,

Spennandi helgi framundan í Skeljanesi

Yngvi Harðarson, TF3Y

Stefán Arndal, TF3SA

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sveinsson, TF3SG

Benedikt Guðnason, TF3TNT

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrír viðburðir verða í boði á vetrardagskrá Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi um komandi helgi. Tveir verða í boði á laugardag. Sá fyrri er hraðnámskeið í keppnisdagbókarforritinu Win-Test (upprifjun-2). Yngvi Harðarson, TF3Y, leiðbeinir og hefst námskeiðið stundvíslega kl. 10 árdegis. Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem t.d. eru komnir af stað með notkun forritsins, en hafa sérstakrar spurningar og óska leiðbeininga.

Síðari viðburðurinn á laugardag, er stöðutaka í morsi í boði þeirra Stefáns Arndal, TF3SA og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG. Stöðutakan er hugsuð fyrir alla leyfishafa, þ.e. jafnt fyrir þá sem eru rétt að byrja að læra mors sem og þá sem lengra eru komnir. Viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 15:00 í Skeljanesi. Svipað fyrirkomulag verður og síðast (13. október), þ.e. upphitunaræfingar með texta í fimm stafa „grúppum” annarsvegar, og á mæltu máli, hinsvegar. Menn geta valið um að slá textann inn á lyklaborð (tölvu) eða að skrá niður á pappír. Þá er val um að hlusta á sendingarnar í gegnum hátalara eða heyrnartól (og eru menn hvattir til að koma með heyrnartól sem það vilja).

Þriðji viðburður helgarinnar er 3. sunnudagsopnun vetrarins. Benedikt Guðnason, TF3TNT, stjórnar umræðum í stóra sófasettinu og verður með sýnikennslu. Yfirskrift dagsins er: „Að gera upp kapal á réttan hátt”. Húsið opnar kl. 10 árdegis, en viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 10:30 og stendur til hádegis.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 10 =