,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs hefur verið opnuð á “ira hjá ira.is”.

Námskeiðið verður haldið frá 22. mars til 12. maí n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis laugardaginn 15. maí. Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Staðsetning verður tilkynnt fljótlega.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Skráningu fylgir engin skuldbinding.

Fyrirspurnum má beina til Jóns Björnssonar, TF3PW, umsjónarmanns námskeiða félagsins.  Tölvupóstfang „nonni.bjorns hjá gmail.com“.

Þeir sem þegar hafa skráð sig hjá félaginu eru beðnir um að staðfesta þátttöku.

Stjórn ÍRA.

VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR 19.3.2021:
Námskeið ÍRA til amatörprófs fer fram í félagsaðstöðunni við Skeljanes fyrst um sinn. Námskeiðið verður sett mánudaginn 22. mars kl. 18:30. Þeir sem ekki hafa náð að skrá sig fyrir þann tíma geta mætt og skráð þátttöku á staðnum.

Frá námskeiði ÍRA til amatörprófs í Háskólanum í Reykjavík. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX stendur fyrir stafni. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 4 =