Entries by TF3JB

,

SKELJANES 2. JÚLÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á morgun, fimmtudaginn 2. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri ÍRA, tæmir pósthólfið og flokkar innkomin kort fyrir opnun. Spennandi viðburðir eru framundan og því margt sem þarf að ræða yfir kaffinu, m.a.: VHF/UHF leikarnir 11.-13. júlí; TF útileikarnir 1.-3. ágúst; og […]

,

SNYRT TIL UTANHÚSS Í SKELJANESI

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes eftir hádegi sunnudaginn 28. júní. Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig svo nú er orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að mæta á staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum […]

,

NÝTT CQ TF – 3. TBL. 2020 KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 52 blaðsíður að stærð. 73 – TF3SB, […]

,

NÝTT VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í BLÁFJÖLLUM

Í dag, 27. júní, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið af KiwiSDR gerð, sömu tegundar og þau tvö sem eru fyrir. Nýja viðtækið er staðsett í Bláfjöllum í 690 metra hæð. Það hefur fyrst um sinn til afnota, láréttan tvípól fyrir 80 og 40 metrana. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 […]

,

YOTA VIRKNI FRÁ TF3IRA

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA, tók þátt í YOTA (Youngsters On The Air) virkni á netinu í viku 26. Viðburðir voru hvorutveggja í boði í IARU Svæðum 1 og 2 og voru hugsaðir til að koma, a.m.k. að hluta til í stað YOTA viðburða, sem ýmist voru felldir niður eða frestað í vor/sumar vegna Covid-19. […]

, ,

SKEMMTILEGT FIMMTUDAGSKVÖLD Í SKELJANESI

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. júní. Þetta var þriðja opnunarkvöld eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19. Yfir kaffinu voru fjörugar umræður á báðum hæðum, m.a. um DX‘inn, nýjustu þróun í SDR viðtækjum, ferðaloftnet og SOTA verkefnið, sem snýst um að fara […]

,

CARL J. EIRÍKSSON TF3CJ ER LÁTINN

Carl Johan Eiríksson, TF3CJ,  hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Fram kemur á vef Skotíþróttasambands Íslands í dag, að Carl hafi látist þann 12. júní s.l. Hann var á 92. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 43. Um leið og við minnumst Carls með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir […]

,

SKELJANES 25. JÚNÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 25. júní. Húsið opnar stundvíslega kl. 20:00. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og veglegt meðlæti. Mathías Hagvaag TF3MH, QSL stjóri ÍRA, tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomin kort fyrir opnun. Sjáumst í Skeljanesi! Stjórn ÍRA. .

,

CQ KIDS DAY Í BOÐI ARRL 20. JÚNÍ

„CQ Kids Day“ er í dag, laugardaginn 20. júní. Þennan dag bjóða bandarískir radíóamatörar ungu fólki að kynnast amatör radíói með því að hafa sambönd í gegnum stöðvar sínar. Viðburðurinn hefst kl. 18 að íslenskum tíma. Mælt er með að byrja á að skiptast á nöfnum, aldri, staðsetningu og upplýsingum um uppáhalds lit. Félagsmenn eru […]

,

SUMARSTEMNING Í SKELJANESI 18. JÚNÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 18. júní. Þetta var 2. opnun eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19. Vandað var með kaffinu að venju, nýjustu tímaritin lágu frammi og QSL stjóri hafði flokkað kortasendingar. Mikið var rætt um loftnet, búnað, skilyrðin og m.a. […]