,

Aðalfundur ÍRA 2017

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Félagsheimili ÍRA Skeljanesi, 12. mars 2017.

Fundur hófst kl. 10:00 og var slitið kl. 12:30.

Mættir voru 19, samkvæmt gestabók.

  • Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, formaður
  • Þór Þórisson TF3GW
  • Haukur Konráðsson TF3HK
  • Bjarni Sverrisson TF3GB
  • Haraldur Þórðarson TF8HP
  • Svanur Hjálmarsson  TF3AB
  • Þórður Adólfsson TF3DT
  • Yngvi Harðarson TF3Y
  • Guðrún Hannesdóttir TF3GD
  • Andrés Þórarinsson TF3AM
  • Ölvir S. Sveinsson TF3WZ
  • Matthías Hagvaag TF3MH
  • Einar Kjartansson TF3EK
  • Óskar Sverrisson TF3DC
  • Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS
  • Anna Henriksdóttir TF3VB
  • Hrafnkell Sigurðsson TF8KY
  • Baldvin Þórarinsson TF3033
  • Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG

Fundarritari: TF3AM

Þessu gögn lágu frammi:

  • Fundarboð til aðalfundar þar sem dagskrá er kynnt og vísað til fylgiskjala I og II  Vísun á aðalfundarboð
  • Lög ÍRA samþykkt á aðalfundi í maí 2016

Dagskrá

1. Fundur settur, félaga minnst

Formaður, TF3JA, setti fund og minntist í upphafi látinna félaga, þeirra Halldórs Christensen TF1GC, Sverris Helgasonar TF3FM, Ólafs Þ. Guðjónssonar TF3MX og Friðriks Ágúst Pálmasonar TF8FP, sem allir hafa kvatt á árinu 2016.  Formaður bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að rísa úr sætum.

2.  Kosinn fundarstjóri

Tillaga formanns TF3JA um Harald þórðarson TF8HP sem fundarstjóra var samþykkt með lófataki.

TF8HP tók við fundarstjórn.

3. Kosinn fundarritari

Tillaga fundarstjóra um TF3AM sem fundarritara var samþykkt.

4. Könnuð umboð

Þessi umboð komu fram:  TF3GD fyrir TF3DX, TF8HP fyrir TF3AO, TF8HP fyrir TF2LL, TF3WZ fyrir TF3EO.

5. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði:  TF3JA sagði að síðasta fundargerð hefði ekki enn birt opinberlega og las síðan þá fundargerð.  Fundargerðin verður birt og síðan borin upp til samþykktar á næsta aðalfundi.

Einn fundarmaður óskaði eftir að bókað yrði að reikningar ÍRA fyrir sl. ár lágu að þessu sinni ekki fyrir til skoðunnar viku fyrir aðalfund eins og óskað var eftir á aðalfundi ársins 2016. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu lagðir fram á aðalfundi.

6. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður fór víða í skýrslu sinni um starfsemi félagsins:  Um sl aðalfund, um kosningu í stjórn, um reikninga sl árs sem liggja nú fyrir, um aðila sem hafa gefið kost á sér til að sitja í stjórn, um endurskoðun radíóreglugerðar, um hugmynd að geta sleppt N í N-leyfi, um opið hús í Skeljanesi flest fimmtudagskvöld og að aðsókn hafi aukist, um QSL stofuna og Matthías TF3MH QSL-stjóra, um endurnýjaðan heiðursfána ÍRA, að skráðir félagar í ÍRA séu um 150, um nýja heimasíðu ÍRA sem TF3WZ hefur annast og þakkir til hans,  um CQ-TF og nýju vefsíðuna sem kemur etv að hluta í stað formlegs blaðs, um ánægju með nýju heimasíðuna sem ýmsir hafa nefnt, um fésbók ÍRA og einstakra félagsmanna, um virkni félagssins, þ.e. vhf leika, útileika, vitahelgi og að félagið styði þetta starf, um upprifjunarhraðnámskeið sl haust upphaflega sett upp f einn mann en endaði svo að 10 manns sóttu og allir náðu prófi, um námskeið sem nú haldið í Skeljanesi, um prófnefnd og TF3DX og félaga sem hafa staðið sig afar vel, um 5MHz leyfið, um fundi hjá IARU og norræna samstarfið, um að félagsmenn geti sótt þessa fundi, um kaup félagsins á ICOM IC-7300 fyrir klúbbstöðina, um klúbbinn TFYL og þær tvær sem eru hér í dag (sem sögðu aðeins frá og nefndu einnig SYLRA-ráðstefnuna og www.sylra.is og fésbókina TFYL), og um TF3ML sem er að setja upp vita á 6m og 4m.

Umræður um skýrslu formanns:  TF3VS: þakkar formanni skýrsluna, þykir vanta í skýrsluna, mótmælir því að CQ-TF verði gerð rafræn, finnst það vanti umfjöllun um ályktun síðasta aðalfundar um minnisbók þar hægt væri að fletta upp fundargerðum og fleiru, og spyr hvers vegna félagsgjöld voru ekki rukkuð inn á árinu.

Formaður segir:   Að heimasíðan geti vonandi hýst minnisbókina, að gott væri ef lesa mætti CQ-TF eins og önnur blöð á vefnum, að félagsgjaldið hafi ekki rukkað inn og þannig er það.

TF3EK segir:  Ályktun um félagsgjald var samþykkt eftir að tími var liðinn til innheimtu.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

-QSL manager TF3MH:  Sl ár voru send 7600 kort sem voru tæp 20kg.  Býrógjaldið hefur verið óbreytt frá 2012 og það ekki þarf að hækka það.  QSL manager þökkuð góð störf!

-Formaður prófnefndar er fjarverandi.

-EMC nefndin:  Yngvi segir:  Sæmundur formaður hefur sinnt hluta starfsins sjálfur.  Mál TF3PPN vegna truflana á interneti og sjónvarpi leystist farsællega.

TF3JA segir:  Það var tekið eftir því að þegar TF3PPN lækkaði afl í 15W þá hurfu allar truflanir.  Hátt afl í íbúðabyggð getur skapað vandamál.

-Alþjóðlegt samstarf:  Formaður er tengiliður.

-Fjaraðgangsnefnd hefur ekki komið saman.

Kaffihlé.  Veitingar voru með ágætum og lögðust félagsmenn í spjall um forn afrek og um nýjustu tæki.

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar

Gjaldkeri TF3EK kynnti reikninga félagsins.  Tekjur eru félagsgjöld og námskeiðsgjöld.  Í sjóði er liðlega 2ja ára velta.  Afskriftir tækja eru sett sem 20%.

Spurningar til gjaldkera:  Engar.

Reikningar samþykktir samhljóða.

9. Lagabreytingar

Fylgiskjöl tillögur um lagabreytingar fylgdu fundarboði, þ.e. I) um athugasemd frá ríkisskattstjóra að samþykktir félagssins uppfylli ekki allar kröfur embættisins og II) um tillögu um breytingu á 8. grein félagslaga ÍRA.

I:  Stjórn dregur fyrri tillögu til baka því hún sé mál næstu stjórnar.

II:  Um breytingu á 8. gr. félagslaga, sjá fylgiskjal. Aðalfundarboð

Enginn óskar eftir að taka til máls.  Breyting á 8. grein samþykkt með öllum atkvæðum nema einu.

10. Stjórnarkjör, sjá 22. grein varðandi fyrirkomulag.

Umboð gildir ekki til greiðslu atkvæða í stjórnarkjöri.  Kjör fór þannig:

  1. Formaður til eins árs: Jón Þóroddur TF3JA, samþykkt með lófataki
  2. 2 stjórnarmenn til 2ja ár: Einar TF3EK og Jóhannes TF3NE, samþykkt með lófataki. TF3WZ og TF3DC sitja áfram (kosnir til tveggja ára 2016).
  3. 2 varamenn: Egill TF3EO og Sigurður Hrafnkell TF8KY, samþykkt með lófataki
11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Skoðunarmenn reikninga:  Yngvi TF3Y og Haukur TF3HK, samþykkt með lófataki

Varaskoðunarmaður:  Vilhjálmur TF3VS býður sig fram, samþykkt með lófataki

12. Ákvörðun árgjalds

Formaður útskýrir:  Stjórnin leggur til óbreytt árgjald 6500 kr.  Samþykkt með lófataki.

13. Breyting á reglugerð

TF3Y:  Þakkir til stjórnar og prófnefndar  fyrir öflugt námskeið sem stuðlar að nýliðun.  Stjórn þakkar hlý orð.

TF3EK:  Kynnir hugmynd um nýjan leyfisflokk með lágmarksafli sem gæti útvikkað notkun á radíói í ferðalögum og annarri starfsemi.

TF3EK:  Kynnir hugmyndir um kallmerki, um notkun tölustafa og um 4ra stafa kallmerki.  Tillaga er um breytingu á 8. grein í Reglugerð um starfsemi radíóamatöra 348/2004 þar sem svo virðist sem strika megi út merkingu tölustafa (sjá hér fyrir aftan).  Þetta eykur fjölda 4ra stafa kallmerkja tífallt.  Einnig mætti  hætta að einkenna N-leyfishafa sérstaklega með N.  Kallsvæði byggjast á gamalli kjördæmaskipan sem var aflögð fyrir 20 árum.  Varðandi staðsetningu stöðvar þá gefur JT65 nákvæma staðsetningu og í SOTA er staðsetning gefin upp enn nákvæmar.  TF3EK óskar eftir skoðun fundarins.

Umræður um kallmerki:

-TF3VS:  Lýst vel á þetta.  Engin rök eru fyrir hinni stífu landsvæðaskiptingu hér á landi.

-TF8HP sagði frá fyrri afstöðu P&F.  Hann sagði:  Ég er á móti þessu af gömlum vana (og brosti út í annað).  Styður þessa tillögu.  Beinir til prófnefndar um að hún ræði við P&F um þessar breytingar.

-TF3DT:   Það er úrelt að forðast skuli að úthluta sömu bókstöfum með mismunandi tölustöfum.

-Umræður um þetta mál og margt á gamansömum nótum.

-TF3Y:  Svæðaskipting er til, við erum þrátt fyrir allt félagsskapur sérvitringa, leyfa þeim sem vilja að einkenna sig áfram með /1 eða eins og við á, en er sammála þessu.

-TF3GW:  Eins og er þá er mér nú eyrnarmerktir tölustafirnir 0-9 fyrir framan GW sem er ofrausn, betra að kallmerki sé alltaf það sama hvar á landi sem er.  Legg einnig til að N sé fellt niður.  Styður þessa breytingu.

-Umræður um CEPT-leyfið

-TF3WZ:  Ég endaði í -WZ því allt annað frátekið.  Hefði viljað nota -OS sem var upptekið.  Þykir N rýra virðinguna amatörsins.  Styður þetta 100%.

-TF3JA styður þetta nýja kallmerkjamál.

-TF3MH  þykir betra að sleppa N.

-TF3EK:  Breyta þarf lögum um að N-leyfishafar séu ekki kjörgengir til formanns.

-TF3VS leggur til að athuga hvort sé ekki eitthvað fleira í radíóreglugerð sem megi æskja breytinga á.

Ályktun um að vísa þessu kallmerkjamáli til stjórnar til úrlausnar.  Samþykkt samhljóða.

(Sjá fylgiskjöl)

14. Önnur mál

-TF3JA:  Kynnti tillögu TF3WZ um mögulega skipun húsgagna f aðstöðu ÍRA í Skeljanesi, sem bætir kennsluaðstöðu og gerir aðstöðuna alla aðlaðandi.

-TF3WZ:  IKEA teiknaði upp mögulega skipan húsgagna til kennslu, kynninga og í setustofu.  Verð er hagstætt.

-TF3VS bendir á að meiri sveignaleiki fáist með færanlegum stólum með borðplötum líkt og notað er í Háskólanum.

Umræður um að hægt sé að nýta rýmið sem best.

Er hægt að taka millivegginn burtu?  Það myndi opna rýmið mjög.

Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með þessar hugmyndir og vísa til stjórnar að vinna að þessu máli.

Fundarstjóri vísar til formanns að slíta fundi.  Formaður sleit fundi.

Fundi lauk 12:30 og þá sátu fundarmenn margir eftir og spjölluðu margt og höfðu gaman.

15. Fylgiskjöl

Ársreikningur ÍRA fyrir starfsárið 2016

Tekjur 2016

1/4-31/12

2015 – 2016

1/4- 31/3

Innborguð félagsgjöld 58.250 697.800
Innborguð námskeiðsgjöld 80.000 130.000
Aðrar tekjur 14.291 9.901
Samtals tekjur 152.541 837.701
Gjöld
Þrif og rekstur félagsheimilis 63.000 36.287
QSL kort TF3IRA/TF3W 38.113
IRA fánar vegna menningarnóttar 29.760
IRAU aðildargjald 29.649 30.728
Kostnaður vegna félagsstöðvar 75.008 225.396
Kostnaður vegna námskeiðs 0 117.471
Vitahelgin 15.000
Kaffi og fundarkostnaður 33.116
Leiga fyrir pósthóf 9.900 7.950
Aðalfundur 3.060 43.040
Tölvukostnaður 15.594
Tryggingar 17.125 17.125
Afmælishátíð 26.138
Annar kostnaður 25.332 24.807
Samtals gjöld 249.212 634.387
Eignir 31.12.2016 31.03.2016
Bankainnistæða í byrjun tímabils 1.474.420 1.377.594
Tekur umfram gjöld -96.671 203.314
Áður bókuð félagsgjöld 94.250 -94.250
Áður bókuð útgjöld -90.818 90.818
Vörslufé, styrkur frá Reykjavík -100.000
ICOM-7300 og Hustler loftnet -210.000
Verðbféfaeign, breyting 4.333 -3.056
Bankainnistæða í lok tímabils 1.175.514 1.474.420
Innborguð félagsgjöld að aðalfundi 94.250
Verðbréfaeign 5.432
Félagstöð, áhöld og tæki samkvæmt eignaskrá 2.806.477 3.298.097
Eignir samtals 3.981.991 4.872.199
Höfuðstóll
Höfuðstóll frá fyrra ári 4.872.199 4.578.067
Tekjur umfram gjöld -96.671 203.314
Afskriftir tækja -701.619
Skuldir 90.818
Eigið fé og skuldir samtals 4.073.909 4.872.199

Til stjórnar og félaga í Íslenskum Radíóamatörum, ÍRA:

Við undirritaðir kjörnir skoðunarmenn reikninga ÍRA höfum yfirfarið ársreikning félagsins fyrir fjárhagsárið 2016.

Við höfum kannað að eignir samkvæmt efnahagsreikningi eru til staðar og leggjum til að ársreikningurinn verði samþykktur.

Reykjavík                     mars 2017

Haukur Konráðsson, TF3HK                                                                        Yngvi Harðarson, TF3Y

 

Tillögur um breytingar á 8. grein í

Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004

  1. mars 2017 / TF3EK

Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:

Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur sem gefur til kynna landshlutann þar sem leyfishafi er staðsettur og síðan einn til þrír bókstafir sem eru einstaklingsbundnirForðast skal að úthluta sömu bókstafaröð í mismunandi landshlutum. Kallmerki N-leyfishafa skal enda á þremur bókstöfum og er síðasti stafurinn alltaf N.- Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:

Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða. Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =