,

ARRL DX morskeppnin var um helgina

TF3CW var með ICOM IC-7700 stöð í láni frá TF3ML í ARRL keppninni frá TF3W. Ljósmynd: TF3LMN.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var helgina 16.-17. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 1.826 QSO og 159 margfaldarar.

Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til þess að skilyrði til fjarskipta á HF voru að stærstum hluta mjög léleg um helgina. Sem dæmi, þá hafði Sigurður 13 QSO á 14 MHz fyrsta klukkutíma keppninnar! Mestur fjöldi sambanda á einni klukkustund náðist síðdegis á laugardag; 186 QSO/mín. sem gerir 3,1 QSO að meðaltali á mínútu í 60 mínútur samfleytt.

Yngvi Harðarson, TF3Y, tók ennfremur þátt í keppninni. Yngvi keppti í einmenningsflokki á 21 MHz, fullu afli. Niðurstaða: 1.268 QSO og 59 margfaldarar. Þessi árangur hans er mjög góður miðað við skilyrði. Mestur fjöldi sambanda á einni klukkustund hjá Yngva var 156 QSO/mín., sem gerir 2,6 QSO að meðaltali á mínútu í 60 mínútur samfleytt.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG tók ennfremur þátt í keppninni. Hann var aðallega virkur á 3,5 MHz og 7 MHz, en hafði einnig nokkur sambönd á 1,8 MHz. Guðmundur sagðist hafa haft á 4. hundrað sambanda.

Fleiri TF stöðvar voru virkar í keppninni um helgina, en höfðu mun færri sambönd sbr. upplýsingar á þyrpingu
(e. cluster).

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 5 =