,

PÁSKALEIKARNIR 2021 NÁLGAST

Páskaleikar ÍRA 2021 verða haldnir helgina 2.-4. apríl n.k.

Meðal nýjunga að þessu sinni er sú breyting, að leikarnir hefjast föstudaginn 2. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 4. apríl kl. 18:00.

Þessi breyting á tímasetningu er sú sama og var kynnt í VHF/UHF leikunum í fyrra og almenn ánægja var með.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna mun kynna reglurnar fljótlega á þessum vettvangi.

Stjórn ÍRA.

.

Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu þrjú sætin í leikunum 2021. Myndin er af verðlaunagripum í fyrra (2020). Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − 4 =