,

Aðalfundur ÍRA 2010

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavíkur, 22. maí 2015.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:40.

Mættir voru 24 eða liðlega 12% af félagsmanna, sjá nánar gestabók fundarins.

Fundarritari: TF3AM með aðstoð TF3SG.

Gengið var til dagskrár skv. fyrirliggjandi dagskrá með 14 tölusettum liðum sem fóru þannig fram:

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundarsetning kl 1305

2. Fundarstjóri kosinn.

Fundarstjóri var kosinn Kristinn Andersen, TF3KX. Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók síðan við fundarstjórn er Kristinn þurfti að víkja af fundi.

3. Fundarritari

Fundarritari; Andrés TF3AM tók að sér fundarritun.

4. Umboð

Engin athugasemd var gerð við umboð.

5. Fundargerð síðasta aðalfundar

Engin athugasemd var við fundargerð síðasta aðalfundar

6. Skýrsla formans

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason TF2JB, flutti skýrslu stjórnar, alls 68 bls. að stærð með viðaukum.  Félagar eru nú 204 sem er met.  Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

  1. a) Vilhjálmur TF3VS tók að sér að þýða á íslensku ritið sem kallað er Siðfræði og Samskiptasiðir radíóamatöra, alls um 70 bls í A4 broti, og ÍRA gaf út. TF3VS fékk þakklæti fundarmanna.
  2. b) Námskeið til amatörprófs var haldið sl haust, Hrafnkell TF3HR var skólastjóri, námskeiðið var vel skipulagt og tókst afar vel, þátttakendur voru 24, nokkrir félagsmanna önnuðust kennslu auk Hrafnkels, próf voru haldin 23. janúar og 10. apríl (fyrir björgunarsveitarfólk sem fór til björgunarstarfa til Haiti og missti því af prófinu í janúar). Í fyrra prófinu náðu 19 af 21 til N eða G leyfis og í síðara prófinu náðu 7 af 9 til N eða G leyfis.
  3. c) Félagsaðstaðan var tekin í gegn, sérstaklega radíóherbergið á efri hæðinni, þar var Sveinn Bragi TF3SNN í fararbroddi en vinnan tók 2 mánuði, aðstaðan er nú sérlega glæsilegt og virkar vel.
  4. d) Kristni TF3KX var þökkur ritstjórn CQ-TF ritsins sem hefur verið einstaklega læsilegt.
  5. e) Formaðurinn vildi koma á framfæri að hann hefði verið viðstaddur framkvæmd amatörprófsins sem haldið var 23. janúar, og að öll framkvæmd prófsins hefði verið prófanefnd til mikils sóma sem og félaginu.
  6. f) Brynjólfur TF5B hefur skannað inn öll tölublöð CQ-TF frá 1964 og gefið út, blöðin eru í tölvutæku sniði og hægt að framkvæma leit í þeim.
  7. g) Formaður vildi koma á framfæri þakklæti sínu til félagsmanna fyrir að taka vel í málaleitan formans þegar á þurfti að halda.
  8. h) Tvö ný amatörbönd hafa bætst við, þ.e. 500kHz og 70MHz, auk þess sem heimild er að nota 1850-1900kHz í keppnum.
7. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu sína

TF5B, hann annast heiðursskjöl: Útgefin heiðustskjöl (diploma) eru 15 – 20 á ári, og telja nokkur hundruð frá upphafi vega, vinsælast er Worked all Nordic Countries.

TF3JA er neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í tveimur alheimsæfingum, hann hefur trú á að ísl amatörar yrðu fljótir að skipuleggja sig ef á þyrfti að halda.

TF3DX fyrir hönd prófanefndar:  Starfið hafi verið hefðbundið á starfsárinu, ekkert próf haldið 2009 en tvö próf 2010, svo sýndi hann töflu yfir árangur í prófum sl 14 ár, þar kom fram að alls hafa 187 tekið próf á þessum tíma og þar af 166 náð G eða N prófi.

-Fyrirspurn: Hversu margir komust í loftið?

-Svar: Það er þröskuldur að komast í loftið, það væri gott að geta fylgst með nýliðum og aðstoðað þá.

TF3KB sem annast alþjóðasamskipti:  IARU er í 3 deildum, fundur í hverri deild er á 3ja ára fresti og fundir deilda skarast, starf nefndanna mjög mikilvægt í því að tryggja tíðnisviðin gegn öðrum áhugasömum.  Amatörar eru virtir í þessu sambandi og má þar nefna EU og USA, en stjórnsýslunni á Íslandi lætur sér fátt finnast um ísl radíóamatöra.  Starf IARU hefur skilað nýju böndunum á 500kHz og 70Mhz.

-Fyrirspurn: Hvað tekur langan tíma fyrir nýju böndin að festast í sessi, leyfin eru til ársloka 2010?

-Svar: Undirbúningstími hefur verið 10 ár, þegar böndin eru komin inn í alþjóðareglugerð eru þau orðin föst.

-Fyrirspurn TF3VS: Er hætta á að böndin verði tekin af okkur?

-Svar: Hættan var meiri á árum áður þegar fyrirtæki og stofnanir höfðu meiri áhuga á stuttbylgju en nú er.

-Fyrirspurn TF3T: Er ekki mikilvægt að nota þessi nýju bönd?

-Svar: Use them or loose them, það er mikilvægt að ísl amatörar fari í loftið á þessum nýju böndum.

-Fyrirspurn TF3EE:  Er ekki enn meiri ásókn í GHz bönd amatöra?

-Svar: Ekki gott að segja, fyrirtæki greiða umtalsverðar upphæðir fyrir sín réttindi en ITU úthlutar réttindum án kostnaðar til amatörþjónustunnar sem getur verið sjálfsnám og samfélagsþjónusta.

-Upplýsing TF3VS:  Það er stundum öfundast yfir réttindum radíóamatöra en í raun geta þeir lítið gert sem gagn er að.

-Upplýsing TF2LL:  Í S-Afríku spila radíóamatörar tónlist og reka útvarpsstöðvar á 80m.

-Fyrirspurn TF3T:  Hvað má hámarksafl vera?

-Svar: ITU er ekki með ákvæði um hámarksafl.

8. Gjaldkeri TF3EE lagði fram ársreikning félagsins og kynnti þá.

-Umræður urðu um fánasjóð þar sem 90þkr liggja, etv má láta þessa peninga liggja á öðrum reikningi.

-Fyrirspurn:  Í hvaða mynt er gjald til IARU greitt?

-Svar:  Í EUR.

Fyrirspurn TF3JA:  Hvað á félagið í peningum?

-Svar: 897þ á banka og 99þ í verðbréfum.

Ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur samhljóða.  Sveinn Guðmundsson TF3T tók sérstaklega fram að hann hefði enga athugasemd við ársreikning að þessu sinni, sem væri í fyrsta sinn síðan hann hóf að sækja aðalfundi íRA.

9. Lagabreyting

Lagabreytingar, sjá fylgiskjöl með fundargögnum.  Rökstuðningur kom frá formanni um að þessi breyting væri nauðsynleg til að lögin væru skv. landslögum.  Samþykkt samhljóða.

10. Stjórnarkjör

– Formaður:  Jónas Bjarnason TF2JB kjörinn til eins árs.

-Tveir gengu úr stjórn; Guðmundur Löve TF3GL og Guðmundur Sveinsson TF3SG.

-Gísli Ófeigsson TF3G og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA voru kjörnir til næstu 2ja ára.

-Tveir varamenn, fyrri varamenn Jón Ingvar Óskarsson TF1JI og Kjartan Bjarnason TF3BJ voru kjörnir til næsta árs.

Halldór Christensen TF3GC stóð upp og óskaði nýrri stjórn farsældar

11. Kaffihlé

Yngvi TF3Y stóð fyrir smá leik, þar sem hann spilaði hljóðupptökur úr keppnum, fyrst á tali og síðan á morsi, þetta var bísna erfitt, fundarmenn einbeittu sér margir og skiluðu inn blöðum sínum, sjá niðurstöðu hér aftar.

12. Skoðunarmenn kjörnir

Skoðunarmenn kjörnir, fyrri skoðunarmenn Haukur Konráðsson TF3HK og Óskar Sverrisson TF3DC endurkjörnir, varamaður endurkjörinn TF3VS.

13. Árgjald

Árgjald var ákveðið óbreytt, 4þkr.

14. Önnur mál

-Nefnd um endurúthlutun kallmerkja, sem snýst um hvort eða hvenær megi endurúthluta kallmerkjum.  Í nefndina voru á sínum tíma skipaðir TF3JA, TF5B, TF3HP og TF3KX.  Einungis einn fundur var haldinn.  Kallmerkjanefndin er ekki samhljóða, TF3JA kynnti skoðun meirihlutans þess efnis að engin ástæða væri til að endurúthluta kallmerkjum yfirleitt.  TF5B var með greinargerð þar sem gerð var grein fyrir aðferðarfræðinni við endurúthlutun kallmerkja.  Stefndi í nokkrar umræður um þetta viðkvæma mál.  Að tillögu TF3VS var málinu vísað til stjórnar.

-Formaður TF2JB nefndi að hann hefði gefið út fréttabréf til stjórnarmanna sl ár, alls 49 bréf, sem hann afhenti í möppu.

– TF2WIN tók til máls, lýsti yfir ánægju sinni með starfið í félaginu, með nýja félagsfánann sem stóð á hárri stöng við ræðupúltið, og með félagsblaðið CQ-TF.  Hann nefndi að aska á gossvæðinu um Eyjafjallajökil hefði ekki truflað VHF talsamband, né Tetra, né HF.  Etv væri mest hættan af eldingum, og af öskunni sem smígur í allan búnað.

-TF3Y kynnti niðurstöðu úr kaffihléskeppninni um kallmerkjum frá keppnum, bæði á morsi og tali.  Best stóð sig ástsæll formaður vor, TF2JB en aðrir sem á blað komust voru TF3T, TF3UA og TF3JA.

-TF3SG þakkaði samstarfið með fyrri stjórn og vill koma á framfæri að starfið hafi verið mjög skemmtilegt.  Hann sé þó ekki farinn því hann taki við bíróinu.

-TF3UA um áhrif eldgosa: Félagi nokkur tók upp farsíma sinn á Fimmvörðuhálsi til að taka ljósmynd, vegna rakans í símanum og frostsins, þá fraus síminn að innan og varð ónýtur.

-TF3JA:  Fjarskiptafyrirtæki velta því fyrir sér hvaða áhrif eldfjallaaskan geti haft á fjarskipti.

-TF3T:  Ég er sérlega ánægður með skýrslu formanns sem fylgdi fundargögnum, alls 68 bls í A4 broti, læsileg með fjölda góðra ljósmynda; tóku margir undir þau orð.

-TF3SG:  Nýr ársreikningur er að þessu sinni betur settur fram og skilmerkilegri en áður hefur verið, það er samstarf stjórnar og skoðunnarmanna.

-TF3KB:  Þakkir til formanns og stjórnar fyrir ársskýrsluna og gott og farsælt starf.

-TF2JB:  Formaður þakkar fyrir sig, og þakkar félögum fyrir þáttöku í starfi félagsins, sendir fráfarandi stjórnarmönnum góðar kveðjur og býður nýja stjórnarmenn velkomna.

-Fundarstjóri TF5B:  Þakkar stjórn frábær störf og vill sérstaklega nefna einstaka fróðlega ársskýrslu svo og ágætan ársreikning.

Fleira var ekki gert.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20100522-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf