,

Glæsilegur árangur TF3CW er á heimsmælikvarða

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Alls tóku 7 íslenskar stöðvar þátt í SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, 2. sæti yfir heiminn (silfurverðlaunum) og 1. sæti (gullverðlaunum) yfir Evrópu. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli.

Hann hafði að þessu sinni alls 4.336 QSO m.v. 33 klst. viðveru samanborið við alls 3.871 QSO og 40 klst. viðveru í keppninni í fyrra (2011). Þetta er glæsilegur árangur og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.

Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Athygli vekur árangur Guðmundar Sveinssonar, TF3SG, sem nær 10. sæti yfir heiminn og 10. sæti yfir Evrópu, en hann keppti á 3,7 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Árangur keppnishópsins frá félagsstöðinni TF3W, undir forystu Jóns Ágústs Erlingssonar, TF3ZA, er einnig ágætur, en þeir náðu 50. sæti yfir heiminn og 24. sæti yfir Evrópu í sínum keppnisflokki á öllum böndum. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöðu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Yfir heiminn

Yfir Evrópu

Heildarstig

Einmenningsflokkur, 15 metrar, hámarksafl, aðstoð

TF3AO

66. sæti

40. sæti

50.400
Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl

TF3CW

2. sæti

1. sæti

1.488.780

Einmenningsflokkur, 80 metrar, hámarksafl

TF3SG

10. sæti

10. sæti

35.640

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3AM

435. sæti

151. sæti

183.312

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3GX

888. sæti

314. sæti

12.000

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl, aðstoð

TF3IG

783. sæti

290. sæti

41.360

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3W*

50. sæti

24. sæti

7.761.936

*TF3W op’s: TF3ZA, SMØMDG, SMØMLZ og SMØNOR.


Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=ph

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × two =