,

Aðalfundur ÍRA 2015

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Reykjavík, 11. júní 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. ??:??.

Mættir voru 28.

Fundarritari: TF3Y

Formaður Haraldur Þórðarson TF8HP setti fundinn. Í upphafi bað formaður fundarmenn að minnast látinna félaga, þeirra TF3FK, TF1MMN og TF3S

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF3HP stakk upp á TF3VS sem fundarstjóra

2. Kosinn fundarritari.

Fundarstjóri stakk upp á TF3Y sem fundarritara.

3. Könnuð umboð.

Farið var yfir umboð félagsmanna til að fara með atkvæði á aðalfundi en þau voru sem hér segir: TF5B veitir TF3GW umboð, TF3JON veitir TF3GL umboð, TF3AU veitir TF3GD umboð, TF3AX veitir TF3DX umboð og TF3KX veitir TF3UA umboð.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.

Í máli fundarstjóra kom fram að engar athugasemdir hefðu borist við fundargerð síðasta aðalfundar og skoðaðist hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.

Skýrsla stjórnar flutt af formanni Haraldi, TF3HP. Helstu atriði í skýrslu formanns voru sem hér segir:

TF3SG sem kosinn var í stjórn á síðasta aðalfundi kaus að segja sig frá stjórnarstörfum. TF3GW tók sæti hans í aðalstjórn.

Stjórn skipti með sér verkum: TF3GW kosinn varaformaður, TF3GB ritari, TF3DC gjaldkeri, TF3KX meðstjórnandi.

Loftnet félagsins skemmst meira og minna í vetur. Var sett upp loftnet sem félagið fékk gefins fyrir um 10 árum. Félagið á turn sem fékkst gefins sem gott væri að koma upp.

Félagið fékk styrk frá Reykjavíkurborg að fjárhæð kr. 200 þ. sem ekki tókst að nýta. Sagði
formaður að fyrrum formaður TF3SG þyrfti að skýra.

Formaður sagði afar áríðandi að gera námsefni til amatörprófs á íslensku

Námskeið síðasta vetur heppnaðist mjög vel. Ætti að nota það fé sem inn kom í námskeiðsgjöld til að gera almennilegt og aðgengilegt námsefni.

Félagsfundur sl. haust þar sem rædd var tillaga Guðmundar Löwe TF3GL sem hafnað hafði verið af aðalfundi. Félagsfundur hafnaði þessu erindi sem að mörgu leyti var gott erindi. Enginn vann í essu máli heldur tapaði félagið á þessu ósamkomulagi.

Formanni barst bréf um að hann væri að drepa félagið. Í því stóð að hann væri best dauður líka. Lýsti því yfir að hann myndi láta lokið sínum afskiptum af félaginu að afloknum fundi.

Erindi Guðmundar TF3SG um undanþágu frá kallmerkjaskiptingu samþykkt í stjórn. Í samskiptum við PFS kom fram að það gæti staðið til boða að í nýrri reglugerð yrðu þær undanþágur sem höfum haft yrðu þá festar í reglugerð.

Eftir að fjaraðgangsnefnd hafði skilað af sér þá gleymdi TF3JB að senda skýrslu hennar til PFS. Stjórn TF3SG gerði það ekki en núverandi stjórn gerði það þegar málið var borið upp af TF3GB. Niðurstaða PFS var í öllu sammála skýrslu fjaraðgangsnefndar.

Var alfarið hafnað að erlendir amatörar sem ekki væru búsettir hérlendis og ekki væru með
íslenskt kallmerki gætu fjarstýrt stöð hérlendis. Þorvaldur TF4M kaus að segja sig úr félaginu vegna meintrar andstöðu stjórnar við sinn málstað. Þegar hamfarirnar urðu í Nepal þá kom ósk frá aðgerðarstjórn amatöra í Ísrael um að Þorvaldur opnaði fjaraðgang að sinni stöð. PFS hafði ekkert við það að athuga.

Á fyrsta degi skjálftans í Nepal þá settu TF8HP og TF3JA félagsstöðina í loftið. Báru nokkur boð á milli.

Tveir félagar fóru erlendis á vegum félagsins. TF3DX til Finnlands vegna CW málsins og TF3KB og TF3DX fóru saman til Varna í Búlagaríu. Þar hafði TF3DX fullan sigur í CW málinu. Á aðalfundi 2014 var samþykkt fjárframlag til ferðar TF3KB en TF3DX borgaði allan sinn ferðakostað. Ferðin til Finnlands var kostuð af Norðurlöndunum í sameiningu en hann greiddi einnig hlut ÍRA auk flugmiðans.

Í gegnum árin hefur félagið sent fulltrúa á ráðstefnuna á Norðurlöndunum. Telur formaður að svo eigi að vera áfram. Varðandi ráðstefnu IARU svæðis 1 þá hefur það verið mismunandi eftir árferði og öðru hvort félagið hafi sent fulltrúa.

Formaður lýsti þeirri von að lát yrði á skotgrafarhernaði í félaginu og menn næðu að sameinast um málefni þess.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Fundarstjóri lýsti eftir skýrslum embættismanna.

Skýrsla prófnefndar liggur frammi skriflega.

EMC nefnd. Sæmundur TF3UA formaður nefndarinnar flutti skýrslu hennar. Hlutverk nefndarinnar væri að aðstoða við úrlausn mála í tengslum við radíótruflanir hvort sem væri truflanir hjá amatörum eða af þeirra völdum. Sæmundur rakti nokkrar ástæður truflana í viðtöku hjá amatörum:

– LED perur: Tæknilega þróuð fyrirbæri með 6-7 sinnum betri nýtni en glóperur. Svo miklir hagsmunir í heiminum að amatörar geti ekki barist gegn þeirri þróun. Berjast frekar gegn LED perum sem trufla mest. Framleiðendur mismunandi hvað síur varðar.

– Fjarskipti um raflínur: Hafa verið til staðar hér frá því fyrir aldamót. Notkunarsviðið varð nettengingar innanhúss. Beinir því til félagsmanna að berjast gegn þessari tækni vegna truflana. Eru nýttar tíðnir upp í a.m.k. 20 MHz. Ráðleggja almenningi að nota aðrar lausnir. Helst CAT5 tengingar eða WiFi.

– VDSL: Háhraðagagnamerki send um símalínur. Nýtir tíðnisviðið allt að 30MHz en algengast upp í 17MHz. Það í gangi hérlendis. 50Mbitar heim en 25 Mbitar frá. Nú hefur verið innleidd vigrunartækni þar sem næst allt að 150 Mbita hraði. Næsta tækni GFAST sem nýtir tíðnisviðið allt upp í 200MHz. Kosturinn við símalínur sá að þær eru hannaðar til að bera fjarskiptamerki og eru hérlendis alltaf neðanjarðar. Helst að rangur frágangur heima hjá fólki sé uppspretta truflana, t.d. rangt frágengnar síur. Fram kom að nefndin hefði aðstoðað amatöra í samvinnu við PFS við að vinna bug á truflunum í viðtöku.

Sæmundur greindi frá mælingum PFS á sviðstyrk frá sendistöðvum amatöra sem fram fóru í samvinnu
við nefndina og valda amatöra. Geislavarnir ríkisins sáu um mælingarnar. Mælingar benda til að
sviðstyrkur sé talsvert undir mörkum sem sett hafa verið. Höfum enn ekki fengið sendar niðurstöður
mælinganna.

QSL skrifstofa: Matthías, TF3MHN flutti skýrslu skrifstofunnar. Í gegnum skrifstofuna fóru rúmlea 10
þús kort sem losuðu 31kg. Talsvert minna magn en fyrir ári. Munar um 5 þús. kortum eða rúmlega
12kg. Sendingarkostnaður hefur haldist óbreyttur.

Tengiliður erlendra samskipta: Kristján, TF3KB gerði grein fyrir starfinu. Fór hann á IARU svæðis 1
ráðstefnuna í Varna í Búlgaríu. Kristján sagðist þakklátur félaginu fyrir þann heiður og traust sem var
sýndur. Sagðist hann hafa farið með það að leiðarljósi að hann væri fulltrúi allra amatöra. Lítur á sig
sem ráðgjafa og innbyrðir eins mikið af sjónarmiðum og hægt er til að miðla til félagsins hvernig
heppilegt sé að halda á ýmsum málum. Var með glærusýningu á félagsfundi um Varna fundinn. Vísar í
það. Var smá ónákvæmni hjá formanni TF3HP varðandi kostnaðinn. IARU hefur alltaf tekið þátt í
kostnaði, ca. til hálfs. Kostnaður hefur alltaf verið hótel og uppihald en IARU greiðir flugmiðann. Nú
reyndist kostnaður kr. 123 þ.kr.

Á Varna ráðstefnunni var vinnufundur um fjaraðgang. Í máli Kristjáns kom fram að erlendis eru
skiptar skoðanir á fjaraðgangsmálum. Það sem komst inn í samþykktir er gott framlag en langt í frá
endapunkturinn. Ýmis orð sem féllu á vinnunefndarfundum en ekki komust inn í samþykktir. Mörgum
spurningum enn ósvarað. Benti Kristján á að í tilviki fjaraðgangs um netið þá væri ekki lengur um að
ræða hreint amatörkerfi. Sagði hann einnig að í fjaraðgangi fælust bæði tækifæri og ógnanir.
Amatörstarfsemin sé takmörkuð af reglugerð ITU, þ.á m. um að amatörstarfsemi skuli ekki vera í
fjárhagslegri ágóðavon og sýna kunnáttu. Samkeppni um tíðnisvið. Amatörar hafa af þeim ókeypis
aðgang en fjarskiptafélögin þurfa að greiða fyrir tíðnisvið.

Neyðarfjarskiptastjóri félagsins Jón Þóroddur, TF3JA flutti skýrslu: Minnti á að hefði búið til embættið
árið 2005. Sótti GAREC 2005 og fund á Friedrichshaven 2014. Aukaráðstefna verður í Friedrichshaven
í sumar. Hann sagði félagið hafa tekið þátt í æfingum sem verið hafa og í samskiptum við erlenda
aðila. Í Nepal var fyrst og fremst þörf fyrir svæðisbundin fjarskipti. VHF/UHF endurvarpa og nóg af
handstöðvum og rafstöðvar. Lengri skilaboðaleiðir fyrst og fremst nýttar til að upplýsa um ferðir fólks
til og frá landinu. Það gerðist sem óvænt var að ekki fékkst leyfi til að flytja inn búnað frá ýmsum
löndum til Nepal. Einnig tróðst mikið af fólki inn í landið sem sagðist vera að koma til aðstoðar en
virtust aðallega vettvangsskoðarar.

TF3JA hefur skrifað fréttir inn á heimasíðuna. Mikilvægt að fleiri skrifi þarna inn. Tvær fréttir þurrkaðar út.

TF3Y formaður fjaraðgangsnefndar flutti skýrslu fjaraðgangsnefndar. Skýrslan liggur skrifleg fyrir. Fyrirspurn til embættismanna:

Kristján, TF3KB spurði hvort samskipti hefðu verið á milli EMC nefndar og staðlaráðs. Sæmundur TF3UA sagði að lítilsháttar samskipti hafi verið. TF3KB sagði ástæðu fyrirspurnarinnar vera þá að amatörar væru með þátttakendur í nær öllum vinnuhópum þar sem málefni amatöra ber á góma. Sagði við þyrftum að nálgast stjórnvöldum úr tveimur áttum: Innanlands og utan frá. Reglurnar sem koma að utan eru fengnar í gegnum samtakamátt amatörfélaganna. TF3UA er í ágætum kunningsskap við starfsmann staðlaráðs (Sigurður) sem sækir fundi erlendis. Í því tilviki sem um ræðir (PLC) var hlustað á okkur. Taldi hann að við gætum haft meiri áhrif í gegn um aðila erlendis frá.

Guðmundur, TF3SG tók til tals og þakkaði fráfarandi formanni fyrir þau störf sem hann hefur unnið í þágu félagsins. Sagði Guðmundur hann hafa beint til hans tveimur spurningum:

1. Af hverju ekki tekið sæti í stjórn félagsins: Aðallega persónulegar ástæður. Hafa ekkert með aðra stjórnarmenn að gera.

2. Styrkur frá Reykjavíkurborg sem Guðmundur hafði frumkvæði að því að sækja um. Sagði hann að hann hefði misst áhuga á að vinna málið áfram innan félagsins þar sem leiðinlegur mórall var innan þess.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Óskar, TF3DC, gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Reikningurinn uppfyllir ákvæði um skoðun. Væru þeir bornir upp til samþykktar fundarins.

Guðmundur, TF3SG saknar þess að fá yfirlit yfir hversu margir félagar séu að greiða í félagið, hverjir.

Óskar svaraði því til að rúmlega 130 félagar séu greiðandi. Félagsgjaldið sé kr. 6.500. Nokkur hópur sem greiðir hálft gjald. Eru um 170 á félagaskrá og hafa verið að reytast inn gjöld eftir marslok. 20-25 manns sem eru seinir til. Komnir nýir leyfishafar og félagar sem verða gjaldskyldir.

Haraldur, TF8HP óskaði eftir skýringu á liðnum öðrum tekjum. Árið 2014 var þar undir framlag TF3VS vegna útgáfu.

Fundarstjóri bar reikninginn undir atkvæði. Einróma samþykkt.

8. Lagabreytingar.

Lagabreytingar. Fyrir lágu tillögur frá fjórum félagsmönnum þeim TF3DC, TF3GL, TF3JA og TF3KB.
Fundarstjóri, TF3VS gerði að umræðu tillögu frá TF3JA: Leggur til að í lögunum standi að lögunum
skuli breytt.

Umræða um tillögu TF3JA. Sjónarmið um að hljómi frekar eins og ályktun til stjórnar frekar en lagaákvæði. Vilhjálmur, TF3DX rakti forsögu núgildandi laga. TF3JA: Eins og lögin eru í dag þá leiðir það til þess að lagabreytingartillögur séu ekki nógu vel unnar. Lögin hafi því þróast í það að verða
eins konar bútasaumur.

Bjarni, TF3GB leggur til að stofnuð verði þriggja manna lagabreytingarnefnd sem taki við framkomnum tillögum að lagabreytingum. TF3KB lýsti yfir stuðningi við tillögu TF3GB.

Dagskrártillaga um að vísað sé frá öllum lagabreytingartillögum og stofnuð lagabreytingarnefnd.

Var þá gert fundarhlé en í því ætlaði Bjarni, TF3GB að forma tillögu sína skriflega.

Að afloknu fundarhléi var komin fram skrifleg dagskrártillaga:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

9. Stjórnarkjör.

Tillögur um formann: Fram kom tillaga um Jón Þórodd, TF3JA.

Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: Stungið upp á Svani TF3FIN og Einari TF3EK.

Tveir varamenn til eins árs: Guðmundur TF3SG, Sigurður Hrafnkell TF8KY.

Úr stjórn ganga Kristinn TF3KX og Þór TF3GW.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Skoðunarmenn reikninga og einum til vara TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara.

Engar aðrar tillögur bárust og því sjálfkjörið í öll embætti.

11. Ákvörðun árgjalds.

Tillaga um að verði óbreytt. Var sú tillaga samþykkt.

12. Önnur mál.

a) Þarf að kjósa þriggja manna lagabreytinganefnd skv. dagskrártillögu:

Tillögur um TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið til kosninga. Niðurstaðan sú að TF3VS,
TF3UA og TF3HM kosnir í nefndina.

b) TF3GL kom í púlt og gerði að umtalsefni að á fundinum NRAU í ágúst sl. hafi fulltrúi ÍRA farið
með niðrandi orð um einstaka amatöra í þeim tilgangi að sverta þá. Málið varði smávægilegar
innanhús rökræður. TF3GL lagði fram skriflega ályktunartillögu sem fylgir með fundargerð.

TF3KB tók til máls. Sagðist hafa skrifað glærurnar. Þar væri frásögn um það hvað væri efst á
baugi. TF3KB sagði þetta ekki vera niðrandi orð heldur lýsing á ástandi. Líflegar umræður
urðu um málið.

Ályktunin borin undir atkvæði: Tillagan felld með 19 atkvæðum gegn 5.

c) TF8HP tók til máls um íslenskt kennsluefni: Leggur til að ný stjórn geri gangskör að því að
koma gerð íslensks kennsluefnis á koppinn. Væri flott ef við gætum á afmælisári, 16/8 2016
tilkynnt að við værum búnir að gefa út nýtt kennsluefni á íslensku. Skoraði á stjórnina að taka
þetta upp.

Rök: Það er því miður þannig að það eru nokkuð margir sem ekki eru læsir á enskt tækniefni.

Vísaði TF8HP m.a. til nýs kennsluefnis norska amatörfélagsins.

c) TF3AO hafði fregnir af því að fáni félagsins hafi skemmst í vatnstjóni. Lagði til að gerður yrði
nýr fáni og lagði til að kannað yrði hvort tryggingar dekkuðu tjónið.
TF3KB tók til máls og benti á að tæknilega væri mögulegt að vefa merkið þannig í fána að það
yrði pósitívt örðu megin og negatívt hinu megin eða vera með tvo fána.

d) TF3JA tók til máls og þakkaði fyrir traustið sem fælist í því að kjósa hann sem formann.

e) TF3HM harmaði að ógæfumaður hefði orðið til að TF8HP drægi sig til baka í félagsstörfum.

Fundarstjóri lýsti því yfir að dagskrá fundarins væri tæmd og sleit fundi.

13. Fylgiskjöl

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Ársreikningur-ÍRA-2014-2015.pdf

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3DC.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3KB.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3JA.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3GL.pdf

Andsvar á breytingartillögu: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Andsvar-TF3DX.pdf

Fjaraðgangsmál: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Fjaraðgangsmál-TF3DX-TF3KB-TF3Y.pdf

Skýrsla prófnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Skýrsla-Prófnefndar-TF3DX.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 3 =