Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls 26. nóvember kl. 20:00. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.

Góð mæting var og skráðu sig alls níu félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmlega 1 klst. og 45 mínútur. Eins og við var að búast var umfjöllunarefnið margvíslegt þótt engin sérstök dagskrá hafi verið sett upp fyrirfram, enda margir að prófa fjarfundabúnað í fyrsta skipti.

M.a. var rætt var um tækin; QRP stöðvarnar: SKY SDR frá Ariel-51, FDM-DUO frá Elad, CommRadio CTX-10 frá AeroStream og Augonaut VI frá Ten-Tec. Ennfremur um Yaesu FTdx101D, nýju FTdx10 stöðina og Icom IC-7100 og 7300. Þá var áhugaverð umræða um SDR viðtæki. Einnig var rætt um góð skilyrði s.l. tvo mánuði út frá sólarsveiflu 25 og um fjarskipti á VHF/UHF um endurvarpann í alþjóðlegu geimstöðinni. Menn skiptust einnig á vefslóðum á áhugaverðar heimasíður.

Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW fyrir að bjóða til þessa annars netspjalls, sem er í kjölfar „purfuhittings“ Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir réttri viku. Skemmtileg tilbreyting og vel heppnuð a.m.k. á meðan félagsaðstaðan í Skeljanesi er lokuð vegna COVID-19.

Stjórn ÍRA.

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM opnaði og stjórnaði netspjalli fyrir félagsmenn s.l. fimmtudag sem gekk prýðilega vel.

Jón Björnsson, TF3PW ætlar að opna netspjall í kvöld kl. 20:00 fimmtudaginn 26. nóvember. Notað veður vefforritið Zoom sem má sækja frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma.

Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að menn geti prófað samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar.

Stjórn ÍRA.

Join Zoom Meeting
https://us05web.zoom.us/j/81985758676?pwd=cTlvRG91VUhQR1JlQzJsNXNaT1htZz09

Meeting ID: 819 8575 8676
Passcode: S0nL9m

Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ verða áberandi á böndunum í desembermánuði. ÍRA hefur tekið þátt í viðburðinum frá upphafi (2018) með starfrækslu kallmerkisins TF3YOTA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, mun setja TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi þegar 1. desember og byrjar með samböndum í gegnum OSCAR-100 gervihnöttinn. Hún verður jafnframt QRV á 20 metrum SSB í mánuðinum.

YOTA verkefnið Yongsters On The Air er starfrækt í desember ár hvert og er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ er frumkvöðull að þátttöku okkar í verkefninu og er jafnframt YOTA verkefnisstjóri félagsins ásamt Árna Frey Rúnarssyni TF8RN.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ starfrækti TF3YOTA í fyrra (2019) m.a. um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Myndin var tekin þegar hún fór í loftið í Skeljanesi um gervitunglið 19. desember það ár. Hún hafði yfir 200 QSO. Mynd: TF3JB.  

Skilyrðin á HF byrjuðu að batna í byrjun október s.l. Aðeins er tæpt 1 ár síðan við vorum í botni 11 ára sólblettasveiflunnar, þannig að ekki var búist við batnandi skilyrðum þetta fljótt.

Síðustu daga féllu skilyrðin nokkuð en eru á uppleið. Í dag (23.11.) stendur Flux‘inn í 94 og sólblettafjöldi í 35.

Líkt og gjarnan gerist þegar sólin er þetta virk koma truflanir (segulstormar) vegna þess að meiri virkni sólar þýðir meiri norðurljós og óstöðugleika sbr. stöplaritið frá NOAA fyrir K-gildið vikuna 17.-23. nóvember.

Skilyrðaspáin fyrir Flux‘inn stendur í 94 fram á laugar-dag en fer svo lækkandi (í 85) m.v. 7. desember.

27 daga spá NOAA (23.11.-11-12.2020): https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

CQ WORLD WIDE DX CW keppnin 2020 er framundan, helgina 28.-29. nóvember n.k. Þetta er stærsta morskeppni ársins. Batnandi skilyrði og aukin þátttaka fyrir áhrif COVID-19 gefa von um spennandi viðburð.

Um er að ræða 48 klst. keppni sem sem hefst kl. 00:00 laugardaginn 28. nóvember og lýkur kl. 23:59 á sunnudaginn 29. nóvember.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar (sbr. reglur).

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.

Keppnisreglur:  https://www.cqww.com/rules.htm

Aðstandendur Stefáns Þórhallssonar, TF3S komu kassa með QSL kortum á framfæri við stjórn félagins 21. nóvember. Um er að ræða nokkur hundruð DX kort og 12 kort frá íslenskum leyfishöfum; staðfest sambönd frá 1950-2015 eða í 65 ár. Stefán lést 2015.

Um er að ræða sambönd á tali (AM, SSB) og á morsi (CW). Töluvert er af áhugaverðum DX kortum og íslensku kortin eru frá 12 leyfishöfum: TF2KJ (80M CW 1977); TF3AR (20M CW 1952); TF3BB (80M CW 1968); TF3JJ (80M SSB 1969); TF3JX (15M CW 1981); TF3KX (80M SSB 1977); TF3MA (80M AM 1966); TF3NNN (80M CW 1978); TF3SG (20M CW 1981); TF5DC (80M SSB 1978); TF5GWN (80M CW 1977) og TF5TP (40M CW 1950).

Kortin eru fyrir sambönd TF2ST frá Lóranstöðinni í Vík í Mýrdal (1976), TF3ST/4U frá Genf í Sviss (1977) og TF3ST og TF3S frá Reykjavík (fyrir og eftir þær dagsetningar).

QSL kortin munu liggja frammi í Skeljanesi næstu opnunarkvöld og verða síðan í vörslu stjórnar óski félagsmenn eftir að sjá þau og e.t.v. vinna úr þeim að einhverju leyti.

Hugsanlegt er að meira af kortum hans muni berast félaginu. Bestu þakkir til aðstandenda. Þess má geta, að Stefán var leyfishafi nr. 28 og heiðursfélagi ÍRA. Faðir hans, Þórhallur Pálsson, TF5TP var einnig heiðursfélagi.

Stjórn ÍRA.

Hluti af kortunum sem bárust 21. nóvember. Eftir er að fara yfir öll kortin og flokka. Ljósmynd: TF3JB.
QSL kortin frá íslensku leyfishöfunum. Þau eru 12 talsins og kortið frá föður Stefáns, Þórhalli Pálssyni TF5TP er t.d. frá árinu 1950.

Nýlega voru kynntar uppfærðar niðurstöður fyrir TF kallmerki hér á síðunni hvað varðar nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins hefur upplýst, að félagsstöðin TF3IRA geti nú sótt um tvær af þessum viðurkenningum. Það eru:

5 banda DXCC frá ARRL (5BDXCC);
5 banda WORKED ALL ZONES frá CQ; 5BWAZ (167 svæði).

Til viðbótar er einsbands WAZ, „Mixed“ á 20 metrum.

Gengið verður frá umsóknum á næstunni.

Stjórn ÍRA.

.

Sýnishorn af 5BDXCC veggplatta og WAZ viðurkenningarskjali. Þegar 200 svæðum er náð, er einnig í boði veggplatti fyrir 5BWAZ.

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM efndi til óformlegs „netstpjalls“ meðal félagsmanna ÍRA fimmtudaginn 19. nóvember. Hann ræddi hugmyndina fyrst 7. þ.m. á FB síðu félagsins og svo á ný 10 dögum síðar þegar hann skrifaði: „Ég stefni á að boða til óformlegs hittings eða spjalls næsta fimmtudag 19/11 klukkan 20:00“.

Í stuttu máli sagt, fór viðburðurinn fram á tilsettum tíma og kom glimrandi vel út. Þátttakendur voru mjög ánægðir með reynsluna af þessu fyrsta „netspjalli“ sem varði í um eina og hálfa klukkustund og ekki skorti umræðuefni. 12 höfðu lýst yfir áhuga en 5 mættu á netið: TF3OM, TF3PW, TF3DC, TF3Y og TF3JB.

Notað var forritið Zoom sem er frítt og gerir kleift að eiga í rauntímasamskiptum í videomynd, tali og skrifuðum texta. Ekki þarf mikinn tækjabúnað og flestir, ef ekki allir, eiga snjallsíma sem er með öllu sem til þarf. Skjá, hljóðnema og videomyndavél. Sama er að segja um ferðatölvur, þær eru með öllu.

Hugmyndin er að endurtaka viðburðinn næsta fimmtudag, 26. nóvember kl. 20. Málið verður kynnt þegar nær dregur. Bestu þakkir til Ágústar, TF3OM fyrir gott frumkvæði.

Stjórn ÍRA.

.

.

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 19. og 26. nóvember vegna Covid-19 faraldursins.

Góðar vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra í lok mánaðarins (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 3. desember n.k.

Stjórn félagsins mun hittast á fundi síðar í þessum mánuði. Þá verður tekin ákvörðun um að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins yfir netið. Niðurstaða verður kynnt sérstaklega.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

.

.

Stöplaritið sýnir fjölda smita innanlands frá 16.6.-15.11. Þessar upplýsingar vekja vonir um að slakað verði á kröfum í lok mánaðarins (eða fyrr) þegar ráðherra gefur út nýja reglugerð fyrir tímabilið 1.-14. desember n.k. Heimild Covid.is

Dr. Scott McInthoch, aðstoðarforstjóri National Center for Athmospheric Research; High Altitude Observeratory, flutti erindi yfir netið á vegum Front Range 6 Meter Group í Bandaríkjunum þann 11. nóvember s.l.

Yfirskrift erindis hans er: “Solar Cycle 25 Prediction and Why It Will Be Huge!” Efnið er mjög áhugavert og sérstaklega, að nýbyrjuð lota 25 verði ein af 6-7 stærstu lotum frá því mælingar hófust, en kerfisbundin skráning sólbletta hófst um miðja 18. öld.

Hægt er að sjá erindi Dr. Scotts á síðunni sem opnast þegar smellt er á myndina til vinstri. Erindið er í heild um 1 klst. og 20 mínútur.

Fyrir áhugasama má benda á fróðlegt erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX sem hann flutti í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 25.11.2010; „Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna“ og er þrískipt:

Jónahvolfið:
Sólblettir: og
Sólblettir og skilyrðin.

Vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/

Síðustu vikur hefur Fux og sólblettafjöldi verið með því mesta sem hefur sést í meir en 3 ár. Góð skilyrði hafa verið á HF allt upp í 28 MHz. Árstíðabundin skilyrði á lægri böndunum eru að auki farin að skila sér.

Góð skilyrði hafa verið á 160 metrum að undanförnu og TF stöðvar hafa m.a. verið með sambönd við stöðvar í Japan og víðar í Asíu. Eftir að japanskir leyfishafar fengu uppfærðar tíðniheimildir í apríl s.l., hefur m.a. verið hægt að hafa sambönd á FT8 samskiptahætti á 1840 kHz í stað þess að hafa sambönd á skiptri tíðni (hlustað á 1908 kHz).

Fyrir þá sem vantar QSO við Jan Mayen á 160 metrum má benda á að Erik, JX2US hefur undanfarið verið með góð merki á bandinu. Erik er annars QRV á morsi og FT8 á 160m, 80m, 40m, 30m og 20m.

Meðfylgjandi teikning er af einföldu loftneti G3YCC fyrir 160 metra. Sjá umfjöllun í 1. tbl. CQ TF 2018, bls. 28. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/05/cqtf_32arg_2018_01tbl.pdf

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. RTTY hlutinn verður haldinn 14.-15. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Keppnin fer fram á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þótt markmiðið sé að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, er gerð undantekning í WAE RTTY keppninni, þ.e. sambönd innan Evrópu eru líka heimiluð. Sjá nánar í keppnisreglum. Skilaboð: RST+raðnúmer. Í WAE gefa QTC skilaboð punkta aukalega.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir. Sjá nánar í keppnisreglum.

Bestu óskir um gott gengi,

Stjórn ÍRA.

https://www.darc.de/der-club/referate/referat-conteste/worked-all-europe-dx-contest/en/