Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti yfir heiminn; silfurverðlaunin.

Sigurður hafði að þessu sinni 4.260 QSO sem hann náði með 33 klukkustunda viðveru. Þetta er stórglæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, er í hópi bestu keppnismanna í heimi.

Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, sem keppti á öllum böndum, hámarksafli; árangur Ársæls Óskarssonar, TF3AO,sem keppti á 21 MHz, hámarksafli, aðstoð; og árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur en hópurinn keppti í fleirmenningsflokki, hámarksafli, með einn sendi. Sjá nánar meðfylgjandi töflu.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.

Keppnisflokkur, CQ WW DX SSB 2012

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

15 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}48,720

Unknown macro: {center}433

Unknown macro: {center}19

Unknown macro: {center}65

20 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3CW*

Unknown macro: {center}1,387,337

Unknown macro: {center}4,260

Unknown macro: {center}36

Unknown macro: {center}125

80 metrar, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG*

Unknown macro: {center}28,258

Unknown macro: {center}361

Unknown macro: {center}16

Unknown macro: {center}55

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3AM*

Unknown macro: {center}169,076

Unknown macro: {center}835

Unknown macro: {center}37

Unknown macro: {center}135

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF8GX

Unknown macro: {center}10,064

Unknown macro: {center}72

Unknown macro: {center}24

Unknown macro: {center}50

Öll bönd, einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG

Unknown macro: {center}16,932

Unknown macro: {center}205

Unknown macro: {center}30

Unknown macro: {center}72

Öll bönd, fleirmenningsflokkur, hámarksafl**
Unknown macro: {center}TF3W*

Unknown macro: {center}7,125,928

Unknown macro: {center}5,701

Unknown macro: {center}130

Unknown macro: {center}489

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu. **TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.

Sigurður fær verðlaunabikar og verðlaunaplatta (líkan þessum) frá keppnisnefnd CQ fyrir árangurinn.

Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar:

Keppnisriðlar

Keppnisflokkar

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; (c) allt að 5W
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W (c) allt að 5W
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element”; (b) “Rookie”
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; (c) enginn hámarksfjöldi senda

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er unnt (TF1, TF2 o.s.frv.). Í WPX keppnunum er gerður greinarmunur á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig og QSO á 7, 3.5 og 1.8 MHz gefa 6 stig.

Þótt um sé að ræða tveggja sólarhringa keppni er vakin athygli á að keppendur í einmenningsflokkum þurfa að taka sér 12 klst. hvíld að lágmarki (sjá nánar í reglum). Í þessari keppni er notað raðnúmer sambanda á eftir kóða fyrir læsileika og styrk, t.d. 59-001. Þegar náð er 1000 samböndum er haldið áfram, þ.e. 1001 o.s.frv. (en ekki byrjað á ný á 001).

Lokadagur fyrir skil á gögnum til keppnisnefndar er laugardagurinn 6. apríl.

Morshluti keppninnar fer fram helgina 25.-25. maí n.k.

Myndin er af fjarskiptaborði-B í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 metra böndunum. Þessir keppnisriðlar eru eru í boði:

• SOAB-MIX – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB.
• SOAB-MIX-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, lágafl (mest 100W).
• SOAB-MIX-QRP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, QRP (mest 5W).
• SOAB-CW – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW.
• SOAB-CW-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW, lágafl (mest 100W).
• SOAB-SSB – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB.
• SOAB-SSB-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB, láafl (mest 100W).
• SOSB – Einmenningsflokkur, eitt band, bæði CW og SSB, bæði CW og SSB, val um 160, 80, 40, 20, 15, 10 metra.
• MOST – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, einn sendir, bæði CW og SSB.
• MO2T – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, tveir sendar, bæði CW og SSB.

Frestur til að skila keppnisdagbókum til keppnisnefndar RDXC er til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar um keppnisreglur má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

Systurfélag Í.R.A., Soyuz Radioljubitelej Rossii (SSR), landsfélag radíóamatöra í Rússneska sambandsríkinu stendur fyrir keppninni.

SSB hluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 2.-3. mars n.k. Keppnin stendur í tvo sólarhringa, hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59.

Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar (nema KH6 og KL7) en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2). Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er til 2. apríl n.k.

Vefslóð fyrir upplýsingar um keppnina og keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, fékk nýlega í hendur glæsilegan viðurkenningaskjöld frá CQ tímaritinu í Bandaríkjunum, Worked All Zones – Award of Excellence, fyrir að framvísa gögnum yfir staðfest sambönd við aðrar stöðvar radíóamatöra í sérhverju hinna 40 skilgreindu landssvæða í heiminum á 160 metra bandi (e. zones). Viðurkenningaskjöldur Þorvaldar er númer 148 í röðinni yfir heiminn frá upphafi, en CQ tímaritið hóf að veita sérstakar WAZ 160 metra viðurkenningar árið 1975.

Um leið og stjórn Í.R.A. sendir Þorvaldi innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur, er ástæða til að vekja athygli félagsmanna á að hér er að baki margra ára þrotlaus vinna, enda er um einhverja stærstu viðurkenningu að ræða sem radíóamatör hér á landi hefur hlotnast til þessa.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

TF3CW var með ICOM IC-7700 stöð í láni frá TF3ML í ARRL keppninni frá TF3W. Ljósmynd: TF3LMN.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var helgina 16.-17. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 1.826 QSO og 159 margfaldarar.

Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til þess að skilyrði til fjarskipta á HF voru að stærstum hluta mjög léleg um helgina. Sem dæmi, þá hafði Sigurður 13 QSO á 14 MHz fyrsta klukkutíma keppninnar! Mestur fjöldi sambanda á einni klukkustund náðist síðdegis á laugardag; 186 QSO/mín. sem gerir 3,1 QSO að meðaltali á mínútu í 60 mínútur samfleytt.

Yngvi Harðarson, TF3Y, tók ennfremur þátt í keppninni. Yngvi keppti í einmenningsflokki á 21 MHz, fullu afli. Niðurstaða: 1.268 QSO og 59 margfaldarar. Þessi árangur hans er mjög góður miðað við skilyrði. Mestur fjöldi sambanda á einni klukkustund hjá Yngva var 156 QSO/mín., sem gerir 2,6 QSO að meðaltali á mínútu í 60 mínútur samfleytt.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG tók ennfremur þátt í keppninni. Hann var aðallega virkur á 3,5 MHz og 7 MHz, en hafði einnig nokkur sambönd á 1,8 MHz. Guðmundur sagðist hafa haft á 4. hundrað sambanda.

Fleiri TF stöðvar voru virkar í keppninni um helgina, en höfðu mun færri sambönd sbr. upplýsingar á þyrpingu
(e. cluster).

 

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 16.-17. febrúar n.k. ARRL keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, verður QRV frá félagsstöðinni TF3W í keppninni, og hóf hann undirbúninginn þegar fyrir rúmri viku.

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við
aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6);
BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2). Frestur til að skila
inn keppnisdagbókum er til 19. mars n.k.

Vefslóð fyrir upplýsingar um keppnina og keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Stefán Arndal, TF3SA, byrjar útsendingar morsæfinga á 3540 kHz mánudaginn 11. febrúar n.k.
Æfingarnar verða í boði alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga til og með 15.
mars n.k. og hefjast stundvíslega kl. 21:00. Sendingarkvöld verða alls tuttugu, sbr. töflu.

Hugmyndin með æfingunum er að aðstoða félagsmenn við að ná upp leikni í viðtöku morsmerkja
fyrir stöðutöku í morsi sem haldin verður laugardaginn 16. mars n.k. (verður kynnt síðar). Stefán
hvetur menn til að koma inn á tíðnina eftir útsendingu, þótt ekki sé nema til að láta vita af sér.
Athugið að uppgefin tíðni getur breyst eitthvað vegna QRM eða annarra truflana.

Stjórn Í.R.A. þakkar Stefáni fyrir þetta mikilvæga framlag og hvetur félagsmenn til að láta það ekki
framhjá sér fara.

Nr.

Mánaðardagur

Vikudagur

GMT

QRG

1. 11. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
2. 12. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
3. 13. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
4. 15. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
5. 18. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
6. 19. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
7. 20. febrúar Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
8. 22. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
9. 25. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
10. 26. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
11. 27. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
12. 1. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
13. 4. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
14. 5. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
15. 6. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
16. 8. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
17. 11. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
18. 12. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
19. 13. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
20. 15. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz

Stefán Arndal TF3SA við lykilinn frá TF3W í síðustu SAC morskeppni. Ljósmynd: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í morshluta CQ World Wide 160 metra keppninnar sem haldin verður um næstu helgi, 25.-27. janúar. Fyrir liggur þegar þetta er skrifað, að þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG munu virkja stöðina. Að sögn Guðmundar, er ekki ólíklegt að fleiri leyfishafar komi til liðs við þá félaga í keppninni.

Notað verður 20 metra hátt færanlegt stangarloftnet TF3SG á 80 metrum sem þegar hefur verið flutt á staðinn og því breytt í svokallað „L loftnet á hvolfi” fyrir 160 metra bandið (líkt og áður hefur verið gert með ágætum árangri).

CQ World Wide 160 metra morskeppnin er 48 klst. keppni. Hún hefst föstudagskvöldið 25. janúar kl. 22:00 og lýkur sunnudagskvöldið 27. janúar kl. 22:00.

Nálgast má heimasíðu keppninnar á þessari vefslóð: http://www.cq160.com/

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Alls tóku 7 íslenskar stöðvar þátt í SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, 2. sæti yfir heiminn (silfurverðlaunum) og 1. sæti (gullverðlaunum) yfir Evrópu. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli.

Hann hafði að þessu sinni alls 4.336 QSO m.v. 33 klst. viðveru samanborið við alls 3.871 QSO og 40 klst. viðveru í keppninni í fyrra (2011). Þetta er glæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.

Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem nær 10. sæti yfir heiminn og 10. sæti yfir Evrópu, en hann keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur, en þeir náðu 50. sæti yfir heiminn og 24. sæti yfir Evrópu í sínum keppnisflokki á öllum böndum. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöðu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Yfir heiminn

Yfir Evrópu

Heildarstig

Einmenningsflokkur, 15 metrar, hámarksafl, aðstoð

TF3AO

66. sæti

40. sæti

50.400
Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl

TF3CW

2. sæti

1. sæti

1.488.780

Einmenningsflokkur, 80 metrar, hámarksafl

TF3SG

10. sæti

10. sæti

35.640

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3AM

435. sæti

151. sæti

183.312

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3GX

888. sæti

314. sæti

12.000

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl, aðstoð

TF3IG

783. sæti

290. sæti

41.360

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3W*

50. sæti

24. sæti

7.761.936

*TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.


Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=ph