,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs 2021 var sett í félagsaðstöðunni í Skeljanesi mánudaginn 22. mars. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða ÍRA bauð viðstadda velkomna og veitti greinargóðar upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðsins. Þeir Hörður Mar Tómasson, TF3HM (sem annaðist kennslu fyrsta námskeiðskvöldið) og Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA voru viðstaddir. Fjórtán þátttakendur voru mættir af alls nítján sem voru skráðir.

Námskeiðið hófst í beinu framhaldi sama kvöld (22. mars) og lýkur síðan með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 15. maí. Prófnefnd setti upp og vann skipulag námskeiðsins í samvinnu við umsjónarmann. Kennt er þrjá daga í viku í Skeljanesi, þ.e. mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Leiðbeinendur frá félaginu eru níu talsins.

Stjórn ÍRA þakkar prófnefnd, umsjónarmanni og leiðbeinendum aðkomu að þessu mikilvæga verkefni.

Stjórn ÍRA óskar þátttakendum góðs gengis.

Skeljanesi 22. mars 2021. Mynd frá setningu námskeiðs ÍRA til amatörprófs í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 14 =