Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis).

Grímunotkun í húsnæðinu er valkvæð, samanber núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra til 29. þ.m. um takmörkun á samkomum vegna faraldurs.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=2acbd819-a1bf-4bbe-8b71-aed8d3d4557f

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert.

17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld.

Til þess að minnast hans var fæðingardagurinn valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944.

Hátíðarkveðjur til félagsmanna og fjölskyldna þeirra á þjóðhátíðardaginn 2021.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 24. júní n.k.

Stjórn ÍRA.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN og Þór Þórisson, TF1GW mættu í Skeljanes laugardaginn 12. júní. Erindið var að færa í hús síðari sendingu af radíódóti úr dánarbúi Bjarna Sverrissonar, TF3GB. Þór Þórisson, TF1GW, hafði áður fært félaginu radíódót úr búinu þann 16. febrúar s.l.

Að þessu sinni var um töluvert meira magn að ræða og komu þeir félagar á tveimur fólksbifreiðum og sendiferðabíl með dótið í Skeljanes. Margt nýtilegra hluta er í sendingunni. Hugmyndin er að geyma sumt af því og bjóða til sölu á flóamarkaði félagsins sem verður haldinn þegar Covid-19 aðstæður leyfa.

Stjórn ÍRA þakkar aðstandendum Bjarna heitins og þeim TF3AO, TF3PPN og TF1GW fyrir að hafa milligöngu um að koma dótinu til félagsins.

Fyrir utan Skeljanes 12. júní. Radíódótið fært í hús. Frá vinstri: TF1GW og TF3PPN og TF3AO fjær (með bak í myndavél).
Dótið komið upp í fundarsalinn í Skeljanesi. Framundan er töluverð vinna að fara yfir og flokka tæki og hluti. Mjög margt er af nýtanlegum tækjum, búnaði, ýmsum smátækjum, íhlutum og loftnetaefni sem verður komið á framfæri við félagsmenn.
Þór Þórisson TF1GW, Ársæll Óskarsson TF3AO og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN í salnum í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi þann 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis:

Arnlaugur Guðmundsson, TF3RD, 101 Reykjavík (G-leyfi).
Jón E. Guðmundsson, TF8KW, 230 Reykjanesbæ (N-leyfi).
Kjartan Birgisson, TF1ET, 109 Reykjavík (G-leyfi).
Pálmi Árnason, 110 Reykjavík (G-leyfi); á eftir að velja/taka út kallmerki.

Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

Opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 10. júní frá kl. 20:00. Nýir leyfishafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Fjarskiptaherbergið verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis). Kaffiveitingar verða í boði.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Byrjað var á að mála langa bárujárnsgrindverkið fyrir utan Skeljanes í dag, 8. júní. Aðkoman að húsinu lítur strax betur út.
Svona leit bárujárnsgrindverkið út áður en byrjað var að mála yfir veggjakrotið í dag. Ljósmyndir: TF3JB.

Próf PFS til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í dag, 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis.

Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófað var í raffræði og radíótækni og reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og lauk með prófsýningu kl. 15. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnlegt próf.

Fulltrúar prófnefndar: Kristinn Andersen, TF3KX, formaður; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Yngvi Harðarson, TF3Y. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar: Jón Björnsson, TF3PW; Jónas Bjarnason, TF3JB; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.

Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Kristinn Andersen, TF3KX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð fagleg aðkoma að verkefninu.

Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.

Stjórn ÍRA.

Fimm þreyttu prófið. Prófið var tvískipt og voru bæði skrifleg en einn próftaki þreytti munnlegs prófs.
Úrlausnir yfirfarnar. Frá vinstri: Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar, Bjarni Sigurðsson fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar, Yngvi Harðarson TF3Y prófnefnd og Vilhjálmur Þór Kjartansson prófnefnd.
Prófsýning hófst stundvíslega kl. 15:00. Þátttakendur fengu úrlausnir afhentar og formaður prófnefndar fór yfir rétt svör. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Einar Kjartansson TF3EK prófnefnd, Jón E. Guðmundsson, Júlía Guðmundsdóttir, Pálmi Árnason, Arnlaugur Guðmundsson, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða félagsins, Yngvi Harðarson TF3Y prófnefnd, Kjartan Birgisson (snýr baki í myndavél) og Kristinn Andersen TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA. Ljósmyndir: TF3JB.

Ágæt mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í gær, 3. júní, þrátt fyrir skertan opnunartíma þar sem salurinn var upptekinn til kl. 21 vegna upprifjunartíma hjá þátttakendum á námskeiði ÍRA til amatörleyfis, en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið á morgun, 5. júní.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var m.a. opið annan fimmtudaginn í röð, en þurft hefur að halda því lokuðu vegna Covid-19 næstum því í heilt ár. Einnig var herbergi QSL stofunnar opið.

Líkt og fram hefur komið, endurforritaði Georg Kulp, TF3GZ, og uppfærði föstu tíðnirnar nýlega í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. Mikill munur er, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni. Vegna fyrirspurna í gærkvöldi um röðun VHF og UHF tíðna er birt tafla (sjá neðar) sem Georg setti upp fyrir stöð félagsins.

Alls mættu 14 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta vindasama en ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Pálmi Ólafur Árnason og Kjatan Birgisson.
Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Mathías Hagvaag TF3MH ræða málin.
Georg Kulp TF3GZ forritaði Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins 30. maí s.l.
Tafla með upplýsingum um tíðnirnar sem voru forritaðar í Yaesu VHF/UHF stöð TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á morgun, 3. júní, kl. 21:00-22:00.

Ástæða þess að ekki er opnað kl. 20 eins og venjulega, er að fimmtudagurinn er síðasti kennsludagurinn á yfirstandandi námskeiði félagsins til amatörleyfis.

Grímuskylda er í húsnæðinu. Vegna styttri opnunartíma verða ekki kaffiveitingar, en fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis).

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 5. júní 2021 samkvæmt eftirfarandi:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti.
15:30 – Prófsýning.

Almenn skráning í prófið fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng hjá Póst- og fjarskiptastofnun: hrh hjá pfs.is og bjarni hjá pfs.is með efnisorðinu “prófskráning”. Tilkynningu um þátttöku þarf að senda ekki síðar en 3.  júní.

ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem eru skráðir á yfirstandandi námskeiði hjá félaginu, sem er nú í gangi. Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira hjá ira.is

Eftirfarandi úrræði (annað eða hvoru tveggja) eru í boði ef um þau er beðið með 2ja daga fyrirvara: (a) Litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur og (b) stækkun í A3. Senda þarf tölvupóst á Kristinn Andersen TF3KX: kristinn1 hjá gmail.com

1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn.
2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku (!) sem hentar reiknigrafi.
3) Endanleg einkunn kemur frá PFS á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) Gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega skrifað.
5) Rissblöðum er ekki útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Með ósk um gott gengi,

Prófnefnd ÍRA.

Mynd úr prófi Póst- og fjarskiptastofnunar sem haldið var í félagsastöðu ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opnað á ný s.l. fimmtudag eftir að hafa verið lokað í tæpt 1 ár vegna Covid-19. Það var því ekki seinna vænna að gera „sjakkinn“ kláran (þótt aðeins þrír félagar megi vera þar samtímis…a.m.k. um sinn). Það var vaskur hópur sem mætti til verka eftir hádegið á sunnudag: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Jónas Bjarnason, TF3JB. Eftirfarandi var gert:

  • Kenwood TS-2000 gervihnattastöð TF3IRA var yfirfarin sem og allar tengingar við diskloftnetið. Allt reyndist í góðu lagi, þ.e. kaplar og tengingar, þ.m.t. „transverter“ og fylgibúnaður. Sendiafl mælist hins vegar of lágt og telur Ari líklegast að bilun sé í tengi við GHz sendinetið. Verður kannað næstu daga.
  • Georg setti upp Diamond SX-200N VHF/UHF húsloftnetið við Icom IC-208H APRS stöð félagins, TF3IRA-1Ø (í stað J-póls loftnets). 200 netið var áður í notkun við félagsstöðina,  en hafði bilað og var nú viðgert af Ara.
  • Ari og Georg skiptu um „ethernet switch“ í herberginu. Netgear rofinn er fjölhæfari og hraðvirkari, auk þess að vera skermaður. Við breytinguna hurfu truflanir á 14 MHz (og HF) sem áður hafa „plagað“ fjarskiptin frá félagsstöðinni.
  • Þeir félagar grisjuðu ennfremur [og skiptu um] snúrur og settu skermaðar að baki fjarskiptaborða A og B. Góð breyting tæknilega en einnig útlitslega.
  • Georg endurstillti og uppfærði föstu tíðnirnar í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöðinni. Mikill munur, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni.
  • Icom C-7610 þarfnast hugbúnaðaruppfærslu úr 1.20 í 1.30. Ekki vannst tími til uppfærslunnar en verður gert næstu daga. Icom IC-7300 stöð félagsins fékk hugbúnaðaruppfærslu í 1.40 fyrir tveimur vikum.

Þakkir frá stjórn ÍRA til Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.

Kenwood TS-2000 gervihnattastöð TF3IRA sendir út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og er líklegast að um bilun sé að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).
Eitt af mælitækjunum við bilanagreininguna: Rhode & Schwartz tíðnirófsgreinir sem nær upp í 6 GHz.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ “grisja” og skipta út millisnúrum (fyrir skemaðar) að baki fjarskiptaborðs “B”.
Ethernet “switch’inn” er frá Netgear. Hann er mun hraðvirkari heldur en sá eldri, auk þess sem hann er vel skermaður og er gerður fyrir fleiri tengingar.
Georg Kulp TF3GZ forritar rásir endurvarpanna á VHF og UHF tíðnum í Yaesu FT-7900E stöð TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.

Póst- og fjarskiptastofnun veitir íslenskum radíóamatörum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum, frá og með 1. júní 2021. Gildistími er 3 mánuðir eða til 31. ágúst n.k. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar:

(1) Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz; (2) Engin skilyrði hvað varðar mótun; (3) Heimild er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar; og (5) Ákvörðun um framlengingu verður tekin síðar.

Leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Póstfang er: hrh hjá pfs.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Stjórn ÍRA fagnar þessari heimild.


Fyrir áhugasama, er bent á ítarlega greinargerð um 6 metra bandið hér á landi í nýrri Ársskýrslu ÍRA 2020/21; bls. 97-100. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/03/20210313-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

.

Á myndinni má m.a. sjá Icom IC-7410 HF/50 MHz sendi-/móttökustöð, stillta á tíðnina 50.456 MHz. Radíóvitinn TF1VHF sendir merki á þeirri tíðni allan sólarhringinn frá Mýrum í Borgarfjarðarsýslu. Lesa má grein um vitana á 50 MHz og 70 MHz í 2. tbl. CQ TF 2021, bls. 39. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum frá syni hans, Karli R. Lilliendahl til félagsins í dag lést hann á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík.

Hann var á 75. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 94.

Um leið og við minnumst Carls með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB

formaður