SKEMMTILEGT FIMMTUDAGSKVÖLD Í SKELJANESI
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. júní. Þetta var þriðja opnunarkvöld eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19.
Yfir kaffinu voru fjörugar umræður á báðum hæðum, m.a. um DX‘inn, nýjustu þróun í SDR viðtækjum, ferðaloftnet og SOTA verkefnið, sem snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir 908.
Einnig ræddu menn nýtt tölublað CQ TF sem er væntanlegt á sunnudag (28. júní) og áhugaverðar DX opnanir undanfarið yfir pólinn til Asíu á 20, 15 og 10 metrum og mjög góðar opnanir á 4 og 6 metrum. Þá er töluverður áhugi á VHF/UHF leikunum 2020 sem fara fram helgina 11.-12. júlí n.k. og IARU HF World Championship keppninni sem fer fram sömu helgi.
Umræður stóðu fram yfir kl. 23 þetta ágæta sumarkvöld í Skeljanesi. Alls mættu 22 félagar á staðinn.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!