,

SKELJANES 2. JÚLÍ, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á morgun, fimmtudaginn 2. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri ÍRA, tæmir pósthólfið og flokkar innkomin kort fyrir opnun.

Spennandi viðburðir eru framundan og því margt sem þarf að ræða yfir kaffinu, m.a.:

  • VHF/UHF leikarnir 11.-13. júlí;
  • TF útileikarnir 1.-3. ágúst; og
  • Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 22.-23. ágúst.

Sjáumst í Skeljanesi!

Stjórn ÍRA.

Skemmtileg mynd frá þátttöku Ólafs B. Ólafssonar TF3ML í VHF/UHF leikunum sumarið 2017 þegar hann var staddur á Fróðárheiði, sem er fjallvegur í 361 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur yfir Snæfellsnes til Fróðársveitar, austan við Ólafsvík. Ljósmynd: TF3ML.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + 11 =