, ,

TF4M fær WAZ 160, einstakur viðburður.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, fékk nýlega í hendur glæsilegan viðurkenningaskjöld frá CQ tímaritinu í Bandaríkjunum, Worked All Zones – Award of Excellence, fyrir að framvísa gögnum yfir staðfest sambönd við aðrar stöðvar radíóamatöra í sérhverju hinna 40 skilgreindu landssvæða í heiminum á 160 metra bandi (e. zones). Viðurkenningaskjöldur Þorvaldar er númer 148 í röðinni yfir heiminn frá upphafi, en CQ tímaritið hóf að veita sérstakar WAZ 160 metra viðurkenningar árið 1975.

Um leið og stjórn Í.R.A. sendir Þorvaldi innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur, er ástæða til að vekja athygli félagsmanna á að hér er að baki margra ára þrotlaus vinna, enda er um einhverja stærstu viðurkenningu að ræða sem radíóamatör hér á landi hefur hlotnast til þessa.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × four =