,

Aðalfundur ÍRA 2018

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Aðalfundur haldinn í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, 15. mars 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 23:00.

Mættir voru 33, samkvæmt gestabók.

 • Andrés Þórarinsson TF3AM
 • Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A
 • Benedikt Sveinsson TF3T
 • Bernhard Svavarsson TF3BS
 • Bjarni Sverrisson TF3GB
 • Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY
 • Einar Kjartansson TF3EK
 • Elín Sigurðardóttir TF2EQ
 • Erling Guðnason TF3EE
 • Georg Kulp TF3GZ
 • Georg Magnússon TF2LL
 • Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG
 • Guðrún Hannesdóttir TF3GD
 • Haraldur Þórðarson TF8HP
 • Haukur Konráðsson TF3HK
 • Hrafnkell Sigurðsson TF8KY
 • Hörður Mar Tómasson TF3HM
 • Jón Björnsson TF3PW
 • Jón Gunnar Harðarson TF3PPN
 • Jón Ingvar Óskarsson TF1JI
 • Jón Ólafsson TF3WJ
 • Jón Þóroddur Jónsson TF3JA
 • Jónas Bjarnason TF3JB
 • Kristinn Andersen TF3KX
 • Mathías Hagvaag TF3MH
 • Óskar Sverrisson TF3DC
 • Sveinn Goði Sveinsson TF3ID
 • Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD
 • Vilhelm Sigurðsson TF3AWS
 • Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS
 • Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX
 • Yngvi Harðarson TF3Y
 • Þórður Adolfsson TF3DT

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri.

Tillaga formanns TF3JA um Harald Þórðarson TF8HP sem fundarstjóra var samþykkt með lófataki.  TF8HP tók við fundarstjórn.

2. Kosinn fundarritari.

Tillaga fundarstjóra um TF3AM sem fundarritara var samþykkt. 

3. Könnuð umboð

Þessi umboð komu fram:  TF3GB fyrir TF1GW, TF8HP fyrir TF3AO, TF3PW fyrir TF3OM, TF3VS fyrir TF3VB, TF3Y fyrir TF5B. Fundarstjóri sagði fundinn löglega boðaðan.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar.

Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði:  TF3VS gerði þá athugasemd að í fundargerð síðasta aðalfundar var sagt að fylgiskjöl hefðu fylgt en það væri ekki rétt.  Fundarstjóri beinir því til stjórnar að laga þetta.  Fundargerð samþykkt með handauppréttingu. 

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður fór víða í frásögn sinni.  Helstu verkefni stjórnar á árinu voru vegna aðstöðu og félagsstöðvarinnar, amatörnámskeiða, hefðbundinna keppna og atburða tengda félaginu, VHF-leikarog Vitahelgin, samskipti innan alþjóðasamfélags amatöra.  Stjórnarmenn voru mismunandi virkir hver í sínum þætti; þeir TF3EK og TF3EO í SOTA, TF8KY í VHF leikum, TF3EK í útileikum, TF3DC sá um að halda stöð félagsins í loftinu og TF3MH sá um QSL-stofu.  Stjórnin hélt stjórnarfundi reglulega.  Húsnæðismál tóku talsverðan tíma stjórnar því húseigandinn, Reykjavíkurborg, hefur tilkynnt að húsin verði rifin, en þrátt fyrir málaleitan þess efnis hafi ekki fundist annað húsnæði.  Keypt var ný ICOM IC-7610 stöð og hún sett upp og eru nú tvær stöðvar tilbúnar til notkunnar en áður hafði ICOM IC-7300 verið keypt og sett upp.  TF3T hefur komið með góðar tillögur um endurbætur í sjakknum til að bæta keppnisaðstöðu.  Mörg fræðsluerindi voru haldin sl ár.  Tvö amatörnámskeið voru haldin með góðum árangri.  Aldrei hafa jafn margir verið teknir inn í hreyfinguna eins og sl. 2 ár.  Stjórn hefur beitt sér fyrir því að þeir sem eigi erfitt með próftöku með almennum hætti fái tækifæri til munnlegs og eða verklegs prófs.  Enn er óskipað í sæti ritstjóra CQ-TF.  Heimasíða ÍRA er nú hýst endurgjaldslaust hjá Sensa og TF3WZ annaðist það mikla verkefni að flytja efni gömlu vefsíðu félagsins yfir á þá nýju og endurbæta.  TF8KY skrifaði litla heimasíðu til að einfalda VHF keppendum að skrá niður sambönd.  TF3EK bætti við og uppfærði með svipuðum hætti skráningakerfi útileikanna.  Formaður sótti þrjá atburði erlendis, að mestu á eigin kostnað:  TtT (Train the trainers), NRAU fund og IARU ráðstefnu.  Hugmynd um að Ísland yrði gestgjafi fundar IARU gekk ekki eftir þar sem ÍRA vildi ekki á eigin spýtur takast á hendur þær fjárhagsábirgðir sem slíkur fundur krefst.  Reglugerðarbreyting á kallmerkjum var gerð, hún hafði verið í umræðunni og kynnt á fundum, PFS tók vel í tillögur ÍRA og breytinginn er tímabær og fylgir þróun nágrannalanda okkar.  Formaður vitnaði einnig í minnispunkta stjórnarmannanna TF8KY og TF3EK.  Í fylgiskjali 1 er skýrsla formanns og minnispunktarnir, alls 5 bls. Formaður endaði skýrslu sína með því að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður ÍRA því það sé margt sem hann vilji koma lengra. 

Umræður um skýrslu formanns:  TF3VS stóð strax upp og sagði sér finnast  dapurlegt hvernig félaginu væri stjórnað um þessar mundir, farið leynt og dult með ákvarðanir, stórar ákvarðanir væru teknar en engir fundir og engar fundargerðir aðgengilegar því þær væru óaðgengilegar á netinu.  Hann gagnrýndi að formaður hefði sagt að samþykkt væri um kallmerki því hið rétta væri að þessu máli hefði verið vísað til stjórnar en ekki til samþykktar.  Hann minnti á umræðu um 1 stafs kallmerki og að það væri til samþykkt félagsins um þetta efni sem er í gildi.

TF3EK sagði TF3VS hafa rangt fyrir sér: það sem fór  í reglugerð var orðrétt það sem rætt var og samþykkt á félagsfundum, einnig á fundi í janúar og að ábending frá TF3VS hafi farið þar inn.  Það var mikið samráð allan tímann, bæði fyrir og eftir reglugerðina. 

TF3T Benni þakkar stjórn fyrir vel unnin störf. Umræðu um störf stjórnar lokið.

Fundarstjóri kannar undirtektir og segir skýrslu stjórnar samþykkta.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Prófnefnd:  TF3DX flutti skýrslu formanns nefndarinnar, framsaga hans var í nokkrum liðum og tók 20 mínútur í lestri.  Skýrslan skiptist svo í stórum dráttum:   

1) Um störf prófnefndar, 2) Endurteknar ráðleggingar prófnefndar til stjórnar um að undirbúa fyrirhugaða reglugerðarbreytingu vandlega, 3) Fordæmalaus afskipti formanns af störfum prófnefndar og 4) Mótmæli prófanefndar við afskiptum stjórnar af mannavali til prófanefnd án nokkurrar ástæðu.  Sjá skýrslu Prófnefndar í fylgiskjali 2, alls 3 bls. 

Fundarstjóra þykir TF3DX hafa uppi stórar ávirðingar á formann. Nokkrar umræður.  Meðal annars: 

Fundarstjóri:  Í minni stjórnartíð var amatör sem var lesblindur aðstoðaður þannig að hann gæti farið í munnlegt próf og prófnefnd ekki spurð álits (né aðrir). 

Formaður hafnar því að hafa lagt til að einhverjir fengju próf án þess að hafa fyrir því.  Línan hefur sú verið að fá sem flesta til að ná amatörprófi og að verða góðir amatörar. 

TF3EK:  Mannabreyting í prófnefnd var gerð til að styrkja hana. 

TF3Y tók til máls í tenglum við breytingar á skipan í prófnefnd. Sagði hann að þar hefði hann heimildir fyrir því innan úr stjórn að brottvísun TF3KB úr nefndinni tengdist umsögn hans til samgönguráðuneytisins um síðustu reglugerðarbreytingu. TF3Y sagðist nýverið hafa séð umsögn TF3KB og að hans mati væri ekkert í henni sem gæfi tilefni til slíkra viðbragða af hálfu stjórnar félagsins. Benda mætti á að stjórn hefði kynnt á heimasíðu ÍRA að ráðuneytið hefði óskað eftir umsögnum og með því hvatt menn til að senda inn slíkar umsagnir. Segja mætti að brottvísun TF3KB úr prófnefnd fæli í sér skoðanakúgun. 

Ákvæði í félagslögum væri greinilega til þess ætlað að stuðla að festu í skipan prófnefndar og draga úr mannabreytingum. 

Þá væru lagaákvæði um prófnefnd þess eðlis að hún sé til hliðar við stjórn en heyrði ekki undir stjórn varðandi þau mál sem henni væru falin lögunum samkvæmt. 

Fundarstjóri:  Mitt mat er að stjórn komi að því hverjir sitji í prófanefnd og þar er gerð krafa um að þeir séu valinkunnir amatörar og hafi meiri þekkingu en Pétur og Páll. Þannig ræður stjórn yfir prófnefnd og skipar hana en skiptir sér ekki af störfum hennar á annan hátt en að gera kröfu um að nefndarmenn vinni störf sín af heilindum. 

QSL manager, TF3MH:  Minna af kortum er sent utan nú, 8kg minna sent nú en í fyrra,  ca 100 staðir sem sent er til, ívið minni pakkar sendir nema á aðalstaðinn.  Verðið óbreytt og verður þannig. 

Fundarstjóri þakkar TF3MH fyrir ómetanlega þjónustu. 

Fjaraðgangsnefndin, TF3Y:  Engar fréttir.  EMC nefndin, TF3Y í fjarveru formanns TF3UA:  Þörfin er brýn og vaxandi en vandamálið snúist við því nú trufla aðrir viðtöku amatöra þannig að ekkert heyrist. 

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

TF3EK kynnti reikninga félagsins.  Tekjur eru félagsgjöld og námskeiðsgjöld.  Útgjöld voru vegna tækjakaupa, félagsstarfs og ferða en einhverjir styrkir koma e.t.v. á móti ferðakostnaði. 

Spurningar til gjaldkera:  Engar. 

Reikningar samþykktir samhljóða. 

8. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum.

9. Stjórnarkjör.

Umboð gildir ekki til greiðslu atkvæða í stjórnarkjöri.  Í stjórn voru þessir: 

Formaður:  Jón Þ. Jónsson, formaður – TF3JA 

Varaformaður:  Óskar Sverrisson – TF3DC 

Ritari:  Ölvir S. Sveinsson – TF3WZ 

Gjaldkeri:  Einar Kjartansson – TF3EK 

Meðstjórnandi:  Jóhannes Hermannsson – TF3NE 

Varamaður:  Hrafnkell Sigurðsson – TF8KY 

Varamaður:  Egill Ibsen – TF3EO 

Kjör fór þannig: 

a)  Formaður  til eins árs:  TF3JB 17 atkvæði, TF3JA 16 atkvæði.  TF3JB er því réttkjörinn formaður ÍRA til eins árs. 

b)  2 stjórnarmenn til 2ja ára:  TF3DC og TF2LL, samþykkt með lófataki. 

c)   2 varamenn til eins árs:  TF3UA og TF2EQ, samþykkt með lófataki. 

Aðrir stjórnarmenn, kjörnir 2017 til 2ja ára, eru TF3EK og TF3NE. 

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Skoðunarmenn reikninga:  TF3Y og TF3HK, samþykkt með lófataki.

Varaskoðunarmaður:  TF3VS býður sig fram, samþykkt með lófataki.

11. Ákvörðun árgjalds.

Stjórnin leggur til óbreytt árgjald.  Samþykkt með lófataki. 

12. Önnur mál.

Tillögur til ályktunar á aðalfundi ÍRA 2018. 

Tillaga TF3HM til ályktunar: „Aðalfundur ÍRA 2018 lýsir trausti á þeim vinnubrögðum sem prófnefnd hefur viðhaft í störfum sínum“. 

Samþykkt samhljóða. 

Tillaga TF3HM til ályktunar: „Það skorti málefnaleg rök fyrir því að víkja Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, úr prófnefnd 31. desember 2017. Aðalfundur ÍRA afturkallar þá ákvörðun“. 

Andmæli heyrðust frá nokkrum fundarmönnum og var því borið við að aðalfundur ætti ekki að skipta sér af störfum stjórnar. Að því búnu var borin upp frávísunartillaga á ályktunina. Fundarstjóri lýsti yfir að hann teldi frávísunartillöguna ganga lengra og hefði hún því forgang. 

Síðan vísaði hann bæði tillögunni og frávísunartillögunni af dagskrá og hafnaði því að láta greiða um þær atkvæði. 

TF3AM þakkar fráfarandi formanni og stjórn gott starf. 

Fundarstjóri sleit fundi kl. 23 og sátu nokkrir eftir og spjölluðu og höfðu gaman. 

Fundargerð ritaði TF3AM

13. Fylgiskjöl.

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/02/15032018-skrysla_formanns-tf3ja.pdf

Skýrsla prófnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/02/1503018-skyrsla_profnefndar-tf3dx.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 18 =