Entries by TF3JB

,

PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.   Hægt er að skrá sig allan tímann sem […]

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 2021 NÁLGAST

Kæru félagar! Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir.  Það eru að koma páskar.  Það þýðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar…eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það […]

,

ÁHUGAVERÐ VÍSBENDING.

Club Log er gagnagrunnur fyrir radíóamatöra þar sem leyfishöfum býðst m.a. að hlaða upp afritum af fjarskiptadagbókum sínum. G7VJR hjá Club Log tók nýlega saman upplýsingar úr innsendum dagbókum um skiptingu sambanda eftir mótun á HF tíðnum, á árinu 2020. Meðfylgjandi kökurit EI7GL gefur vísbendingu um skiptinguna á milli mótunartegunda á HF árið 2020. Samkvæmt […]

,

FRIEDRICHSHAFEN 2021 AFLÝST

Tilkynning barst til félagsins í morgun, 26. mars, þess efnis að Ham Radio sýningin í Friedrichshafen sem fyrirhugað var að halda 25.-27. júní n.k., hafi verði aflýst vegna Covid-19 faraldursins. Dagsetning fyrir sýninguna á næsta ári, 2022, er 24.-25. júní. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 25. MARS

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 25. mars. Ákvörðunin var tekin í ljósi minnisblaðs sóttvarnalæknis varðandi um tillögur að hertum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 til heilbrigðisráðherra, sem mun setja reglugerð sem tekur gildi frá og með 25. mars um hertar aðgerðir þar sem almennar fjöldatakmarkanir miðast m.a. við mest 10 […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2021 NÁLGAST

Páskaleikar ÍRA 2021 verða haldnir helgina 2.-4. apríl n.k. Meðal nýjunga að þessu sinni er sú breyting, að leikarnir hefjast föstudaginn 2. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 4. apríl kl. 18:00. Þessi breyting á tímasetningu er sú sama og var kynnt í VHF/UHF leikunum í fyrra og almenn ánægja var með. […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs 2021 var sett í félagsaðstöðunni í Skeljanesi mánudaginn 22. mars. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða ÍRA bauð viðstadda velkomna og veitti greinargóðar upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðsins. Þeir Hörður Mar Tómasson, TF3HM (sem annaðist kennslu fyrsta námskeiðskvöldið) og Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA voru viðstaddir. Fjórtán þátttakendur voru mættir af alls nítján […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 25. MARS

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. mars n.k. Grímuskylda er ásamt nálægðarmörkum. Aðgangur að QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu og fjarskiptaherbergi verður lokað. Að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld, verður á ný boðið upp á kaffiveitingar í sal. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem […]

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2021

CQ World Wide WPX keppnin, SSB-hluti, fer fram eftir viku. Þetta er tveggja sólarhringa keppni sem hefst á miðnætti laugardag 27. mars og lýkur á miðnætti sunnudag 28. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs hefur verið opnuð á “ira hjá ira.is”. Námskeiðið verður haldið frá 22. mars til 12. maí n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis laugardaginn 15. maí. Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Staðsetning verður tilkynnt fljótlega. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn […]