,

SNYRT TIL UTANHÚSS Í SKELJANESI

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes eftir hádegi sunnudaginn 28. júní. Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig svo nú er orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að mæta á staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor (eins og í fyrra), en Baldvin kom færandi hendi með stunguskóflu og önnur garðáhöld heiman að frá sér.

En þar var ekki látið við sitja, því eins og fram kom í 4. tbl. CQ TF 2019, þegar Baldvin snyrti síðast til fyrir utan Skeljanes, var haft eftir honum að: „…hann hafi verið nokkuð ánægður [með unnið verk þá] en benti á að næst mætti huga að því að mála, a.m.k. trévegginn þar sem TF3IRA skiltið er fest“. Og í framhaldi af garðvinnunni, tók Baldvin sér málningarpensil og rúllu í hönd og málaði í snatri tvær umferðir á trévegginn og í kring. Veggurinn, sem síðast var málaður 7. apríl 2018 lítur nú út sem nýr. Bestu þakkir til Baldvins fyrir gott framtak vel unnin verk!

Allt annað og snyrtilegra er nú að nálgast innganginn í félagsaðstöðuna. Illgresið sem áður var þétt vaxið upp við húsvegginn er allt farið og úr sér vaxið grasið á flötinni fyrir framan húsið hefur verið slegið. Baldvin sagðist bara nokkuð ánægður með verkefni dagsins, en benti á að næst mætti huga að því að mála fleiri fleti á húsinu.
Baldvin beitir sláttuorfinu á óæskilegan gróður. Grasvöxturinn upp við húsið var einnig fjarlægður.
Málningarrúllan munduð á trévegginn við innganginn. Baldvin sagðist ætla að láta tvær umferðir nægja að sinni. Skiltið með kallmerki félagsstöðvarinnar var meira að segja skrúfað niður og þrifið. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 4 =