væri orðin langur. YH spurði hvort einhver leið væri til að hraða vinnu nefndar um 1-stafs viðskeyti til að minnka líkur á að stjórn lenti í vandræðum með fleiri umsóknir á næstunni. Alm. tók fundur vel undir þessa hugmynd. HR lagði til að “stofnuð verði 3ja manna nefnd hvers hlutverk er að endurskoða reglur um hvenær stjórn getur mælt með umsóknum um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. Að sú nefnd skili af sér fyrir október lok 2008”. KB, DX og YH skipa þessa nefnd sbr áður fram komnar tillögur. 13/15 eru fylgjandi 0 á móti. Samþykkt.

BW spurði um vinnu við skilgreiningu TF0. HR sagði KB, LL og GB hafa verið setta í nefnd. GB sagði sig úr nefndinni. Frá restinni kom engin niðurstaða og LL fór úr landi og því nefnd leyst upp. KB sagði frá upplifun sinni af nefndinni og sagði mjög skiptar skoðanir hafa verið innan nefndar. KB sagðist vera enn að hugsa um þetta mál með sér. BW gerir að tillögu sinni að stjórn verði falið að skipta 3ja manna nefnd sem skilgreinir TF0 sem eitt óskipt svæði á miðhálendi Íslands og skili fyrir októberlok 2008. Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðim.
YH benti á að uppi væru raddir um hvort viðhalda ætti kallsvæðaskiptingu sbr. umræður á félagsfundi um eins stafs viðskeyti. HR sagði stjórn ekki hafa rætt ályktun frá þeim fundi þar sem fundargerð hefði ekki borist.

HR gerir að tillögu sinni að boðað verði til framhaldsaðalfundar eða fundi slitið. Fundarmenn kjósa að slíta fundi.

Fundi slitið kl 19.02

Fundargerð ritaði TF3GL, en TF3HR tók við ritun fundargerðar við liðinn önnur mál