, ,

Alþjóðlega RDXC keppnin 2013

Myndin er af fjarskiptaborði-B í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 metra böndunum. Þessir keppnisriðlar eru eru í boði:

• SOAB-MIX – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB.
• SOAB-MIX-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, lágafl (mest 100W).
• SOAB-MIX-QRP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, QRP (mest 5W).
• SOAB-CW – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW.
• SOAB-CW-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW, lágafl (mest 100W).
• SOAB-SSB – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB.
• SOAB-SSB-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB, láafl (mest 100W).
• SOSB – Einmenningsflokkur, eitt band, bæði CW og SSB, bæði CW og SSB, val um 160, 80, 40, 20, 15, 10 metra.
• MOST – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, einn sendir, bæði CW og SSB.
• MO2T – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, tveir sendar, bæði CW og SSB.

Frestur til að skila keppnisdagbókum til keppnisnefndar RDXC er til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar um keppnisreglur má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

Systurfélag Í.R.A., Soyuz Radioljubitelej Rossii (SSR), landsfélag radíóamatöra í Rússneska sambandsríkinu stendur fyrir keppninni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =