,

NÝTT VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í BLÁFJÖLLUM

Í dag, 27. júní, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið af KiwiSDR gerð, sömu tegundar og þau tvö sem eru fyrir. Nýja viðtækið er staðsett í Bláfjöllum í 690 metra hæð. Það hefur fyrst um sinn til afnota, láréttan tvípól fyrir 80 og 40 metrana.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A stóð að uppsetningu tækisins í dag, en það er í eigu Georgs Kulp, TF3GZ. Vefslóðin er: http://blafjoll.utvarp.com

Hin tvö viðtækin sem eru virk í dag, eru staðsett á Bjargtöngum í Vesturbyggð, vestasta tanga Íslands og ysta oddi Látrabjargs og á Raufarhöfn. Vefslóðir:

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara og Georg fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Mynd af aðstöðunni í Bláfjöllum sem er í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 2 =