Entries by TF3JB

,

Vel heppnaður kynningarfundur í Skeljanesi

Vel heppnaður kynningarfundur nýrrar vetrardagskrár var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í gær, þann 27. september. Á fundinum var einnig opin málaskrá þar sem í boði er fyrir félagsmenn að ræða félagsstarfið við stjórn. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu í höfuðborginni mættu yfir 30 félagsmenn á fundinn auk gesta. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður, annaðist kynningu dagskrár og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri, stjórnaði […]

,

Fréttir úr Skeljanesi

1) Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir október-desember verður kynnt 27. september n.k. 2) Námskeið til amatörprófs er fyrirhugað í febrúar-maí n.k. 3) Nýr VHF Manager Í.R.A. 4) Starfshópur til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. 5) Starfshópur til að gera tillögur um stefnumótun Í.R.A. um fjaraðgang. 6) TF3W verður QRV í SSB hluta SAC keppninnar 2012. 1. Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2012. […]

,

CQ WW RTTY keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide RTTY keppnin 2012 fer fram um helgina og hefst laugardaginn 29. september. Keppnin er 48 klst. keppni, hefst á miðnætti á laugardag og lýkur tveimur sólarhringum síðar. Þetta er ein af helstu alþjóðlegum RTTY keppnum í heiminum og gera spár ráð fyrir að allt að 20 þúsund radíóamatörar muni taka þátt; en sá fjöldi […]

,

Vetrardagskráin kynnt á fimmtudag

Hér með er boðað til kynningar á vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið september-desember í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 27. september kl. 20:30. Að auki verður opin málaskrá í boði. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Kynning á vetrardagskrá félagsins í október-desember n.k. (Andrés Þórarinsson, TF3AM). 2. Opin málaskrá. (Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ). 3. Umræður. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í […]

,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX

Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, barst staðfesting frá ARRL í póstinum á föstudag (þann 14. september) þess efnis, að hafa fengið 300. DXCC eininguna skráða. TF8GX er þar með 3. TF-stöðin sem nær 300 DXCC landa áfanganum, sem er með eftirsóttari viðurkenningum á meðal DX-manna í heiminum í dag. Þær tvær íslenskar stöðvar sem náð hafa þessum árangri áður, […]

,

Góður árangur TF-stöðva í SAC CW keppninni

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W. Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. […]

,

TF3IRA QRV á QRO afli á ný

Félagsstöðin, TF3IRA, hefur ekki verið QRV á fullu afli um um nokkurt skeið. Fyrr í sumar þegar búnaður stöðvarinnar var yfirfarinn var ákveðið að flytja Harris RF-110 magnara stöðvarinnar til viðgerðar. Í gær, þann 12. september, gafst síðan tækifæri til að skipta magnaranum út fyrir annan, sömu tegundar og gerðar. Það var Bjarni Magnússon, TF3BM, sem kom […]

,

TF3W verður QRV í SAC keppninni um helgina

Þeir félagar, TF3SA, TF3SG og TF3JA ætla að hafa forystu um þátttöku frá félagsstöðinni TF3W, í Scandinavian Activity morskeppninni (SAC), sem haldin verður um helgina. Keppnin er sólarhringskeppni og hefst hún kl. 12 á hádegi á laugardag (15. september) og lýkur á hádegi sólarhring síðar (16. september). Hugmyndin er, að þátttaka í keppninni verði opin og væri […]

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / önnur not Staðsetning stöðvar Skýringar TF1APB Sérheimild APRS stafvarpi 801 Árnessýsla Heimild til notkunar á 144.800 MHz TF2CW G-leyfi Sigurður R. Jakobsson 210 Garðabær Leyfisbréf nr. 119. Kallmerki: TF3CW. Skammtímaúthlutun í september 2012 TF3CS G-leyfi Jón Þór Gunnarsson 221 Hafnarfjörður Stóðst […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

TF1RPB, endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, varð QRV á ný í morgun, þann 9. september, kl. 10:18. Þeir Sigurður Harðarson, TF3WS og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARIlögðu á fjallið í býtið og höfðu meðferðis Kenwood endurvarpa félagsins, sem sóttur var suður á Garðskaga í gærdag og undirbúinn fyrir ferðina í gærkvöldi. Notuð er sama tíðni og var í Bláfjöllum, þ.e. 145.750 MHz. Kenwood endurvarpinn […]