,

Protected: Aðalfundur ÍRA 2017

This content is password protected. To view it please enter your password below:

,

Aðalfundur ÍRA 2016

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Salur Taflfélags Reykjavíkur, 25. maí 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:22.

Mættir voru 25.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF8HP.

Fundarstjóri setur aðalfund og byrjar dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum ÍRA.

2. Kosinn fundarritari

Benedikt Sveinsson, TF3CY

3. Könnuð umboð

Engin umboð borist.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir bárust.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður TF3JA gerir grein fyrir starfsemi félagssins.

Formaður fór yfir skipun IARU tengiliðs, jafnframt að það hafi gleymst að taka þátt í atkvæðagreiðslu um inngöngu Kosovo í IARU.

Formaður þakkaði TF3EK og TF1EIN fyrir vinnu sína í loftnetamálum félagssins.

Formaður bar upp kveðju til kvennamatöra sem mættir voru.

TF3JA og TF3HP staðfesta að Pétur á Skálafelli er í eigu félagssins hér með.

Fundarstjóri óskar eftir umræðum um skýrslu

TF3AO: Bendir á  ritvillu í texa á hátíðarfána ÍRA.

TF3SG – biður um orðið: TF3SG lýsir yfir vonbrigðum með formann, samskiptaleysi innan stjórnar, þakkar öllum öðrum í stjórn samstarfið undanskilið formanni.

Fundarstjóri áréttar að formaður geti ekki ákveðið félagsgjöld, en aðalfundur geri það.

Fundarstjóri þakkar fyrir skýrsluna.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Nefnd um fjaraðgang:

TF3DX – gerir grein fyrir starfsemi nefndar um fjaraðgang, formaður nefndar, TF3Y fjarverandi. Ekki hefur ekki fundað reglulega á árinu og lítið aðhafst á þessu starfsári. Nokkrar umræður sköpuðust um starfsemi og stefnu nefndarinnar. Spurt var hvort hún hefði ekki einfaldlega lokið störfum. Formaður nefndarinnar vill halda áfram störfum.

Prófanefnd:

TF3DX gerir grein fyrir starfi prófanefndar. Formaður prófnefndar TF3DX.

Skýrsla verður aðgengileg á vef félagssins.

Formaður prófnefndar þakkaði Smára TF8SM fyrir áralanga þáttöku í störfum nefndarinnar

EMC nefnd:

Formaður nefndarinnar TF3UA fór yfir starfsemi nefndarinnar. Þar var rætt um aðstoð nefndarinnar við félagsmenn við truflanagreiningu. Bar á góma mælingar á sviðstyrk PFS hjá íslenskum radíóamatörum, en þær reyndust allar innan marka, en ÍRA hefur ekki fengið niðurstöður frá PFS afhenntar.

TF3CY kemur þökkum til EMC nefndar fyrir góð störf.

QSL buero:

TF3MH gefur skýrslu. Sendir út 8700 kort – rúmlega 23Kg Ekki er séð fram á að hækka þurfi gjald.

CQ TF:

Ekkert CQTF blað kom út.

TF8HP áréttar að félaginu beri að halda úti CQTF, en engum einstaklingi sé um að kenna, heldur öllum félagsmönnum.

IARU tengiliður:

TF3KB starfsemi IARU er minni á milli ráðstefna, en árlegir fundir í Vín. Helst til tíðinda HF nefndin útbjó nýtt bandplan, gengur í gildi 1 Júní!

Neyðarfjarskiptastjóri:

Vísar til skýrslu formanns, ekkert nýtt frá því í fyrra.

Spurt var um útileika, TF3EK tókst ekki að ganga frá niðurstöðu útileika vegna dræmra skila á loggum.

Almenn umræða:

TF3AO spurði af hverju ekki var ekki var verðlaunaafhending fyrir útileika, formaður vísaði í svar frá TF3EK.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

Ársreikning dreyft.

TF3HK og TF3Y kosnir skoðunarmenn á síðasta aðalfundi og hafa áritað reikninga og leggja til að reikningur verði samþykktur.

Minni tekjur vegna lélegri afkomu af námskeiði.

Staða félagssjóðs er góð.

Ársreikningur lagður fyrir aðalfund til samþykktar, samþykktur með lófaklappi.

TF3JON spurði um styrk sem var endurgreiddur, fékk svar að styrk hafi verið skilað vegna vandmála við framkvæmd.
TF3AO spurði hvað væru margir félagar voru á bakvið félagsgjöld, Óskar svaraði því að 125 greiddu félagsgjöld, en 150 væru skráðir í félagið.

Reikningar samþykktir mótatkvæðalaust.

8. Hlé

Hlé gert á fundi, fundur framhaldið eftir kaffi og vatnspásu kl 22:15.

9. Lagabreytingar

Þar sem breytingar nefndar um lagabreytinga gengur lengra en breytingar TF3EK, þá verða þær lagðar fyrst fram.

2 erindi bárust á tímabilinu – frá TF3B og stjórn ÍRA.

Niðurstaða nefndar að það sé ekki nauðsynlegt að endurskoða lögin í heild.

Nefnd mælir með að öllum tillögum TF3GL verði hafnað.
Nefnd mælir með að öllum tillögum stjórnar ÍRA verði samþykktar.

TF3KB tekur til máls og leggur til að tillögum lagabreytingarnefndar verði bornar upp í heild sinni og samþykktar, en dregur sínar tillögur til baka.
TF3SG beinir því til aðalfundar að setja í lög að ársreikningur félagssins liggi fyrir viku fyrir aðalfund svo allir meigi skoða hann enda hefði hann ekki fengið að sjá hann, þó svo hann væri aðalmaður í stjórn.

Telst samþykkt – mótatkvæðalaust.

Lagabreytingum lokið með lófaklappi.

10. Stjórnarkjör

Kosning formanns:
Stungið upp á Benedikti Sveinssyni TF3CY
Stungið upp á Jóni Þóroddi Jónssyni TF3JA
Jón Svavarsson gefur kost á sér TF3JON

Fundarstjór úrskurðar eftir nokkra umræðu að TF3JON sé ekki kjörgengur.

Leynileg kosning fer fram og töldust atkvæði eftirfarandi:

TF3CY 3
TF3JA 17

Ógild atvkæði 5

Jón þóroddur Jónsson TF3JA kosinn formaður ÍRA.

Kosning aðalmanna:
Óskar TF3DC og TF3GB ganga úr stjórn

Óskar TF3DC gefur kost á sér.
Jón þóroddur stingur upp á TF3WZN Ölvir
Samþykktir til tveggja ára.

TF3ABN sagði sig úr stjórn – tekur ekki þátt í nýrri stjórn og þarf því að fá einn mann inn til eins ár.
Egill Ibsen TF3EO – kosinn til eins árs í stað TF3ABN

Tveir varamenn kosnir til eins árs:
Hrafnkell TF8KY
Jóhannes Hermannson
Samþykkt.

11.Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara
Samþykkt

Fundarstjóri óskar stjórn til hamingju

12. Ákvörðun árgjalds

Stjórn: leggur það til að það sem eftir lifir árs verði gjaldfrítt – til næsta aðalfundar.

TF3VS leggur til óbreytt gjald – samþykkt með meirihluta atkvæða.

13. Önnur mál

TF3VS ræðir varðveislu félagsgagna – minnisbók verði haldin
Aftasti partur í skýrslu lagabreytinganefndar ræddur
Aðalfundur samþykkir tillögu um birtingu félagsgagna.

Fundarstjóri TF8HP bar upp Tillögu og ályktun um að ÍRA sjái fyrir því að koma upp námsgögnum á íslensku fyrir afmæli ÍRA
Felld með einu atkvæði TF3DX

,

Aðalfundur ÍRA 2014

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Taflfélag Reykjavíkur Faxafeni 12, 17. maí 2014.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 21.

Eftirfarandi mættu: TF3JB, TF3SG, TF2WIN, TF3GW, TF3VS, TF3HK, TF3JA, TF3HP, TF3GB, TF3FIN, TF3MHN, TF3JON, TF3DC, TF3KB, Sverrir Karlsson, TF3DX, TF3SB, TF3Y, TF3CY, TF3AM.

Ljósmyndarinn TF3LMN tók ljósmyndir af fundarmönnum í upphafi fundar.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundur settur kl 13 af formanni TF3SG.

Hann minntist í upphafi: Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, sem lést 10. júní 2013, Flosi Karlsson, TF3FX, sem lést 15. október 2013, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ, sem lést 3. desember 2013, Martin Berkosky, TF3XUU og TF8XUU, sem lést í Bandaríkjunum 28. desember 2013.

Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum þeim til heiðurs.

2. Kosning fundarstjóra

Formaður nefndi TF3HP sem var samþykkt.  TF3HP tók við fundarstjórn.

3. Kostning fundarritara

Fundarstjóri nefndi TF3AM sem fundarritara sem var samþykkt.

4. Umboð könnuð

Fundarstjóri kannaði umboð, þau voru TF3GL sem gefur TF3SG umboð sitt, og  TF3ARI sem gefur TF3GW umboð sitt.  TF3JB spyr:  Skuldlausir?  já segir TF3SG.  Umboð samþykkt.

5. Fundargerð aðalfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 2013, engin athugasemd borist stjórn, þar með samþykkt.

6. Skýrsla formanns

Formaður TF3SG gaf skýrslu fyrir starfsárið, sjá skýrslu formanns í gögnum fundarins.

Helstu atriði voru þessi: –  Tveir eftirminnanlegir radíóamatörar heimsóttu ÍRA á starfárinu, Paul Bittner W0AIH og Mirek VK6DXI,  eftirminnanlegir vegna einstaks áhuga þeirra á því að vera radíóamatörar. –  Nýafstaðin er ráðstefnan  International Young Lady conference sem skipulögð var af þeim stallsystrum  Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD og Önnu Henriksdóttur TF3VB, þær sendu ÍRA bestu kveðjur fyrir móttökurnar sl föstudag í fyrri viku þar sem komu um 30 radíóamatörar með brennandi áhuga á radíóamatörmennskunni í heimsókn til ÍRA.  Formaður vill hér þakka þeim einstaklingum sem lögðu málinu gott lið, þeim TF3JA og TF3CY sem snérust í kringum gestina, svo og TF3HP og TF3MHN sem voru í móttöku föstudag og laugardag. – Námskeið til amatörprófs, ekki nægur fjöldi skráði sig ekki og því var námskeiði slegið á frest. -Samstarf prófnefndar við stjórn ÍRA verið í umfjöllun, m.a. vegna hins svokallaðs lærlingsmáls. -Í maí 2013 hóf prófanefnd mál um um villur í bæklingur um siðareglur, villur sem snúa að samskiptum á morsi, í framhaldi var málið tekið upp á stjórnarfundi ÍRA.  TF3DX fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nefnd um fjaraðgang var skipuð sem hefur skilað ályktun.  TF3Y fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nýr HF magnari keyptur á árinu, Yeasu Quatra.  Stefán Arndal TF3A fær þakkir félagsins svo og TF3VS og aðrir sem studdu málið. -Rætt við Reykjavíkurborg um nýjan turn eða mastur við félagsheimili ÍRA, ekkert af hálfu lóðarhafa á móti því en einhver skilyrði þó. -ÍRA fékk fjárstyrk frá  Skólaskrifstofu Reykjavíkur til að sinna kennslu- og fræðslumálum, greitt hefur við til ÍRA  100þ af 200þ króna styrk, skilyrði fyrir lokagreiðslu er að skýrslu sé skilað um starfið sem unnið er. -Húsnæðismál ÍRA, þörf er á að taka aðeins til hendinni svo og um nánasta umhverfi.  ÍRA hefur haft frumkvæði á að opna samband við þau önnur samtök sem afnot hafa af húsinu í því skini að sinna viðhaldi hússins. -Heimasíða félagsins, margir hafa sterkar skoðanir á henni, margar tillögur borist. -IARU Region 1 2014 fundur verður í Búlgaríu nk haust, TF3KB hefur áhuga á að sækja ráðstefnuna, IARU greiðir farseðil en óvíst er með stuðning félagssjóðs ÍRA við hótelkostnað og annað uppihald. -Formaður þakkar samstarf á árinu við stjórnarmenn og embættismenn.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

TF3DX fyrir hönd Prófanefndar:  Skýrsla Prófanefndar til aðalfundar ÍRA 2014 afhent, 5 bls.  TF3DX kynnti skýrsluna, sjá skýrsluna hér á eftir, og nefndi: -Um bæklinginn Hætta af rafmagni og varnir -Um bæklinginn Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, TF3DX rakti þetta mál og tók til þess góðan tíma. -Um álitsgerð varðandi lærlinga,3DX rakti þetta mál

TF3Y fyrir hönd EMC nefndar:  Ekki mikil virkni í starfi nefndar, notað er vefsvæði til að skiptast á hugmyndum, en nefndin ekki komið saman á þessu starfsári, og stjórn IRA ekki vísað málum til nefndarinnar.  Ánægjuleg að sjá hversu sjálfbjarga félagsmenn eru smbr skrif TF3JB nýlega um truflanir í nágrenninu.

TF3MHN sem QSL Manager:  Fyrsta heila árið sem TF3MHN er með bíróið, tók við um 40kg af QSL kortum frá félögum ÍRA sem send voru til liðlega 100 landa, mest til Þýskalands en minnst fór 1 kort á einstakt land.  Bíróið er í smá hagnaði sem er gott.  Þeir sem eru úti á landi sem og allir aðrir geta látið QSL manager fá merkt umslög og fá þá kortin send þegar nægur fjöldi er kominn.

Formaður TF3SG fyrir hönd CQ-TF:  1 blað gefið út á starfsárinu í umsjá formanns og því alls 3 blöð á árinu 2013, Enginn hefur boðist til að taka að sér blaðið og gefa það út þótt margir séu áhugasamir.  Það hefur verið auglýst eftir ritstjóra án árangurs.

TF3KB sem IARU tengiliður:  Hefur annast samskipti cið IARU Region 1 vegna erindis um samskiptahætti til ráðstefnunnar, og þá helst ritarann Dennis sem býr í S-Afríku.  ÍRA sendi inn umsókn um styrk sem hefur alltaf verið veittur en sl 10-15 ár hefur styrkurinn ekki dugað fyrir öllum útlögðum kostnaði.  Nú verður styrkurinn fyrir einum farseðli en IRA greiðir annan kostnað.  skilyrði fyrir styrk IARU er að einungis sé einn þátttakandi (Deligate) frá viðkomandi félagi en ella fellur styrkurinn niður.  Frestur fyrir IRA til að þyggja styrkinn var til kl 08 í gærmorgun og því var ekki hægt að svara, en frestur var framlengdur fram á nk mánudag.  Annað mál er um Ísland sem ráðstefnuland IARU Region 1 árið 2017 en ekki hefur verið lagt í þá vinnu sem þarf til að hægt sé að leggja fram tilboð og trúlega er fresturinn útrunninn, trúlega hafa Þýskaland og Írlands lagt fram tilboð og okkar frestur því  útrunninn nema fundarmenn vilji leggja á sig þá vinnu sem þarf og það í snarti.

TF3JA sem Neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í fundi á IARU Region 1 neyðarfjarskiptastjóra í Fredrikshaven sumarið 2013, segir amatörsamfélagið vera að eldast og amatörar eigi erfitt með að setja upp stöðvar á víðavangi.  Í BNA hefur orðið vakning meðal yngra fólks að taka þátt í fjarskiptum í kjölfarið á hamförum eins og fellibylnum Katrina.

Umræða opnuð um skýrslur embættismanna: 3JB segir; Takk fyrir skýrslu formanns.  Saknaði þess að sjá ekkert um afföll í stjórn félagsins sem voru gjaldkeri, varaformaður, varamaður, þetta mætti gjarnan nefna þetta í skýrslu formanns. TF3SG segir:  Réttmæt ábending! TF3VS segir:  Mótmæli því að stjórnin sé kölluð starfsstjórn með takmarkað umboð. TF3JA tekur undiir með TF3VS TF3CY Benni – spyr:  Hvaðan kemur orðið starfsstjórn? TF3SG svarar:  Ritari lagði þetta til eftir að fækkaði í stjórn TF3SB (ritari):  Stjórn félags sem ekki getur afgreitt mál með meirihluta er starfsstjórn, hún ætti að segja af sér og ný stjórn kosin. Um þetta urðu nokkrar umræður og sýndist sitt hverjum. TF3JB þakkar QSL manager fyrir vel unnin störf. TF3JB þakkar neyðarfjarskiptastjóra fyrir vel unnin störf. TF3JB þætti vænt um ef hægt væri að samþykkja greiðslu uppihalds TF3KB á IARU ráðstefnuna. TF3JB þakka Prófanefnd fyrir afar vel unnin störf. TF3KB varðandi EMC-mál:  Gaman að heyra um glímu TF3JB við truflanir í nágrenni.  Er hægt að leita til EMC  nefndarinnar? TF3Y svarar:  Já, hafið samband. TF3JA upplýsir:  Stöðugar truflanir í Engihjalla 2 þar sem hann býr TF3SG segir:  Ég svaraði þannig varðandi greiðslu uppihalds fulltrúa IRA á IARU;  Ekki liggur fyrir stjórnarsamþykkt fyrir þessum greiðslum úr félagssjóð.  Mun styðja afgreiðslu málsins á jákvæðan hátt á aðalfundi. TF3SB segir:  Mál IARU var rætt í stjórn ÍRA, ég nefndi að fastur tengiliður ÍRA er TF3KB og því væri eðlilegt að hann héldi uppi vörnum í siðamálinu þar..

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga

Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar TF3SG tók að sér embætti gjaldkera eftir brotthvarf fyrri gjaldkera úr stjórn.  TF3SG skýrði reikninga. Umræða opnuð um reikninga félagsins. TF3VS spyr um fjárstyrk Reykjavíkurborgar til fræðslumála, TF3SG svarar, ekki nefndur í reikningum. TF3SG skýrir:  Verkefnastyrkur til að sinna ungliðastarfi, Reykjavíkurborg auglýsir á hverju ári eftir umsækjendum, ÍRA sótti um verkefnastyrk sem í reynd er til að greiða efniskaup.  100þkr hafa verið greiddar, greiðsla barst eftir 31.3.2014 (þ.e. eftir að fjárhagsári lauk), skilyrði fyrir greiðslu eftirstöðva er að skila greinargerð um notkun fyrri hlutans. TF3JB spyr:  Hafa ekki einhverjir greitt árgjald eftir að fjárhagsári lauk.  TF3SG segir já, innan við 5. TF3DC nefnir:  131 hafa greitt félagsgjald sem er smá samdráttur. TF3WIN ræðir um styrk Reykjavíkurborgar:  Etv var hugmyndin um styrkinn sú að þetta sé innan skólanna. TF3JB leggur til:  Að reikningar séu lagðir fram til samþykktar TF3HP nefnir:  Þrif á félagsheimilinu fyrir 90þkr er ekki þess virði, þrif eru tæplega hægt að nefna því nafni. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Samþykktir með handauppréttingu, enginn á móti.

9. Lagabreytingar

Lagabreytingar TF3HP:  Tillaga til lagabreytingar frá TF5B um að skammstöfun verði breytt í  Í.R.A. í stað ÍRA því þannig var það í denn. TF3KB nefndi:  Landsfélög eru með skammstafanir og það eru aldrei notaðir punktar annars staðar, það er óþarfi að vera með þessa punkta. TF3GB nefndi:  Skv gamla fyrirkomulaginu ætti  nafnið að vera 3 orð sem er rangt skv málvenju. TF3DX nefndi:  Eðlilegt að hafa þetta eins og aðrir, styð að hafa þetta liprara án punkta. TF3VS nefndi:  Ekkert frekar punkta nú frekar en z sem áður var. TF3JA nefndi:  Hví ekki z aftur í nafni félagsins? Tillaga 5B borin upp til atkvæðagreiðslu, felld með handauppréttingu, enginn samþykkur.

15:25 Kaffihlé. 1550

10. Stjórnarkjör

Stjórnarkjör Kosning formanns. TF3DX með uppástungu:  TF3HP Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki, TF3HP er nýr formaður ÍRA. Aðrir stjórnamenn:  Enginn fyrri stjórnarmanna hefur gefið kost á sér.  Því skal kjósa 2 menn til 2ja ára og 2 menn til eins árs.  Beðið um uppástungu. 2 menn til 2ja ára: TF3DX með uppástungu:  TF3GB og TF3DC Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki. 2 menn til eins árs: TF3Y m uppástungu:  TF3KX TF3JB m uppástungu:  TF3GW.  TF3GW will frekar vera í varastjórn sem síðari maður og ekki í aðalstjórn. TF3TNT býður sig fram. TF3DX m uppástungu:  TF3SG Leynileg kostning. Réttkjörnir eru til eins árs TF3KX, TF3SG, til 2ja ára TF3GB, TF3DC Tillaga um varamenn: TF3TNT og TF3GW, samþykkt með lófataki.

11. Kostning skoðunarmanna

Kosning 2ja skoðunarmanna og eins til vara TF3SG með uppástungu:  TF3Y TF3JB o fl með uppástungu:  TF3HK og TF3VS varamaður. Samþykkt með lofataki.  Skoðunarmenn eru TF3Y, TF3HK og TF3VS sem varamaður.

TF3SG þakkar samstarfið við stjórn og skoðunarmenn.

12. Ákvörðun ársgjalds

Árgjald er nú 6500kr. TF3KB með uppástungu:  Hækka í 7000kr TF3WIN með uppástungu:  Lækka í 6000kr Atkvæðagreiðsla: Óbreytt árgjald samþykkt með lófataki. Félagsmenn eru hvattir til að greiða árgjald beint gegnum heimabanka.

13. Önnur mál

TF3VS tekur til máls:  Fundinum hefur borist skilaboð;  Aðalfundi IRA eru færðar þakkir frá aðstandandum IYL ráðstefnunnar sem eru afar þakklát fyrir stuðning ÍRA og góðar móttökur.  Annað sumar í júni verður önnur ráðstefna, skandinavísk YL ráðstefna, og þá er aftur vonast eftir góðum móttökum ÍRA. TF3WIN nefnir:  Þakkar traust fyrir kjör í varastjórn fá síðasta starfsári.  Etv hægt að færa starfið nær unga fólkinu, t.d. að hafa uppi loftnet á Menningarnótt. TF3HP nefnir:  TF3JB óskar eftir að ályktun sem hann lagði fram verði tekin til afgreiðslu, þ.e. að skipa 3 félagsmenn í afmælisnefnd í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 14. ágúst 2016. TF3GB bendir á að áður hafi verið sérstakt kallmerki eins og TF60IRA. TF3JB nefnir:  3ja manna nefnd væri góð, etv að fá ÍRA á frímerki. TF3HP nefnir:  Þegar 60 var úthlutað þá fylgdi heimild til allra að nota 60 í stað venjulegs tölustafs. Ályktun TF3JB samþykkt með lófataki . TF3Y kveður sér hljóðs:  Kemur fram fyrir hönd starfshóps um fjaraðgang, leggur fram skýrslu starfshóps;  Skýrsla starfshóps um fjaraðgangs til aðalfundar ÍRA 2014, og les. Mál 1:  Erlendur leyfishafi á Íslandi með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Mál 2:  Erlendur leyfishafi erlendis með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Framhaldsvinnu er þörf.  Sjá nánar í skýrslu hópsins. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég erlendis fjarstýra minni stöð hérlendis?  Já TF3VS spyr TF3Y:  Má erlendur leyfishafi hérlendis fjarstýrir stöð hérlendis?  Já. 3TNT spyr:  Í lögum okkar er 3rd party bannað, hvað gerum við? TF3HP nefnir:  Á Landsmóti skáta er þetta með samþykki yfirvalda óátalið enda á ábyrgð amatörs.  Ekki farið fram á það við Póst- og fjarskiptastofnun að breyta skilgreiningu. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð?  Það liggur ekki fyrir. TF3CY spyr:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð á mínu kallmerki? (sjá svar TF3Y neðar). TF3DX upplýsir:  ÍRA fjallaði fyrir nokkru síðan (okt 1999) um þetta mál, fjaraðgang, unnið í miklu og góðu samstarfi félagsmanna, og samþykkt að leggja fyrir P&F sem tillögu ÍRA.   Í kafla um gest í stöð er lagt til að öllum heimilt að tala í stöð undir eftirliti amatörs.  Einnig má geta um HF CEPT nefnd í Sun City sem lagði til:  Einungis amatör í heimsókn hjá öðrum eigi að nota kallmerki heimaamatörsins.  TF3DX vill taka fram að nefnd um fjaraðgang er einungis umsagnaraðili um þetta mál en kveður ekki úr um lögmæti. TF3Y nefnir:  P&F hefur sent svar til ÍRA;  Erlendur leyfishafi þarf að vera staddur hérlendis til að nota íslenskt kallmerki. TF3TNT spyr TF3Y:  Amatör hérlendis notar Skype Command sem er HF/UHF linkur, þegar hann talar á HF utan og fær erlent svar á ísl UHF link hérlendis, er þetta heimilt? TF3Y svarar:  Þannig er þetta gert um allan heim. TF3HP leggur til:  Hinkrum með ályktanir þar til TF3KB kemur aftur frá IARU Region 1 ráðstefnunni í Búlagaríu þar sem þessi mál verða rædd.

TF3HP opnar umræðu um tillögu TF3GL; Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA.  TF3HP leggur til að þessu máli verði vísað til stjórnar.  Leggur til að menn séu stuttorðir. TF3JA leggur fram dagskrártillögu:  Málið tekið af dagskrá og vísað til stjórnar TF3SB (fyrrum ritari) leggur fram dagskrártillögu um að tillögu TF3GL sé vísað frá. TF3DX les niðurstöðu prófanefnar um þetta mál. TF3HP leggur fram dagskrártillögu TF3SB.  Meiri hluti samþykkir með handauppréttingu. TF3HP leggur til að ný stjórn taki þetta mál til meðferðar og sætti sjónarmið.

TF3KB tekur til máls:  Vill minnast TF3PI (Páll Gröndal) sem lést á síðasta ári, hann var fyrsti radíóamatörinn sem þeir TF3DX hittu og var boðið heim til hans og hann tók þeim afar vel, notaði Windom-loftnet, mótun var AM.  Sneri sér síðan að öðru, spilaði á selló í sinfóníuhljómsveitinni, um hann er fjöldi tilvitnana, og hann var liðtækur í svifflugi.  Var í BNA í 30 ár og lést þar.  Bloggsíða hans er enn opin.  Vil minnast hans með mikilli virðingu.

TF3VS minnir á ályktun um greiðslu kostnaðar fyrir TF3KB á IARU ráðstefnuna.  Samþykkt með lófaklappi.

TF3HP formaður slítur fundi kl 17:30.

Eftirfarandi gögn voru lögð fram til fundarmanna:

Félagslög ÍRA samþykkt á aðalfundi 18. maí 2013, 3 bls. Ályktun aðalfundar Í.R.A. árið 2014 (um að skipa 3 menn í afmælisnefnd/TF3JB), 1 bls. Ljósrit úr Útvarpstíðindum (gamalt mjög/TF5B), 3 bls. Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA (um hagsmunagæslu ÍRA/TF3GL), 1 bls. Skýrsla Prófnefndar til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Skýrsla starfshóps um fjaraðgang til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Íslenskir Radíóamatörar, Ársreikningur 1. apríl 2013 til 31. mars 2014, 12 bls.

,

Aðalfundur ÍRA 2010

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavíkur, 22. maí 2015.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:40.

Mættir voru 24 eða liðlega 12% af félagsmanna, sjá nánar gestabók fundarins.

Fundarritari: TF3AM með aðstoð TF3SG.

Gengið var til dagskrár skv. fyrirliggjandi dagskrá með 14 tölusettum liðum sem fóru þannig fram:

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundarsetning kl 1305

2. Fundarstjóri kosinn.

Fundarstjóri var kosinn Kristinn Andersen, TF3KX. Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók síðan við fundarstjórn er Kristinn þurfti að víkja af fundi.

3. Fundarritari

Fundarritari; Andrés TF3AM tók að sér fundarritun.

4. Umboð

Engin athugasemd var gerð við umboð.

5. Fundargerð síðasta aðalfundar

Engin athugasemd var við fundargerð síðasta aðalfundar

6. Skýrsla formans

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason TF2JB, flutti skýrslu stjórnar, alls 68 bls. að stærð með viðaukum.  Félagar eru nú 204 sem er met.  Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

  1. a) Vilhjálmur TF3VS tók að sér að þýða á íslensku ritið sem kallað er Siðfræði og Samskiptasiðir radíóamatöra, alls um 70 bls í A4 broti, og ÍRA gaf út. TF3VS fékk þakklæti fundarmanna.
  2. b) Námskeið til amatörprófs var haldið sl haust, Hrafnkell TF3HR var skólastjóri, námskeiðið var vel skipulagt og tókst afar vel, þátttakendur voru 24, nokkrir félagsmanna önnuðust kennslu auk Hrafnkels, próf voru haldin 23. janúar og 10. apríl (fyrir björgunarsveitarfólk sem fór til björgunarstarfa til Haiti og missti því af prófinu í janúar). Í fyrra prófinu náðu 19 af 21 til N eða G leyfis og í síðara prófinu náðu 7 af 9 til N eða G leyfis.
  3. c) Félagsaðstaðan var tekin í gegn, sérstaklega radíóherbergið á efri hæðinni, þar var Sveinn Bragi TF3SNN í fararbroddi en vinnan tók 2 mánuði, aðstaðan er nú sérlega glæsilegt og virkar vel.
  4. d) Kristni TF3KX var þökkur ritstjórn CQ-TF ritsins sem hefur verið einstaklega læsilegt.
  5. e) Formaðurinn vildi koma á framfæri að hann hefði verið viðstaddur framkvæmd amatörprófsins sem haldið var 23. janúar, og að öll framkvæmd prófsins hefði verið prófanefnd til mikils sóma sem og félaginu.
  6. f) Brynjólfur TF5B hefur skannað inn öll tölublöð CQ-TF frá 1964 og gefið út, blöðin eru í tölvutæku sniði og hægt að framkvæma leit í þeim.
  7. g) Formaður vildi koma á framfæri þakklæti sínu til félagsmanna fyrir að taka vel í málaleitan formans þegar á þurfti að halda.
  8. h) Tvö ný amatörbönd hafa bætst við, þ.e. 500kHz og 70MHz, auk þess sem heimild er að nota 1850-1900kHz í keppnum.
7. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu sína

TF5B, hann annast heiðursskjöl: Útgefin heiðustskjöl (diploma) eru 15 – 20 á ári, og telja nokkur hundruð frá upphafi vega, vinsælast er Worked all Nordic Countries.

TF3JA er neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í tveimur alheimsæfingum, hann hefur trú á að ísl amatörar yrðu fljótir að skipuleggja sig ef á þyrfti að halda.

TF3DX fyrir hönd prófanefndar:  Starfið hafi verið hefðbundið á starfsárinu, ekkert próf haldið 2009 en tvö próf 2010, svo sýndi hann töflu yfir árangur í prófum sl 14 ár, þar kom fram að alls hafa 187 tekið próf á þessum tíma og þar af 166 náð G eða N prófi.

-Fyrirspurn: Hversu margir komust í loftið?

-Svar: Það er þröskuldur að komast í loftið, það væri gott að geta fylgst með nýliðum og aðstoðað þá.

TF3KB sem annast alþjóðasamskipti:  IARU er í 3 deildum, fundur í hverri deild er á 3ja ára fresti og fundir deilda skarast, starf nefndanna mjög mikilvægt í því að tryggja tíðnisviðin gegn öðrum áhugasömum.  Amatörar eru virtir í þessu sambandi og má þar nefna EU og USA, en stjórnsýslunni á Íslandi lætur sér fátt finnast um ísl radíóamatöra.  Starf IARU hefur skilað nýju böndunum á 500kHz og 70Mhz.

-Fyrirspurn: Hvað tekur langan tíma fyrir nýju böndin að festast í sessi, leyfin eru til ársloka 2010?

-Svar: Undirbúningstími hefur verið 10 ár, þegar böndin eru komin inn í alþjóðareglugerð eru þau orðin föst.

-Fyrirspurn TF3VS: Er hætta á að böndin verði tekin af okkur?

-Svar: Hættan var meiri á árum áður þegar fyrirtæki og stofnanir höfðu meiri áhuga á stuttbylgju en nú er.

-Fyrirspurn TF3T: Er ekki mikilvægt að nota þessi nýju bönd?

-Svar: Use them or loose them, það er mikilvægt að ísl amatörar fari í loftið á þessum nýju böndum.

-Fyrirspurn TF3EE:  Er ekki enn meiri ásókn í GHz bönd amatöra?

-Svar: Ekki gott að segja, fyrirtæki greiða umtalsverðar upphæðir fyrir sín réttindi en ITU úthlutar réttindum án kostnaðar til amatörþjónustunnar sem getur verið sjálfsnám og samfélagsþjónusta.

-Upplýsing TF3VS:  Það er stundum öfundast yfir réttindum radíóamatöra en í raun geta þeir lítið gert sem gagn er að.

-Upplýsing TF2LL:  Í S-Afríku spila radíóamatörar tónlist og reka útvarpsstöðvar á 80m.

-Fyrirspurn TF3T:  Hvað má hámarksafl vera?

-Svar: ITU er ekki með ákvæði um hámarksafl.

8. Gjaldkeri TF3EE lagði fram ársreikning félagsins og kynnti þá.

-Umræður urðu um fánasjóð þar sem 90þkr liggja, etv má láta þessa peninga liggja á öðrum reikningi.

-Fyrirspurn:  Í hvaða mynt er gjald til IARU greitt?

-Svar:  Í EUR.

Fyrirspurn TF3JA:  Hvað á félagið í peningum?

-Svar: 897þ á banka og 99þ í verðbréfum.

Ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur samhljóða.  Sveinn Guðmundsson TF3T tók sérstaklega fram að hann hefði enga athugasemd við ársreikning að þessu sinni, sem væri í fyrsta sinn síðan hann hóf að sækja aðalfundi íRA.

9. Lagabreyting

Lagabreytingar, sjá fylgiskjöl með fundargögnum.  Rökstuðningur kom frá formanni um að þessi breyting væri nauðsynleg til að lögin væru skv. landslögum.  Samþykkt samhljóða.

10. Stjórnarkjör

– Formaður:  Jónas Bjarnason TF2JB kjörinn til eins árs.

-Tveir gengu úr stjórn; Guðmundur Löve TF3GL og Guðmundur Sveinsson TF3SG.

-Gísli Ófeigsson TF3G og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA voru kjörnir til næstu 2ja ára.

-Tveir varamenn, fyrri varamenn Jón Ingvar Óskarsson TF1JI og Kjartan Bjarnason TF3BJ voru kjörnir til næsta árs.

Halldór Christensen TF3GC stóð upp og óskaði nýrri stjórn farsældar

11. Kaffihlé

Yngvi TF3Y stóð fyrir smá leik, þar sem hann spilaði hljóðupptökur úr keppnum, fyrst á tali og síðan á morsi, þetta var bísna erfitt, fundarmenn einbeittu sér margir og skiluðu inn blöðum sínum, sjá niðurstöðu hér aftar.

12. Skoðunarmenn kjörnir

Skoðunarmenn kjörnir, fyrri skoðunarmenn Haukur Konráðsson TF3HK og Óskar Sverrisson TF3DC endurkjörnir, varamaður endurkjörinn TF3VS.

13. Árgjald

Árgjald var ákveðið óbreytt, 4þkr.

14. Önnur mál

-Nefnd um endurúthlutun kallmerkja, sem snýst um hvort eða hvenær megi endurúthluta kallmerkjum.  Í nefndina voru á sínum tíma skipaðir TF3JA, TF5B, TF3HP og TF3KX.  Einungis einn fundur var haldinn.  Kallmerkjanefndin er ekki samhljóða, TF3JA kynnti skoðun meirihlutans þess efnis að engin ástæða væri til að endurúthluta kallmerkjum yfirleitt.  TF5B var með greinargerð þar sem gerð var grein fyrir aðferðarfræðinni við endurúthlutun kallmerkja.  Stefndi í nokkrar umræður um þetta viðkvæma mál.  Að tillögu TF3VS var málinu vísað til stjórnar.

-Formaður TF2JB nefndi að hann hefði gefið út fréttabréf til stjórnarmanna sl ár, alls 49 bréf, sem hann afhenti í möppu.

– TF2WIN tók til máls, lýsti yfir ánægju sinni með starfið í félaginu, með nýja félagsfánann sem stóð á hárri stöng við ræðupúltið, og með félagsblaðið CQ-TF.  Hann nefndi að aska á gossvæðinu um Eyjafjallajökil hefði ekki truflað VHF talsamband, né Tetra, né HF.  Etv væri mest hættan af eldingum, og af öskunni sem smígur í allan búnað.

-TF3Y kynnti niðurstöðu úr kaffihléskeppninni um kallmerkjum frá keppnum, bæði á morsi og tali.  Best stóð sig ástsæll formaður vor, TF2JB en aðrir sem á blað komust voru TF3T, TF3UA og TF3JA.

-TF3SG þakkaði samstarfið með fyrri stjórn og vill koma á framfæri að starfið hafi verið mjög skemmtilegt.  Hann sé þó ekki farinn því hann taki við bíróinu.

-TF3UA um áhrif eldgosa: Félagi nokkur tók upp farsíma sinn á Fimmvörðuhálsi til að taka ljósmynd, vegna rakans í símanum og frostsins, þá fraus síminn að innan og varð ónýtur.

-TF3JA:  Fjarskiptafyrirtæki velta því fyrir sér hvaða áhrif eldfjallaaskan geti haft á fjarskipti.

-TF3T:  Ég er sérlega ánægður með skýrslu formanns sem fylgdi fundargögnum, alls 68 bls í A4 broti, læsileg með fjölda góðra ljósmynda; tóku margir undir þau orð.

-TF3SG:  Nýr ársreikningur er að þessu sinni betur settur fram og skilmerkilegri en áður hefur verið, það er samstarf stjórnar og skoðunnarmanna.

-TF3KB:  Þakkir til formanns og stjórnar fyrir ársskýrsluna og gott og farsælt starf.

-TF2JB:  Formaður þakkar fyrir sig, og þakkar félögum fyrir þáttöku í starfi félagsins, sendir fráfarandi stjórnarmönnum góðar kveðjur og býður nýja stjórnarmenn velkomna.

-Fundarstjóri TF5B:  Þakkar stjórn frábær störf og vill sérstaklega nefna einstaka fróðlega ársskýrslu svo og ágætan ársreikning.

Fleira var ekki gert.

,

Aðafundur ÍRA 2009

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Reykjavík, 23. maí 2009.

Fundur hófst kl. 14:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 25.

Fundarritari: TF3Y

Dagskrá

1. Látinna amatöra minnst

Formaður Hrafnkell Eiríksson TF3HR bað fundarmenn að minnast látinna félaga og setti síðan fundinn kl. 14:00

2. Fundarstjóri og fundarritari kosinn

Formaður stakk upp á Kristni Andersen TF3KX sem fundarstjóra og Yngva Harðarsyni sem fundarritara en lýsti jafnframt eftir öðrum tillögum. Engar bárust.

3. Könnuð umboð

Fundarstjóri lýsti eftir umboðum vegna félaga sem ekki væru á staðnum. Eitt umboð kom fram, þ.e. Hrafnkell Eiríksson fór með umboð Guðmundar Löve TF3GL.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum við fundargerð síðasta aðalfundar. Formaður upplýsti að engar athugasemdir hefðu borist stjórn. Engar athugasemdir bárust á fundinum og skoðaðist fundargerðin því samþykkt.

Sveinn Guðmundsson TF3T áréttaði skoðun sína að fundargerð bæri að klára á fundinum og lesa fyrir viðstadda til samþykktar. Formaður sagði að því stefnt á næsta fundi. Engar frekari umræður urðu.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður flutti skýrslu formanns fyrir síðasta starfsár. Í skýrslu sinni fór formaður yfir helstu viðburði í starfi félagsins sl. ár, s.s. fræðslufundi, alþjóðasamstarf, auknar tíðniheimildir og nýbreytni í upplýsingamiðlun til félagsmanna. Skýrslan er birt í heild sinni í CQ TF.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Fundarstjóri lýsti eftir skýrslum annarra embættismanna.

Haraldur Þórðarson TF3HP sagði frá ferð sinni á formannafund NRAU. Hæst hefði borið HF-mál og auknar tíðniheimildir. Lagt hafi verið fyrir fundinn að þrýsta á alþjóðasamfélagið að sækjast eftir ýtrustu tíðniheimildum.

Umræða hafi orðið um viljandi truflanir tiltekins ítalsks amatörs á DX-tíðni á 20m bandinu. Samþykkt var að þrýsta á ítalska félagið að koma viðkomandi amatör úr loftinu.

Rædd var notkun viðskeyta við kalmerki. Samþykkt ályktun um að nota einungis /P, /M og /MM og nýtt viðskeyti til notkunar í neyðartilvikum eingöngu /D.

Haraldur sagði frá áformum Svía um að styrkja Í.R.A. um EUR 200.

Kristinn Andersen TF3KX gaf skýrslu fyrir hönd prófanefndar. Eitt próf var haldið á árinu. Kristinn nefndi að til skoðunar væri að endurskoða það hvernig staðið er að prófum.

Kristján Benediktsson TF3KB lýsti yfir að hann teldi sig enn gegna hlutverki alþjóðatengils félagsins. Spurði hann stjórnina hvers vegna ekki hefði verið sendur maður á svæðisfund IARU í Króatíu.

Gjaldkeri Ársæll Óskarsson TF3AO flutti gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir síðasta starfsár. Sagði hann 176 félaga á skrá, þar af greiddu 123 árgjald. Tekin hafi verið sú stefna að þeir sem búsettir eru erlendis greiði ekki árgjöld. Gjaldkeri vakti sérstaklega athygli á að vaxtatekjur þetta árið hefðu verið lægri en áður en það mætti rekja til taps af verðbréfaeign félagsins í tengslum við bankahrunið. Um hafi verið að ræða söluandvirði loftnetsturns sem fjárfest hafi verið fyrir í fyrirtækjabréfum hjá Landsbankanum. Sú fjárfesting hefði legið og hugmyndin að um yrði að ræða stofn sem nýst gæti til húsnæðiskaupa í framtíðinni.

Fundarstjóri lýsti eftir fyrirspurnum um skýrslu formanns og annarra embættismanna.

Halldór Christensen TF3GC spurði um stöðu fánasjóðs. Gjaldkeri sagði hann standa í tæpum 80 þús. kr.

Erling Guðnason TF3EE spurði gjaldkera hverjir hefðu tekið um það ákvörðun að fjárfesta í fyrirtækjabréfum. Gjaldkeri sagði það gamla ákvörðun. Hún hefði verið tekin fyrir sína tíð í stjórn en í henni hefði hann setið sl. 14 ár. Taldi hann að um hefði verið að ræða sameiginleg ákvörðun félagsmanna á sínum tíma.

Sveinn Guðmundsson TF3T spurðist fyrir um óinnheimt félagsgjöld. Þau væru greinilega ekki færð til eignar á efnahagsreikning félagsins. Gjaldkeri sagði skoðunarmenn reikninga ekki hafa gert athugasemdir við uppgjör félagsins.

Þorvaldur Stefánsson TF4M sagði tap á verðbréfaeign fara fyrir brjóstið á sér. Félagið ætti ekki að braska með fé félagsmanna. Það væri sín skoðun að ekki ætti að safna sjóðum heldur nota fé til uppbyggingar á aðstöðu. Þá sagðist hann mótfallinn því að félagið þægi styrki frá Svíum á sama tíma og það ætti talsvert fé a reikningum.

Sigurður Óskarson TF2WIN spurðist fyrir um hversu margir félagar væri yfir 67 ára aldri. Gjaldkeri svaraði því til að 100 greiddu fullt árgjald en 23 hálft. Þeir sem greiddu hálft árgjald væru 67 ára og eldri.

Kristján Benediktsson TF3KB gerði merki félagsins að umtalsefni í samhengi við umræðu um fánasjóð og fána félagsins. Sagðist Kristján hafa teiknað merkið á sínum tíma með penna, tússi og teiknivél. Á því væru nokkrir gallar sem kæmu í ljós við mikla stækkun og hefði hann áhuga á að laga þá. Gallarnir birtust sem pixelering og örður. Kristján sagðist vilja koma merkinu frá sér á stafrænu vektorformi.

Formaður svaraði spurningu Kristjáns TF3KB varðandi það hvers vegna félagið hefði ekki sent mann á IARU fundinn í Króatíu. Sagði hann það hafi verið skoðun stjórnarinnar að félagið ætti að taka þátt í stefnumarkandi umræðu. Slík umræða hefði átt sér stað á NRAU fundinum í Svíþjóð og hefðu Norðurlöndin farið með umboð Í.R.A. á IARU fundinum.

Gjaldkeri svaraði fyrirspurn Þorvaldar TF4M varðandi fjárfestingu félagsins í fyrirtækjabréfum hjá Landsbankanum. Fjárfestingin hefði á sínum tíma verið hugsuð sem framlag til mögulegrar húsbyggingar. Hann lýsti sig sammála um að bæta við tækjabúnað félagsins. Formaður tók undir með gjaldkera og undirstrikaði að ekki væri rétt að tala um sem verðbréfabrask. Um hefði verið að ræða fjárfestingu sem legið hefði í lengri tíma.

Jónas Bjarnason TF2JB sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að fulltrúi félagsins hafi ekki verið sendur á IARU fundinn í Króatíu. Sagði hann Svía hafa farið með okkar umboð þar og tekið þar þátt í umdeildum ákvörðunum. Leitt hefði verið að lesa um það í fréttabréfum annarra félaga. Þá sagðist Jónas sakna skýringa við ársreikning félagsins og að hann hefði viljað frétta fyrr af tapi félagsins á verðbréfaeign.

Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN kom að fánamáli. Spurði hann hver ætti merki félagsins? Kristján TF3KB varð fyrir svörum og kvað sig eiga höfundarréttinn en að hann ætlaði ekki að takmarka notarétt félagsins að merkinu. Hins vegar vildi hann ekki að yrði “krotað” í merkið. Það teldi hann brot á höfundarrétti sínum. Nefndi Kristján að honum hafi dottið í hug að rita notkunarskilmála merkisins. Kristján nefndi sérstaklega að hann hafi ekki sett neinar kvaðir varðani lit í merki félagsins.

Ekki urðu frekari umræður um skýrslur embættismanna.

Fundarstjóri bar reikninga félagsins undir atkvæði og voru þeir samþykktir samhljóða.

7. Lagabreytingar

Næsta  mál á dagskrá voru lagabreytingar. Einn félagi hafði lagt fram tillögur um breytingar á nokkrum greinum laga félagsins, þ.e. Jónas TF2JB. Þegar hér var komið við sögu var gert fundarhlé til að tóm gæfist til að prenta út umræddar tillögur.

8. Hlé

Í fundarhléi var til gamans haldin óformleg keppni í að veiða sem flest kallmerki úr upptöku af kraðaki (pileup).

8. Lagabreytingar (framhald)

Að afloknu fundarhléi kl. 15:37 var haldið áfram umræðu um tillögur Jónasar TF2JB að lagabreytingum. Um var að ræða tillögur að breytingum á 6., 9., 14., 15. og 21. grein. Tillögurnar höfðu verið birtar í CQ TF, 2. tbl. 2009 og á heimasíðu félagsins ásamt greinargerð. Tillögurnar voru ræddar hver fyrir sig en Jónas dró til baka tillögur um breytingar á 14. og 21. gr.

Varðandi breytingu á 6. gr. laganna þá lagði Jónas tillöguna fram í lítið breyttri mynd eða svohljóðandi:

6. gr. Fyrsta setning falli niður. Í stað hennar komi:

Kjör heiðursfélaga. Heimilt er að kjósa heiðursfélaga Í.R.A. Tilnefningar skulu berast til stjórnar ásamt rökstuðningi með slíkri tilnefningu og leggur fyrir aðalfund. Stjórn getur hafnað tilnefningu en heimilt er félagsmanni að leggja tillögu sína fyrir aðalfund. Kjör skal vera leynilegt og þarf 2/3 hluta atkvæða til þess að kjör skoðist löglegt.

Í framhaldi komi eldri texti óbreyttur, þ.e. “Honum skal afhent skjal… o.s.frv.”

Í tengslum við framangreinda tillögu kom fram í umræðum að Jónas hefði áformað undir önnur má að bera upp tillögu við fundinn um kynningu á heiðursfélögum. Óskað var eftir að tillagan kæmi fram í tengslum við lagabreytingatillöguna þó hún sé ekki hluti hennar. Tillaga Jónasar var svohljóðandi:

Heiðursfélagar Í.R.A. eru í dag 12 talsins. Það eru: TF3AB, TF3AC,TF3SV, TF3TF, TF5TP og TF6GI (hljóðnaðir lyklar) og TF3A TF3AS, TF3HP, TF3MX, TF3S og TF3T.

Undirritaður gerir tillögu um að þessum mönnum verði sýnd virðing með því að fram  komi, t.d. á heimasíðu Í.R.A., lágmarksupplýsingar um sérhvern þeirra í ljósi þess að félagið hefur í gegnum áratugina ákveðið að heiðra þá með æðstu viðurkenningu félagsins.

Mælt er með gagnorðum texta (ásamt ljósmynd), e.t.v. ca. 5-7 setningum um hvern þeirra. Hvenær fékk heiðursfélaginn fyrst útgefið leyfisbréf eða hvenær hann var virkur. Hvort fleiri í fjölskyldunni eru/voru leyfishafar. Hvaða atvinnu hann stundaði/stundar og síðast en ekki síst, helstu ástæður þess að hann var tilnefndur og kjörinn heiðursfélagi Í.R.A.

Flutningsmaður: TF2JB.

Í umræðu um lagabreytingartillöguna gerði Kristján TF3KB það að tillögu sinni að stofnuð yrði nefnd um kjör heiðursfélaga. Í framhaldi af því dró Jónas TF2JB tillögu um breytingu 6. gr. til baka.

Varðandi breytingartillögu Jónasar TF2JB á 9. gr. laganna þá lá hún fyrir fundinum svohljóðandi:

Önnur málsgrein. Við málsgreinina bætist:

Starfsáætlun nýrrar stjórnar skal birt í fyrsta tbl. CQ TF og/eða fréttabréfi eftir aðalfund.

Nokkur umræða varð um tillöguna. Ársæll TF3AO benti á að hefðbundið væri að fyrsta blað eftir aðalfund væri blað sem birt væri fyrir útileikana og unnið væri í júlí. Erfitt gæti verið að koma því við að hafa fullbúna starfsáætlun til á þessum tíma. Jón Þóroddur TF3JA og Kristján TF3KB tóku undir með Ársæli og bentu á að um væri að ræða áhugamannafélag og eðlilegt að starfið tæki mið af því.

Eftir umræðu varð úr að Jónas TF2JB lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu sína um 9. gr.:

Önnur málsgrein. Við málsgreinina bætist:

Starfsáætlun nýrrar stjórnar skal birt á vettvangi félagsins sem fyrst eftir aðalfund.

Gengið var til atkvæða við tillöguna í þessari mynd. Atkvæði féllu þannig að tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum á móti 5.

Þvínæst var rædd svohljóðandi breytingartillaga Jónasar TF2JB á 15. gr.:

Núverandi setning falli niður. Í hennar stað komi.

Félagsfundur getur ályktað um mál og skal ákvörðun hans vera leiðbeinandi fyrir stjórn en lögð fyrir aðalfund til staðfestingar.

Í umrædum komu fram þau viðbótarrök Jónasar að hugsunin væri sú að fundarsókn gæti verið lítil eða mikil eftir atvikum.

Eftir nokkra umræðu var tillagan samþykkt með 8 atkvæðum gegn 4 en aðrir sátu hjá. Jafnframt var samþykkt að fella niður síðari málsgrein greinargerðar með tillögunni

9. Stjórnarkjör

Því næst var gengið til stjórnarkjörs. Fundarstjóri óskaði eftir því við formann að hann gerði grein fyrir stöðunni í stjórninni, hvernig kjörtímabil stæðu og hverjir gæfu kost á sér til endurkjörs. Formaður, Hrafnkell TF3HR sagðist sjálfur ekki gefa kost á sér til endurkjörs og að Ársæll TF3AO gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þá væri kjörtímabili Sveins TF3SNN að ljúka en hann gæfi kost á sér til áframhaldandi setu. Þá væru tveir stjórnarmenn að ljúka fyrra ári stjórnarsetu, þeir Guðmundur Sveinsson TF3SG og Guðmundur Löve TF3GL. Þeir hefðu verið kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Guðmundur TF3GL hefði þó gefið það út að hann væri reiðubúinn að víkja ef einhver sæktist eftir stjórnarsetu. Lokst þyrfti að kjósa tvo varamenn í stjórn.

Fundarstjóri kallaði nú eftir framboði til formanns. Guðlaugur Jónsson TF8GX stakk upp á Jónasi Bjarnasyni TF2JB og gaf hann kost á sér. Haraldur Þórðarson TF3HP stakk upp á Guðmundi Sveinssyni TF3SG en gaf hann ekki kost á sér. Fleiri framboð komu ekki fram og var Jónas TF2JB því sjálfkjörinn formaður.

Þvínæst var kallað eftir framboði tveggja stjórnarmanna til setu til tveggja ára. Jónas TF2JB stakk uppá Erling Guðnasyni TF3EE. Hrafnkell TF3HR stakk uppá Sveini TF3SNN. Aðrir gáfu ekki kost á sér og voru þeir Erling og Sveinn sjálfkjörnir.

Loks var lýst eftir framboði tveggja varamanna í stjórn. Jónas stakk uppá þeim Jóni Ingvari Óskarssyni TF1JI og Kjartani Bjarnasyni TF3BJ báðum fjarverandi en mun Jónas hafa fengið fyrirfram samþykki þeirra. Önnur framboð komu ekki fram og voru þeir Jón og Kjartan því sjálfkjörnir.

Að lokum var lýst eftir framboði tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara. Stungið var uppá þeim Óskari Sverrissyni TF3DC og Hauki Konráðssyni TF3HK í embætti skoðunarmanna og Vilhjálmi Sigurjónssyni TF3VS til vara. Óskar var fjarverandi en talið að hann gæfi kost á sér. Voru framangreindir sjálfkjörnir.

10. Árgjald

Þá var komið að ákvörðun árgjalds. Fráfarandi gjaldkeri Ársæll TF3AO stakk uppá að sökum ástandsins í þjóðfélaginu yrði árgjald lækkað í kr. 4.000 úr kr. 5.000. Tillaga Ársæls var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu.

11. Önnur mál

Fyrst var tekin fyrir tillaga svonefndrar eins stafs nefndar sem skipuð var á aðalfundi 2008 og hafði það hlutverk að gera tillögur um endurskoðun reglna um hvenær stjórn Í.R.A. geti mælt með umsóknum um kallmerki með 1-stafs viðskeyti. Nefndina skipuðu Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Yngvi Harðarson TF3Y. Tillögur nefndarinnar og greinargerð með þeim höfðu birst í CQ TF 1. tbl. 2009 og á vefsvæði félagsins og lágu auk þess fyrir fundinum. Yngvi TF3Y gerði stuttlega grein fyrir tillögum nefndarinnar og því meginsjónarmiði að nefndin hefði haft að leiðarljósi að gera eins litlar breytingar á samþykkt aðalfundar frá árinu 1981 og kostur væri.

Tillaga nefndarinnar var svohljóðandi:

Almennar reglur:

1. Mælikvarði á virkni, fjöldi staðfestra DXCC landa, verði aukinn úr 100 í 200.
2. Tímalengd leyfis verði aukin í 30 ár úr 25.

Undanþágur frá almennum reglum:

Stjórn Í.R.A. getur að tillögu sérstakrar nefndar mælt með úthlutun til einstaklinga sem ekki uppfylla annað eða bæði almennu skilyrðin enda liggi að baki sérstakur árangur og / eða virkni.

Kallmerki með eins stafs viðskeyti til tímabundinnar úthlutunar:

Unnt er að mæla með eins stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða vegna keppnisþátttöku. Við úthlutun til tímabundinnar notkunar skal nota viðskeytin W, X, Y, og Z. Þetta þó kemur ekki í veg fyrir fasta úthlutun viðkomandi bókstafa.

Tillaga nefndarinnar var tekin til atkvæða og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en tveir sátu hjá.

Þá kvað Kristján TF3KB sér hljóðs og lýsti tillögu sinni um skýrari mörk á kallsvæðinu TF0. Áður hafði Kristján birt tillögu sína á póstlista félagsins. Lýsti Kristján eldri skilgreiningu sem er svohljóðandi:

“TFØ er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins. Jaðar svæðisins er þeir punktar sem eru í 12km fjarlægð frá neyslustöðum rafveitna, eða jökulrönd, sé hún í minna en 12km fjarlægð.”

Lýsti Kristján því að þetta hafi þótt ónákvæm skilgreining. Tillaga Kristjáns var að framvegis yrði TF0 kallsvæðið miðuð við skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendis Íslands á hinu lokaða svæði að undanteknu því sem nefndin hefur skilgreint sem mannvirkjabelti. Tillagan er svohljóðandi:

“TFØ er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins að undanskildum mannvirkjabeltum. Lokaða svæðið og mannvirkjabeltin er skv. skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins. Í mannvirkjabeltum miðhálendisins gildir venjuleg kallsvæðaskipting eftir staðsetningu miðað við stjórnsýslumörk.” Með tillögunni fylgdi kort þar sem væðið er rækilega merkt. Fram kom í máli Kristjáns að gert er ráð fyrir að svæðið geti breyst og fylgi þá nýrri skilgreiningu samvinnunefndar en núverandi skilgreining samvinnunefndar gildir til ársins 2015.

Eftir nokkra umræðu var tillaga Kristjáns borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Þá kvaddi Sigurður Óskarsson TF2WIN sér hljóðs. Sagði Sigurður að ýmislegt mætti betur fara í kynningu á starfsemi radíóamatöra fyrir nýjum amatörum. Nefndi hann m.a. að það vantaði uppá ýmis hagnýt atriði, s.s. varðandi notkun tækja, og hvaða stöðvar væru í notkun. Þá kvaðst hann vera áhugamaður um neyðarfjarskipti og lagði til að félagið beitti sér fyrir því að teknar yrðu saman hagnýtar upplýsingar í möppu sem gagnast gætu í neyðarfjarskiptum. Nefndi hann m.a. á hvaða tíðnum skilyrði gætu verið við mismunandi aðstæður.

Kristinn Andersen TF3KX tók undir orð Sigurðar. Sagði hann það vantaði meiri hagnýtar leiðbeiningar um það hvernig eigi að komast í loftið. Hvatti hann nýja stjórn til að handleiða þá tugi nýrra félaga sem bæst hafa í hópinn að undanförnu og kynni þeim ýmis grundvallaratriði.

Þorvaldur TF4M lagði til að rit þeirra John Devoldere ON4UN og Mark Demeuleneere ON4WW, Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra, og Vilhjálmur TF3VS hefði nýverið þýtt yrði gefið út á prenti og innbundið á vegum félagsins til afhendingar til nýrra og núverandi radíóamatöra.

Í umræðum kom fram hjá Kristjáni TF3KB að ritið hefur verið samþykkt af IARU og að honum hefði borist fyrirspurn frá IARU um það hvort unnt væri að þýða ritið á íslensku. Hann hefði svarað því til að það hefði þegar verið gert. Kristján lagði til að félagið þakkaði Vilhjálmi fyrir þýðinguna. Var það gert með lófataki.

Þorvaldur TF4M gerði póstlista félagsins að umtalsefni. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að á meðan póstlistinn væri í gangi þá færðist virkni félagsmanna ekki yfir á vefsetur félagsins. Lagði Þorvaldur til að póstlistanum yrði lokað.

Hrafnkell TF3HR tók undir orð Þorvaldar.

Kristján TF3KB sagði eina ástæðu þess að hann sjálfur notaði enn póstlistann vera þá að póstlistinn væri aðgengilegur félagsmönnum. Spurði hann hvort á vef félagsins væri svæði sem eingöngu væri aðgengilegt félagsmönnum sem nota mætti fyrir viðkvæm mál, t.d. þau sem vörðuðu samskipti við Póst og fjarskiptastofnun. Hrafnkell TF3HR varð fyrir svörum og staðfesti að slíkt lokað svæði væri aðgengilegt á vef félagsins. Hins vegar lýsti hann þeirri skoðun sinni að almenna reglan ætti að vera sú að umræðan ætti að vera fyrir opnum tjöldum.

Kristinn TF3KX spurði hvort eitthvað mælti gegn því að framkvæma þessa breytingu. Hrafnkell TF3HR sagði það eina sem honum dytti í hug væri að félagsmenn þyrftu að færa sig. Varðandi það atriði ef koma þyrfti pósti á alla félagsmenn þá mætti nota vefkerfið til þess þar sem stjórnandi kerfisins gæti sent póst úr kerfinu til allra þeirra sem þar væru skráðir.

Haraldur TF3HP sagði frá því að sér hefði borist símtal frá ríkislögreglustjóra þar sem honum hefði verið tilkynnt að embættið gæfi félaginu nýjan endurvarpa á Gagnheiði. Almannavarnir ríkisins áttu þennan endurvarpa. Ríkislögreglustjóri ákvað að Í.R.A. fengi þennan endurvarpa vegna vinnuframlags í gamla daga. Stjórn og endurvarpanefnd þurfi að ákveða tíðni. Fram kom í máli Haraldar að endurvarpinn ætti að nást á Vaðlaheiði og staðfesti Brynjólfur Jónsson TF5B það.

Þá sagði Haraldur frá því að honum hefði borist tölvuskeyti frá Flugstoðum. Í því hefði félaginu verið heimilað að koma fyrir APRS sendi í sendahúsi Flugstoða í Bláfjöllum. Slíkur sendir yrði nettengdur og allir geti þá skoðað ferilvöktunina. Haraldur sagði allan búnað vera til staðar. Haraldur sagði að auk sín þá hafi Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Þór Magnússon TF3TON unnið að verkefninu.

Jónas TF2JB lagði fram þrjár tillögur. Tillögu um aðgang að 70MHz tíðnisviðinu, tillögu um heiðursfélaga og tillögu um endurúthlutun kallmerkja. Tillögurnar og afgreiðsla þeirra voru svohljóðandi:

Tillaga TF2JB um aðgang að 70MHz tíðnissviðinu:

Undanfarin misseri hefur verið áberandi aukning á tilkynningum frá aðildarfélögum I.A.R.U. í Region 1 þess efnis, að radíóamatörar í viðkomandi landi hafi fengið heimild til notkunar á 70 MHz tíðnisviðinu (4 metrum).

Eftirtalin lönd heimila notkun radíóamatöra á 70 MHz tíðnisviðinu: Azoreyjar, Danmörk, Eistland, Færeyjar, Gíbraltar, Grikkland, Grænland, Írland, Ítalía, Krótatía, Kýpur, Lúxemborg, Madeira, Monakó, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Slóvakía, Sómalía, Svartfjallaland, Svíþjóð, Suður-Afríka, Tékkland, Stóra-Bretland og Þýzkaland. Bretland hefur t.d. heimilað sínum leyfishöfum afnot af sviðinu allt frá árinu 1956. Í dag hafa þeir til ráðstöfunar 475 kHz, þ.e. frá 70.025 Mhz til 70.500 Mhz.

Lagt er til að aðalfundur Í.R.A. 2009 samþykki að vísa til stjórnar félagsins að hlutast verði til um að Í.R.A. sæki þegar um afnot af 70 MHz tíðnisviðinu fyrir íslenska radíóamatöra.

Kristján TF3KB lagði til að bætt yrði við tillöguna að Í.R.A. sækti þegar einnig um afnot af 500KHz tíðnisviðinu.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingartillögu TF3KB með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga TF2JB um heiðursfélaga:

Heiðursfélagar Í.R.A. eru í dag 12 talsins. Það eru: TF3AB, TF3AC,TF3SV, TF3TF, TF5TP og TF6GI (hljóðnaðir lyklar) og TF3A TF3AS, TF3HP, TF3MX, TF3S og TF3T.

Undirritaður gerir tillögu um að þessum mönnum verði sýnd virðing með því að fram  komi, t.d. á heimasíðu Í.R.A., lágmarksupplýsingar um sérhvern þeirra í ljósi þess að félagið hefur í gegnum áratugina ákveðið að heiðra þá með æðstu viðurkenningu félagsins.

Mælt er með gagnorðum texta (ásamt ljósmynd), e.t.v. ca. 5-7 setningum um hvern þeirra. Hvenær fékk heiðursfélaginn fyrst útgefið leyfisbréf eða hvenær hann var virkur. Hvort fleiri í fjölskyldunni eru/voru leyfishafar. Hvaða atvinnu hann stundaði/stundar og síðast en ekki síst, helstu ástæður þess að hann var tilnefndur og kjörinn heiðursfélagi Í.R.A.

Afgreiðsla: Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga TF2JB um endurúthlutun kallmerkja:

Engar skráðar reglur eru til um það hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki, t.d. í kjölfar þess að lykill leyfishafa hljóðnar (þ.e. leyfihafi deyr). Hér geta komið til mörg álitamál. Einn leyfishafi kann t.d. að hafa verið mjög virkur, annar leyfishafi kann t.d. að hafa verið óvirkur, þ.e. tekið út leyfisbréf og greitt fyrir það en aldrei notað kallmerkið.

Lagt er til að aðalfundur Í.R.A. 2009 samþykki skipan þriggja manna í nefnd er fjalli um þetta mál og fleiri sem skyld eru að mati nefndarinnar. Nefndin skili tillögum sínum eigi síðar en á aðalfundi félagsins árið 2010.

Nokkur umræða varð um tillöguna. Hrafnkell TF3HR sagði að stjórn hefði haft vinnureglur um endurúthlutun kallmerkja. Vinnureglum þessum hefði verið dreift til félagsmanna í tengslum við “eins stafs” málið. Einnig hafi þær verið birtar í einfaldaðri mynd í fundargerð stjórnar.

Jónas TF2JB sagði einn hvata hugleiðinga sinna vera þann hversu margir hefðu fengið leyfi og úthlutað kallmerki en aldrei farið í loftið. Ársæll TF3AO sagðist hafa verið búinn að vinna lista yfir kallmerki manna sem hafi látist og hvenær þeir hefðu látist. Hins vegar væri vafamál að heimilt væri að birta listann vegna reglna um persónuvernd.

Bjarni Sverrisson TF3GB lýsti þeirri skoðun sinni að menn ættu að forðast það að verða til þess að hætt verði að úthluta kallmerkjum ævilangt.

Brynjólfur TF5B sagðist á móti því að kallsvæðaskiptingin yrði lögð niður. Sagði hann engan skort á kallmerkjum.

Fjórir menn gáfu kost á sér til starfa í umræddri nefnd um endurúthlutun kallmerkja, þeir Jón TF3JA, Kristinn TF3KX, Haraldur TF3HP og Brynjólfur TF5B. Í framhaldi af því lagði Jónas TF2JB flutningsmaður tillögunnar að henni yrði breytt á þann veg að nefndina skipuðu fjórir menn.

Afgreiðsla: Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum m.v. að nefndin yrði skipuð fjórum mönnum.

Ekki komu fram fleiri mál undir liðnum önnur mál.